Tíminn - 19.04.1973, Page 11
Fimmtudagur 19. april 1973.
TÍMINN
11
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Ileigason, Tómas Karlsson,
Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans).
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðsiusími 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Áskriftagjald 300 kr. á mánuði innan iands,
i lausasölu 18 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f
-
Athafnasamt þing
Alþingi, sem lauk störfum i gær, er með
stytztu þingum, sem hafa verið haldin um
langt skeið, en þó eitthvert hið athafnasam-
asta. Það afgreiddi margt hinna merkustu
mála. Þessi mál ná til nær allra sviða þjóðlifs-
ins og eru þvi glögg merki þeirrar alhliða um-
bótastefnu, sem núverandi rikisstjórn fylgir.
Af málum, sem snerta atvinnuvegina og
þingið afgreiddi, má nefna lög um mjög veru-
lega eflingu stofnlánasjóða landbúnaðarins,
sjávarútvegsins og iðnaðarins. Þá voru sett lög
um búfjárrækt, sem eru veruleg endurbót á
fyrri lögum um þau efni. Breyting var gerð á
orkulögunum, sem eiga að tryggja rafvæðingu
þeirra sveitabæja, sem ekki fá rafmagn frá
samveitum. Lög, sem sett voru um flutninga á
loðnu, hafa þegar komið að miklu gagni. Þá
voru sett ný hafnarlög, sem eiga vafalitið eftir
að reynast mikill ávinningur fyrir atvinnu-
rekstur dreifbýlisins.
í húsnæðismálum dreifbýlisins var tvimæla-
laust stigið spor með þeirri breytingu á lögun-
um um húsnæðismálastjórn, að sveitarfélög
verði sérstaklega styrkt til að reisa 1000 leigu-
ibúðir næstu fimm árin, en húsnæðisskortur
háir nú mörgum vaxandi útgerðarstöðum viða
um land. Þá var kafli sömu laga um bygg-
ingarsamvnnufélög endurbættur og mun það
vafalitið efla starfsemi þeirra.
Á sviði menntamála og uppeldismála má
sérstaklega nefna lög um fjölbrautaskóla og
lög um dagvistunarheimili. Fjölbrautaskólinn
er nýtt skólaform, sem er vænlegt til að ryðja
sér til rúms og sameina núverandi framhalds-
skóla i eitt og veita verklegu námi þá viður-
kenningu, sem þvi ber.
Á sviði heilbrigðismála ber hæst lögin um
heilbrigðisþjónustu, en það leggur grundvöll að
alveg nýju kerfi, sem er ekki sizt miðað við það
að styrkja hlut dreifbýlisins. Tillögur um slika
endurskipulagningu hafa Framsóknarmenn
flutt á mörgum undanförnum þingum. Sama
gildir um lögin um dvalarheimili aldraðra,
sem eiga að stuðla að nýju átaki á þvi sviði.
Á sviði réttarfarsmála má nefna itarlega
löggjöf um fangelsi og vinnuhæli, sem stefna
að miklum umbótum á þvi sviði. Þá ber að
nefna lög um sérstakan dómara og rann-
sóknardeild i ávana- og fikniefnamálum, en
þar er f jallað um eitt viðkvæmasta vandamál
samtimans.
Ástæða væri til að geta margra annarra
laga, sem þingið samþykkti, þótt þvi verði
sleppt að sinni. Rétt þykir þó að minna á lögin
um vátryggingar, sem herða mjög eftirlit með
þessari þýðingarmiklu starfsemi.
Það sýnir athafnasemi núverandi rikis-
stjórnar að hafa á stuttum valdaferli undirbúið
þessi mál til afgreiðslu og auk þess lagt fram
margt annarra stórmála, sem talin voru þarfn-
ast meðferðar á tveimur þingum.
Óhætt er að segja, að afgreiðsla hinna mörgu
framfaramála, sem hér hafa verið nefnd, beri
vitni um stórhug og bjartsýni. En þau bera
einnig vitni um gott samstarf, þótt stjórnar-
andstaðan reyni að hugga sig við einstök
ágreiningsatriði, sem alltaf koma til sögu i
samvinnu fleiri flokka.
