Tíminn - 30.03.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.03.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 30. marz 1973. Umsjón: Elías Snæland Jónsson ALÞINGI AAiklar umræður um landshlutasamtök sveitarfélaga: ATHUGA VERÐUR FREKAR STÖÐU, VERKEFNI OG VALD SAMTAKANNA Líta verður á sveitastjórnarkerfið í heild og endurskoða það — verður Norðurlandi skipt f tvö landshlutasamtök? EJ—Reykjavik. Miklar umræður urðu í neðri deild Alþingis i gær um frumvarp um landshlutasamtök sveitarfélaga, en frumvarpið er flutt að beiðni stjórnar Sambands islenzkra sveitarfélaga. ólafur Jóhannesson, for- sætisráðherra taldi eðlilegast að frumvarpinu yrði visað til rikisstjórnarinnar, sem léti fara fram nauð- synlega endurskoðun á stjórnkerfinu, stöðu lands- hlutasamtakanna i þvi og skiptingu á valdi og verk- efnum milli sveitarstjórna og rikisvaldsins. Þá kom greinilega fram i umræðunum, að þingmenn Norðurlandskjördæmis vestra vilja ei binda það i lög, að ein landshlutasamtök nái yfir Norðurland allt eins og nú er, heldur sé eðlilegast, að hvert kjör- dæmi hafi sin landshlutasamtök. l.árus Jónsson (S) mælti fyrir frumvarpinu, sem hann flytur ásamt Agúst Þorvaldssyni (F), Karvel Pálmasyni (SFV), Karli G. Sigurbergssyni (AB), Stefáni Gunnlaugssyni (A) og Óiafi G. Einarssyni (S). Sagöi hann, að frumvarpið væri flutt aö beiðni stjórnar Sambands islenzkra sveitarfélaga, og I greinargerð, sem fylgir frumvarpinu frá sam- bandinu, segir að forustumenn landshlutasamtakanna hafi ein- dregið óskað þess, að stjórn sam- bandsins hlutaðist til um, aö þetta frumvarp fengist flutt og afgreitt á yfirstandandi þingi. Þyki bæði þeim og sambandinu timi til kom- inn, að tilvera landshlutasamtak- anna veröi staðfest i lögum og að i sveitarstjórnarlögum séu ákvæði um þau. Frumvarpið felur I sér, að i sveitarstjórnarlögin komi nýr kafli um landshlutasamtök sveitarfélaga, þar sem ákvæöi séu um hver þau séu, um aðild að þeim, um hlutverk þeirra, um kosningu á aðalfundi þeirra og um tekjur þeirra. Frumvarpið breytir i engu ákvæðum gildandi laga um einstök sveitarfélög og sýslufélög. Framsögumaður sagði, að i raun staðfesti frumvarpið aðeins orðinn hlut og setti samræmdar reglur fyrir öll landshlutasam- tökin. Óll sveitarfélög væru skyldug aö vera í slikum samtök- um. Kosning fulltrúa á aðalfund fer eftir ibúatölu hvers sveitar- félags. Tekjur samtakanna eru skattur á aðildarsveitarfélögin auk núgildandi annarra tekju- stofna. Sýslufélögum má heimila aðild að samtökum þessum. Þingmaðurinn taldi, að samþykkt þessa frumvarps yrði áfangi I þá átt, að færa valdið i eigin málum til fólksins i hinum einstöku byggðarlögum. Forustu- menn i sveitarstjórnarmálum legðu mikla áherzlu á, aö frum- varpið yröi samþykkt þegar á þessu þingi. Þarf betri athugunar við Ólafur Jó- hannesson, for- sætisráðherra sagöi þaö rétt aö landshluta- samtök hefðu starfað undan- farin ár og af þeim fengizt nokkur reynsla. Tilvist þeirra væri viöur- kennd i ýmsum lögum eins laga- frumvörpum, sem læjgu fyrir Alþingi. Eölilegt væri, aö ósk kæmi fram um það frá þessum samtökum, að ákvæði væru sett I lög um þessi samtök þar sem sess og staða þeirra i stjórnkerfinu væri ákveðin. Hins vegar gæti hann ekki mælt meö þvi, að