Tíminn - 18.05.1973, Side 1

Tíminn - 18.05.1973, Side 1
IGNIS UPPÞVOTTAVÉLAR Hálfnað erverk þá hafið er sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Bretar ad gefast upp Togaraskipstjórar neita að veiða innan 50 mílnanna nema þeir fói herskipavernd Þessi mynd var tekin úr flugvél Landhelgisgæzlunnar út af Hraunhafnartanga um kl. 5 á miðvikudag. Þór var aö stugga þar við brezkum togurum,sem voru að veiðum á alfriðaöa svæöinu. Eftirlitsskipið Othello gerði freklegar ásigiingartilraunir á varðskipið og sést þarna á fuilri ferð eftir þvi. TOGARAEIGEND- UR ÓHRESSIR ALLIR brezkir togarar eru nú hættir veiðum i islenzku fiskveiðiland- Gæti leitt til samninga „BREZKIR togaraeigendur gera örugglega allt, sem I þeirra valdi stendur til að tryggja, að fiskveiðiflotinn brezki hefji að nýju veiðar við íslandsstrendur. Fjárhagsleg staða þeirra um þessar mundir er ákaflega sterk, þvi þótt aflamagnið, sem hingað hefur borizt að undanförnu, sé ekki eins mikið og áður og aflinn sé þar að auki lélegri þar sem meira ber á smáfiski i honum, hafa þeir setið einir að markaðnum að undanförnu og afleiðing þess hefur orðið sú að verðið fyrir aflann hefur nær tvöfaldazt. Það er þvi togaraeigendum mikið áhyggjuefni að togararnir yfirgáfu miðin, og munu þeir fyrir sitt leyti fallast á að brezka stjórnin sendi herskip á tslandsmið, þannig að tryggja megi að sjómennirnir haldi áfram veiðum”. Þetta sagði Niels P. Sigurðsson sendiherra tslands i London i viðtali við Timann i gær. Sagði sendiherrann, að brezka rikisstjórnin hefði setið á fundum um málið i allan gærdag og hefði m.a. sent sér- stakan fulltrúa sinn til Itull, þar sem hann átti að ráðfæra sig við fulltrúa sjómanna og Framhald á bls. 19 helginni. Á miðviku- dagskvöld settu skip- stjórarnir útgerðar- mönnum og brezku stjórninni úrslitakosti, að fá herskipavernd eða að þeir sigldu út úr land- helginni kl. 4 á fimmtu- dagsmorgun. Verndina fengu þeir ekki á tilsett- um tima,drógu þeir upp veiðarfærin og héldu flestir þeirra út fyrir 50 milna mörkin, þrátt fyrir áköf mótmæli skip- stjórnarmanna brezku eftirlitsskipanna, og út- gerðarmanna. 40 brezkir- togarar voru að veiðum innan fiskveiðilögsögunn- ar á miðvikudag og virðast skip- stjórar þeirra hafa komið sér saman um að hætta veiðum, þvi undir kvöldið sendu þeir útgerðar mönnum skeyti og settu úrslita- kosti, að hætta veiðum eða fá her- skipavernd. Létu þeir engar for- tölur á sig fá og stóðu við hótanir sinar. Brezku togararnir voru nær all- ir að veiðum út af Norð-Austur- landi. Þegar þeir hættu veiðum héldu þeir í austlæga og suðaust- læga stefnu, þrátt fyrir itrekuð tilmæli verndarskipanna State- man, Englishman, Irishman, Othello og Miranda um að hætta við fyrirætlanir sinar og biða átekta. Vitað er að fjórir brezku togar- anna sigldu áleiðist til Bjarnar- eyja. Islenzku varðskipin fylgdust með athöfnum togaranna og ráku Framhald á bls. 19 „SAMTÖK okkar áttu engan þátt i ákvörðun skipstjóranna um að yfirgefa islenzku landhelgina. Þetta var þeirra ákvörðun og tek- in af þeim einum, án þess að þeir hefðu samráð við okkur”. Timinn átti i gær samtal við skrifstofu brezkra togaraeigenda i Hull og fór hér á undan svar þeirra við spurningunni um hvort togaraeigendur hefðu verið hafðir með I ráöum þegar brezku togar- arnir yfirgáfu islenzku land- helgina í fyrrinótt. Þegar við spurðum þá hvort togaraeigendur hefðu skipt um skoðun varðandi herskipa- vernd við íslandsstrendur, en sem kunnugt er hafa togaraeig- endur veriö henni mjög mótfalln- Framhald á bls. 19 Ólafur Jóhannesson, forsætisróðherra um ókvörðun brezku togaraskipstjóranna: Þetta er viðurkenning á stefnu og störfum Landhelgisgæzlunnar Ólafur Jóhannesson. TK-Reykjavik. — Timinn sneri sér i gærkveldi til Ólafs Jóhannessonar, forsætis- og dómsmálaráðherra, og spurði hann álits á þeim atburðum, sem nú væru að gerast i land- helgisdeilunni viö Breta. Ólafur Jóhannesson sagði: „Þessir atburðir hljóta að færa mönnum heim sanninn um það, að stefna og vinnu- brögð Landhelgisgæzlunnar og varðskipsmanna hefur veriðrétt og hún skilar raunar betri og skjótari árangri en nokkur okkar, sem að mótun þessara stefnu stóð, gat framast vonað. Það hefur að visu mjög margt bent til þess, að skip- stjórar og skipverjar á brezku landhelgisbrjótunum væru orðnir æði þreyttir og tauga- spenntir vegna sifelldra truflana og togviraklippinga varðskipanna og vitað var, að margir togaraskipstjórar, brezkir, voru farnir að færast undan þvi við útgerðirnar, að fara með skip sin til veiða innan 50 mílnanna. En satt að segja áttum við ekki von á þvi, að taugar þeirra myndu bresta einmitt nú. Kann þar að hafa ráðið nokkru, að sam- vizkan hefur sagt til sin, þegar þeir voru komnir i hóp inn á algert friðunar- og bannsvæði, til verstu tegundar rányrkju- slikrar iðju, sem þeir máttu vita að enginn aðili treysti sér til lengdar að verja. En þessi atburður sýnir einnig, að þær tölur, sem Bretar hafa verið aö gefa upp um aflamagn sitt af tslands- miöum, eftir útfærsluna í 50 sjómilur geta naumast veriö réttar. Nær sannleikanum hlýtur að vera, að verulega hafi úr afla Breta dregið, eftir útfærsluna, þvi að svo mjög hafa þeir verið truflaðir viö veiðarnar af varðskipunum, að frátafir hafa veriö mikilar, og þeir hafa orðið að halda sig saman i hópum tii að verjast klippunum. t þessari sam- eiginlcgu ákvörðun brezku skipstjórana felst mikil viður- kcnning á störfum skipherra islenzku landhelgisgæzlunnar og áhöfnum þeirrra. Af Breta hálfu er þessi viðurkenning að visu með öfugum for- merkjum, en vissulega var hún timabær á vissan hátt, þvi að það var sannarlega komiö nóg af óréttmætri, ósann- gjarnri og hættulegri gagnrýni frá vissum islenzkum aöilumi Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.