Tíminn - 30.03.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.03.1973, Blaðsíða 9
Föstudagur 30. marz 1973. TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn . Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur í Bankastræti 7 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Aörar skrifstofur: simi 18300. Askriftagjald 300 kr. á mánuöi innan lands, i iausasöiu 18 kr. eintakiö. Blaöaprent h.f. —------------------< Firrur Jóhanns Mbl. tekur upp i forystugrein sinni i gær, þau ummæli Jóhanns Hafsteins formanns á Alþingi sl. þriðjudag, að með þvi að senda Alþjóða- dómstólnum i Haag gögn varðandi útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 50 milur hafi islenzka rikisstjórnin hafið skriflegan málflutning fyrir dómnum og skriflegur málflutningur sé alveg eins bindandi fyrir ísland og munnlegur mál- flutningur og þess vegna eigi að senda mál- flutningsmann til Haag, þegar farið verður að fjalla um efnisatriði málsins. í fyrsta lagi er það alger firra, að Island, stundi skriflegan málflutning fyrir dómi,- þegar hún sendir honum tilkynningu og röksemdir fyrir þvi að hún viðurkenni ekki dóminn og af- skipti hans og muni hafa úrskurði hans að engu. í öðru lagi svarar brezki dómarinn, Sir Ger- ald Fitzmaurice, Jóhanni bezt i séráliti,þar sem hann kvartar yfir þvi, að ísland skuli ekki mæta fyrir dóminum en gefa út yfirlýsingar i sifellu varðandi málið, sem Alþjóðadómstóln- um sé skylt að taka til efnismeðferðar, án þess að Island sé á nokkurn hátt skuldbundið dómn- um og hyggist hunza úrskurð hans. Sir Gerald segir m.a.: ,,En staðreyndin er sú, að samt sem áður hefur ísland sent dómstólnum syrpu af bréfum og simskeytum varðandi málið, sem oft hafa innihaldið efni, sem gengur miklu lengra en spurning um rétt dómsins til lögsögu, og hefur snert sjálfan kjarna efnisatriða þess. ísland hefur notað hvert tækifæri, sem gefizt hefur til að gera hið sama með yfirlýsingum, sem gefn- ar hafa verið, eða dreift hjá Sameinuðu þjóð- unum og með öðrum hætti, en athygli dóm- stólsins hefur auðvitað verið vakin á öllum þessum yfirlýsingum með einum eða öðrum hætti, eins og vafalaust ætlunin hefur verið. Þvi miður má túlka þennan framgangsmáta íslands á þá lund, að honum sé ætlað að skapa íslandi næstum eins góða stöðu og ísland hefði tekið beinan þátt i málflutningi fyrir dóminum — (vegna þess, að dómstóllinn hefur i raun vendilega athugað og fjallað um sjónarmið íslands i málinu) — en á hinn bóginn ætlað að gera íslandi kleift, ef á þyrfti að halda, að viðhalda þeirri afstöðu,að ísland viðurkenni ekki lögmæti málaferlanna eða niðurstöður þeirra — eins og ísland hefur einmitt gert varðandi leiðarvisun þá, sem dómstóllinn gaf út 17. ágúst 1972.” Við þessi orð brezka dómarans varðandi hagsmunagæzlu islenzku rikistjórnarinnar i þessu máli þarf engu að bæta. Þá vitnar Mbl. i gær til ummæla eins af ráð- herrum viðreisnarstjórnarinnar á árinu 1961 um að það væri hans skilningur, að einhliða út- færsla Islendinga tæki gildi 6 mánuðum eftir að Bretum og öðrum hefði verið um hana til- kynnt,” ef ekki áður er búið að hnekkja henni með úrskurði alþjóðadómstólsins.” 1 utanrikisráðuneytinu finnast engin skjöl, sem gefa til kynna, að Bretar hafi haft slikan skilning á samkomulaginu heldur þvert á móti. Og Alþjóðadómstóllinn gaf út leiðarvisun i ágúst 1972 áður en 50 milurnar tóku gildi um að ísland ætti að fresta útfærslunni. Þann úrskurð yrðum við að viðurkenna, ef við sendum mál- flutningsmann til Haag. — TK José AA. Ferrer, Time: Nixon vill taka upp dauðadóma að nýju Draga þyngdar refsingar úr glæpum? „SUMIR segja, að „lög og regla” sé ekki annaö en dul- nefni á kúgun og kreddufestu. Þetta er háskaleg vitleysa. Hér I Bandarikjunum tákna þessi orö gæzku og heiöar- leika”. Þannig