Tíminn - 30.03.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.03.1973, Blaðsíða 15
Föstudagur 30. marz 1973. TÍMINN 15 eru ekki að gifta sig feðrum annarra barna, meðan eiginmenn þeirra eru á lifi. — Gera þær það ekki? Caddie velti þessu fyrir áer. — Hvað gera þær, ef þær verða ástfangnar? — Það dró niður i Piu. Hún gat ekki borið á móti þvi, að kaþólskar mæður uröu ástfangnar. Það þurfti ekki nema fara i óperu, leikhús eða horfa á sjónvarp til þess að sjá það. — Þær verða ástfangnar, svaraöi hún .— En þær setja ekki allt á annan endann. Þú átt við, að mamma hefði ekki gert þetta, ef hún væri kaþólsk. Alls ekki, sagði Pia, — Það hefði verið synd. — Caddie hefði ekki veriö svona barnaleg, ef hún hefði ekki verið jafnsjúk og máttfarin. Hún var með höfuð- verk, og fótleggirnir voru eins og úr bláum pappa. Hún hafði lika alltaf verið hrifin af þvi, hvað Pia var sannfærð. — A sunnudaginn hafði það til dæmis ekki verið neitt vafamál, eins og hjá Claverinsf jölskyldunni, hvort Pia ætti að fara til kirkju eða ekki. Þegar klukkuna vantaöi tiu minútur i tiu, birtist hún með hvita hattinn sinn með rauða borðanum, i kápunni sinni og hvitum fallegum sokkum, meö hanzka og á skóm með spennum, og budduna sina og messusöngs- bókina i hendinni. Rob gerði hlé á vinnu sinni, ók Piu til kirkjunnar i Malcesine og beið eftir henni á veitingastofu, þar til messu var lokið. „Ætlar þú ekki að koma inn? ” spuröi Pia, eins og hana langaði til þess, að hann hlýddi á messuna, en Rob brosti aðeins og sagði: „Ég er heiðingi. Auk þess langar mig i kaffi. Celestina fer með þér. Celestina, Giulietta og börnin i bátaskýlinu höfðu farið i bilnum með þeim. Má ég fara með? spuröi Caddie. Spyröu mömmu þina, sagði Rob. — Ef þig langar til, sagöi Fanney. En þú skilur ekkert. — En á einhvern dularfullan hátt fylgdist Caddie að mestu leyti með þvi> sem fram fór. Það var að visu satt, að messan var að mestu leyti óskiljanleg, sambland af itölsku og latinu, en Pia útskýrði fyrir Caddie, aö latinan væri mál kirkjunnar, en Caddie dáðist 'að þvi, hvernig ekki einungis Pia heldur öll hin börnin vissu, hvaö þau áttu að gera. Caddie hermdi allt eftir Piu, kraup á kné, stóð eða sat, eftir þvi sem hún gerði. Caddie hreifst af kertaljósunum, reykelsisilminum, hinu dularfulla andrúmslofti og hátiöleikanum, og samt var eins og allir væru heima hjá sér. Skömmu áður en messunni lauk, gengu Celestina og Pia upp að altarinu ásamt hóp af ööru fólki. Það var fjölmennur hópur: gamlar sveitakonur, svartklæddir öldungar og ungl- ingar. Allir karlmennirnir sátu öðrum megin i kirkjunni, en konurnar hinum megin. Þarna voru ungar konur, uppdubbaðar mæður með smábörn, drengir og telpur. — Hvert fóruð þið öll? spurði Caddie seinna. Til altaris. — Ferð þú til altaris? — Auð- vitað, ég er tiu ára, sagði Pia eins og hún væri orðin miðaldra kona. „Ég gekk fyrst til altaris, þegar ég var átta ára”. — „Eins og Beppinó”. Beppinó var eldri af þessum tveim börnum, sem voru i bátaskýlinu. Celestina sagði, að hann ætti að ganga til altaris i fyrsta sinn þriðja sunnudaginn i mai. Hann átti aö fá ný grá föt og hvitan borða með gylltu kögri um handlegginn. — Pia, fékkst þú einn af þessum fallegu siðu kjólum, sem viö sáum i Riva?” — Þaö vona ég ekki, sagði Pia. — Kjóllinn minn var frá Lavóri, Artigiani Femminili á horninu á Condottistræti i Róm. Hann var allur faldaður i höndunum og hver smárykking var einnig gerö i höndunum. Ég var með hvita slæðu og sveig úr hvitum silki- rósum. Caddie sá Piu i anda i síða, hvita kjólnum og meö