Tíminn - 04.05.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.05.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 4. mai 1973 „u.í, ili |' 1 I I||?. I 1 i r Bítur ekki, en stígur þungt til jarðar Það leggja ekki margir inn- brotsþjófar I það að heimsækja þau Skinner hjónin i Worthing i Sussex í Mið-Englandi. Já, og hingað til hafa þau meira að segja ekki fengið einn einasta slikan i heimsókn, vegna þess að þeir óttast allir hann Jason. Það er þó ástæðulaust að óttast hann, þrátt fyrir það, að hann er sennilega þyngsti hundur i heiminum, eða að minnsta kosti i Englandi, en hann bitur ekki. Það versta, sem gæti komið fyrir innbrotsþjófana er, að Jason stigi ofan á tærnar á þeim, og þá þyrftu þeir liklega ekki að telja þær eftir það. Jason kom fyrst fram i dags- ljósiðog vakti athygli, sem litill og fallegur hvolpur, og þá fékk hann hrá egg og svolitinn kjöt- bita i matinn. En svo fór að koma kapp i Jason, og nú er hann stór og sterkur hundur, sem lætur ekki hvern sem er velt sér um koll. Hann torgar minnst tveimur til þremur kjöt- kilóum á dag, og 24 hráum eggjum. Hann getur ekki lengur vonazt til þess að vinna verð- laun á hundafegurðarsam- keppni, en hann er mesti fyrir- myndarhundur, og öllum likar vel við hann, þótt hann sé i búsnara lagi. Petula hættir Söngkonan Petula Clark, hefur verið ein af vinsælustu söng- konum lands sins, Englands, og reyndar um allan heim undan- farin 15 ár. Nú hefur hún ákveðið að leggja sönginn á hilluna, vegna þess að fjöl- skyldan er i þann veginn að stækka hjá henni. Hún á þrjú börn fyrir tvær dætur og einn son, sem heitir Patrick. Maður hennar heitir Claude Wolf, en hann er umboðsmaður hennar, mgm Jk f ■ m i. og þvi miður verður hann at- vinnulaus um leið og kona hans hættir að syngja, þvi hann er ekki umboðsmaður annarra skemmtikrafta. Þetta verður þó ekkert alvarlegt vandamál fyrir þau hjónin, þvi Petula hefur sungið inn peninga, sem koma til með að nægja fjölskyldunni til að lifa af á næstunni, og hver veit hvort þeir nægja þeim ekki um alla ókomna framtið. Petula Clark byrjaði að syngja opin- berlega, þegar hún var fimm ára gömul, og hefur haft hugsun á þvi að leggja dálitið til hliðar i hvert sinn, sem hún hefur fengið útborgað. Um mitt þetta ár mun Petula koma fram opinberlega i siðasta sinn. 1 framtiðinni hyggst hún þó syngja annað slagið inn á plötur, ef hún hefur tima til þess frá barna- uppeldinu. DENNI DÆAAALAUSI Við vorum bara að velta þvi fyr- ir okkur, hvort hann væri veik- ur. Fjölskvldan hefur keypt sér litsjónvarp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.