Tíminn - 19.04.1973, Page 7
Fimmtudagur 19. april 1973.
TÍMINN
7
SUMARDAGURINN FYRSTI
ER í DAG
G J, Reykjavik — Sumar-
daginn fyrsta ber upp á skirdag i
ár og kemur það til með að setja
svip sinn á hátiðarhöld dagsins.
Sumargjöf mun ekki gangast
fyrir neinum útihátiðarhöldum
eins og venjulega, heldur verður
eingöngu farið i skriíðgöngur um
hin ýmsu hverfi borgarinnar, en
siðan verða haldnarsamkomur á
vegum Sumargjafar og Æsku-
lýðsnefndar þjóðkirkjunnar i
nokkrum kirkjum og skólum hér i
borg. Skrúðgöngurnar verða nú 7
talsins og mun það meiri fjöldi en
nokkru sinni fyrr.
bað er mjög sjaldan sem
sumardaginn fyrsta ber upp á
skirdag. Slikt gerist að jafnaði
ekki nema sextánda hvert ár, eða
nákvæmar sagt sex sinnum á
niutiu og fimm árum. Siðast
gerðist þetta 1962, og féllu þá öll
hátiðarhöld á vegum Sumar-
gjafar niður. Nokkurrar óánægju
þótti gæta meðal fólks með þá
ráðstöfun og var þvi ákveðið að
þessu sinni að halda skrúð-
göngunum, þótt útihátiðarhöldin
féllu alveg niður. Venjulega notar
Sumargjöf sumardaginn fyrsta
sem fjáröflunardag með sölu
merkja, bóka og annars, en að
þessu sinni verður ekki um neina
fjáröflunarstarfsemi að ræða.
Sumargjöf rekur nú leikskóla
og dagvistunarheimili fyrir börn
á Reykjavikursvæðinu. A þessum
stofnunum eru nú um 2000 börn,
þar 600 á dagheimilunum. Tölu-
verðir umrótstimar eru nú hjá
félaginu, vegna hinna nýju laga
sem samþykkt hafa verið á
Alþingi fyrir skömmu, en það eru
lögin um Fósturskóla Islands og
lög um hlutdeild rikisins i bygg-
ingu og rekstri dagvistunar-
heimila. Með þessum lögum
hefur rikið tekið að sér nokkurn
þátt þeirrar starfsemi sem
Sumargjöf hefur haft meö
höndum og kann þetta að leiða til
verulegra breytinga á starfs-
fyrirkomulagi félagsins i fram-
tiðinni. Er allt eins liklegt að
Sumargjöf beini nú kröftum
sinum að einhverjum öðrum
verkefnum, sem hið opinbera
hefur ekki ennþá tekið á sinar
herðar.
Skíðavika á ísa-
firði um páskana
Aðstoðarverkstjóra
vantar að vöruafgreiðslu vorri i
Reykjavik.
Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi, nú 15. fl., eftir
fulla starfsþjálfun. Umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist Samgönguráðuneytinu fyr-
ir 27 þ.m.
SKIPAUTGCRB RÍKISINS
Kaupfélagsstjóri
Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag
Langnesinga, Þórshöfn, er laust til
umsóknar.
Skriflegar umsóknir, ásamt nauðsynlegum upplýsingum,
sendist fyrir 10. mai n.k. til Gunnars Grimssonar starfs-
mannastjóra Sambandsins, eða formanns félagsins,
Sigurðar Jónssonar, Efra-Lóni.
Stjórn Kaupfélags Langnesinga.
— góður afli hjd Vestfjarðabótum
GJ, REYKJAVIK —
„Fjöldi fólks verður hér á
isafirði um páskana",
sagði Guðmundur Sveins-
son, þegar Timinn hafði
samband við hann á þriðju-
daginn". Hingað komu
tvær vélar fullar af fólki í
gær, en þrjár munu koma í
dag. Auk þess verður Gull-
foss hér yfir hátíðarnar og
með honum rúmlega 200
manns. Alls gizka ég þvi á
aðnálægt400 aðkomumenn
verði á isafirði yfir
páskana".
Skiðavikan á Isafirði hefst á
skirdag. Þann dag byrjar einnig
skiðalandsmót unglinga, en það
verður haldið á Isafirði að þessu
•Sj*
SKIPAUTf.Eke RlKISINS
M/S HEKLA
fer frá Reykjavík fimmtu-
daginn 26. þ.m. austur um
land i hringferð. Vöru-
móttaka á þriðjudag tii
Austfjarðahafna, Þórs-
hafnar, Raufarhafnar,
Húsavikur, Akureyrar,
Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og
Norðurfjarðar.
