Tíminn - 19.04.1973, Page 5
Fimmtudagur 19. april 1973.
TÍMINN
5
A.A.-fundur í safnaðar-
heimili í Langholti
A föstudagiun langa, 20. april,
minnast A.A.-samtökin á islandi
19 ára afmælis sins með opnum
lundi í safnaðarheimili Lang-
holtssóknar, klukkan 9 e.h.
Stofnfundur þeirra var haldinn
þann dag. 16. april, 1954. Æ siðan
hafa þau minnzt afmælis sins á
föstudaginn langa. Það er von
okkar, að sem flestir A.A.-félagar
og annað áhugafólk um starfsemi
A.A. sitji þenna fund með okkur.
Ljósmyndasýning
ÞÓ. Reykjavik — Astþór
Magnússon, ljósmyndari, opnar
ljósmyndasýningu i kjallara
Æskulýðsheimilisins að Fri-
kirkjuvegi 11 klukkan 16 i dag
og stendur sýningin til 24. april.
A sýningunni getur að sjá 45 lit-
myndir og er þetta i fyrsta skipti,
sem sýndar eru litmyndir á ljós-
myndasýningu hérlendis. Alls
sýnir Astþór 120 myndir, flestar
mjög nýlegar og eru mjög
margarfrá náttúruhamförunum i
Vestmannaeyjum, en þangað fór
Astþór tvisvar.
Undanfarin tvö ár hefur Ástþór
verið við nám i ljósmyndun i
London og á hann eftir eitt ár i
námiþar.Hann hefur unnið allar
myndirnar i skóla þeim, er hann
stundar nám við i London.
Myndirnar eru allar til sölu og
kosta litmyndirnar kr. 3500 en
svart-hvitu myndirnar eru
miklum mun ódýrari.
Astþór kemur upp einni mynda sinna . Timamynd Róbert.
Hluti félaga í Myndlistarklúbbi Seltjarnarness, sem halda sýningu á verkum sinum yfir páskana.
Sitjandi talið frá vinstri: Anna Karlsdóttir, Unnur Jónsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Anna Bjarnadóttir,
Björg isaksdóttir, Jensey Stefánsdóttir. Standandi: Maria Guðnadóttir, Garðar Ólafsson, Jóhannes
Ólafsson, Magnús Valdimarsson, Auður Sigurðardóttir, Asgeir Valdimarsson, Sigurður K. Arnason
leiðbeinandi og Sigriður Gyða Sigurðardóttir. (Timamynd Róbert)
Flytja úr anddyrinu í salinn
KLP-REYKJAVIK. — A skirdag
verður opnuð sýning á 130
málverkum félaga úr Mynd-
listarklúbbi Seltjarnarness i
tþróttahúsinu á Seltjarnarnesi.
Mun þessi sýning verða opin yfir
páskana til þriðjudagsins 24. april
frá kl. 14.00 til 22.00.
Myndlistarklúbbur Seltjarnar-
ness var stofnaður árið 1971, af
áhugafólki búsettu á Seltjarnar-
nesi. 1 byrjun voru klúbbfélagar
tiu að tölu, en nú eru þeir orðnir
tuttugu og áhugi þeirra mikill.
Hópurinn kemur saman einu
sinni i viku yfir vetrarmánuðina i
teiknistofu Mýrarhúsaskóla. Þar
hefur Sigurður K. Arnason list-
málari leiðbeint félögum frá
upphafi. Til þessa hefur nær
eingöngu verið unnið með oliu-
litum, en fyrirhugað er að fá
tilsögn i fleiri greinum mynd-
listar næsta vetur.
Hópurinn hefur farið nokkrar
ferðir út fyrir bæinn og tekið upp
„mótif” i þeim ferðum, sem siðan
hafa verið fullunnar i kennslu-
stundum. Það er m.a. árangur
þeirra svo og fleira, sem félagar
klúbbsins ætla nú að sýna öðrum
Seltirningum og gestum, sem
áhuga hafa á að koma i iþrótta-
húsið um páksana.
Timmn er 40 siður
alla laugardaga og
sunnudaga. —
Áskriftarsíminn er
1-23-23
Þetta er önnur sýningin, sem
klúbburinn stendur fyrir. Sú fyrri
var haldin i anddyri iþrótta-
hússins, og þá sýnd um 30 verk.
En nú dugar ekkert minna en
allur salurinn.
KOLA-
OFNAR
Hefi til sölu nokkra vel
útlitandi, gamla kolaofna,
hentuga i sumarbústaði —
eða til augnayndis i stofum.
Simi 3-57-43.
