Tíminn - 04.05.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.05.1973, Blaðsíða 11
Hollenzkur ballett, 1971 'Wm. tÉil W$mm ÉÍÍ ■fegStyv.ýíýý. HIÐ TVÖFALDA LÍF SNOWDONS Úr myndaflokknum „Nokkur barna okkar,” 1970. Jarbskjálftarnir miklu i Perú, 1972. TÍMINN Föstudagur 4. mai 1973 Föstudagur 4. mai 1973 TÍMINN Beinir myndavélum sínum að félagslegum vandamálum GÍFURLEG aðsókn var að sýningu i London, sem haldin var nýverið. Sýning- in bar heitið „Fyrirmynd- arheimilið" og gefur nafn- giftin til kynna um hvað hún fjallaði. En sú deild, sem hvað mesta athygli vakti, fjallaði þó ekki um húsgögn og búsáhöld, held- ur sýndí Snowdon lávarður þar 200 Ijósmyndir, sem hann valdi sjálfur til sýn- ingarinnar. Aðspurður sagði Snowdon, að hann veldi þennan sýningarstað, þvi að hann vissi að þangað flykktist fjöldi fólks, sem ekki legði i vana sinn að sækja listsýn- ingarsali, en myndir sinar vildi hann sýna fjöldanum, en ekki að- eins ,,fáum útvöldum”. Hann hafði áður gert tilraun til að fá að sýna þessar myndir i stórverzlun, þar sem hundruð þúsunda manna koma i daglega, en framkvæmda- stjóranum leizt ekki á hugmynd- ina og sagði lávarðinum að halda sig við viðurkennda sýningarsali og láta verzlanir i friði, sendi hann þá sýninguna til Köln, þar sem myndirnar voru fyrst sýndar og siðar á heimilissýninguna i London. Eftirfarandi viðtal sýnir vel, að þótt ljósmyndarinn sé nátengdur brezku hirðinni, en hann er sem kunnugt er kvæntur systur Elisa- betar II, er starf hans og hugðar- efni ekki eingöngu pragt og prjál hirðlifsins. — Hvers vegna leggur þú svo mikla áherzlu á félagsleg vanda- mál i myndum þinum? — Ég sýni fram á ýmis félags- leg vandamál, sem leysa þarf. Meö myndum og skrifuðum texta er hægt að vekja fólk til umhugs- unar um vandamálin. Starf ljós- myndarans er ekki eins mikil- vægt og þess, sem skrifar. Mynd: irnar eiga fyrst og fremst að koma fólki til að lesa textann, vekja athygli þess á honum. — Hvernig vinnur þú? — Ég álit, að það sé nauðsyn- legt fyrir ljósmyndara að gera sina heimavinnu, það er að kynna sér vel efnið áður en hann fer að ljósmynda. Þegar ég hef valið mér eða fengið verkefni, fer ég oft i fylgd með blaðamanni á staðinn og við reynum að kynna okkur eftirbeztu getu það verkefni, sem við ætlum aö vinna að. Stundum tekur þetta heila viku eða lengri tima. — Myndir þær, sem þú hefur tekið á geðveikrahælum eru mjög áhrifamiklar. Hefur þú ekki not- fært þér eymd og varnarleysi fólks til að gera slikar myndir? — Hvereinasta mynd, sem birt er eða sýnd opinberlega hefur verið sýnd viðkomandi sjúkling- um, eða vandamönnum þeirra og leyfi fengið til birtingar. Upphaf- lega voru allar þessar myndir teknar fyrir blöð, timarit eða sjónvarp. ég er skattgreiðandi — Eru ekki ljósmyndir af ör- eigum og geðveiku fólki slæm kynning fyrir England? — Ég hef verið ljósmyndari frá 19 ára aldri. Taki maður þetta starf alvarlega er ekki hægt að einskorða sig einvörðungu við það, sem fagurt er i lifinu og loka augunum fyrir raunveruleikan- um. Ég get fallizt á, að það getur talizt frekja, að leita eftir og lýsa þvi sem aflaga fer i öðrum lönd- um, en ég er brezkur skattgreið- andi og þess vegna hef ég rétt á að vekja athygli á vandamálunum i þessu landi. — Er þu ljósmyndari af hug- sjón? — Sjálfur er ég ekki striðsljós- myndari, en ég held, að frábær kollegi minn eins og Donald McCullin, sem hefur myndað mikið i Vietnam og tekur myndir, sem lýsa samúð með manneskj- unni, en jafnframt hörmungum striðsins, eigi sér hugsjón. Góðir ljósmyndarar geta átt sinn þátt i að koma i veg fyrir nýjar styrj- aldir. Ekki góðgerðar- starfsemi — Hefur þú beihlinis orðið vitni að árangri vegna mynda þinna? — Eftir birtingu mynda, sem ég tók i Middelsex-sjúkrahúsinu voru styrkir til þess hækkaðir. En ég álit, að ljósmyndari eigi ekki að vinna að þvi að ýta undir góð- gerðastarfsemi — þá hefur hann misst sjónir af takmarki sinu. t þessu starfi verður maður að lýsa bæði þvi ánægjulega og þvi, sem miður fer — en þegar maður siðar sér, að verkin hafa komið ein- hverju góðu til leiðar, er það gleðiefni. — Þú hefur lýst félagslegum vandamálum i sjónvarpsþáttum? — Já, ég hef unnið að nokkrum sjónvarpsþáttum