ERLENT YFIRLIT
Reynist Campora
vandanum vaxinn?
Fyrrverandi útlagi verður forseti Argentínu
UM StÐUSTU helgi fóru
fram kosningar i Argentinu til
öldungadeildar þjóðþingsins
og til fylkisþinganna. Perón-
istar unnu glæsilegan sigur i
þessum kosningum. Þeir
fengu meirihluta i öldunga-
deildinni og langflestum
fylkisþingunum.. Þeir fylgdu
þannig vel eftir sigri sinum i
forsetakosningunum, þegar
frambjóðandi þeirra náði lög-
mætri kosningu, eða rúmum
helmingi atkvæða. Jafnhliða
þeim fóru fram kosningar til
fulltrúadeildar þjóðþingsins,
en þar fengu Perónistar
meirihluta. — Perónistar hafa
þannig meirihluta i báðum
deildum þjóðþingsins.og hefur
væntanlegur forseti þeirra
þannig sterka aðstöðu
stjórnarfarslega.
Hinn nýkjörni forseti þeirra,
Hector J. Campöra, á að taka
formelga við forsetastörf-
unum 25. mai næstkomandi.
Hann verður að byrja á þvi að
vanefna eitt af kosningalof-
orðum sinum, en það var á þá
leið, að hann myndi ekki taka
við forsetaembættinu nema að
Peron sjálfum viðstöddum, en
fráfarandi forseti, Alejandro
Lanusse, hafði lýst yfir þvi, að
hann myndi ekki veita Peron
landvistarleyfi að nýju. Peron
sjálfur hefur nú leyst þessa
deilu með þvi að lýsa yfir
þvi, að hann kjósi ekki að vera
viðstaddur. Peron fer hér
vafalitið hyggilega að ráði
sinu. Hann vill sýna hinum
fráfarandi valdhöfum og þá
fyrst og fremst hernum, að
hann sé i sáttahug og kjósi
ekki að efna til átaka af metn-
aði einum saman. Þetta þykir
benda til, að Peron vilji láta
hina nýju stjórn hlaupa gæti-
lega af stokkunum, eða á
meðan hún er að festa sig i
sessi. Þá muni hann einnig
vilja freista þess að hafa
sæmilega samvinnu við
herinn, eða likt og Allend
reynir i Chile.
OLLUM sem þekkja til,
kemur saman um, að miklir
erfiðleikar biði hinnar nýju
stjórnar, Hún þarf að reyna að
fullnægja miklum vonum, sem
fylgismenn hennar binda við
hana, og hún þarf helzt að
komast hjá stórárekstrum við
herinn. Það getur hjálpað
henni viðkomandi hernum, að
stór hluti hans er sagður
hneigjast að róttækum
umbótum, eða likum þeim og
hershöfðingsjastjórnin i Perú
vinnur nú að. Stjórn Perónista
mun vafalaust vinna að þvi
smám saman að hefja til
valda innan hersins menn,
sem hún telur sig geta treyst.
Stefnuskrá sú, sem
Perónistar birtu fyrir
kosningarnar, gefur engan
veginn glöggt til kynna hver
stjórnarstefna þeirra mun
verða.Þeir reynduistefnuskrá
sinni að þræða eins konar
meðalveg milli sósialisma og
kapitalisma. Sennilegt þykir,
að þeir reyni að skipuleggja
útflutningsverzlunina þannig,
að hún verði sem mest i
höndum einnar stofnunar, án
þess' að til beinnar þjóð-
nýtingar komi. Þá verði eftir-
lit með innflutningsverzlun-
inni aukiö og einnig hert eftir-
lit með bankastarfseminni Þó
hafa Perónistar tekið fram, aö
þeir muni ekki þjóðnýta
erlenda banka, sem starfa i
landinu, heldur setja reglur
um starfsemi þeirra. Vafa-
samt er, hvort gripið verður til
verulega aukinnar þjóð-
nýtingar á sviði iðnaöar og
Ilector J. Campora
þjónustugreina, en þess ber að
gæta, að um 40% alls meir-
háttar iðnaðar i Argentinu, er
þegar þjóðnýttur, eða óbeint
undir stjórn rikisins. Þetta
gildir t.d. um allan járn- og
málmiðnað, hergagnafram-
leiðsluna, skipasmiðar og
margt fleira. Þá eru járn-
brautirnar þjóðnýttar og
einnig stærstu flugfélögin.
