Tíminn - 19.04.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.04.1973, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Fimmtudagur 19. april 1973. — Ekki veit ég, hvernig við ættum að fara að, ef við hefðum hann ekki við höndina, sagði Jana. — Hann hefur aldrei boðið mér út fyrr, og ég ætla að fara með honum hvað sem hver segir. En þrátt fyrir allt fór hún ekki á dansleikinn. 9. A laugardagsmorgun var Lea orðin svo hress, aðhún heimtaði að sér yrði ekiö út á Höfðann til þess að fá friskt loft. Það hafði rignt ofurlitið um nóttina, svo þaö glitraði á gras og runna i morgun- sólinni. Frá Höfðanum sást langt á haf út, en að neöan lá þoka yfir haffletinum. Allt var svo kyrrt og hljótt, að Sheridu fannst sem hún heföi fyrir framan sig málverk á þili. — Mallory og Jana óku hjóla- tólnum út á Höföann. — Akiö mér alla leið útá brúnina, sagði Lea. Lungu min eru hlaðin innilokuðu svefn- herbergislofti. — Ég kem i hádegismatinn, sagði Mallory. — Það verður áreiðanlega ágætis veður, i allan dag, svo þú hefur ekki nema gott af þvi að vera sem mest úti. Bless á meðan. Ég vildi bara óska aö ekki yrði þoka, ef þú kemur seint heim, Jana, sagði Lea fremur þreyti- lega. — Það skiptir ekki máli, Simon þekkir hvern einasta stig. — Auðvitað, en ég vil samt ekki treysta þvi fullkomlega. Röddin var eitthvað svo undarleg, að Jana hvessti á hana augun. — Er nokkuð að, Lea? Vonandi hefurðu ekkert á móti þvi að ég fari út með Simoni i kvöld? — Ég er alheilbrigð, að minnsta kosti likamlega, en aðrar tilfinningar minar talar maður ekki um. — Hvað meinarðu með „aðrar tilfinningar”? Lea bandaði hendinni eirðar- leysislega. — Mitt vitleysislega imyndarafl, en það er ekkert atriði. Þaö var það sem ég sagði. Það er þögnin, sem gerir mig órólega.ég hata fjöllin og hafið i þessari dauðaþögn, Ég vildi bara óska að morgundagurinn væri kominn og að þú værir komin heil heim aftur. — En hvers vegna? Hvað meinarðu meö „heil heim”? Jana horfði vansæl á hana. — Kæra Jana, ég meina ekki það sem þú heldur. Ég treysti Simoni fullkomlega undir öllum kringumstæðum, og það sem ég sagði snertir hann þvi alls ekki.Jana, manstu eftir óheilla- deginum? Manstu þegar við sátum að morgunveröinum? Þú varst ekki gömul þá, en samt held ég að þú munir það, sem ég sagði þegar við stóðum upp frá borðinu. — Já, þvi gleymi ég aldrei, sagði Jana lágt. — Þú sagðir: „Þetta er yndislegur dagur, en ég vildi óska þess að hann væri lið- inn”. Hefurðu virkilega eitthvað svipað á tilfinningunni núna? — Ég reyni eins og ég get að hugsa ekki eins og kjáni. En mér varð talsvert hverft við, þegar þessar sömu hugsanir komu yfir mig i dag. Það er auðvitað aðeins veörið sem veldur þessu. Biddu Simon aö aka gætilega, og hringdu til min þegar þið komið á hótelið, og eins þegar þið leggið af stað heim. Ég er aöeins þreytandi og nöldursöm stjúpmóðir — jú, ég veit það vel. Það