Tíminn - 18.05.1973, Qupperneq 3

Tíminn - 18.05.1973, Qupperneq 3
Föstudagur 18. mai 1973 TÍMINN 3 Tlmamynd Gunnar Frá þingi Landssambands siökkvilibsmanna Slökkviliðsmenn mynda landssamtök Dagana 12-13. mai var haldiö stofnþing Landssambands Slökkviliösmanna aö Hótel Esju. Slökkviliösmenn víös vegar af landinu voru mættir til þessa þings og rikti mikill einhugur um stofnun þessa sambands. Mættir voru um 70 slökkviliösmenn. Tilgangur sambandsins er: a) Aö sameina i eitt samband alla slökkviliösmenn, með þaö sem höfuðmarkmið aö vinna aö hagsmunamálum þeirra. b) Aö gangast fyrir stofnun aö- ildarfélaga á öllu landinu. Þau fé- lög, er fyrir eru, halda sér óbreytt. c) Veita félögum alla þá aöstoð, sem Sambandið getur i té látið, og halda uppi sem nánustum tengsl- um viö þau, og gefi út fréttablaö minnst einu sinni á ári. d) Sambandið mun koma fram af hálfu aðildarfélaganna, i sam- skiptum viö önnur heildarsamtök og opinber yfirvöld. Aö vinna aö aukinni starfsmenntun slökkvi- liösmanna, svo og annarri starfs- þjálfun meöal annars með þvi aö gangast fyrir hvers konar fræðslustarfsemi, i samráöi viö opinbera aðila, svo sem Bruna- málastofnun rikisins, Almanna- varnir, Flugmálastjórn, Bæjar- og sveitarfélög o.fl. e) Aö beita sér fyrir aukinni fræöslu almennings i eldvörnum, meö þvi meðal annars, aö gefa út eða stuðla aö útgáfu blaða, bóka og ritlinga og láta flytja i frétta- miðlum skýrslur, fréttir, ritgerö- ir og greinar er samtökin varöa. 1 stjórn sambandsins voru kosn- ir eftirtaldir menn. Guðmundur Haraldsson form., Sigurjón Kristjánsson varaform., Böðvar Amundason gjaldk., Armann Pétursson ritari, Guðmundur Jörundsson fjármálaritari, Hreggviöur Guögeirsson meö stjórnandi, Bjarni Eyvindsson meöstjórnandi, Þórhallur Dan Kristjánsson varam., Magnús Guömundsson varam. Skákkeppni í Skagafirði jó—Sauöárkróki. — Skáklif hefur veriö meö mesta móti I Skagafirði á liönum vetri. Fyrsta meiriháttarkeppnin fór fram 27. ies. I Héðinsminni milli Austan- Dg Vestanvatnamannanna. Hér- aösvötn hafa frá fornu fari veriö 5ú markallna, sem dregin hefur veriö er héraösbúar hafa skipt sér i flokka til keppni og hafa hesta- menn ekki hvaö slzt veriö I farar- broddi hvaö þaö snertir. Keppt var á 17 boröum og sigruöu Vest- anvatnamenn meö 11 vinningum gegn 6. Hin árlega sveitarkeppni Ung- mennasambandsins fór fram I aprllmánuði. Keppt var um mjög veglegan farandgrip, riddara- styttuna, sem A-sveit Ungmenna- félagsins Tindastóls hlaut meö nokkrumyfirburöum annaö árið i röö 1 ööru sæti varö sveit frá Ung mennafélaginu Glóðafeyki i Slönduhliö. B-sveit Tindastóls hlaut þriöja sætiö. Hraðskákkeppni Aö lokinni sveitarkeppninni fór fram keppni um hraöskákmeist aratitil Ungmennasambands Skagafjaröar. Um alllangan tlma hefur veriö í umferö farandgrip- ur, sem engum hefur ennþá tekizt aö vinna til eignar. Aö þessu sinni sigraði Jóhann Pétursson Glæsi- bæ með 10 vinningum og hlaut Útvarpsskdk Noregs og íslands hefst með Najdorfafbrigði af Sikileyjarvörn A FÖSTUDAGSKVÖLD hefst flutningur útvarpsskákar, sem norska og islenzka rikisútvarpið gangast fyrir. Fyrir tslands hönd teflir Gunnar Gunnarsson starfs- maður I Útvegsbanka tslands, en af hálfu Norðmanna Terje Vibe. Nokkrir fyrstu leikirnir hafa þegar verið tefldir. Gunnar fór út til Noregs i þvi skyni og tefldi við Terje Vibe i útvarpssal, en skák- inni verður ekki útvarpað í Noregi fvrr en á föstudag, eins og hér. Að sögn Gunnars er byrjun þessi skemmtileg og einmitt i tizku um þessar mundir, Najdorf afbrigöi af Sikileyjarvörn og eins og ein skákanna, sem Fischer og Spasski tefldu hér i fyrrasumar i heimsmeistaraeinviginu, og lauk með jafntefli. Gunnar dró svart, og leikur þvihlutvcrkFischers ef svo má aö orði komast. Terje Vibe er