hrapað yrði setningu löggjafar þar um, eins og fram- sögumaður heföi lagt áherzlu á. Athuga þyrfti máliö mun betur en tækifæri gæfist til á þessu þingi. Hann taldi, að hér væri ekki um sérlega einfalt mál að ræða. Óhjákvæmilegt væri að lita á sveitarstjórnarlögin i heild og at- huga ýmis atriði I þeim. Ekki væri t.d. óeðlilegt, aö i sambandi viö þetta mál komi upp spurning ar um þau sveitastjórnarum- dæmi, sem fyrir eru I landinu — t.d. hvort ástæða væri til að taka til endurskoðunar núverandi sýslufélög. Hann nefndi þetta sem dæmi, en meginatriði væri, að ákveöa yrði stöðu landshlutasam- takanna I stjórnkerfinu með tilliti til kerfisins i heild. Það væri ekki rétt að skjóta inn i núgildandi lög nýjum kafla um þessi samtök án þess aö lita á aðra þætti stjórn- kerfisins. Skipting á valdi og verk- efnum Forsætisráðherra sagði einnig, að þetta mál yrði einnig að skoð- ast i tengslum við skiptingu á verkefnum og valdi milli sveitar- félaga og rfkisins. Sú verkaskipt- ing þafnaðist mjög endurskoðun- ar við, og kæmu þar mörg sjónarmið til athugunar. Hann taldi, að færa þyrfti meiri verk- efni og vald I hendur sveitastjórn- um, en þá yrði einnig um leið að sjá þeim fyrir tekjustofnum. Kvaðst hann þeirrar skoöunar, að fá þyrfti sveitarfélögunum sér- staka tekjustofna, sem þau yrðu siðan sjálf að taka ákvöröun um hvort og hvernig nota skyldi á hverjum tima. Forsætisráðherra minnti á ákvæði i málefnasamningi stjórnarflokkanna um þessi mál- efni, og taldi eðlilegt, að skipuð yrði nefnd til þess aö taka þessi mál til skoðunar og þá með heildarsýn i huga, en ekki aöeins afmarkaöa þætti. Teldi hann þvi eðlilegt, að sú nefnd, sem fengi þetta frumvarp til meöferðar i þinginu, legði til, að þvi yrði visað til rikisstjórnarinnar. Tvö samtök fyrir norð- an? Forsætisráöherra kvaðst svo sérstaklega vilja nefna eitt efnis- atriöi I frumvarpinu. Þvi væri slegið föstu þar, að á Norðurlandi öllu ætti aö vera eitt landshluta- samband, Fjóröungssamband Norðlendinga. Þetta væri gert, þótt meginstefnan væri sú, að eitt samband væri fyrir hvert kjör- dæmi. Hann kvaðst andvigur þvi, að festa það i lög, að eitt samband skyldi verða fyrir allt Noröur- land. Ekki væri ósennilegt, að þróunin yröi hin sama á Norður- landi og i öörum landshlutum, að eitt samband yrði fyrir hvort kjördæmið. Þessu ættu heima- menn að fá að ráða, og þvi ekki rétt að binda þá með lagaákvæö- um aö þessu leyti. Myndi hann þvi alla vega styöja eöa flytja breytingartillögu þar um. Heimamenn fái að ráða Pétur Péturs- son (A) taldi bráðnauösyn- legt að setja lög sem fyrst, sem festu lands- hlutasamtökin i sessi. Þetta frumvarp væri vel undirbúið og flutt af þing- mönnum i öll- um flokkum. Það væri samið af þeim mönnum, sem bezt þekktu til mála, og teldi hann þvi ekki rétt að visa þvi til rikisstjórnar-- innar. Þingmaðurinn gagnrýndi siðan ýmis ákvæði frumvarpsins. Hann kvaðst sammála forsætisráð- herra um, að ekki ætti að binda Norðlendinga við að hafa eitt samband. Réttast væri að vilji heimamanna réði fyrirkomulagi þessara mála. t þvi sambandi vitnaði hann til einróma sam- þykktar bæjarstjórnar Sauðár- króks fyrir fáeinum dögum, þar sem þeim eindregnu tilmælum er beint til þingmanna Norðurlands- kjördæmis