M/S BALDUR
fer frá Reykjavík fimmtu-
daginn 26. þ.m. til Snæfells-
ness-og Breiðafjarðarhafna.
Vörumóttaka miðvikudag og
til hádegis á fimmtudag.
sinni. Kvöldvökur verða haldnar
á Isafirði á fimmtudag og laugar-
dag og mun Sunnukórinn koma
fram á báðum þessum skemmt-
unum. Mjög mikill snjór er nú á
Isafirði og allar heiðar lokaðar,
enaðstæður til skiðaiðkana prýði-
legar. Ekki hefur veðrið þó verið
nógu gott, en menn vona að úr
rætist um páskana.
Bátar frá Isafirði hafa aflað vel
það sem af er þessum mánuði og
hefur verið inikil vinna i
ishúsunum. Hefur verið unnið við
móttöku aflans langt fram á
kvöld og einnig um helgar.
Mikinn fjölda fólks hefur vantað
til vinnu, þvi þrátt fyrir þetta
mikla álag hefur vart tekizt að
koma aflanum undan. Hefur
verið farið með eitthvað af
aflanum til Flateyjar, til að létta
undir með Isfirðingum.
Bátarnir hafa fengið 10-15 lestir
i róðri og er megin uppistaðan i
aflanum steinbitur. Þó er farið að
bera meira á þorski i aflanum, nú
upp á skiðkastiö. Skuttogarar Is-
firðinga, þeir Guðbjartur, Július
Geirmundsson og Páll Pálsson
komu allir inn um helgina meö
um 130 lestir hver, eftir viku túr.
Þeir munu liklega ekki fara út
aftur fyrr en eftir hátiðar.
Frá Patreksfirði er sömu sögu
að segja. Afli hefur verið góður að
undanförnu. Þeir átta bátar,sem
róa frá Patreksfirði hafa fengið
þetta 10-15 lestir i róðri og hefur
langmestur hluti aflans verið
steinbitur. Engin leið hefur verið
að taka á móti öllum þessum afla
á Patreksfirði og er þó unnið eins
og mögulegt er. Hefur orðið að
gripa til þess ráðs að sigla með
aflann til annar'ra hafna, en sakir
mikilla anna alls staðar á Vest-
fjörðum hefur reynzt erfitt að fá
löndunaraðstöðu þar og hafa þvi
sumir bátarnir orðið að fara með
aflann alla leið til Siglufjarðar.
AUGLÝSING
UAA
SVEINSPRÓF
Sveinspróf i löggiltum iðngreinum fara
fram um allt land i mai og júni n.k.
Meisturum og iðnfyrirtækjum ber að
sækja um próftöku fyrir þá nemendur
sina, sem lokið hafa námstima og burt-
faraprófi frá iðnskóla.
Umsóknir um próftöku sendist viðkom-
andi prófnefnd fyrir 8. mai n.k., ásamt
venjulegum gögnum og prófgjaldi.
Meistarar og iðnfyrirtæki i Reykjavik fá
umsóknareyðublöð afhent á skrifstofu
Iðnfræðsluráðs, sem einnig veitir upp-
lýsingar um formenn prófnefnda.
Reykjavik 17. april 1973
IÐNFRÆÐSLURÁÐ
Saab99
ÁRGERÐ 1973
Rýmri
en aðrir
bílar?
Setjist inn í SAAB 99, takið með yður
4 farþega og sannfaerist um það sjálfir
að SAAB er rýmri, það fer betur um
fólkið.
Allur frágangur er af fágaðri smekkvísi
og vandaður.
Sérbólsfruð sæti með völdu áklæði,
öryggisbeltum og hnakkapúðum, og
rafmagnshituðu bilstjórasæti.
Mælaborðið er hannað með fyllsta
akstursöryggi í huga, atlir mælar í
sjónmáli ökumanns og fóðrað efni sem
varnar endurskyni.
„ÖRYGGI FRAMAR ÖLLU”
SAAB 99 er öruggur bíll. Stálbitastyrkf
yfirbygging verndar ökumann og
farþegc. Fjaðrandi höggvari varnar
skemmdum — SAAB þolir ákeyrslu á
8 km. hraða án þess að verða fyrir
tjóni.
Ljósaþurrkur tryggja fullt Ijósmagn
ökuljósa við erfiðustu skyggnis-
aðsfæður.
SAAB 99 liggur einstaklega vel á vegi,
er gangviss og viðbragðsfljótur.
SAAB er traustur bíll, léttur í viðhaldi
og í háu endursöluverði.
“BJORNSSONA^
SKEIFAN 11 SÍMI 81530