rósirnar á litla svarthæröa kollinum. — Þú hlýtur að hafa litiö út eins og brúður. — Já. Og ég fekk þrjátiu gjafir. Caddie var i engum vafa um, að Pia var sérfræðingur i trúmálum, og hún spuröi með trúnaöartrausti: Hvernig verður fólk kaþólskt? — Éf fólk er ekki fætt kaþólskt, verður þaö að læra það, sagöi Pia. — Hvernig er hægt að læra það? — Ég býst við, að það verði að tala við prest eða nunnu. Caddie gat ekki imyndað sér, að hún gæti talað við nunnu samt vissi hún, að allir kennarar Piu voru nunnur, og hún hafði séð kaþólsku prestana i Malcesine. Þar var einn, sem Celestina talaði um með mikilli virðingu. Celestina kallaði hann föður Rossi, en hvaö sem þvi leið, var Caddie búin að taka ákvörðun. Hún fór til Hughs og spuröi: — Er eitthvaö eftir af peningunum, sem viö fengum fyrir Tópas? — Svolitið. Ég hef notað dálitið af þeim til þess að kaupa beitu. Ég hélt, að þér væri sama. — Mig vantar svolitla peninga, sagöi Caddie. — Hvaö þarftu mikið? spuröi Hugh með semingi. Ég þarf aö kaupa mér færi. Hve mikiö þarftu? — Nógu mikið til þess aö feröast með áætlunarbilnum til Malcesine”. — Hvers vegna ferðu ekki gang- andi? — Ég er hrædd um, að ég gæti það ekki, sagði Caddie Ég er einhvern vegin skrýtin. Hugh fékk henni hundrað lira seðil, en þó með tregðu. Fáðu mér það, ef eitthvaö verður afgangs. — Caddie hlýtur að hafa veriö föl, þvi að Hugh spurði: — Ætlarðu ein? — Já, flýtti Caddie sér að segja. Hún hafði sterkan grun um, að Hugh vildi ekki að hún færi. Þó að þetta væri rétt eftir hádegiö, var þaö ekki heitasti timi dagsins. Himinninn var grá- hvitur. Caddie var enn flökurt. 1 bilnum var ryk, og það blandaðist saman lykt af heitu gúmi, oliu og fólki, hugsaði Caddie. Hún var fegin að komast út i Malcesine, en þá tók við skær birtan og hita- svækjan i borginni. Caddie gekk eftir akbrautinni, þangað til hún kom aö þrepunum sem lágu niöur á kirkjutorgið. Hita lagöi frá múrsteinunum. Þaö var alltaf fólk i kringum kirkjuna. Þegar Caddie kom, voru drengir að leika sér i fótbolta og konur sátu á lágu handriöi undir trjánum. Þær voru að prjóna og spjalla saman, en börn, sem voru að byrja að læra að ganga léku sér við fætur þeirra. Konurnar og drengirnir störöu á Caddie, svo að henni fannst hún óvelkomin. Hún mundi, ". að hún hafði séð hliðardyr inn i kirkjuna daginn áöur. Hún gekk þvi framhjá stóru aðal- dyrunum. Hún reyndi að blistra og var með hendurnar I vösunum á ljósbrúna rúskinnsjakkanum sinum, þó að Pia heföi ávitað hana fyrirþað. Fanney hafði haft rétt fyrir sér. Það var allt of heitt að vera i rúskinnsjakka á Italiu. Það beinlinis sýður á mér, hugsaði Caddie, en ég get ekki gengið á fund prestins i kjól, sem er bæði of þröngur og stuttur og allur krumpaöur. Hún óskaði, að hún ætti léreftskjól eins og Pia. Bak við bógagöng öðrum megin við kirkjuna var húsagarður. Þar voru þrep, sem lágu upp að litlu húsi. Skyldi faðir Rossi búa þar? Hún læddist gegnum húsagarðinn að leöurklæddri smáhurö og smeygöi sér inn i kirkjuna. Hún gekk inn i svalt rökkur, sem henni fannst náðargjöf. Hún haföi svitnað, jafnvel þennan stutta spöl frá bilnum. Hana svimaði svo mikið, að hún varö að halla höföinu upp að baki á kirkjubekk úr gljáandi viði. Ég ætti að krjúpa, hugsaði hún með sér, en hún var of máttlaus í hnjánum til þess. Rob hafði sagt henni, aö kaþólskar kirkjur væru aldrei mannlausar, og þaö virtist rétt. Þetta var siðdegis á mánudegi, en það logaöi á kertum fyrir framan ölturu til beggja hliða i þessari stóru kirkju. Þau litu að minnsta kosti út eins og ölturu. Það