Tíminn - 18.05.1973, Qupperneq 17
Föstudagur 18. mai 1973
TÍMINN
17
Hversu getspakir reynast
íþ róttaf réttaritarar
Flestir
íþróttafréttaritarar
spó Keflvíkingum
sigri í 1.
deildarkeppninni
Ágúst
Jónsson:
(áij) Iþróttafréttaritari
Morgunblaösins, spáir þvi, að
islandsmeistarar Fram verji titil
sinn i ár og hann spáir þremur
liðum i fallbaráttu. Agúst spáir
þannig:
1. Fram
2. Vestmannaeyjar
3. Keflavik
4. Valur
5. Akureyri
6-8. KR
6-8 Breiðablik
6-8. Akranes
Sigtryggur
Sigtryggsson:
(SS) iþróttafréttaritari Alþýðu-
blaðsins spáir Vestmannaeyjum
sigri i 1. deildinni i ár og hann
spáir Breiðablik falli. Spá Sig-
tryggs er þannig:
1. Vestmannaeyjar
2. Fram
3. Keflavik
4. Valur
5. Akranes
6. Akureyri
7. KR
8. Breiðablik
Hallur
Simonarson:
(h.sim) iþróttafréttaritari
Visis, telur að Keflavik og Fram
muni berjast um tslands-
meistaratitilinn i ár. Einnig
verða Eyjamenn með i
baráttunni, ef þeir ná festu i liðið.
Hallur telur að Valsmenn og
Skagamenn, verði i 4-5 sæti. Ekki
i topp- eða fallbaráttunni. Hann
sagðist litið vita um Akureyrar-
liðið, en bjóst við að það mundi
verða i fallbaráttunni i sumar, á-
samt Vesturbæjarliðinu KR og
Breiðabliki.
Sigurdór
Sigurdórsson
(S.dór) iþróttafréttaritari Þjóð-
viljans, spáir Keflvikingum sigri i
1. deild og Akureyri falli i 2. deild.
Spá hans er þannig:
1. Keflavik
2. Vestmannaeyjar
3. Fram
4. Valur
5. Akranes
6. KR
7. Breiðablik
8. Akureyri
Hermann
Jónsson:
(HJ) iþróttafréttaritari hjá
Alþýðublaðinu, spáir Kefl-
vikingum sigri i 1. deildarkeppn-
inni og hann spáir Vesturbæjar-
liðinu KR, falli. Spá Hermanns,
íitur þannig út:
1. Keflavik
2. Vestmannaeyjar
3. Fram
4. Akranes
5. Valur
6. Breiðablik
7. Akureyri
8. KR
Steinar J.
Lúðviksson:
(sjl) iþróttafréttaritari Morgun-
blaðsins, spáir Keflvikingum
sigri i 1. deild og Breiðablik falli i
2. deild. En annars er spá
Steinars þannig:
1. Keflavik
2. Fram
3. Vestmannaeyjar
4. KR
5. Akranes
6. Valur
7. Akureyri
8. Breiðablik
Jón
Ásgeirsson:
iþróttafréttamaður útvarpsins,
spáir Val sigri i 1. deild og hann
spáir Akureyringum falli i 2.
deild. Jón spáir þannig: 1. Valur
1. Valur
2. Keflavik
3. Fram
4. Akranes
5. Vestmannaeyjar
6. KR
7. Breiðablik
8. Akureyri
Sigmundur Ó.
Steinarsson:
(SOS) iþrótta/réttaritari Timans,
spáir Keflavik sigri i 1. deild og
Akranesi eða Val falli i 2. deild.
Spá hans er þannig:
1. Keflavik
2. Fram
3. Breiðablik
4. KR
5. Vestmannaeyjar
6. Akureyri
7-8. Akranes
7-8. Valur
ÍÞRÓTTAfréttamenn
fjölmiðlanna hafa
löngum þótt getskapir
menn, og er þvi ekki
ónýtt að leita i smiðju til
þeirra nú — í upphafi
íslandsmótsins — og
biðja þá um að geta til
um úrslit mótsins.
Iþróttafréttamennirnir
brugðust vel við þessari bón, en
sumir létu þess getið, að erfiðara
væri að spá fyrir um úrslit móts-
ins en oft áður. Ómar Ragnars-
son, iþróttafréttamaður sjón-
varpsins, sagði i gamni, að hann
væri i engum erfiðleikum með að
spá fyrir um það hvaða lið
skipuðu fjögur efstu sætin i
mótinu, það væri verra með
fjögur neðstu!
Það kemur i ljós, að flestir
fréttamannanna spá Keflavik
sigri i mótinu, eða 6 af 9. Fram,
Valur og Vestmannaeyjar fá eitt
stig hvert. En viö skulum ekki
hafa þennan formála lengri,
heldur gefa fréttamönnum orðið.