fórust Nixon forseta orö þegar hann var aö mæla meö tillögum sinum um löggæzlu og refsingar. Þessi ummæli lýsa honum afar vel og eru byggð á þeirri trú, aö meirihluti Bandarikjamanna sé honum samdóma. Nixon er raunar ekki einn um þessa skoðun. Nelson Rockefeller i New York hvetur eindregiö til lifstiðar fang- elsisdóms yfir öllum fulltiöa mönnum, sem sannir eru að sök um dreifingu eiturlyfja. Lögreglan nýtur aukinnar viröingar i mörgum stór- borgum. Fyrrvernadi lög- reglumenn eru i framboði sem borgarstjóraefni bæöi I New York og Los Angeles. Fjögur fylkisþing hafa þegar sam- þykkt dauðarefsingu og um það bil annað hvert fylki er aö athuga um samþykkt slikra laga. Forsetinn var þvi siður en svo einn á báti þegar hann hafði yfir ummælin hér að ofan. Þegar hann vék kulda- lega að „undanlátssömum dómurum” virtist hann alveg handviss um, að umhyggja hæstaréttar fyrir sakborn- ingum i glæpamálum á dögum Warrens væri ekki annað en leiö minning. FORSETINN hafði greinilega engar áhyggjur af harðýðg- inni, sem i tillögum hans fólust. Rökin, sem hann beitti, hefðu þó átt að geta ýtt við honum: „Bandarikjamönnum var oft sagt siðast liðinn ára- tug, að glæpamaðurinn bæri ekki sjálfur ábyrgð á gerðum sinum.... heldur þjóð- félagið..” Þetta er ofeinföldun þeirrar kenningar, að raun- verulegt aðhald i glæpamálum krefjist átaka við frum- orsakirnar. Þegar hann svo vikur að „endurheimtum striðsföngum” sem „siðferði- lega styrkum streng”, er hjálpa muni þjóðinni til „að losna við glæpi”, gerist hann bæði sekur um ýkjur og stað- lausar fullyrðingar. Tillögur forsetans eru strangar, enda þótt orð hans kunni aö hafa verið laus i reipum. Höfuðáherzluna leggur hann á tvö umdeild atriöi, þyngda dóma og dauða- refsingu. Þetta vekur ýmsar efasemdir. Draga þyngdar refsingar til dæmis úr glæpum? Visbending um nei- kvætt svar gæti leynzt i þvi, að Bandarikjamenn hafa lengi beitt lengri fangelsisdómum en nokkur önnur iðnvædd þjóð og átt við hvaö mestan glæpa- faraldur að strlða. Beinskeyttari andmæli bárust um daginn frá Fortune Society, hjálparsamtökum fyrrverandi fanga I New York. Þeim þykir miöur, að stjórn- málamenn spyrja þá aldrei, „hvað fæli okkur frá glæpum”, eins og stendur i mánaðarriti þeirra, „en þeir okkar, sem stunduðu smá- þjófnaði og rán, minnast þess, að viö háðum of haröa lifs- baráttu á götunum til þess að löggjöfin gæti haft hindrandi áhrif á okkur. Við hugsuðum ekki um handtökur þegar við vorum að fremja glæpi” JOHN Kaplan háskóla- kennari við Stanford kemst aðsömu niðurstöðu um lengda fangelsisdóma, en af allt Rafmagnsstóiiinn I rlkis- fangelsinu I Iilinois öðrum ástæðum: „Glæpa- menn hafa enga ástæðu til þess að óttasthegningarlöginá stórum svæðum I Banda- rikjunum. Það stafar einfald- lega af þvi, að fylkisstjórn- irnar eru ekki reiðubúnar að inna af hendi þaö fé, sem þyrfti til þess að heröa refs- ingar verulega á þennan hátt. Yfirvöldin vilja blátt áfram ekki byggja og manna þau dómhús og fangelsi, sem til þyrfti. Fjárlög næsta árs gera ráð fyrir 2,6 milljörðum doll- ara til glæpavarna og einungis tiundi hluti þess fjár á aö renna til dómstóla og refsing- ar”. Helzta afleiöing þessa er, að niu af hverjum tiu málum eru útkljáð á þann hátt, að sak- borningur játar sekt sina, en það leiðir óhjákvæmilega til vægari dóma. Kaplan varar einnig við þvi, að þegar sé tekið að hrikta i kerfinu öllu og það brysti blátt áfram ef fjöldi glæpamanna ættu að hljóta þyngri dóma en nú tiðkast. Loforð um vægari dóm valdi þvi venjulega, að sakborn- ingur játi sekt sina. „Full- komið öngþveiti yrði ef fimmta hvert mál ætti að fá fulla réttarmeðferð hvað þá meira”, segir Kaplan. Að hans áliti er meira en vafa- samt, að þyngdir dómar leiði i raun og veru til aukinnar refs- ingar þorra