Tíminn - 19.04.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.04.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 19. april 1973. Komið að Kúlu- dalsá Þorgrimur Jóusson, bóndi á Kúludalsá. —Tímamynd: Gunnar. i bæinn og þar mætti okkur is- lenzk gestrisni, eins og hún getur bezt orðið, enda er skemmst af þvi að segja, að hafi snjóhraflinu tekizt að smeygja einhverjum dapurleika inn i hugskotið áður, þá sá þess nú ekki lengur stað. Aðfluttur, en ekki um langan veg Þorgrimur bóndi Jónsson var viðræðugóður og leysti vel og greiðlega úr þeim spurningum, sem fyrir hann voru lagðar, og sömu sögu var að segja um konu hans og dóttur, þegar til þeirra kasta kom. Fyrst er þá að vikja að upphaf- inu og spyrja bónda: — Er Kúludalsá ættaróðal þitt, Þorgrimur, eða er þú aðfluttur hingað? — Ég er aðfluttur. Ég fluttist hingað með foreldrum minum og bróður árið 1936. Við komum hingað frá Innsta-Vogi i Innri-Akraneshreppi, sömu sveit- inni, sem Kúludalsá tilheyrir. Að Innsta-Vogi höfðum við flutzt árið 1927 og þá frá Akranesi. Á Akra- nesi er ég fæddur og þar ólst ég upp til fjórtán ára aldurs. — Hafðir þú ekki fengið að „fljóta með” þeim Skagamönn- um, þegar þú varst drengur? — A þeim árum var ekki stundaður þar sjór i þeim mæli sem sfðar varð og nú er. Þá var nálega eingöngu um árabáta að ræða eða önnur litil skip, þvi að á vertiðinni fóru allir hinir stærri bátar til Sandgerðis og stunduðu sjóinn þaðan. En seinna breyttist nú þetta og þá tóku allir, sem vinnufærir voru þátt í þvi að koma aflanum i verðmæti. Ég vann þá eins og'aðrir unglingar við aðgerð og önnur fiskverk, og það var kallað að vera til sjós, þótt vinnan væri að visu öll fram- kvæmd i landi. Þetta gerði ég lika, eftir að ég var farinn frá Akranesi. Timarnir hafa breytzt gifur- lega, þótt ekki sé lengra en þetta um liðið. Þá var litið um atvinnu, og segja mátti, að sjómennirnir væru ánauðugir menn, eða allt að þvi. Þeir urðu að vinna nótt og dag, fengu i mesta lagi fjögurra til fimm klukkutima hvild á sólarhring, og á þeim tima áttu þeir að fara heim til sin neðan úr aðgerðarhúsi eða beitningarskúr þvo sér og borða og komast aftur til vinnu sinnar. Allt hét þetta Því fólki verður seint að fullu launað VIÐ ÓKUM sem leiðliggur frá Akranesi áleiðis að Kúludalsá. Það var suð-vestan gola með nokkrum éljagangi og dálitill snjór á jörð. En hann var ekki djúpur, þurr og mjúkur eins og sá snjór, sem bezt hefur giatt islenzk börn i þúsund ár, heldur var þetta þunnt lag af hálfblautri krapa- slettu og grisjaði i auða jörð á milli. Þetta ástand, þegar jörðin er livorki auð né alhvit, verkar alltaf einhvern veginn ömurlega á sálina, hvernig sem á þvi stend- ur. Þegar ekið var niður traðirnar á Kúludalsá, veittum við fyrsta athygli vænum hópi hrossa. sem stóðu þar heima við hlöðu. Þeir voru með ýmsum litum og sumir harla fagrir á að lita. I varpanum fagnaði okkur gulstrútótt tik, spikfeit og gljáandi — óvenju- falleg skepna. Nú var okkur boðið hvild og innifalið i þeim tima, sem kallaður var hvildartimi. Og svona var stundum róið þetta þrjár til fjórar vikur i einu. Auð- vitað reyndi þetta mjög á þrek manna og úthald,' og þeir, sem Svona litur Kúludalsá út I sól og sumarveðri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.