Noregsmeistari i skák frá 1971 og aðeins 25 ára gamall. Hann starfar á rafreikni- stofu i Osló. Þeir Gunnar hafa áður teflt hvor við annan. Það var i Havaná 1966 og sigraði Terje Vibe i þeirri viðureign. .Gunnar Gunnarsson varð Islandsmeistari i skák 1966 og hefur tvivegis verið i Olympiuliði okkar i skák, en hann er einnig gamall landliðsmaöur i knatt- spyrnu og félagi i Val. Þetta er i annað sinn, sem islenzka „útvarpiö er aðili að skákkeppni við erlenda útvarps- stöð. 1 fyrsta skiptið 1962 var út- varpsskákin einnig milli Noröm.og tslendings og tefldi Ingi R. Jóhannsson þá við Svein Jóhannessen. Vann Ingi taflið. Norðmenn hafa hins vegar oft efnt til útvarpsskáka við önnur lönd, eða 12 sinnum. Flest norsku blöðin munu birta leiki þessarar útvarpsskákar jafnóðum og væntanlega islenzku blöðin einnig. I kvöldfréttum á föstudag verða birtir fimm fyrstu leikir þeirra Gunnars og Terje Vibe og þeim lýst, en siðan einn leikur á dag til skiptis. Ef leikirnir berast nógu snemma verða þeir birtir i hádegisútvarpi og endurteknir i sjöfréttum. ,,Ég hef orðið að fá me'r aðstoðarmann, bækur og afla mér nýjasta fróðleiks vegna þessarar keppni”, sagði Gunnar Gunnars- son i gær, „það þýðir ekki annað en að reyna að gera sitt bezta. En við vorum sammála um það við Terje Vibe, að óskandi væri að skákin yrði ekki alltof löng, eins og skák þeirra Spasskis og Fischers. Terje Vibe er raunar kunnur að þvi að fara ótroðnar slóðir og er dálitið brellinn, svo þetta verður vonandi spennandi -viðurureign”. — SJ farandgripinn I fyrsta sinn. 1 ööru til þriðja sæti urðu Gunnlaugur Sigurbjörnsson og Höröur Ingi- marsson, báðir með níu vinninga. Skagfirðingar sigruðu 1. mai mætti 20 manna sveit frá Ungmennasambandi Austur-Húnavatnssýslu, Ung- mennasambandi Skagafjarðar til leiks i Miðgarði við Varmahlíö. Aratugur er nú slðan að slik keppni hefur fariö fram. Keppnin var mjög jöfn og spennandi, en að lokum var ljóst oröið að Skag- firðingar höfðu jafnari sveit á aö skipa og sigruðu þeir með 11 1/2 vinningi en Húnvetningar hlutu 8 1/2 vinning. Bridgekeppni Um páskana fór fra hraðkeppni ibridgeá vegum Ungmennasam- bands Skagafjarðar. Slik keppni er ný af nálinni i Skagafirði. Alls tóku 11 sveitir þátt i keppninni, sem fór fram i Miðgarði viö Varmahlið. Þótti keppni þessi takast hið bezta. Sveit Gunnars Þórðarsonar, Sauðárkróki, sigr- aði. Annað sætiö hlaut sveit Baldurs Bjartmarssonar, Varmahliö og þriðja sætið sveit Hjálmars Guömundssonar, Lýtingsstaöahreppi. Keppnistjóri var Albert Sigurðsson, Akureyri. Borgfirðingar sigruðu i sveitakeppninni Dagana 10. til 13. mai fóru fram undanrásir á skákþingi Ungmennafélags Islands i Fram- sóknarhúsinu á Sauðárkróki. Eftirtaldir aðilar sendu sveitir: Borgfiröingar, Húnvetningar, Skagfirðingar og Eyfirðingar. Úrslit urðu þau að UMSB hlaut 7 1/2 vinning. UMSE 6 1/2 vinning. USAH 5 1/2 vinning og UMSS 4 1/2 vinning. Árangur Borgfiröing- anna var mjög góöur. Þeir unnu 4 skákir,gerðu 7 jafntefli og töpuðu aðeins 1 skák. Sveitina skipa Jón Þ. Björnsson,Askell örn Kárason, Helgi Helgason og Eyjólfur Geirsson. Tvær efstu sveitirnar munu á næstunni mæta i úrslita- keppni skákþings UMFt. Nýr formaður UMSS A siðasta þingi UMSS, sem haldið var i marz sl. urðu þær breytingar aö Guöjón Ingimundarson, sem veriö hefur formaður sambandsins I 29 ár, baöst eindregið undan endur- kosningu. Alls sat Guðjón 31 ár i stjórn sambandsins. Voru honum færðar þakkir fyrir einstak- lega vandvirknisleg og alúðleg unnin störf. Við formannsstarfinu tók Stefán Pedersen, sem um nokkurt árabil hefur setið i stjórn sambandsins. Stefán var m.a. framkvæmdastjóri landsmótsins, sem fram fór á Sauðárkróki 1971, sem þótti takast mjög vel. Þykir það mikill styrkur er svo reyndur