vestra, að sama regla, eitt landshlutasamband fyrir hvert kjördæmi, gildi um land allt, ef frumvarpið veröi að lög- um. Hann kvaöst sannfæröur um, að þótt nokkur ágreiningur væri i kjördæminu um þetta, þá væri mikill meirihluti sveitarstjórnar- manna fylgjandi þvi að kjördæm- iö hefði eigið landshlutasamband. Myndu þvi ýmsir þingmenn kjördæmisins flytja viö þetta breytingartillögu. Utanaðkomandi aðilar að vinna illt verra Ólafur G. Einarsson (S) kvaðst vona, að frumvarpiö hlyti afgreiðslu á þessu þingi, og lýsti von- brigðum með undirtektir for- sætisráðherra. Það væri nauð- synlegt að lög- festa landshlutasamtökin sem hluta af stjórnkerfinu, og þetta frumvarp hefði verið mörg ár I undirbúningi. Þi.ngmaðurinn sagði það koma sér mjög á óvart, ef þvi væri hald- iö fram, að á Norðurlandi væri verulegur ágreiningur um aö hafa eitt landshlutasamband. Þaö væri yfirgnæfandi vilji fyrir að halda núverandi skipan. Hins vegar heföi verið unniö að þvi af vissum aöilum að kljúfa Fjóröungssambandið. Þaö ætti ekki upphaf sitt i hugum sveitar- stjórnarmanna heima fyrir, held- ur hjá öðrum, sem væru þar að vinna illt verk. Norðurland sterkara i einu sambandi? Lárus Jónsson lýsti undrun sinni á undirtektum forsætisráð- herra, og sagði að fulltrúar sveitarstjórna um allt land heföu með samþykkt lagt áherzlu á að frumvarpiö yrði samþykkt á þessu þingi. Meö þvi væri einung- is verið að staðfesta það sem orö- ið væri. Engin ástæða væri til að biða heildarendurskoðunar.Varð- andi Fjórðungssamband Norð- lendinga taldi þingmaðurinn hugsanlegt, að heimildarákvæði yrði sett inn i frumvarpið um aðra skipan en nú er, ef um það kæmi fram skýr vilji heima- manna I Norðurlandskjördæmi vestra. Sin skoðun væri sú, að Noröurland væri mun sterkara i einu sambandi en tveimur, og það væri kjarni þess máls, en heima- menn yrðu aö fá að ráða þessu. Það væri hins vegar óþurftaverk, ef aðrir en heimamenn væru að reyna að kljúfa Fjórðungssam- bandið. Stjórn þess hefði með sér- stakri samþykkt mælt með frum- varpinu, eða eftir atvikum sætt sig við jiað, eins og stæði i sam- þykkt hennar. Þar ættu fulltrúar beggja kjördæmanna sina full- trúa. Staðfesting núverandi á- stands Pálmi Jónsson (S) taldi tima- bært að afgreiða þetta frumvarp á þessu þingi. Frumvarpið væri að mestu ieyti staðfesting á nú- verandi ástandi og skipan og væri spor í rétta átt. Hann varpaöi sfðan fram ýms- um spurningum varðandi núver- andi stjórnkerfi, sem athuga þyrfti nánar, svo sem skiptingu i sýslufélög og hugsanlega aðild kaupstaða að héraösstjórnum svo sem sýslunefndum. Hann taldi, að skipan landshlutasamtaka á Norðurlandi væri mál sveitar- stjórnarmanna þar, og væri ekki timabært aö Alþingi gripi þar inn i. Gæti hann þvi vel sætt sig við heimildarákvæði, eins og fram- sögumaöur nefndi. Hvaða utanaðkomandi aðilar? Pétur Pétursson tók aftur til máls, og óskaði eftir þvi, að þeir, sem fullyrt hefðu að aðrir en heimamenn væru að reyna aö kljúfa Fjórðungssamband Norðlendinga, nefndu það þá hverjir það væru. Sér væri kunn- ugt um, að óskin um sérstakt samband fyrir Norðurland vestra væri einmitt frá heimamönnum komið, vegna þess, aö mörg þau verkefni, sem slik samtök vinna að, eru þess eðlis, að mun betra er að hafa eigin