Ómar
Ragnarson:
iþróttafréttamaður sjónvarpsins,
spáir Keflvikingum sigri i 1.
deild, en hann var i erfiðleikum
með að spá falli í ár. En annars
er spá Ómars þarinig:
1. Keflavík
2. Fram
3. Akranes
4. Valur
5. Vestmannaeyjar
6. Breiðablik
7. KR
8. Akureyri
Guðna Kjartansson og Ástráð
Gunnarsson, fyrir framan sig. A
miðjunni eru þeir Gisli Torfason,
Grétar Magnússon og Karl
Hermannsson, og i framlinunni
Jón Ólafur Jónsson, Ólafur
Júliusson og markaskorarinn
mikli Steinar Jóhannsson, sem
hefur skorað 17 mörk á keppnis-
timabilinu. Landsliðsmenn í nær
hverri stöðu.
Valur:
Valsliðið er það lið sem er óút
reiknanlegt, Einn leikinn gengur
vel, en annan gengur allt á aftur-
fótunum. Liðið leikur góða knatt-
spyrnu, en ekki árangursrika.
Þegar leikmenn liðsins nálgast
mark andstæðinganna, virðist
leikur liðsins renna út i sandinn.
Það er ekki nógu mikill kraftur i
sóknarmönnum Vals, og eiga þeir
örugglega eftir að sakna marka-
skorarans Inga Björns Alberts-
sonar i sumar, en hann stundar n-
ám i Frakklandi og getur þvi
ekki leikið með liðinu. Vörn Vals-
liðsins er ekki nógu örugg, en hún
er skipuð nýliðum, sem vantar
reynslu. Miðjan hjá Val er
sterkasti hluti liðsins, en þar eru
þeir Jóhann Eðvaldsson, Berg-
sveinn Alfonsson og Þórir Jóns-
son, allir reyndir leikmenn og
miklir baráttumenn. Valsliðið
breytist örugglega til bátnaðar,
þegar Hörður Hilmarsson og
Róbert Eyjólfsson koma aftur
inn i liðið, en þeir eru við kennslu-
störf út á landi. Tveir leikmenn,
sem léku ekki með liðinu i fyrra,
eru byrjaðir að leika með þvi.
Það eru þeir Birgir Einarsson
(áður Þrótt NesJ og Gisli
Haraldsson (áður Völsungum).
Breiðablik:
Breiðabliksliöið hefur alltaf
verið mikið baráttulið, sem gefst
ekki upp fyrr en i fulla hnefanna.
Liðið hefur sýnt góða leiki i Litlu-
bikarkeppninni — leikið góða
knattspyrnu og skorað mörk.
Leikmenn liðsins eru nú búnir að
ná reynslu, sem þá hefur vantað
undanfarin ár. Nær eingöngu er
liðið skipað ungum leikmönnum,
sem örugglega eiga eftir að láta
að sér kveða i sumar.
K.R.
KR-liðið er eins og Breiðabliks
liðið, skipað ungum leikmönnum,
sem hefur aðeins vantað
reynsluna til að verða topplið.
Leikmenn KR-liðsins hafa yfir
miklum knattspyrnuhæfileikum
að ráða og þeir láta knöttinn
ganga. Eftir að Ellert Schram
tókviðstjórn liðsins, hefur annar
blær komið yfir það. Leikmenn
liðsins eru farnir að berjast og
hinn annálaði KR-andi erkominn
upp i þvi. Það er ekki að efa, að
KR-liðið á eftir að koma mest á
óvart i tslandsmótinu. Liðið sýndi
það i Reykjavikurmótinu, að það
getur leikið góða knattspyrnu og
skorað mörk. Þá hefur liðiö yfir
að ráða einum bezta markverði
okkar, Magnúsi Guðmundssyni.
Ungir og efnilegir leikmenn, eins
og Björn Pétursson, Atli Þór
Héðinsson, Baldvin Eliasson,
Arni Steinsson og Gunnar Guð-
mundsson leika með liðinu.
Akureyri:
Akureyrarliðið er það lið, sem
litiö er vitað um. Liðiö sigraði i 2.
deild með yfirburðum i fyrra og
er skipað ungum leikmönnum.
Eitt er vist, að það er alltaf erfitt
að sækja Akureyrarliðið heim —
ekkert lið getur bókað sigur á
grasvellinum á Akureyri. Með
liðinu leika nokkrir fyrrverandi
landsliðsmenn, eins og Jóhannes
Atlason, Kári Arnason og Magnús
Jónatansson. Þá er liðið skipað
ungum mönnum, sem lofa góðu.
Framlinan hjá Akureyri er mjög
hættuleg, en þvi fengu varnar-
leikmenn i 2. deild að kenna á i
fyrra. Eins og fyrr segir, þá er lit-
ið hægt að segja um Akureyrar-
liðið, þvi að það hefur litið verið i
sviðsljósinu á keppnistimabilinu.
SOS