félagsmálamaður tekur við formannsstarfi i samtökum er hafa áhrif inn á hvert einasta heimili i sýslunni. Kári sýnir í Myndlistarhúsinu KÁRI Eiriksson listmálari opnar á morgun (laugardag) 19. mai málverkasýningu i Myndlistar- húsinu á Miklatúni. Sýnir hann þar 79 oiiumálverk máluð á siðastliðnum fjórum árum. Er þetta þar með fyrsta einkasýning, sem haldin er i hinu nýja húsi. Sýningin verður opnuð almenn- ingi kl. 4 og stendur i aðeins rúma viku, eða til sunnudags- kvölds 27. mai. Vegna fundar þeirra Nixons og Pompidous á sama stað verður sýningin ekki framlengd. Kári Eiriksson. Tvískinnungur Sjálfstæðisflokksins ÞAÐ ERU FAIR, sem taka mark á þvi, sem forystumenn Sjálfstæöisflokksins segja og skrifa þessa dagana. Sem betur fer verður að segja, vegna þjóðarhagsmuna, þvi að gerðu menn það almennt hefði Sjálfstæðisflokknum og málgögnum hans fyrir löngu tekizt að kljúfa og sundra þjóð inni I mestu hagsmunamálum hennar, þar sem sigur vinnst aðeins að þjóðin standi saman, enda er hún staðráðin I að gera það, þrátt fyrir öll sund- rungar- og æsiskrif Morgun- blaðsins. Eins og kunnugt er hefur Mbl. deilt harðiega á ríkis- stjórnina fyrir að vera ekki búin að semja viö Breta og Vestur-Þjóðverja um land- helgismálið — og hefur ekki verið annað að skilja á þeim oðrum, en þaö væri álit Mbl. að semja ætti á grundvelli þeirra tilboða, sem þessir andstæðingar okkar i land- helgisdeilunni hafa lagt fram til bráðabirgðasamkomulags. Má I þessu sambandi benda á niöurlagsorö Reykjavikur- bréfs Mbl. sl. sunnudag, þessu til sönnunar, en þá fékk ríkis- stjórnin heldur óbliðar kveöjur og var taiin óalandi og óferjandi fyrir að hafa ekki þegar samið við Willy Brandt um máliö. En Sjálfstæöismönnum þykir sér jafnan henta að tala tungum tveim, og það má sjá af ýmsu, þótt þeir heimti samninga við Vestur-Þjóö- verja og Breta, þá muni þeir ætla scr að gagnrýna samn- ingana ef af þeim veröur, og telja rikisstjórnina hafa svikið i landhelgismálinu. Smjör- þefinn af þessunt undir- búningi má finna I forystu- grein Suðurlands, sem væntanlega er rituð af rit- stjóra og ábyrgðarmanni blaðsins, Ingólfi Jónssyni, fyrrverandi viöreisnarráð- herra. Þar segir m.a.: „Rikisstjórnin hefur bognað og gefizt upp I mesta hags- munamáii þjóðarinnar. Brctar munu bráðlega ganga að tiiboði islenzku rlkis- stjórnarinnar. Bretar hafa að vfsu ennþá talið vera lág- mark, að þeir fái leyfi til þess að veiða 145 þús. smálestir ár- lega. En brezkir togaraút- geröarmenn og togaraskips- tjórar hafa nú þegar áttaö sig á þvi, að lsiendingar hafa enga möguleika á að fyigjast meö þvi, hve mikið aflamagn fæst innan 50 mílna linunnar. Þegar togararnir koma heim til brezkra eða vestur-þýzkra hafna geta þeir gefið upp afla- magn, eftir þvi, sem við á”. Tungur tvær Nokkru siðar I greininni segir, að bezta stefnan sé að komast hjá þvi að semja við Breta og Vestur-Þjóðverja!! Þannig hljómar tvisöngur Sjálfstæðisflokksins f land- helgismálinu. Gott hefði veriö, að Mbl. hefði skrifaö I þessum Ingólfs-dúr þegar frá upphafi ákvöröunar um landhelgis- máliö. Þá hefði Mbl. ekki gefið Bretum si og æ i skyn, cins og raunin hefur oröið á, að þaö væri rikur vilji hjá islenzku þjóðinni að ganga langt til samninga við Breta og Vestur-Þjóöverja. Það væru bara örfáir vondir menn I rikisstjórninni, sem kæmu i veg fyrir það, aö þjóðarviljinn næði fram að ganga. En bezt væri fyrir Breta aö sýna þolin- ntæöi og bara blða þess, aö þessi rfkisstjórn færi frá, þvl að Mbl. hefur boöaö það svo til daglega siðan rikisstjórnin kom til valda, aö hún væri I þann veginn að segja af sér. Þvi miður virðast Bretar taka of mikið mark á Mbl. Þaö sýnir þrjózka þeirra I baráttu fyrir töpuðum málstað. TK

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.