var á þeim dúkur með blúndu að framan og blóm i vösum. Pia hafði sagt, að kertin væru ýmist frá þeim, sem hefðu sent guði bænir, eða veriö kveikt á þeim i þakkarskyni. Þeirvoru auðsjáan- lega margir, sem annað hvort báðu Guö eöa þökkuöu honum. — Stóru kertin kostuöu hundrað lirur, en þau litlu fimmtiu. Caddie óskaði, að hún gæti kveikt á einu kerti, er hundrað lira seðillinn nægði ekki nema fyrir far- gjaldinu. Fólk gerði bæn sina. Sumar konurnar voru meö innkaupa- töskur eöa körfur, nokkrar voru á inniskóm. Gamall maöur hafði fengiö sér blund. Kona nokkur bar inn pott með liljum. Hún bar grænt hreinol ÞVOTTALÖGUR 1372 Lárétt 1) Visur.- 6) Hund.- 8) Flokk.- 10) Fugl.- 12) Mjöður,- 13) öðlast.- 14) Farða. - 15) Fálát,-17) Ótukt,- 19) Bölva,- Lóðrétt 2) Tré.- 3) Lita,- 4) Hljóð,- 5) Verkfæri.- 7) Last.- 9) Strákur,- 11) Fléttuðu,- 15) Tæki,- 16) Hlutir,- 18) Andaðist.- Ráöning á gátu No. 1371 Lárétt 1) Atvik,- 6) Ein,- 8) Sök,- 10) Nám,- 12) Kr,- 13) Ra,- 14) Und,- 16) Gil,- 17) Ati,- 19) Aftni.- Lóðrétt 2) Tek,- 3) VI,- 4) Inn,- 5) Askur.-7) Smali,- 9) örn.- 11) Aríi.- 15) DAF.- 16) Gin,- 18) TT,- il IIISB FÖSTUDAGUR 30. marz 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfreg ir. Tilkynningar. 13.00 Með sinu lagi. Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.15 Búnaðarþáttur (endur- tekinn). Páli Aenar Pálsson yfirdýralæknir talar um sauöfjárkvilla á vordögum. 14.30 Slðdegissagan: „Llfs- orrustan” eítir óskar Aöal- stein.GunnarStefánsson les (6). 15.00 Miödegistónleikar: György Cziffra leikur á pianó etýður eftir Chopin. / Sinfóniuhljómsveitin i Chi- cago leikur þætti úr „Meist- arasöngvurunum frá Nilrn- berg” eftir Wagner: Fritz Reiner stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. 16.15 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphorniö. 17.10 Þjóöiög frá ýmsum löndum. 17.40 Tlnlistartimi barn- anna. Egill Rúnar Friðleifs- son sér um timann. 18.00 Éyjapistili. Bænarorö. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.35 Þingsjá. Ingólfur Kristj- ánsson sér um þáttinn. 20.00 Sinfónískir tónleikar a. „Coriola a. forl.” op. 62 Lud- wig van Beethoven. Fíl- harmóniusveit Berlinar leikur: Herbert von Kara- jan stj. b. Pianókonsert nr. 3 I d-moll eftir Sergej Rak- maninoff. Emil Gilels og hljómsveit Tónlistarskólans I Paris leika: André Cluyt- ens stj. c. Sinfónia nr. 4 I a- moll eftir Jean Sibelius. Fil- harmóniusveitin i Helsinki leikur: Paavo Berglund stj. 21.25 Horft til suðurs. Séra Sigurjón Guðjónsson fyrr- um prófestur flytur fyrri hluta feröasögu sunnan úr álfu. sinnar 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Lestur Passiusálma (34). 22.25 Ctvarpssagan: „Ofvit- inn” eftir Þórberg Þóröar- son Þorsteinn Hannesson les (23). 22.45 Létt músfk á síökvöidi. Jimmy Durante og félagar hans syngja, hljómsveit, sem André Previn stjórnar, leikur lög úr söngleiknum „Irma la Douce” og Count Basie leikur með hljóm- sveit sinni. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur i||i 30. marz SÍI 20 00 Fréttir fííjií 20.25 Veður og aulýsingar. H! 20.30 Kariar I krapinu. öllu Hi hinu má stela. Þýðandí S:I:S Kristmann Eiðsson. KjijB 21.20 Sjónaukinn. Umræðu- ÍH °g fréttaskýringaþáttur um jijijijíj' innlend og erlend málefni. ijijijijij 22.05 Kátir söngvasveinar. Bandariskur ;i;ijijiji skemmtiþáttur. Kenny Rogers og „Frumútgáfan” ijijijijí leika og syngja. Gestur iijigiii þáttarins er Rich Nelson. jijijijiii Þýðandi Jóhanna Jóhanns- íll dóttir. jiijijijij 22.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.