Tíminn - 04.05.1973, Blaðsíða 3
TÍMINN
3
Föstudagur 4. mai 1973
Deilt um þorsk innan
veggja og utan
STÚDENTARAÐ og StNE efndu
til mótmælaaðgerða utan við
Ráðherrabústaðinn i gær er við-
ræður samninganefndanna iland-
helgismálinu stóðu yfir. Hópur
ungra manna og kvenna safnaðist
saman við fundarstaðinn kl. 15.
Halldór A. Sigurðsson, formaður
stúdentaráðs, flutti ávarp og
Erlingur Sigurðsson las orð-
sendingar, sem færðar voru is-
lenzku viðræðunefndinni og lafði
Tweedsmuir. Þótt ávarpið og orð-
sendingarnar væru ekki sam-
hljóða, var efnisinntak þeirra hið
sama, að ekki kæmi til mála að
semja við Breta um veiðar innan
islenzku fiskveiðilögsögunnar og
að þeir færu þegar i stað með
fiskiskiptaflota sinn út fyrir
mörkin.
Nokkrir fundarmanna báru
kröfuspjöld sem á voru letraðar
áskoranir um að láta ekki undan i
landhelgismálinu og þess krafizt
að Bretar hættu sjóránum i is-
lenzkri landhelgi.
Kl. 13.30 er Haíldór var að flytja
ávarp sitt komu Lafði Tweeds-
muir og Stoddart til fundarins.
Voru gerð nokkur hróp að þeim og
sumir bauluðu, er þau gengu úr
bilnum inn i húsið. A leiðinni var
aðstoðarutanrikisráðherranum
fengin orðsending fundarboðenda
og tók hún við henni brosandi.
Lögregluvörður ruddi þeim braut
að tröppum Ráðherrabústaðar-
ins gekk þeim vel að komast
inn.
Nokkru siðar komu tveir ungir
menn klæddir sjóstökkum og stig-
vélum, gangandi eftir Tjarnar-
götunni. Báru þeir netastubba og
voru þorskar i þeim, ókynþroska,
að þvi er piltarnir sögðu. Hljóp
fundarmönnum kapp i kinn og
fundarboðendur fengu netastubb-
ana og þorskana i hendur. Var
þess krafizt að þeir drægju þorsk i
hálfa söng á flaggstöng, sem
stendur við ráðherrabústaðinn,
en ekki var flaggað á henni.
Formaður stúdentaráðs sagði, að
það væri óvirðing við islenzka
fánann að draga þorsk á stöngina.
Skömmu siðar var upplýst að þar
sem enginn fáni væri á stönginni,
mætti þorskurinn gjarnan hanga
þar. Voru þá hafðir uppi tilburðir
til að draga þorsk að húni. Skarst
þá óeinkennisklæddur lögreglu-
maður i leikinn og urðu talsverð-
ar stimpingar um þorskinn og
flagglinuna og hrópuðu fundar-
menn óspart hvatningarorð til
þeirra sem flagga vildu þorskin-
um og lyktaði átökunum ekki fyrr
en fleiri lögregluþjónar skárust i
leikinn.
Þá skýrði formaður stúdenta-
ráðs frá þvi, að stöngin væri ein-
göngu ætluð islenzka fánanum og
nokru siðar að islenzki fáninn
væri fáni islenzku borgarastétt-
arinnar. En þá var að visu hlaup-
inn nokkur æsingur i mannskap-
inn vegna fánamálsins.
Er Erlingur Sigurðsson greip
gjallarhornið og af einskærri
röggsemi beindi hann fundar-
gleðinni i farsælan farveg.
Erlingur sagði: „Eigum við þá
ekki aö snakka við hana
enskuna.” Og Erlingur hrópaði i
gjallarhornið og allir tóku undir:
„Eat Meat, Tweedsmuir.” OÓ
YATNS-
HITA-
lagnir
og síminn er
2-67-48
Nokkur hundruð ungmenni söfnuðust saman við Ráðherrabústaðinn til að mótmæla framferöi Breta á
islandsmiðum og þess krafist að engin undanlátssemi yrði sýnd f landhelgismálinu.
Hörð átök urðu fyrir utan Ráöherrabústaðinn um hvort draga ætti þorsk að húni eða ekki. Tímamyndir
Robert.
Flytur fyrirlestra um
Tristan da Cunha
UM ÞESSAR mundir dvelst hér i
Reykjavik sænskur listmálari og
rithöfundur, Roland Svensson að
nafni.
Roland Svensson er fæddur 1910
i Stokkhólmi og hlaut menntun
við Konunglega listaháskólann.
Verk hans eru m.a. i listasafni
sænska rikisins og i listaverka-
safni konungsins. Ævistarf sitt
hefur Roland Svensson helgað
tvennu: Ströndinni og hafinu, og
sér i lagi hefur hann lýst útjöðr-
um sænska skerjagarðsins. í 40 ár
hefur hann átt þar heima og unnið
þar. Að lokinni heimsstyrjöldinni
siðari tók hann að sækja heim
eyjar i öðrum höfum og hefur haft
vetursetu árum saman á Hjalt-
landseyjum, Orkneyjum og
Suðureyjum (Hebrideseyjum).
