Tíminn - 19.04.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.04.1973, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 19. april 1973. TÍMINN 13 voru á einhvern hátt vanheilir, áttu oft erfitt með að fá skiprúm. Aðdragandi og upphaf mjólkursölu — En svo að við snúum okkur að búskapnum: Var ekki mikill sauðfjárbúskapur hér, þegar þú komst hingað fyrst? — Nei. Hann var ekki mikill. Jörðin er ekki vel löguð til sauð- fjárræktar, en þó á hún afréttar- land inn við Uxahryggi, i Vörðu- fellslandi, en þangað er langt að fara, og hér var aldrei margt fé. Svona hátt i tvö hundruð, þegar flest var, — það er að segja i tið okkar feðganna, en Guðmundur Brynjólfsson, sem hér bjó áður, hefur kannski átt eitthvað fleira, enda var þá ekki farið að selja mjólk, eins og siðar varð. — Rákuð þið féð inn á Uxa- hryggi á vorin? — Stundum var það gert. Þetta er um það bil sólarhrings ferð héðan og fór heldur illa með féð, en afréttarlandið er gott, og þvi þótti þetta borga sig þá, þótt það sé algerlega niður lagt núna. — Svo hefjizt þið handa með mjólkursölu? — Já, að visu, en það mál átti sér langan aðdraganda. Mjólkur- sala var nokkur á Akranesi, þeg- ar ég var að alast þar upp, en þó að sjálfsögðu ekki i neitt likum mæli og nú er orðið. Yfirleitt voru það ekki nema örfáir bændur úr nágrenninu, sem komu með mjólkina á hestvögnum, eða reiddu hana hreinlega undir sér i hnakknum — og dreifðu siðan mjólkinni sjálfir i húsin. Svo þróaðist nú þetta stig af stigi, unz mjólkurbú var reist á Akranesi, og þó eiginlega tvö fremur en eitt. Það mun hafa verið um 1934, sem reist var á Akranesi litil mjólkurstöð, sem gerði tilraun með að taka við allri mjólk af bændum i nágrenni við Akranes, vinna úr henni og dreifa henni sem sölumjólk, eftir þvi sem þurfti. A þessum árum var litið um atvinnu á Akranesi. Margir kaupstaðarbúar fengu þá land- spildur til ræktunar, svona tvo hektara hver maður, og reyndu þannig að framleiða mjólk fyrir sin heimili sjálfir. Þetta endaði svo með þvi, að Mjólkurstöðin varð ekki langlif. Margir bændur reyndu þá að koma mjólk sinni til Mjólkurstöðvarinnar i Reykja- vik, sem þá var tekin til starfa. Þá var öll mjólk af svæðinu sunn- an Skarðsheiðar flutt sjóveg til Reykjavikur. Þessir flutningar voru dýrir, og fór verulegur hluti mjólkurverðsins i flutningskostn- að. Siðar var Samvinnufélag Hvalfjarðar stofnað, Flutninga- félagið, eins og það var oftast kallað. Það sá um mjólkur- og vöruflutninga fyrir bændur sunn- an Skarðsheiðar, og voru nú notaðir bilar og ekið fyrir Hval- fjarðarbotn til Reykjavikur. Fljótlega urðu nær allir bændur á svæðinu sunnan Skarðsheiðar þátttakendur i þessu félagi. Með þessu var þó ekki vandi allra bæjar i sambandi við mjólkurflutninga að fullu leystur. Við i Innri-Akraneshreppi vorum heldur seinir að fá veg til okkar. Það mun hafa tekið um það bil tuttugu ár að gera akfæran veg i gegnum sveitina, og urðu menn þvi að fara með mjólkina á hest- um i veg fyrir vil, um margra ára skeið. Félagið lyfti Grettistaki Sá maður, sem mesta forgöngu hafði um það að stofna Sam- vinnufélag Hvalfjarðar, var Sigurður eldri i Lambhaga, og hafði hann lengi umsjón með þessum flutningum og synir hans eftir það. Að visu komu þar margir fleiri við sögu, en ég held, að ekki sé á neins manns hlut hallað, þótt hans sé getið sérstak- lega. Þetta félag lyfti á sinum tima Grettistaki, og allir, sem þar unnu að, eiga sérstakar þakkir skildar af þeim, sem nutu verka þeirra. Samvinnuandi manna hefur heldur dvinað hér um slóðir á sið- ari árum. Nú hefur Samvinnu- félagið að miklu leyti verið lagt niður, illu heilli, en einstaklingar annast þessa flutninga fyrir okk- ur eins og var, áður en félagið var stofnað. Því má gjarna skjóta að, fyrst við erum að ræða þessi mál, að við hér, frá Skarðsheiði og á milli fjarðanna hérna, munum hafa verið fyrstir manna til þess að taka upp eitt verð á mjólkurflutn- ingi. Þegar við hér i Innri-Akra- neshreppi fengum fyrst bíl til þess að flytja mjólkina fyrir okk- ur, var flutningsgjaldinu skipt i fernt á leiðinni frá Akranesi að Galtarvik, sem eru eitthvað rétt um tólf kilómetrar. Lengra náði akvegur ekki. Fyrsti hópurinn greiddi fjöra aura fyrir hvern mjólkurlitra, sl næsti sex aura, þriðji greiddi átta aura, en við hér innfrá greiddum tiu aura. Mér fannst þetta