eina, sem ég bið þig um er aö hringja til min. En nú held ég að við verðum aö hafa okkur inn. Sherida stóð i skálanum þegar Jana kom út frá Leu. — A ég að hjálpa þér við kjólinn? spurði hún. Það liðu nokkur augnablik áður en Jana svaraði kuldalega og ákveöið: — Þakka, en þess gerist ekki þörf. Ég fer ekki meö Si- moni. — Hvað ertu að segja? Er Lea orðin veik aftur? spurði Sherida agndofa. — Nei, hún er vel frisk. Ég verð að hringja til Simonar og segja honum frá þessu. — En hvaö er það þá, sem er til fyrirstöðu? — Það væri ekki rétt af mér að fara. Það er Lea, sem ég verð að taka tillit til. Hún er búin að fá yf- ir sig sömu tilfinninguna og óheilladaginn forðum, — að eitt hvað voðalegt vofi yfir mér.ef ég fer þetta. Ég get ekki farið út með Simoni og látið hana sitja uppi vakandi og biða þess að eitthvað voðalegt komi fyrir. — En Jana, þá..... Fortölur dugðu engar. Jana var komin i simann og var að biðja ráöskonu Simonar fyrir þau skilaboð aö hún gæti þvi miður ekki fariö á ballið með honum, þvi að hún hefði óþolandi tannpinu. Lea varð mjög vansæl þegar Sherida sagði henni að Jana væri hætt við að fara með Simoni. Hún notaði hin hörðustu orð um það, sem hún kallaði „kjánalega taugaveiklun og óheilla-hug- myndaflug”. Þegar Simon leit inn litlu seinna, sagði hún honum svo alla söguna. Simon sagði ekkert, en niður- dreginn var hann þegar hann fór. Lea hefði ekki átt að segja honum frá þessu, hugsaði Sherida, nú má hann halda að Jana sé móður- sjúkur stelpukjáni. 10. Sherida gat ekki sofnað. Þegar á kvöldið leið var kominn storm- ur, sem stöðugt virtist færast i aukana. Húsið var alveg á ber- svæði, og Sherida fann að það nötraði i mestu stormhviðunum. Við og við kom máninn áfleygiferð undan æðandi skýjum og kastaði ömurlegri birtu yfir land og sjó. Ot um gluggann sinn gat Sherida séð kirkjuturninn gnæfa yfir trjá- toppana baðaða i blágulu tungls- ljósi. Það fór hrollur um hana. Hún náði sér i bók, þvi að hún fann, að henni mundi ekki koma dúr á auga á meðan stormurinn léti svona. Allt i einu heyrði hún fótatak i stiganum og flýtti sér út á ganginn. Þar stóð Mallory og var að leita i klæðaskáp. — Er eitthvað að? Er Lea veik? spurði hún með öndina i hálsinum. Nei, nei, það er bara Judy, upp- áhaldshundur Leu, sem er komin að þvi að eiga hvolpa. Ég ætla mér niður til hennar, ef ég gæti hjálpað henni eitthvað, hvislaði hann brosandi. — Aumingja Judy! Get ég nokkuð hjálpað. Ég get hvort sem er ekki sofnað i þessu veðri. — Þakka þér fyrir, en það er ekkert vit i þvi að þú sért að fara út i þennan bandviflausa storm. — Það skiptir engu máli. Ég fer i gamla regnkápu, og ekki er ■ langt út i bilskúrinn. — Gott, ágætt, geturðu komið með volgt vatn með þér, sagði hann, og laumaði sér út. Sherida gekk framm i eldhúsið og fann eina tvo hitabrúsa, sem hún fyllti af vel volgu vatni, slökkti ljósin og læddist út. Það