Um þessa afskekktu staði
hefur hann ritað fjölda bóka. Ro-
land Svensson lagði leið sina til
mjög einangraðra eyja i Suðurat-
lantshafi, þangað sem engar flug-
samgöngur hafa verið. Hann
hefur dvalizt á St. Helena og
skrifað bók um þá eyju. Auk þess
hefur hann margsinnis dvalizt á
eyjunni Ascension og eyjunni
Tristan da Cunha.
Roland Svensson er viður-
kenndur málari (svartlistar-) og
einnig rithöfundur. 1 verkum
hans kemur fram, að hann litur
mjög raunsæjum augum mann-
inn og möguleika hans.
Roland Svensson mun halda tvo
fyrirlestra i fundarsal Norræna
hússins. Hinn fyrri, laugardaginn
5. mai kl. 17:00, þar sem hann
talar um eldfjallaeyjuna Tristan
da Cunha, sem liggur i Suðurat-
lantshafi, mjög einangruð, ibúar
eru 300. Sunnudaginn 13. mai kl.
I6:30mun hann tala um heimaey
sina i skerjagarðinum fyrir utan
Stokkhólm. Með báðum þessum
fyrirlestrum verða sýndar lit-
skuggamyndir.
1 sambandi við þessa heimsókn
Roland Svenssons hér i Norræna
húsinu verður i anddyrinu litil
sýning, þar sem sýnd verður
sænsk svartlist (grafik) frá
Konstframjandet i Stokkhólmi.
Myndirnar eru eftir Roland
Svensson og nokkra aðra sænska
listamenn, sem segja má, að séu
honum skyldir i listinni: Lennart
Gram, Reinhold Ljunggren,
Nisse Zetterberg og Gösta Wern-
er. Sýningin verður opnuð kl.
16:00 laugardaginn 5. mai.
Roland Svensson
Norræn samvinna
er ekki orðin tóm
A aðalfundi miðstjórnar
Frainsóknarflokksins ræddi
F.inar Ágústsson i skýrslu
sinui til fundarins um
áraugurinn á sviði norræniiar
samvinnu. I)rap hann á það
bel/.ta, sem gerzt hefði á þvi
sviði að undanförnu og taldi
það sýna, að samviuna
Norðurlandanna væri ekki
liara orðin tóm, eins og suinir
vilja lialda fram.
Um þetta sagði Einar
Agústsson, utanrikisráðherra,
m .a.:
..Sainstarf Norðurlandanna
á sviði ulanrikismála, menn-
ingarmála og félagsmála
liel'ur lialdið áfram i svipuðu
fonni og áður, til ávinnings
fyrir öll löndin.
Sá ótti, sem ýmsir hafa
borið i hrjósti um, að nánari
efnáhagsleg og pólilisk tengsl
sumra laiidanna við Kfna-
hagshandalag Evrópu yrðu til
að torvelda hið hefðbundna
samband Norðurlandanna, er
að minu viti ástæðulaus.
Tengsl landanna standa á
traustari sloðum cn aðcins
pólitiskum og viðskiptalegum.
Sanieiginlegur uppruni, saga,
tunga og inemiing er fyrst og
l'remst grundvöllurinn fyrir
samvinnu þeirra.
Utanrikisráðherrafundur
Norðurlanda, sem haldinn var
i Osló i lok siðasta mánaðar
ályklaði um inörg þau
alþjóða mál, sem á döfinni
eru. Fundurinn lýsli skilningi
á þeim ástæðuin, sem liggja
að liaki ákvörðunar islands
um að færa út fiskveiðiland-
helgina og bar fram von uni,
að á hafréltarráðstefiiunni
fengisl hagstæð lausn
varðandi fiskveiðilögsögu
islands og aiinai'ia strand-
rikja.
Róðherranefndin
A iniðju árinu 1971 gekk i
gildi hreyting á samstarfs-
sainningi Norðurlanda frá
1962. Sainkvæmt þessari
hreytingu var m.a. sett á stofn
norræn ráðherranefnd, sem
lieldur reglulega fundi og cr
forsætisráðhcrra fulltrúi
íslands i nefndinni. i kjölfar
þessara hreytinga hcfur verið
komið á fót sérstakri skrif-
stol'u i Osló og einnig liafa
fjárráð fyrir sameiginlega
starfsemi auki/.t allverulega.
Ilinn I. janúar 1972 gekk i
gildi sainningur um samstarf
á sviði mcnningarmála, sem
liefur að markmiði að efla
norræn menningartengsl á
hreiðum grundvelli.
Samningur Norðurlandanna
um aðsloð i skattamálum tók
gildi 1. janúar 1973, en þessi
samningur kveður á um gagn-
kvæma aðstoð i skattamálum,
t.d. að þvi er varðar rannsókn
slfkra mála og innheimtu
skatta.
í fcbrúar sl. var undir-
ritaður i Osló samningur um
norrænan tækni- og
iðnþróunarsjóð.
011 Norðurlöndin, þ.á.m.
island, liafa nú fullgilt
samkomulag um samstarf á
sviði flutninga og samgangna,
sem gekk i gildi 1. marz 1973.
Til að ljúka þessari upptaln-
ingu, sem sýnir Ijóslega að
samvinna Norðurlandanna er
ekki bara orðin tóm, eins og
sumir vilja halda fram, vil ég
geta þcss, að langt er komið
undirbúningi að aðild islands
að samstarfssamningi
Norðurlandanna um aðstoð
við þróunarlöndin og kemur sú
aðild væntanlega til fram-
kvæmda á niiðju þessu ári.
T.K.