Sumardagurinn fyrsti 1973
HÁTIÐAHÖLD
f f
Kl. 1.15:
Skrúðganga barna i Breiðholtshverfi.
Safnazt verður saman á gatnamótum Norðurbergs, Þórufells og Breiðholtsbrautar.
Gengið niður Breiðholtsbraut um Stöng, vestur Arnarbakka að dyrum samkomusal-
ar Breiðholtsskóla. Barna- og unglingasveit Arbæjar og Breiðholtshverfis ásamt fé-
lögum úr Lúðrasveit verkalýðsins leika fyrir Skrúðgöngunni.
Ölafur L. Kristjánsson stjórnar.
Kl. 2:
Breiðholtsskóli.
Séra Lárus Halldórsson talar við börnin.
Tveir stuttir leikþættir.
Almennur söngur: Fóstrunemar stjórna söngnum.
Tóti trúður kemur i heimsókn.
Aðgöngumiðar seldir i skólanum kl. 1-3 miðvikudag og við innganginn sumardaginn
fyrsta.
Kvenfélag Breiðholts og skátafélagið Urðarkettir sjá um skemmtunina.
Kl. 2.15:
Skrúðganga frá Árbæjarsafni.
Gengið verður upp Rofabæ að barnaskólanum við Rofabæ. Barna- og unglingalúðra-
sveit Arbæjar og Breiðholtshverfis ásamt félögum úr Lúðrasveit verkalýðsins leika
fyrir göngunni.
Ólafur L. Kristjánsson stjórnar.
Kl. 3:
Arbæjarskóli.
Barnasamkoma.
Kór Arbæjarskóla: Jón Stefánsson stjórnar.
Séra Guðmundur Þorsteinsson
Kl. 1.15:
Skrúðganga barna i Bústaðahverfi.
Gengið verður frá gatanamótum Hæðargarðs og Réttarholtsvegar um Langagerði,
Tunguveg að Bústaðakirkju. Lúðrasveit unglinga undir stjórn Páls Pampichler leik-
ur fyrir skrúðgöngunni.
Kl. 2:
Bústaðarkirkja.
Barnasamkoma.
Kór og hljómsveit Breiðagerðisskóla: Hannes Flosason stjórnar.
Séra Ólafur Skúlason.
Allar barnasamkomurnar eru haldnar fyrir
milligöngu æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar
SUMARGJAFAR"
Kl. 2.15:
Skrúðganga barna frá Vesturbæjarbarnaskólanum við öldu-
götu.
Gengið verður Hofsvallagötu, Nesveg að Neskirkju.
Lúðrasveit unglinga undir stjórn Páls Pampichler leikur fyrir skrúðgöngunni.
Kl. 3
Neskirkja.
Barnasamkoma.
Séra Frank M. Halldórsson og frú HefnaTynes sjá um samkomuna.
Kl. 1.30:
Skrúðganga barna frá Hrafnistu að Laugarnesskóla.
Safnazt verður saman við Hrafnistu. Gengið eftir Brúnavegi, Sundlaugavegi,
Reykjavegi, að Laugarnesskóla.
Lúðrasveitin Svanur undir stjórn Lárusar Sveinssonar leikur fyrir skrúðgöngunni.
kl. 2.:
Laugarnesskóli.
Barnasamkoma.
Séra Ingólfur Guðmundsson
Kl. 1.15:
Skrúðganga barna i Háaleitishverfi.
Safnazt verður saman á leikvellinum við Álftaborg. Gengið upp i Safamýri niður
Háaleitisbraut að Alftamýrarbarnaskólanum.
Lúðrasveit drengja undir stjórn Stefáns Þ. Stephensen leikur fyrir skrúðgöngunni.
Kl. 2.15:
Skrúðganga barna frá Miklatúni að Hallgrimskirkju.
Safnazt verður saman við Kjarvalsstaði á Miklatúni. Gengið eftir Flókagötu,
Snorrabraut, Þorfinnsgötu, Eirfksgötu að Hallgrimskirkju.
Lúðrasveit drengja undir stjórn Stefáns Þ. Stephensen leikur fyrir göngunni.
Kl. 3:
Hallgrlmskirkja.
Barnasamkoma.
Séra Ragnar Fjalar Lárusson.
Barnatimi í útvarpinu:
Avarp.
Sallý og Guðrún: Rúnuvisur, Matthildur (leikþáttur). Skátarnir ogblómin.
Helgistund.
Söng annast börn frá Skóladagheimilinu Skipasundi 80.
Frú Hrefna Tynes undirbjó þáttinn og stjórnar honum.