Tíminn - 30.03.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.03.1973, Blaðsíða 7
Föstudagur 30. marz 1973. TÍMINN 7 Færeyingafélagið 30 ára í maí nk. Færeyingafélagið f Reykjavik, sem stofnað var 15. mai 1943, minnist 30 ára afmælis sins með veiziufagnaði i Átthagasal Hótei Sögu næstkomandi laugardag, 31. þessa mánaðar. Ræðumaður kvöldsins verður Jóanis av Skarði, en auk þess verður ýmis- legt fleira til skemmtunar. bá verður Færeyjavika i Nor- ræna húsinu i lok næsta mánaðar (hún á að standa frá 26. april til 2. mai), og jafnframt verður þá haldið Færeyjakvöld að Hótel Borg 30. april. Stefnumál Færeyingafélagsins, sem er ópólitiskt i hvivetna, hafa i aðalatriðum verið þessi frá upp- hafi: Að efla innbyrðis samband Færeyinga.'sem búsettir eru á ís- landi, með alls konar félagsstarfi, vinna að sem nánustum tengslum Færeyinga á íslandi og i heima- landinu, auka menningarsam- skipti Færeyinga og tslendinga, og vera til aðstoðar og ráðuneytis fyrir Færeyinga, sem hingað koma, veita þeim ýmsar upp- lýsingar, sem þeim eru nauðsyn- legar, svo og að vera íslending- um, sem vilja afla sér upplýsinga og fræðslu um Færeyjar, til að- stoðar á sama hátt. Einn liðurinn i að efla sam- bandið milli Færeyinga hér og heima hefur verið sending jóla- kveðja, en sá þáttur félagsstarfs- ins hefur verið framkvæmdur með fyrirgreiðslu islenzka út- varpsins og þess færeyska. bá hefur félagið einnig kapp- kostað að hafa sem nánasta og bezta samvinnu við Norræna félagið. Meðal áhugamála félagsins hefur verið að efna til nokkurrar útgáfustarfsemi, en hún hefur þó ekki orðið eins mikil og æskilegt hefði verið. bó gaf félagið út rit um Ólafsvökuna i Færeyjum árið 1944, auk minningarrits um 25 ára starfsemi sina árið 1968. bá hefur félagið líka verið i sambandi við Fróðskaparsetur Háskóla — Færeyja, og færði þvi meðal annars 20.000 isl. krónur að gjöf árið 1965, en setrið hefur sýnt þakklæti sitt i verki með þvi að senda félaginu færeyskar bækur. Félagsstarfið er annars eink- um fólgið i fundahaldi með ýmsu menningarefni, svo sem fyrir- lestrum, kappræðum, kvik- myndasýningum og fleira af svip- uðu tagi, en auk þess er við og við efnt til skemmtifunda. Yfirleitt lýkuröllum samkomum félagsins með færeyskum dansi. Aður var það fastur liður i starfi félagsins að halda árshátið með dansleik á ólafsvökunni, en með bættum samgöngum við Færeyjar er breyting orðin á þessum þætti, þvi að nú er tiltölu- lega auðvelt fyrir þá, sem áhuga hafa, að bregða sér á Ólafsvök- una i Færeyjum. Hafa árshátiðir þess vegna verið haldnar á vorin i staðinn. bá er lika rétt að geta O SUF-síðan tilefni til niðurfellingar á vega- gjaldi hraðbrauta, og ætti að þeyta frumvarpinu út i yzta myrkur, þar sem við höfum ekki efni á að fórna fleiri mannslifum en þeim, sem þegar hefur verið fórnað á Reykjanesbraut þau ár, sem vegagjald var innheimt þar. Ekki kvörtuðu menn á Reykja- nesskaganum þó að Strákagöng- in, ólafsfjarðarmúlinn, eða fleiri slikar framkvæmdir hafi verið unnar og kostnaðinum deilt á milli allra landsmanna jafnt. baö hlýtur þvi að vera sanngjarnt, að allir landsmenn byggi og borgi vegina i sameiningu, eins og alla tið var áður en Reykjanesbraut var steypt. bað er þvi skylda okk- ar ungra Framsóknarmanna með mótun byggðastefnunar, að sjá svo um, að vegir landsbyggðar- innar séu ekki skattlagðir um- fram Stór-Reykjavikursvæðisins, þvi tökum við undir tillögu bæjar- stjórnar Keflavikur og skorum á stjórnvöld að fjarlægja nú þegar grindurnar, sem eru á miðri brautinni, þar sem tollskýlið var, áður en slys hlýzt af. Friðrik Georgsson. Keflavik þess, að árlega er efnt til jóla- skemmtana