fyrirkomulag alltaf heldur ósanngjarnt og liklega átti ég einhvern þátt i þvi, að eitt verð yrðiupp tekið, þegar sameinaður var allur mjólkurflutningur sunn- an Skarðsheiðar. Það hefur reynzt okkur vel hér, og ég veit ekki betur en að sú skipan mála sé nú orðin rikjandi á flestum flutningasvæðum landsins. Nútiminn — Hvað ertu svo með margar kýr núna? — Þetta er að heita má ein- göngu kúabúskapur núorðið, að- eins kindur og hross til gamans. Það hafa verið um þrjátiu mjólkurkýr allmörg seinustu ár- in, og svo geldneyti eftir þvi sem þurft hefur til viðhalds. — Hvað þurfið þið mikið hey handa þessum gripum? — Túnið er 45 hektarar að stærð og hefur heyfengur af þvi dugað vel handa þessu búi, eins þótt kal- ár hafi komið, og er þó mjólkur- kúnum beitt á ræktað land á sumrin að miklu leyti. — Urðuð þið mikið fyrir barðinu á kalinu fræga? — Kalið kom ákaflega misjafnt niður hér um slóðir, Á sumum bæjum hér kól túnin svo gifur- lega, að heyskapur varð sáralftill, en á öðrum bæjum gætti þess ekki mikið. Hér á Kúludalsá varð kalið aldrei neitt alvarlegt vandamál, og flest erfiðustu árin gat ég látið eitthvert hey af hendi. — Hvað gætir þú imyndað þér, að heyfengur þinn sé mikill ár- lega, talið i hestburöum? Hér er Þorgrimur ásamt konu sinni, dótturog dótturdóttur. Aðrir heimilismenn voru ekki viðlátnir til myndatöku. Tímamynd: Gunnar. — Nú er aldrei bundinn baggi, heldur notaðar aðrar og nútima- legri aðferðir, svo að erfitt er að gizka á baggatöluna, nema þá helzt eftir hlöðustæðinni. Heyhús- in hér taka hálft þriðja þúsund hestburða eftir máli. Siðast liðið sumar var óvenjugrasmikið, enda komst þá heyfengur okkar ekki i hlöðurnar. Félagslíf — Hefur ekki félagslif staðið með miklum blóma hér, eins og viða annars staðar i sveitum? — Sveitir, sem liggja mjög ná- lægt fjölmennum kaupstöðum, eiga alltaf i nokkrum erfiðleikum með að halda uppi félagslifi. Það mun ekki hafa verið fyrr en árið 1938, sem fyrst var stofnað hér félag, sem bæði skyldi vera til gagns og skemmtunar. Hér það Skógræktarfélag. Það var stofnað i Innra-Hólmskirkju þá um vorið, 1938, og i það gengu flestir ung- lingar sveitarinnar. Félagið starfaði um allmörg ár og lét ýmis mál til sin taka, svo sem skógrækt, skemmtanahald og ferðalög. Seinna kom svo ung- mennafélagið til sögunng.r, en það er búið að starfa i rúm tuttugu ár. Á þessum árum var einnig stofn- að kvenfélag og bændafélag, svo að þú sérð, að við höfum hreint ekki verið illa stödd hvað félagslif snertir. öll hafa þessi félög unnið margvislegt gagn og stuðlað að félagsþroska fólksins. — Það væri gaman að heyra meira um bændafélagið ykkar. — Bændafélagið var stofnað ár- ið 1954, ef ég man rétt, og i það gengu flestir bændur sveitarinn- ar. Stefnuskráin var fjölbreytt. Meðal þess, sem félagið beitti sér fyrir, var samhjálp, ef veikindi eða óhöpp hentu félagsmenn, bætt umgengni á sveitabæjum, dýra- verndun, hópferðalög innan lands, aukið skemmtanalif i sveitinni, þar á meðal uppskeru- hátið að heyskap loknum, þorra- blót og fleira. Við tókum lika fljótt upp þann sið að heiðra félagsmenn á af- mælisdögum þeirra, en þó ekki nema stæði á heilum tug, og ekki fyrren þeir voru orðnir fimmtug- ir. Það, sem mönnum var gefið, var málverk með áletruðum silfurskildi. Fyrsti maðurinn, sem þannig var heiðraður, var Alþingismað- ur okkar, Pétur Ottesen. Að visu var það ekki málverk, sem hon- um var gefið, heldur ljósmynd af bænum, þar sem hann fæddist, lituöog stækkuð af Árna Böðvars- syni. — Er mikið líf enn i bænda- félaginu ykkar? — Þvi miður hefur það litið starfað að undanförnu, en þó hef- ur það ekki verið lagt niður. — Við vorum aö tala um félags- lif áðan. Eru nokkrar iþróttir stundaðar hér nú á dögum? — Ungmennafélagið vinnur alltaf verulega að iþróttamálum. Einkum hafa þeir lagt mikið kapp á knattspyrnu, enda náð þar ágætum árangri. Svo er ef til vill ekki úr vegi að segja frá leikfimi, sem fólk hér á öllum aldri leggur stund á. Við köllum það hinu óis- lenzka nafni, trimm. Fólk stund- ar þetta einu sinni i viku, karl- mennirnir á mánudögum, og stjórnar þeim Geir Guðlaugsson Frh. á bls. 15 TÍGRIS \Í«ll( antfUaF. straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. XS [ Samband ísl. samvinnufélaga l NNFLUTNINGSDEILD Nokkrir hestanna á bænum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.