Tíminn - 18.05.1973, Síða 4
4
TÍMINN
Föstudagur 18. mai 1973
Breyttist í
náttúrubarn
Hún Maria litla Schneider,
dóttir Daniel Gelin, hefur nú
lagt allan kvikmyndaheiminn
að fótum sinum eftir að hún kom
fram i kvikmyndinni „Siðasti
tangóinn” i Paris, en þar leikur
hún á móti Marlon Brando.
Fram að þvi, að hún lék á móti
Brando i áðurnefndri mynd,
hafði hún meðal annars leikið i
mynd á móti Alain Delon, en
ekki vakið neina sérstaka at-
hygii. /Sftir að ún lék i „Tangón-
um” hefur hún algjörlega breytt
sjálfri sér, og nú hvorki greiðir
hún sér né málar. Hér sjáið þið
tvær myndir af henni, aðra áður
en breytingin átti sér stað, og
svo hina^þar sem hún er ógreidd
og tjásuleg.
Þessar stúlkur stunda nám i
Sveitaháskólanum i Radwanica
i Póllandi. Þessi skóli er fram-
haldsskóli fyrir fólk, sem hefur
lokið háskólaprófum, og hyggst
hefja kennslu viðs vegar i Pól-
landi, en þó aðallega úti á lands-
byggðinni þar. Þar fá nemendur
'uppfræðslu á ýmsum sviðum,
sem þeir geta átt eftir að hafa
gott af, þegar út i starfið kemur,
til dæmis læra þeir félagsfræði,
kennslufræði og leggja stund á
.margs konar listsköpun.
Stúdentarnir hluta á fyrirlestra
i öllum þeim greinum, sem þeir
læra, en þar fyrir utan er mikið
urr. virka starfsþjálfun, sérstak-
lega hvað við kemur listnáminu.
☆
H jartasjúkdómar
algengir í
Nordkarelen
1 finnska héraðinu Nordkarelen
hafa yfirvöld i samráði við al-
þjóðaheilbrigðismálastofn-
unina, WHO gert sérstaka
áætlun um að berjast gegn
hjarta- og æðasjúkdómum, sem
reynzt hafa algengari þar en
viðast hvar annarsstaðar. Það
var beiðni frá ibúum héraðsins,
sem varð þess valdandi að
finnska rikisstjórnin leitaði að-
stoðar alþjóða heilbrigðismála-
stofnunarinnar til að kanna or-
sakir þess, hversvegna hjarta-
sjúkdómar eru svo algengir á
þessum slóðum sem raun ber
vitni. Samkvæmt fyrstu rann-
sóknum, sem þarna hafa verið
gerðar hefur komið i ljós, að of
hár blóðþrystingur er mjög al-
gengur hjá ibúm i þessu héraði
og einnig er blóðfita of mikil hjá
flestum þeirra, sem rann-
☆ ☆
sakaðir voru. Þá leiddi rann-
sóknin og i ljós, og um það bil
þrir af hverjum fjórum karl-
mönnum reykja. Samkvæmt
áætluninni, sem að ofan greinir
verður nú hafinn áróður gegn
reykingum og eins og verður
reynt að breyta mataræði fólks
i þvi skyni að minnka fitumagn i
blóðinu. Reynt verður að næstu
fjögur árin að koma fram
breytingum á þessum sviðum
og að að þeim tima loknum
verða fbúarnir rannsakaðir á
ný til að komast að þvi, hvort
breyting hefur orðið til betri
vegar. Ef þessi tilraun i
Nordkarelen gefur góða raun,
segir i frétt frá alþjóða heil-
brigðismálastofnuninni verður
svipuðum aðferðum beitt
annarsstaðar i veröldinni þar
sem hjarta- og æðasjúkdómar
eru mjög algeng dánarorsök.
Fölsuðu seðla í skólanum
Nýlega voru búnt af „gervi”
peningaseðlum, allólikum
raunverulegum frönkum, seld
til gagnfræðaskóla i Paris til
þess að lifga upp á kennsluna i
bókfærslu og hagfræði. Siðan
þetta var, hafa þessir óekta
frankar verið að koma fram i
bönkum. Hirðulausir eða
önnum kafnir smákaupmenn
hafa tekið við þeim sem lög-
legum gjaldeyri. Hinir óekta
peningar hafa einnig verið
sviknir inn á útlenda ferðamenn
og nýkomna innflytjendur.
Dómsmálaráðuneytið sendi ný-
lega bréf til allra skólanna, þar
sem þeim var skipað að eyði-
leggja seðlana og að finna
annan hátt á að gera hagfræði-
kennsluna lifandi. 1 bréfinu er
lögð áherzla á, að fangelsis-
dómar og sektir bíði þeirra, sem
selji, útvegi eða dreifi hverjum
þeim hlut, sem vegna yrta útlits
megi taka fyrir löglega mynt
eða peningaseðla i Frakklandi
eða erlendis.
— Það er ekki nóg að sýna mynd — Hvað gerir maðurinn þinn
af konunni sinni til að fá rottu- annað?
eitur.
— Þegar ég bauð þér i
brúðkaupið mitt, var það sem
gesti!
*