var myrkur i svefnher- bergi Leu. Hún lá i sinu, háa, sér- staklega gerða rúmi, og andaði rólega. Hér heyrðist ekki eins mikið á eins og uppi á loftinu, en hún hafði samt ekki getað sofnað, og tók nú á öllum sinum vilja- mætti til þess að taka ekki eina svefntöfluna til. En nú óskaði hún sér engrar svefntöflu, nú vildi hún ekki sofna. Hún hlustaði af hinum mesta ákafa á fótatak, sem hún heyrði i húsinu. Mallory hafði gengið um húsið og svo út, komið inn aftur og gengið upp stigann. Þá hefðu opnast dyr mjög hljóð- lega, og gengið var niöur stigann léttum skrefum, siðan inn i eld- húsið, og svo i einni vindhviðunni opnuðust dyrnar út i garðinn og lokuðust jafnharðan aftur. Sherida hafði farið út um miðja nótt á eftir Mallory. Lea settist upp i rúminu og teygði sig eftir epli, en epli lá ævinlega á nátt- borðinu hennar. En i þetta sinn rak hún höndina þannig i það, að það valt niður á gólfiö. Hún skalf af reiöi, sem hún lá þarna lömuð og alveg hjálpar- laus. Hvert sinn, sem hún missti eitthvað á gólfið, var hún minnt á eymd sina, og varð þá ævinlega ofsalega reið við þessa dauðu hluti, sem pindu hana með þögl- um fjandskap. Dyrnar inn til hennar opnuðust og hún kveikti á náttlampanum. Kristin stóð i dyrunum i þunnum náttkjól og með klút um hálsinn. — Kæra Kristin min, hvað ertu að gera hér? — Ég vona að ég hafi ekki vakið þig? Ég fann á mér að þú lást vakandi og þurftir hjálpar við. Svo heyrði ég að eitthvað datt á gólfið, hvislaði Kristin. — Það var nú bara epli, viltu taka það upp fyrir mig? 1389 1389 Krossgáta Lárétt 1) Arar.-6) Svik,-8) Uss.- 10) Sannfæring,- 12) Fæði.- 13) Bar,- 14) Nögl,- 16) Svif.- 17) Andi,- 19) Fjandi,- Lóðrétt 2) Utanhúss.- 3) Stafur.- 4) Rödd,- 5) Ódæl.- 7) Trantar,- 9) Stafur,- 11) Kaffibætir,- 15) Reykja,- 16) Fiska.- 18) Borð- hald. Ráðning á gátu no. 1388 Lárétt 1) Aldin,- 6) Jól.- 8) Ská,- 10) Löt,- 12) Ká,- 13) ÖO,- 14) Ata,- 16) Lön,- 17) Kró,- 19) Vitur,- Lóðrétt 2) Ljá,- 3) Dó.- 4) 111.- 5) Askar,- 7) Stöng,- 9) Kát.- 11) OOO.- 15) Aki,- 16) Lóu,- 18) RT,- Þá eru þeir Ekki hérna afgreiddir i bili, '4 'Skúrky. Kozy. Eigum við að; gera út af viö þá. IIII lanSHI I || FIMMTUDAGUR || 19. apríl. Skírdagur. || Sumardagurinn fyrsti. Sjijí:; 8.00 Heilsað sumri. a. Avarp jjjjjjjjj útvarpsstjóra, Andrésar jjijjjjj: Björnssonar. b. Sumar- jijjijij; komuljóð eftir Matthias jjjijijij Jochumson, lesið af Herdisi ííii? Þorvaldsdóttur leikkonu. c. ijjjijjji Vor- og sumarlög. jiiijiiij 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- jijijiji; ustugreinum dagblaðanna. ijijijiji 11.00 Skátaguðþjónusta I Íj?í Háskólabíói. Prestur: Séra jijiji.íj Jónas Gislason. Organ- m leikari: Jón Stefánsson. jijijiji Skátakór syngur. m 12 00 Dagskráin. Tónleikar. ijijijijj Tilkynningar. jijijiji; 12.25 Fréttir og veðurfregnir. jijjijijj Tilkynningar. jjijijjj: 12.50 A frivaktinni. Margrét jijijijij Guðmundsdóttir kynnir jijijijij óskalög sjómanna. 