Tíminn - 19.04.1973, Qupperneq 24

Tíminn - 19.04.1973, Qupperneq 24
* Gistió á góóum kjörum # HIO' rrllL’H’ (3 lllall Jltnll \ gGOÐI ^Á fyrir yóöun nmi $ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS Hótel Holt stækkar við sig i anddyri hinnar nýju álmu Ilótel Holts hefur veriö komiö fyrir mörgum listaverkum auk annarra fágætra muna. (Timamynd: Robert) Klp-Reykjavik. — Nú um páskana veröur tekin i notkun ný álma, sem byggð hefur veriö viö Hótel Holt á Bergstaöastræti. t þessari álmu eru m.a.17 hótelher- bergi og einhver glæsilegasti fundarsalur og vinstúka, sem hér hefur veriö sett upp á undanförnum árum, og er þó viöa glæsileikinn mikill. Með þessari stækkun á Hótel Holti, verða hótelherbergin 53 talsins með um 100 gistirúmum auk fullkomins matsalar og nú með funda- og veizlusal, sem taka mun um 50 manns i sæti. Þessi salur hefur hlotið nafnið Þingholt. Hann er i eins konar klassiskum enskum stil og hinn glæsilegasti á allan hátt. Hann mun verða leigður út til funda og veizluhalda og með honum mun fylgja mjög glæsileg vinstúka svo og setustofa i anddyri. I anddyrinu hefur verið komið fyrir mörgum listaverkum. Má þar t.d. sjá höggmyndir og mál- verk auk annarra fágætra hluta, svo sem bóka, borða og skápa. Gunnar Magnússon húsgagna- arkitekt sá um innréttingar og teikningar. Hótelstjóri Hótels Holts er Skúli Þorvaldsson ■ GÓÐ GJÖF BÓKASAFNINU að Litla-Hrauni barst höföingleg gjöf frá Rotary- klúbbi Hafnarfjaröar, nýlega. Færöu klúbbfélagar safninu 67 bækur, en þaö mun stærsta bóka- gjöf sem safninu hefur borizt. Segir i bréfi frá Litla-Hrauni, að gjöf þessi sé vel þegin, enda lestr- arþörf mikil á staðnum, en bóka- kostur litill. Suður-Víetnamar róða við Mekongó Saigon 18/4 NTB. — Eftir að allt hafði verið með tiltölulega kyrrum kjörum i Suður Vietnam i tvo sólarhringa brutust bardagar út á úý i dag i landinu. Yfirher- stjórnin i Saigon greindi frá þvi aö barizt hefði verið á öllum fjórum hernaðarsvæðunum, sem landinu er skipt i. Leiðtogar Indónesiumanna i al- þjóðlegu eftirlitsnefndinni hótuðu i dag að kalla alla Indónesisku eftirlitsmennina af vigvellinum til Saigon, ef ekki yrði hafizt handa um rannsókn á atburðinum þegar þyrla var skotin niður og niu manns drepnir yfir landsvæöi, sem Þjóðfrelsishreyfingin hafði á valdi sinu, 7. april. Bandariskar flugvélar héldu áfram að kasta sprengjum á skotmörk i Laos á miðvikudag, annan daginn i röð. Noröur Vietnamar og Pathet Lao skæru- liðar halda þvi fram, að ásásirnar hafi kostað fjölda manns lifið. Yfirherstjórnin i Saigon tilkynnti á miðvikudag að 21.899 Viet- namar hefðu verið vegnir i bar- dögum eftir að vopnahlé gekk i gildi. 17.227 voru N-Vietnamskir hermenn og hermenn Þjóðfrelsis- hreyfingar, 4.048 s-vietnamskir hermenn og 624 óbreyttir borg- arar. Suðurvietnamskar hersveitir hafa nú meirihluta lands- svæðanna meðfram Mekongá á sinu valdi, frá landamæium S- Vietnam og Kambódiu norður að Phnom Penh. Harðir bardagar hafa geisað við ána siðustu daga, og að sögn æðsta manns Suður Vietnams- hers á svæðinu hafa skæruliðar nú aðeins um 800 m svæði á valdi sinu. Framhalds- aðalfundur Bl Blaðamannafélag ís- lands heldur framhalds- aðalfund i Norræna hús- inu, miðvikudaginn 25. april, kl. 20:30. Félags- menn eru eindregið hvattir til að mæta. Stjórnin. Mennirnir sem fórust Þó-Reykjavík. — Mennirnir tveir, sem fórust um borð i Páli Rósinkranz,syni KE42, er togrúlla slitnaði um borð i bátnum i fyrradag hétu, Ingvar Kristinsson, Asvallagötu 37, hann var 34 ára, ókvæntur og barnlaus. Hinn hét Björn Alfreðsson, Digranesvegi 67. Björn var 26ára, kvæntur en barnlaus. Maðurinn, sem slasaðist i þessu slysi, er ekki' talinn lifshættulega meiddur, en hann er m.a. handleggs- og kjálkabrotinn og skrámaður viða. Sumarkveðja Samvinnufélögin árna öllum landsmönnum heilla meö nýju sumri og alveg sérstaklega þvi ágæta fólki, sem nýlega hefur sætt þungum búsifjum. Siöast- liöinn vetur geröust þau stór- tiðindi, að blómlegt byggðarlag, þar sem vaxtarmagn þjóð- félagsins var hvað sterkast, lagðist i auðn, a. m. k. um stundarsakir. Af þeim atburðum leggur skugga fram i tímann. Nú reynir á þolrif þess vel- ferðarþjóöfélags, sem vér búum í, á félagshyggju, bróðurlund og samtakavilja landsmanna. Með hliðsjón af þeirri miklu hlutdeild, sem samvinnu- félögin hafa átt í uppbyggingu nútíma þjóöfélags á íslandi, þá gera samvinnumenn sér Ijósa ábyrgð sina á hverjum tima. Samvinnuhreyfingin er almanna- hreyfing með almenningsheill að leiðarljósi, og samvinnu- menn vita, aö á örum breytinga- tímum eins og nú, skapast stöðugt ný viðhorf og ný við- fangsefni á sviði framleiðslu, verslunar og þjónustu, þó að ekki komi náttúruhamfarir til. Mikil og flókin verkefni biða einmitt nú, sem aldrei veröa leyst í litlu þjóðfélagi, nema með almennri samstöðu. i trausti þess almenna félags- lega skilnings, sem gerir sam- vinnuhreyfinguna skapandi afl í þjóðfélaginu og birtist í sí- vaxandi þátttöku ungs fólks, þá leyfa samvinnumenn sér að lita með bjartsýni fram í tímann. I SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA GLEÐILEGT SUMAR

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.