fyrir börn Fær- eyinga, sem hér eru búsettir. Félagið hefur einnig efnt til skemmtiferða fyrir félagsmenn og gesti þeirra til ýmissa staða, svo sem bingvalla, Gullfoss, Geysis, Akraness, Reykholts og viðar. Einnig hefur það tekið á móti mörgum, færeyskum hóp- um, sem hingað hafa komið ýmissa erinda, svo sem skóla- börnum, tónlistarmönnum, þing- mönnum, dansflokkum og fleiri. Félagstalan er nú á 3ja hundrað og eru flestir Færeyingar, en einnig nokkrir tslendingar, enda er öllum heimilt að gerast félags- menn, sem hafa áhuga á Færeyj- um og færeyskum málefnum og vilja vinna að framgangi áhuga- mála félagsins. —Erl,- Verkamannafélagið Dagsbrún Vinnuveitendasamband íslands Kaupbreyting fyrir stjórnendur vinnuvéla Skv. samningi Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Vinnuveitendasamband Islands frá 8. april 1972 breytist kaup stjórnenda þungavinnuvéla sem hér segir frá og með 25. marz: Allir þeir, er náð höfðu 5 ára starfsaldri við þessi störf 1. júni 1972, og þeir, er sóttu 80 klst. námskeiö frá 12.-24. marz,skulu fá greitt frá og með 25. marz 8. taxta Dags- brúnar + 10%. Taxti þessi gildir einnig fyrir stjórn bila meö tengivagni, stórvirkra flutningatækja, ef bifreiðin 23 tonn eða þyngri (eigin þyngd + hlass skv. skoðunarvottorði). Kaupbreyting þessi nær einnig til stjórnenda steypu- blöndunarbila. beir, sem ekki hafa náð 5 ára starfsaldri 1. júni 1972, fá ekki álag á kaup sitt, fyrr en þeir hafa sótt námskeið. Byrjunarlaun gilda þó eigi,þar sem krafizt er meira prófs eða eldri ökuréttindi gilda við stjórn slikra bifreiða. 8. taxti meö 10% álagi verður sem hér segir: Grunnl. Dagv. Eftirv. N/helgid. Vikuk. Lifeyrissj.iögjald Byrjunar- laun 130.35 162.10 226.90 291.80 6.484.00 281.00 Eftir 2ja ára starf 135.56 168.50 235.90 303.30 6.740.00 292.00 Reykjavik 27. marz 1973. Verkamannafélagið Dagsbrún Vinnuveitendasamband íslands Bílasala — Búvélasala Okkur vantar bila, búvélar og hjólhýsi i sölu. Höfum ný hjólhýsi til sölu. Opið frá kl. 13-20 virka daga, laugardaga frá 10-18, sunnu- daga 13-18. Bilar og Búvélar Eskihliö B, viö Miklatorg. Simar 18675 og 18677. Aðalfundur Verzlunarbanka íslands hf. verður haldinn i veitingahúsinu Sigtúni, laugardaginn 7. april 1973 og hefst kl. 14.30. Dagskrá: 1. Aöalfundarstörf skv. 18. gr. samþykkta bankans. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum bankans. Tillögurnar liggja frammi i bankanum til athugunar fyrir hluthafa frá 2. april n.k. Aðgöngumiöar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir hluthöfum i afgreiðslu bankans Bankastræti 5 miðvikudaginn 4. april, fimmtudaginn 5. april og föstu- daginn 6. april kl. 9.30, -12.30 og kl. 13.30 -16.00. i bankaráði Vcrzlunarbanka islands hf. Þ. Guðmundsson, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Magnús J. Brynjólfsson. Höfum á boöstólum mikið úrval gardínustanga bæði úr tré og járni. Einnig nýja gerð af viðarfylltum gardínubrautum. Kappar í ýmsum breiddum, spón- lagðir eða með plastáferð í flestum viðarlíkingum. Sendum gegn póstkröfu. Gardínubrautir h/f Brautarholti 18, s. 20745 Stúlkur — Piltar Óskum að ráða starfsfólk að vistheimili nú þegar. Upplýsingar i sima 66249. Fró Fóstruskóla Sumargjafar Fóstruskólinn i Osló býður islenzkri fóstru skólavist við framhaldsdeild skólans. Allar nánari upplýsingar gefur skólastjóri Fóstruskóla Sumargjafar. GEFJUN AKUREYFU hamingiu með ferminguna og til hamingju á ferðum þínum í framtíðinni, með góðan svefnpoka, sem veitir þér öryggi og hlýju hvernig sem viðrar Til hamingju meö svefnpoka frá Gefjun dralorf BAYER Úrva/s trefjaefm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.