Tíminn - 19.04.1973, Side 1

Tíminn - 19.04.1973, Side 1
Alþýðu- bankínn ÍMÍIMI 92. tbl. — Fimmtudagur 19. april — 57. árgangur 93. löggjafarþinginu var slitið í gær: SETT VORU 84 NÝ LÖG Á ANNASÖMU ÞINGI EJ—Reykjavik 93. löggjafarþinginu var slitið i gær við hátið- lega athöfn i sameinuðu Alþingi. í yfirliti forseta þingsins, Eysteins Jóns- sonar, um þingstörfin kom fram, að á þinginu hafa samtals verið sett 84 ný lög, og 24 þings- ályktunartillögur voru afgreiddar sem ályktanir Alþingis. Fundur hófst i sameinuðu Alþingi kl. 17, og voru þinglausnir á dagskrá. Eysteinn Jónsson, for- seti sameinaðs þings, flutti i upp- hafi yfirlit yfir þingstörfin. Þingið hefur staðið frá 10. októ- ber til 21. desember 1972 og frá 25. janúar til 18. april, eða alls i 157 daga. 1 neðri deild voru þingfundir 96, i efri deild 100 og i sameinuðu þingi 77, eða samtals 273 fundir. Alls voru lögð fram á þinginu 135 lagafrúmvörp, þar af 91 stjórnarfrumvarp. Úrslit mála urðu þau, að alls voru 84 frum- vörp afgreidd sem lög, þar af 71 stjórnarfrumvarp. Einu stjórnar- frumvarpi og 4 þingmannafrum- vörpum var visað til rikis- stjórnarinnar, en 20 stjórnar- frumvörp og 26 þingmannafrum- vörp urðu ekki útrædd. Bornar voru fram 70 tillögur til þingsályktunarÞarafvoru 24sam- þykktar sem ályktariir Alþingis, 1. var felld, 1 afgreidd með rök- studdri dagskrá.14 visað til rikis- stjórnarinnar, en 30 urðu ekki út- ræddar. Fram voru lagðar 109 fyrir- spurnir, og voru þær allar ræddar nema sex, og þrjár sem voru teknar aftur. Mál, sem komu til meðferðar i þinginu, voru alls 259, en tala prentaðra þingskjala voru 808. Um starfsemi þingsins sagði Eysteinn m.a.: „Þetta þing hefur haft til með- ferðar fjölda merkra mála, sem til framfara horfa og hafa mörg þeirra hlotið afgreiðslu. Sum þeirra munu marka djúp spor i lifi þjóðarinnar. Agreiningur hefur orðið eins og æfinlega um sumt, sem gert hefur verið á þinginu, en öll óskum við þess, að störf þessa Alþingis, sem nú er að ljúka ,megi verða landi og þjóð til farsældar. Sérstök ástæða er til að minnast þess nú, að þetta þing hefur haft með höndum það erfiða verkefni að finna fyrir sitt leyti leiðir til Framhald á bls. 10 Aðalfundir hjó mjólkur- bændum nyrðra og syðra i GÆR streymdu mörg hundruð bænda af öllu Suðurlandi austan frá Lómagnúp og vestan úr Sel- vogi að Hvolsvelli. Orsökin var sú, að þar var haldinn aðalfundur Mjólkurbús Flóamanna. i fyrra- dag var á sama hátt mikil mannaferð i Eyjafirði, enda var þá haldinn aðalfundur Mjólkur- samlags KEA á Akureyri. Mjólkursamlögin i landinu eru sem kunnugt meðal stærstu sam- vinnufyrirtækjanna, og mikill fjöldi bænda á afkomu sina undir hag þeirra og gengi. 400 MILLJÓNIR TIL EYFIRZKRA BÆNDA Akureyrarfundinn setti for- maður samlagsstjórnar, Hjörtur- Þórarinsson á Tjörn, og lét hann þess getið, að mjólkurframleið- endur á félagssvæðinu væru rösk- lega fjögur hundruð og til þeirra bærust á ári um fjögur hundruö milljónir króna frá samlaginu. Ætla mætti, að um það bil helmingur þess væru hreinar at- vinnutekjur, og væru þær sá grundvöllur, sem afkoma fólks i eyfirzkum sveitum hvildi á. Samlagsstjórinn, Vernharður Sveinsson, skvrði frá þvi, að sam- laginu hefðu borizt 20,9 milljónir litra af mjóik árið 1972, og væri það 2,7% aukning. Fitumagn Hryllilegt hneykslismál í uppsiglingu: Efnafræðilegar tilraunir gerðar á lifandi fóstri í grannlöndum okkar BANDARlSKIRlæknar hafa tekiö sér ferð á hendur til Danmerkur, Sviþjóðar, Finnlands, Japans og Bretlands til þess að komast þar yfir lifandi tiltölulega þroskuð fóstur, sem tekin hafa verið úr konum með keisaraskurði, og gera á þeim tilraunir af ýmsu tagi. Bandariska blaöið Washington Post hefur Ijóstrað þvi upp, að bandariska stjórnin hafi meira að segja iagt fram fé til slíkra tilrauna i Stokkhólmi. t Danmörku mun nú hafa veriö fyrirskipuð opinber rannsókn vegna þessara uppljóstrana. Fóstri, sem notað er til slikra tilrauna, er haldið lifandi með visindalegum aðferðum, og i það er meðal anars dælt geislavirkum efnum. Siðan er tekin úr þvi heili, lungu, lifur og nýru