þeirra, sem gripnir eru. EKKI er siður vafasamt, að dauðarefsing komi að til- ætluðum notum. Hæstiréttur kannaði þetta nokkuð i fyrra og niðurstöður hans leiddu ekki i ljós neina sönnun þess, að dauðarefsing héldi aftur af glæpamönnum. Yfirvöld i fylkjum, sem höföu afnumið dauðarefsingu, gátu ekki bent á fjölgun stórglæpa og morð voru viölika tiö og i nágranna- fylkjum, hvort sem þar gilti dauðarefsing eða ekki. Atta Vestur-Evrópuriki, sem af- numið hafa dauðadóma, lýstu fækkun glæpa, sem áður vörðuðu llflát. Gögnin eru ekki nægilega óræk og verða sennilega aldrei til þess að unnt sé að fullyrða af eöa á. En forsetinn hefir heldur ekki forsendur til að segja það, sem hann segir: „Ég er sannfærður um, aö dauða- refsing getur veriö virk vörn gegn vissum glæpum”. Hann hlvtur i raun og veru að meina „mig grunar að það hrifi”. Énn verður að minnast þeirrar siðferðilegu rök- semdar, að dauðarefsing sé villimennska, sem siðað þjóö- félag gæti ekki sætt sig við. Clarence Darrow minnir á, að refsingin feli I sér dráp, og segir: „Dauðarefsing er of hræðileg til þess aö nokkurt riki geti viðhaft hana”. ENDA þótt andstaða margra frjálslyndra manna gegn þyngdum dómum og dauöarefsingu sé sannfærandi geta þeir einnig oröið sekir um skammsýni.. Fáir þeirra viröast til dæmis minnast þess, að önnur höfuðástæða refsingar, auk endurreisnar og hindrunar, er hegning og einangrun hins dæmda og tákn um fordæmingu samfélagsins. Verið getur, að hinar miskunnarlausu staöreyndir götulifs stórborganna snerti frumstæða þörf á takmörkuðu ofbeldi þungra refsinga. Lögin verða aö vera þjált félagslegt tæki þegar á allt er litiö. En hver er svo grunntil- gangur refsingar eða endur- reisnar eða hvors tveggja? Frjálslyndir og afturhalds- samir halda áfram að deila um, hvaðgagni I raun og veru, en samtimis bendir ýmislegt til, að eitthvað sé nú þegar fariö að koma að gagni. Rikis- lögreglan birtir bráðlega niðurstöður sinar um drýgöa glæpi árið 1972. Fyrstu niu mánuði ársins höföu alvar- legir glæpir aðeins aukizt um einn af hundraöi og ef til vill hefir aukning engin orðið siöasta ársfjórðunginn. Tölur um bilaþjófnaði hafa siast út og þær sýna i fyrsta sinni fækkun stolinna farartækja um 4%. Alrikislögreglan annast löggæzlu i Washington og i febrúar 1973 voru al- varlegir glæpir 50% færri en I einum mánuði árið 1969. FYLGJENDUR þyngdra refsinga vildu geta tekiö þetta sem sannanir fyrir sinum kenningum. En gallinn er sá, að tölulegar niðurstöður geta bæði verið blekkjandi og mót- sagnakenndar. Til dæmis fjölgar þremur stærstu glæp- unum, eða likamsmeiðingum, nauðgunum og moröum. Skrár rikislögreglunnar um alvarlega glæpi taka ti'l fjög- urra annarra glæpa, þaö eru allt ýmis konar þjófnaðir. Þessum glæpum fækkar heldur, fyrst og fremst vegna þess, að erfiðara er en áður að framkvæma þá. Fækkun bila- þjófnaða er til dæmis að mestu þökkuð stýris- og skiptingar- lásum i nýjum bandariskum bilum siöan 1970. Eins fækkar þjófnuðum úr verzlunum i sumum borgum og er það ef- laust að þakka auknu eftirliti i verzlunum. Þessar hindranir eiga ekkert skylt viö þungar eða vægar refsingar. Þrátt fyrir allt oröagjálfur veröskulda sum stefnuatriði Nixons fullan stuðning beggja hinna deilandi hópa. Margir sérfræöingar eru samdóma um, að aukin læknismeðferö eiturlyfjasjúklinga með að- stoð alrikisins hafi fækkað þjófnuðum af þeirra völdum. Nixon stefnir einnig að bættri menntun lögreglumanna og bættum starfsaðferðum. Þessi atriði eru tvimælalaust til bóta og verðskulda stuðning harölinumanna. Þeim, sem þykir afstaða Nixons til glæpa yfirleitt ógeðfelld, er ráðlagt að hugleiða fremur, hvað að gagni komi en orðin, sem látin eru fylgja. Aletranir eru stundum villandi. Eftirlitið Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.