með Derek Hart. Einn þeirra fjallaði um hina gömlu og einmana og ég vona að sá þáttur vekji fólk til skilnings á þeirra vandamálum. Siðasti sjón- varpsþátturinn, sem við gerðum kallast „Fæddur litill” og er um dvergvaxið fólk. Fólki virðist lagið að vanmeta þá, sem lita öðruvisi út en það sjálft. Manni finnst, að allir þeir, sem eru dvergvaxnir starfi i hringleika- húsum eða við . einhvers konar skemmtanastörf. I sjónvarps- þættinum sýnum við fram á, að hér i landi lifa um þrjú þúsund dvergvaxnar manneskjur. Fólk þetta lifir á misjafnan hátt og1 stundar alls kyns störf. Þetta er fyrirtaks fólk þegar maður fer að kynnast þvi. Ekki heimilið — Finnst þér þú vera frjáls sem ljósmyndari? Getur þú gert eins margt i núverandi stöðu þinni og áður? — Það verður þú sjálfur að ákvarða eftir að hafa séð þessa sýningu. En ég hef einbeitt mér mun meira að félagslegum vandamálum siðan ég varð Lord Snowdon, en þegar ég hét Anthony Armstrong-Jones. — Hefur núverandi staða þin gert þér auðveldara að fá að taka myndir af þekktu fólki? — Nei, ég tók fleiri myndir af þekktu fólki áður en ég kvæntist. Þeir, sem ég vinn fyrir, hafa látið sér skiljast að ég notfæri mér ekki aðstöðu mina til að taka myndir i æsifrétta-stil. Ég starfa eftir ein- földum reglum. Ég er samnings- bundinn við The Sunday Times, og eina skilyrðið, sem ég set, er að ritstjórarnir láti ekki vita hver ég er, áður en mér er falið sér- stakt verkefni. Að auki fer ég fram á að nafn mitt sé prentað með smærra letri en blaða- mannsins, sem skrifar greinar, sem ég myndskreyti. — Hvers vegna? — Ég álit, að rithöfundurinn beiti hreinni líst, en ljósmyndar- inn notfærir sér þá listrænu möguleika, sem eru fyrir hendi. Þreyta með aldrinum — Ætlar þú að halda áfram að ljósmynda? — Það geri ég. En þvi eldri sem maður verður er erfiðara að taka vélarnar upp og byrja. Þetta verður erfiðara með árunum, ég veit ekki hvers vegna. Ég held, að hið sama eigi við um rithöfunda — þvi eldri sem þeir verða, þvi erfiðara verður fyrir þá að hefja skriftir. Auður pappirinn hræðir. Maður skyldi ætla að starf verði auðveldara eftir þvi sem lengur er unnið við það, en það er ekki tilfellið. Ég hef verið ljósmyndari i 20 ár og starfið reynist æ erfið- W. Somerset Maugham, 1958. ara. Maður vonar að fyrirmynd- irnar bregðist og maður geti farið heim i stað þess að vinna. Þetta er ekki hræðsla við að ná ekki árangri, heldur vandkvæði á að hefja starfið. Ég held að margir leikarar eigi við sama vanda að striða. /,Misheppnaður arkitekt" Snowdon hefur fengizt við sitt- hvað. Sjálfur kallar hann sig „misheppnaðan arkitekt”. Hann laúk ekki prófi eftir tveggja ára nám i arkitektúr i Cambridge. En hann hefur fengizt við bygginga- list. Meðal annars hefur hann teiknað hið fræga fuglabúr i dýra- garðinum i London. Sumum finnst það hræðilegt, en aörir dást að þvi. Hann hefur einnig teiknað húsgögn og er meðlimur i brezka „hönnunarráðinu”. Snowdon þarf að sjálfsögðu ekki að vinna. En hann gerir það og greiðir skatt af þvi, sem hann vinnur fyrir. Margrét prinsessa sér ekki fyrir hónum. Ein leiði- gjarnasta spurningin, sem fyrir hann er lögð: — Verður þú að vinna? — Allir verða að vinna. Verður þú ekki að vinna? Þú sérð þessa sýningu. Ég hef gefið út fimm bækur, ég ljósmynda fyrir The Sunday Times og Vouge og hef gert margar sjónvarpsdagskrár — er þetta ekki vinna? Ég tók mér tveggja vikna fri i fyrrasum- ar. Það er allt og sumt. — 1 blöðum er oft taÞð um þig sem „svarta sauðinn . Er ekki þreytandi að vera skotspónn si- fellds slúðurs? — Allir þurfa á gagnrýni að halda, en maður tekur aðeins mark á gagnrýni frá fólki, sem maður veit að hefur menntun og skynsemi til að gagnrýna. Það verður að dæma mann eftir verkum hans, en ekki slúðurdálkum dagblaöanna. — Hvernig gengur aö samhæfa það, að vera hirðmaður og að ljósmynda öreiga? — Það, sem fólk ekki skilur, er að hægt er að lifa tvöföldu lifi. Þegar ég kem fram sem hirð- maður hef ég aldrei myndavél meðferðis og ég blanda aldrei saman stöðu minni innan hirðar- innar og starfi minu sem ljós- myndari. Snowdon vinnur að viðgerðum á myndum á nýopnaðri sýningu sinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.