landshlutasamtök i kjördæminu til að vinna að þeim. Þetta hefði reynslan sýnt heima- mönnum. Hann teldi einmitt, að Norðurland vestra væri sterkara með eigin landshlutasamtök. Ósamkomulag meðal sveitastjórnarmanna Hannibal Vaidimarsson, félagsmálaráð- herra, sagði, að framkvæmda- stjóri Sam- bands isl. sveit- arfélaga hefði óskað eftir þvi við sig i vetur, að hann flytti þe 11 a s e m stjórnarfrum- varp. Hann hefði ekki fjallaö um frumvarpið efnislega, en lýst þvi sem sinni skoðun, aö leggja yrði þaö til umsagnar hjá sýslunefndunum áður, en það yrði lagt fram. Sér virtist, að hætta væri á, að i of- skipulagningu stefndi, ef þessi samtök kæmu til viðbótar við nú- verandi hreppa, kaupstaði, sýslu- félög, ráðuneyti i sveitarstjórnar- kerfinu. Einnig væri fariö inn á verksvið sýslunefnda, og þvi eöli- legt að leita álits þeirra. Þá sagði, hann að frumvarpið sjálft bæri þess greinilega merki, að ósamkomulag væri rikjandi um fjölmörg viðkvæm atriði og að þær deilur hefðu ekki verið leyst- Framhald á bls. 19 Tillaga Tómasar Karlssonar (F): Skjöl vegna samning anna 1961 verði gerð opinber EJ—Reykjavik i fyrradag lagöi Tómas Karls- son (F) fram á Alþingi þings- ályktunarlillögu um birtingu skjala varðandi gerð landhelgis- samninganna við Breta og Vcstur-Þjóðvcrja 1961. f tillögunni er skorað á rikis- stjórnina ,,að láta birta öll skjöl, bréf og orðsendingar, er fóru á milli islenzku rikisstjórnarinnar annars vegar og brezku og vestur-þýzku rikisstjórnanna hins vegar i sambandi við undirbúning gerð landhelgissamninganna 1961 milli fslands og Bretlands og fslands og Vestur-Þýzkalands”. t greinargerð segir m.a. eftir- farandi: ,,f úrskurðum þeim, sem Alþjóðadómstóllinn kvað upp 2. febr. 1973, er hann tók sér lögsögu i málum þeim, er Bretar og Vestur-Þjóðverjar höfða fyrir dómnum til ógildingar útfærslu fiskveiðilögsögunnar viö tsland i 50 sjómilur, er visaö til margs konar skjala, bréfa og orðsend- inga, sem milli rikisstjórnar fslands og rikisstjórna Bretlands og Vestur-Þýzkalands fóru við undirbúning landhelgissamn- inganna á árunum 1960 og 1961. Þessi gögn hafa aldrei verið birt hér á landi, jafnvel ekki utan- rikismálanefnd Alþingis, en munu varðveitt i skjalasafni utanrikisráðuneytisins. Þegar landhelgissamningarnir voru lagðir fyrir Alþingi 1961, var utanrikismálanefnd neitað um aðgang að vissum skjölum, er málið varða. Nú þegar Bretar og Vestur- Þjóöverjar hafa lagt þessi gögn fyrir Alþjóðadómstólinn i Haag til stuðnings baráttu gegn fslandi i mesta hagsmunamáli islenzku þjóðarinnar, má telja meira en timabært, að islenzkur almenn- ingur eigi þess kost að kynna sér efni þessara skjala. Þjóðin á kröfu á birtingu þessara gagna, og er með öllu óeðlilegt, að þeim sé haldið leyndum á fslandi, ef að Bretar og Vestur-Þjóöverjar hafa lagt þau fram fyrir Aiþjóðadóm- stólinn i Haag i málarekstri gegn fslendingum”. f gær lagði Pétur Sigurðsson fram breytingartillögu við þessa tillögu þess efnis að við bættist: ,,Enn fremur þau gögn, sem lögð hafa verið fram af hálfu utan- rikisráðuneytisins við Alþjóða- dómstólinn i Haag, og samninga- tilboð rikisstjórnarinnar til V- Þýzkalands og Bretlands vegna yfirstandandi deilu”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.