Tíminn - 30.03.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.03.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 30. marz 1973. Dýrgripir í kartöflugarðinum Ef þið eruð orðin þreytt og leið á að setja niður kartöflur, eða atast i blómabeðunum i garð- inum ykkar getið þið glatt ykkur við, að stundum getur það borgað sig, ef fólk hefur augun hjá sér, og tekur eftir þvi hvað kemur upp með moldinni um leið og hún er stungin upp. Vörubilstjórinn David Beeton i Englandi varð heldur en ekki hissa, þegar hann sá allt i einu 105 smápeninga koma upp, þegar hann var að stinga upp garðinn sinn i Nottingham. Peningarnir litu mjög hvers- dagslega út, en þó fór svo, að British Museum lét sig hafa það að borga manninum hvorki meira né minna en 1500 pund fyrir 15 þessara peninga. beir voru sem sagt sérlega sjald- gæfir og afganginn af sjóðnum tókst David svo að selja á upp- boði fyrir 85 þúsund pund. Það er kannski ekki mjög liklegt að fólk finni dýrgripi af þessu tagi i garðinum hjá sér, sérstaklega ekki hér á Islandi, þar sem minna er um fornar minjar, heldur en i Englandi, en hver veit, hvað gerzt getur. En það er þó alltaf uppskeran úr garðinum, sem fæst að haustinu, hvað sem öðru liður. Það er nefnilega ekki allt gull, sem glóir, og það varð niður- staðaná fundi Cecil Blakehurst 45 árs gamals manns, sem fann skinandi gullpening i garðinum sinum i Peterborough. En við nánari athugun kom i ljós, að þetta var mjög hversdagslegur bronspeningur. Sydney Ross, sem er 13 ára gamall, og á heima i Newcastle, ætlaði að vinna sér inn smávasapeninga með þvi að hjálpa föður sinum, að reyta arfann úr garðinum. Hann fékk meira en hann hafði búizt við, þvi hann fann 1900 ára gaman pening, sem hann seldi fyrir 200 dollara. Sennilega aukast möguleikarnir á miklum fundi i réttu hlutfalli við það, hversu mikið maður grefur. Þess vegna er það fremur algengt i Englandi, að menn, sem grafa fyrir húsum, vinna á jarðýtum eða gröfum, finni dýrgripi, ef þeir hafa augun opin á meðan þeir eru i vinnunni. En' það lá við að Arthur Davey vinnumaður á sveitabæ einum tapaði stórfé, þegar sjö ára gamall sonur hans reyndi að fá vin sinn til þess að skipta við sig á litilli styttu og leikfangabil, sem soninn langaði mjög til að eignast Ekki varð þó af skiptunum, enda var það betra fyrir alla, Styttan seldist fyrir 36.750 pund á upp- boði i London. Arthur hafði rekizt á styttuna, þegar hann dag nokkurn var að leita að ein- hverju úti á engi til þess að skerpa með ljáinn sinn. Styttan fannst nálægt Bury St. Edmunds, Suffolk. Svo var það Malclom Tricker ýtustjóri i Ipswich, sem rakst allt i einu á fimm gullbönd, sem hann hélt i fyrstu, að hefðu verið einhvers konar hankar eða höldur á lik- kistu. 1 ljós kom við nánari athugun, að þetta voru gullháls- bönd, en þau voru talin eign rikisins, vegna þess, hvar þau fundust. Þratt fyrir það fékk Malcolm 45 þúsund punda fundarverðlaun. Hér með sjáið þið svo myndir af háls- böndunum, og litlu styttunni, sem sonur Arthurs Davey ætlað að skipta á og litlum leikfanga- bíl. Undarlegur þorskur Aldrei hafði ljósmyndarinn, sem þessa mynd tók, séð þorsk likan þessum hér.Höfuðlagið er lika eitthvað undarlegt. Það var Jörgen Lindahl fiskimaður i Bunnefjörden i Noregi, sem ■ Ævintýraleg fallhlífarstökk Starfsmenn i verksmiðju i San Bernadino i Kaliforniu fengu óvæntan fridag nú nýlega, þegar fallhlifastökkvari lenti óvænt á þaki verksmiðjunnar. Lenti maðurinn i rafmagns- linum, og sleit þær, með þeim afleiðingum, að kviknaöi i verk- smiðjunni. Annar óvæntur gestur kom allt i einu fljúgandi niður úr geimnum og lenti á veizluborði I brúðkaupsveizlu, sem haldin var utan dyra i Denver i Colarado. Maðurinn, sem heitir Larry Gold, lenti niður i brúðartertunni, og annar fóturinn fór niður i kampavins- kælinn. Það gerðist svo i Rúss- landi, að fallhlifastökkvari kom einsog þruma úr heiðskiru lofti, og lenti niður i miðri blóma- sýningu, sem haldin var i Kiev. Sá hét Igor Skorov. Og það hafa fleiri furðuleg atvik komið fyrir menn, sem, stokkið hafa út úr flugvélum i fallhlif. Til dæmis var það hann Bill Jackson, sem hafði ætlað að stökkva mjög hversdagslegt fallhlifarstökk. Hann barst af réttri leið vegna breyttrar vindáttar og endirinn var sá, að hann lenti niður á botni i gamalli kolanámu, 90 fet undir yfirborð jarðar. veiddi þennan skrýtna þorsk, og hann sagði, að þrátt fyrir það, að hann hefði stundað fiskveiðar i milli 60 og 70 ár hefði hann aldrei áður séð neitt þorskgrey þessu likt. Stútur við stýrið 1 Bandarikjunum létust 55 þús- undir manna i umferðarslysum á þjóðvegum siðastliðið ár. Eru það 400 fleiri en árið 1970. Afengi reyndist koma við sögu i 50-60 af hverju hundraði dauðaslysa á þjóðvegum þar vestra. Afengis- neyzla olli þannig dauða a.m.k. 30 þúsund manna i 800 þúsund umferðarslysum i Bandarikjun- um árið 1971. Byssuleikur eða árekstur Fólk kallaði i skyndi á Kaup- mannahafnarlögregluna, eftir að hafa heyrt hvell á Ráðhús- torginu, og sá tvo menn ligg- jandi alblóðuga á götunni. Kona nokkur fékk aðsvif, af þvi að hún hélt, að hún væri mitt i götubardaga. En lögreglan komst að raun um, við nokkra athugun, að tveir fótgangandi vegfarendur höfðu verið að ganga yfir göngubraut, hvor i sina áttina. Höfuðin höfðu þeir sett undir sig og þeir sáu ekki, hvað framundan var. Allt i einu skullu þeir saman. Sören Vang Nielsen, 79 ára gamall, reyndist höfuðkúpubrotinn, en Holger Lund 44 ára hafði fengið heila- hristing. Báðir mennirnir voru þegar fluttir á sjúkrahús.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.