14.00 Kjarninn úr verkum jjjjjjjj; Gunnars Gunnarssonar. Hjörtur Pálsson les fyrri :i;i;i;i; hluta erindis eftir Kristinn jijijijj E. Andrésson magister. ijiiijji (Siðari hlutinn fluttur á jjijiiji annan páskadag). iijiíi 15.00 Miðdegistónleikar, frá jijijiji tónleikum Sinfóniuhljóm- iíííí sveitar Islands 29. marz s.l. 16.00 Fréttir. jijijijij 16.15 Veðurfregnir ijijijij: „Godspell” rokkópera ijijijjj: byggð á efni Mattheusar- ijijiií guðspjalls. Höfundur tón- jjijjji; listar og ljttðtexta: Stephan m Schwartz. Enskir listamenn jijiji;! flytja undir stjórn höfundar. iiiiiji; Orn Petersen kynnir. ijijijij 17.00 Barnatimi: Hrefna Tynes stjórnar, i samvinnu M við æskulýðsstarf þjóð- ijijij; kirkjunnar og Barnavina- jjji;;; félagið Sumargjöf. a. Wji Vorkoman i tónum og tali. !;!;!;;: M.a. syngja börn i skóla- jjjijjj dagheimilinu við Skipa- iijij!;; sund. b. Söngur og samtöl. ijijijij c. Útvarpssaga barnanna: jjiiiji „Lambið litla” eftir Jón i;i|i Sveinsson. Freysteinn jijiii; Gunnarsson isl. Hjalti ;!;!;!; Rögnvaldsson les. ijjjjjj 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. i;!;ij! Tónleikar. Tilkynningar. iiiiji; 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá ijijij! kvöldsins. ijijiji 19.00 Fréttir. Tilkynningar. ijiji; 19.20 Daglegt mál. Indriði ijiji; Gislason lektor flytur þátt- |;i;i; inn. jijijii 19.25 Glugginn. Umsjónar- iijijji menn: Gylfi Gislason, Íjjijii Sigrún Björnsdóttir, og Guðrún Helgadóttir. ijiiij 20.05 Leikrit: „Kameliufrúin” jijjjj eftir Alexandre Dumas. jijiji Gunnar Róbertsson bjó til jijiji leikflutnings. Þýðandi og i;i;!; leikst jóri: Sveinn Einars- jiiii; 22.00 Fréttir. ijijij 22.15 Veðurfregnir. ijijji 20.20 „Kristur á Oliufjaílinu”. jijii; Óratoria op. 85 eftir Ludwig i!;ij! van Beethoven. Flytjendur: !;!;!; Agnes Giebel, Ernst Haflig- ijiji; er, Jacob Stampfli, borgar- :j;j;j kórinn og hljómsveit ijjiji Beethovenhallarinnar i ijijij Bonn. Stjórnandi: Volker jjji; Wangenheim. i;!;i 23.15 Fréttir i stuttu máli. iijii Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 20. apríl Föstudagurinn langi jjjiji 9.00 Morguntónieikar (10.10 jijijj 11.00 Messa i Bústaðakirkju ;:;!;: Prestur: Séra Guðmundur ijijij Þorsteinsson. Organleikari: !;!;!; G e i r 1 a u g u r Ar n a s o n . jijij Kirkjukór Árbæjarpresta- !;!;! kalls syngur. ;!;!; 12.00 Dagskráin. Tónleikar. jijjj 12.15 Fréttir og Veðurfregnir. i;!;i Tónleikar. jjjjji 13.00 Að norðan — samsett dagskrá frá AkureyriJón G. Sólnes bankastjóri talar um leiðsögn kirkjunnar og sam- band kynslóðanna, Edda Eiriksdóttir skólastjóri um þátt bænarinnar i uppeldi barns og Gauti Arnþórsson yfirlæknir um trúnaðar- traustið. Heiðdis Norðfjörð les ljóð eftir Davið Stefáns- son frá Fagraskógi. Einnig verður flutt tónlist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.