Liklegt þykir, að Peronistar
reyni að komast hjá miklum
deilum við þau erlend fyrir-
tæki, sem starfa i landinu, ef
þau haga starfsemi sinni i
samræmi við settar reglur.
Þeir muni frekar telja sér
nauðsynlegt vegna samkeppn-
innar við Braziliu að laða
erlent.fjármagn til landsins en
hið gagnstæða. Eitt höfuðtak-
mark þeirra verði að stuðla að
sem mestum hagvexti og
leggja grundvöll að bættum
kjörum á þann hátt. Það er
hins vegar spurning, hvort
hinir róttækari fylgismenn
þeirra sætti sig við þetta.
Fyrir Campora forseta geti
það orðið örðug sigling að
þræða milli hins afturhalds-
samari hluta hersins annars
vegar og hinna róttækari
fylgismanna sinna hins vegar,
en báðir þessir aðilar geta
gripið til öflugrar andspyrnu,
ef þeim likar ekki við
stjórnina. Fyrr en siðar verði
stjórnin að velja á milli. Það
sé ætlun Perons að styrkja
stjórnina nægilega i sessi áður
en hún þurfi að velja endan-
lega.
HECTOR Jose Campora,
hinn væntanlegi forseti
Argentinu, er fæddur 26. marz
1909. Hann lauk háskólanámi
sem tannlæknir 1934. Á
háskólaarum sinum, let hann
félagsmál til sin taka og var
m.a. forseti stúdentasam-
bandsins um skeið. Hann hóf
tannlækningar strax að námi
loknu og stundaði í nokkur
ár. Hann varð fljótt mikill
fylgismaður Perons og bauð
sig þvi fram til fulltrúadeildar
þjóðþingsins 1946 og náði
kosningu. Þar- komst hann
brátt til verulegara áhrifa og
var kosinn foráeti fulltrúa-
deildarinnar 1952 Þvi starfi
gegndi hann i fjögur ár.
Campora bar fram þá tillögu á
þessum tima, að aðaltorgið i
öllum borgum landsins yrði
kennt við Peron og Evu konu
hans. Þegar herinn steypti
Peron af stóli 1955, var
Campora settur i fangelsi og
var hann hafður i haldi i tvö
ár, en þá tókst honum að
strjúka til Chile. Þar var hann
i útlegð til 1963, er honum var
leyft að halda heim. Hann
hefur siðan búið stórbúi i 100
milna fjarlægð fra Buenos
Aires og litil afskipti haft af
stjórnmálum, þangað til 1971,
þegar Peron tilnefndi hann
sérátakan fulltrúa sinn i Arg-
entinu. Siðan hefur Campora
haft náið samband við Peron
og oft farið til Spánar til
fundar við hann, eða sent syni
sina til að gefa Peron skýrslur
Peron tilnefndi Campora sem
forsetaefni Peronista eftir
heimsókn sina til Argentinu i
lok siðasta árs.
Campora kvæntist dóttur
stórjarðeiganda 1937 og eiga
þau tvo uppkomna syni, annar
er lögfræðingur, en hinn liðs-
foringi. Kunnugirmenn segja,
að Campora sé hygginn og
laginn, en i tilefni af menntun
hans hefur verið sagt bæði i
gamni og alvöru, að
Argentina hafi nú þarfnazt
skurðlæknis, og þvi sé vafa-
samt að tannlæknir leysi
vandann. Þ.Þ.
—Þ.Þ.