til þess að rannsaka, hvaða áhrif efnin hafa haft á þessi liffæri. Til nefndra landa leita læknarnir vegna þess, að þeir fá ekki fóstur, sem náð hafa nægjanlegum þroska til slikra rannsókna i heimalandi sinu, Bandarikjunum. Einn læknanna, sem við þetta eru riðnir, Jerald Gaull frá New York, hefur skýrt svo frá, að hann og samstarfsmenn hans hafi meira að segja dælt tilrauna- efnum i fóstur áður en það var skilið við móðurina með þvi að skera sundur naflastrenginn — meðal annars geislavirkum efnum, sem valda breytingum á aminósýrum. Þessar uppljóstranir hafa vakið mikla hneykslun og reiði, og forráðamenn heilbrigðismála stofnunar Bandarikjanna, sem þó hefur veitt fé til slikra tilrauna erlendis hefur séð sig tilneydda að gefa út svolátandi yfirlýsingu: — Við teljum alls ekki, að það geti verið réttlætanlegt, hvorki nú né i fyrirsjáanlegri framtið, að gera slikar tilraunir á fóstri, sem tekið hefur verið lifandi úr móðurkviði. Jeraid Gaull og aðrir læknar, sem að þessu hafa staðið, verja sig aftur á móti með þvi, að þetta sér ekki hroðalegri verknaður heldur en að henda fóstri, sem tekið hefur verið úr konu, i brennsluofn, eins og oftast sé gert. hefði mælzt 4,387% og væri það meira en annars staðar á landinu. Mjólkin hefði flokkazt vel, og hefðu bændur fengið 19,51 krónu fyrir litran að meðaltali, er væri 48 aurar yfir staðarverð. Fjörutiu bændur hefðu lagt inn meira en 100 þúsund litra og þrir yfir 200 þúsund lita. Valur Arnþórsson kaupfélags- stjóri tjáði fundarmönnum, að hafizt yrði handa um tankvæð- ingu nú mjög fljótlega, og myndu sextiu og þrir bændur i önguls- staðahreppi og á Svalbarðsströnd fá heimilistanka fyrstir bænda. Hann sagði einnig frá þvi, að i að- sigi væri að reisa nýja mjólkur- stöð, sem verður fjörutiu og tvö þúsund rúmmetrar að stærð og mun kosta 354 milljónir króna. Er þess vænzt, að byggingin geti haf- izt i vor. NÆR 5% AUKNING HJA MJÓLKURBÚI BLÓAMANNA Til Mjólkurbús Flóamanna bárust rúmlega 37 milljónir litra Framhald á 3. siðu. „Hótel Loftleiðlr býður gestum sínum að velja á milli 217 herbergja með 434 rúmun — en gestum standa llka Ibúðir til boða. Allur búnaður miðast við strangar kröfur vandlátra. LOFTLEIÐAGESTUM LIÐUR VEL. Fyrsti ísl. skuttogarinn kominn út úr húsi - brátt tilbúinn Þó-Reykjavlk. — Fyrsti skut- togarinn, sem er smiðaur hér- lendis var settur út úr húsi i gær. Togarinn, sem er smið- aður hjá Stálvik h.f. i Arnarvogi fyrir Finnboga ramma h.f. á Siglufirði er 46.5 metra langur, en kjölur var lagður að skipinu i byrjun maí s.l. Þá er um leið verið að hefja smiði á öðrum skut- togara, sams konar, hjá Stál- vik. Er sá togari smiðaður fyrir Guðmund Runólfsson, syni hans og fleiri á Grundar- firði, og verður það fyrsti skuttogarinn, sem kemur til Snæfellsness. Ekki er nema rúmt ár siðan Stálvik samdi við Þormóð ramma um smiði á skuttogar- anum og hefur öll smiði gengiö samkvæmt áætlun. Þeir Jón Sveinsson, framkvæmdastjóri og Friðrik A. Jónsson, stjórnarformaður Stalvikur sögðu i gær, að kostnaðar- áætlun skipsins hefði staðizt ef tekið væri með i reikninginn þær gengisfellingar, sem orðið hefðu á siðastliðnu ári, en upp- haflegt kostnaðarverð skipsins var áætlað 130 milljónir. Togarinn er smiðaður eftir norskri teikn- ingu, þeirri sömu og Vest- fjarðatogararnir. Hann er búinn 1750 hestafla Wichmann aðalvél, tveim 230 k.v.a- Caterpillar ljósavélum, 300 hestafla þilfarsvindu og öllum fullkomnustu siglinga- og fiskileitartækjum. Jón Sveinsson fram- kvæmdastjóri sagði, að erfið- leikar við smiðina hefðu ekki veið meiri en við smiði fiski- bátanna, og nú, er skipið færi út úr húsi þá væri stálvinna svo til búin , sömuleiðis innréttingar neðanþilfars. Sagði hann að fiskilest væri klædd með stáli og gert er ráð fyrir, að fiskikassar verði að mestu notaðir i skipinu. Meðal nýjunga frá Stálvík, er aö lestarklæðningunni er lyft frá böndunum, en það gerir þaö að verkum, að klæðningin leiðir ekki eins mikinn varma inn i lestina, og ætti þvi öll Framhald á 3. siðu. Tímanynd: Róbert

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.