Tíminn - 04.05.1973, Blaðsíða 7
Föstudagur 4. mai 1973
TÍMINN
7
BÍLA-
SYNIIMG
1973
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
$ Véladeild
ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900
Hamfarapeningur til stuðn
ings Vestmannaeyingum
ÞEKKT finnsk listakona, Eila
Hiltunen, var fengin til aö móta
minnispening, sem gefinn hefur
veriö út vegna náttúruhamfar-
anna i Vestmannaeyjum. Gefnir
voru út 5000 peningar og er
ætlunin aö verja væntanlegum
hagnaöi af sölu þeirra isl kr.
1.000.000.00 til Vestmannaeyja-
söfnunarinnar. Það er fyrirtækið
Anders Nyborg i Kaupmannahöfn
sem sér um útgáfuna.
Minnispeningur þessi, sem
hlotiö hefur nafnið ,,kata-
strofmedaljen” sem útleggja má
sem hamfarapeningurinn, er
gerður úr bronsi og er 70 mm i
þvermál og 270 gr að þyngd. Hann
er sem áður segir gerður i 5000
númeruðum eintökum, en auk
þeirra voru gerð 5 eintök úr silfri.
Silfur peningarnir hafa verið af-
hentir Forseta íslands hr.
Kristjáni Eldjárn, islenzku rikis-
stjórninni, Flugfélagi tslands, en
auk þessara þriggja islenzku
aðila fengu söngvarinn Bing
Crosby og grinistinn Willy Brein-
holst sitt hvort eintakið.
Fyrirtækið Anders Nyborg hefur
löngum haft nána samvinnu við
islenzka aðila, hefur m.a. annast
útgáfu ritsins Welcome to Iceland
undanfarin ár i samvinnu við
Flugfélag tslands. Það er ætlun
forráðamanna fyrirtækisins að
gefa út minnispening á hverju ári
og er hamfarapeningurinn annar
peningurinn sem gefinn er út. I
fyrra var gerður svokallaður
Grænlandspeningur og var
ágóðanum af sölu hans varið til
að styrkja útgáfu á gömlum
grænlenzkum bókmenntum, en á
næsta ári er fyrirhuguð útgafa á
Færeyjapeningi.
Hamfarapeningurinn verður
seldur hér á landi af Lands-
bankanum og er útsöluverð hans
krónur 1500.00.
Eila Iiiltunen og Anders Nyborg.
TILKYNNING UM
LÓÐAHREINSUN
í KÓPAVOGI
VORIÐ 1973
Með skirskotun til 2. og 5. kafla heil-
brigðisreglugerðar frá 8. febrúar 1972, er
tók gildi i april 1972, er lóðareigendum og
öðrum umráðamönnum lóða skylt að
halda lóðum sinum hreinum og snyrtileg-
um.
Umráðamönnum lóða er bent á dreifibréf frá rekstrar-
stjóra Kópavogskaupstaðar, en það verður borið i öll hús i
Kópavogi, en þar segir nánar fyrir um brottflutning þess
sem til fellur við hreinsun lóða i Kópavogi á þessu vori.
Að þvi er stefnt að þessari lóðahreinsun verði lokið að fullu
28. mai n.k., en eftir þann tima verða lóðirnar skoðaðar og
þar sem hreinsun lóða reynist ófullnægjandi verður hún
framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseigenda, án frekari
viðvörunar.
íbúar Kópavogskaupstaðar!
Nú þegar hafa mjög margir hreinsaö og snyrt lóöir sinar
svo að sóini er aö — en allmargir eiga þó þetta verk eftir.
Heröuin róöurinn — ljúkum hreinsun lóðanna sem fyrst.
gFjkiSj Heilbrigðisnefnd Kópavogs.
> Ileilbrigðisfulltrúinn.
A myndinni má sjá báðar hliðar
hamfarapeningsins. Mótin voru
gerð af finnsku listakonunni
Eila Hiltunen.
Hárgreiðslustofa
Jóhönnu Ingvarsdóttur, Dalbraut 3, tekur
til starfa laugardaginn 5. mai. Pantanir I
sima 35150.
Jóhanna Ingvarsdóttir.
Jörð til sölu
Til solu jörðin Klausturssel i Jökuldals-
hreppi.
Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða
hafna öllum.
Upplýsingar gefa Jón Jónsson, Útgaröi 6, Egilsstöðum
simi 1292 og Hrafnkell Jónsson, Klaustursseli, Jökuldal.
Útboð
Sveitasjóður Borgarness óskar eftir til-
boðum i að steypa upp iþróttahús og sund-
laug i Borgarnesi.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum vorum frá mið-
vikudegi 9. mai gegn 5000.- kr. skilatryggingu.
Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen.
Armúla 4. Rvik. og Kjartansgötu 13, Borgarnesi.
Skálatúnsheimilið í Mosfellssveit
Sýning Skálatúns
verður I NORRÆNA HÚSINU dagana 4.,
5. og 6. mai kl. 2-10. Verið velkomin.
Sáttmálasjóður
Umsóknarfrestur um styrk úr Sáttmála-
sjóði er framlengdur til 15. mai næstkom-
andi.
Rektor.
Laxveiðileyfi til sölu
Leyfi i Haukadalsá og Þverá i Dalasýslu
til sölu.
Einnig nokkur leyfi til sölu i Laxá i Dölum. Upplýsingar
alla virka daga i simum 38845 og 38888 og á öðrum timum i
sima 43017.
Ábíla
sýningunni
1973
kynnum
við 8 gerðir
nýrra
General
Molors bíla
VAUXHALL
BEDFORD
□PEL
Chevrolet Vega
Chevrolel Laguna
Chevrolel Blazer
Chevrolel Nova
Vauxhall Viva
Bediord sendibíll
Bedford vömbíll
Opel Rekord
Komið og skoðið sýningar-
deild okkar.
Við munum veita yður allar
þær upplýsingar, sem þér
óskið eftir.
EINKAUMBOÐ FYRIR
GENERAL MOTORS
Á ÍSLANDI