Tíminn - 18.05.1973, Síða 20
r
Föstudagur 18. mal 1973
MERKIÐ, SEM GLEÐUR
Htttumst í hempfélaginu
>
Gistiö á góöum kjörum
m
F21 m CJ Q
a, nl
____ 7
^GOÐI
$ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS
Halldór E. Sigur&sson fjármálaráöherra og frú viö opnun Heimilissýningarinnar f Laugardalshöllinni I
gær. (Tímamynd: Gunnar)
,ÉG VIL AÐ ÖLL ÞJÓÐIN
NJÓTIHÖGGMYNDAUSTAR'
Sýning til heiðurs Ásmundi áttræðum í Myndlistarskólanum
— ÞAÐ gleöur mig hvaö þessi
verk eru feikilega fjölbreytt, þaö
var einmitt þaö sem ég ætlaöist
til. Ég tel dýrmætt aö imyndunar-
afl hvers og eins nemanda og til-
vonandi listamanns sé örvaö,
hann sé hvattur til aö sýna þaö,
sem honum sjálfum býr I brjósti,
en ekki apa eftir einhverjum
ö&rum.
Þannig komst Asmundur
Sveinsson myndhöggvari að orði,
þegar hann virti fyrir sér rúm-
lega þrjátiu listaverk, sem verið
var að koma fyrir I Ásmundarsal
við Mimisveg, en þar hefst á
sunnudaginn sýning, sem Mynd-
listarskólinn i Rvik heldur honum
til heiðurs, en einmitt þann dag
20. mai er áttræðisafmæli Ás-
mundar.
A sýningunni eru verk eftir
nemendur Asmundar, en hann
kenndi við Myndlistarskólann á
árunum 1946-1966, og hefur lagt
honum mikiö lið m.a. með þvi að
sjá honum fyrir húsnæði gegn
sáralitilli leigu. Og þar vill hann
að höggmyndalistin sitji i fyrir-
rúmi. Vilja nemendur Ásmundar
vekja athygli á þeim þætti i ævi-
starfi hans sem kennslan er.
Listaverkin á sýningunni, sem
verður bæði utan húss og innan,
eru eftir Björgvin Sigurgeir Har-
aldsson, Guðmund Benediktsson,
Guðrúnu Svövu Guðmundsdóttur,
Jón Benediktsson, Jón Gunnar
Arnason, Hallstein Sigurðsson,
Ragnar Kjartansson, Sigrúnu
Guðmundsdóttur og Þorbjörgu
Pálsdóttur. Auk þeirra á
Asmundur þar fjögur verk: Nýjar
bronsafsteypur af Galdramanni
sem hann gerði 1946, og Galdra-
hjallinum frá 1951, og úti eru tvö
af nýrri verkum hans, Ljóöið til
fjallkonunnar, sem hann bjó til i
fyrra, og Fljúgandi diskar frá þvi
áriö áður.
Aðgangur að sýningunni er
ókeypis og öllum Islendingum
boðið. En hún stendur i viku og
einum degi betur. Opnunin er kl.
15 á sunnudag, en siðan verður
opið kl. 14-22 til sunnudagskvölds
27. mai.
Asmundur var kvikur i
hreyfingum og skoðaði áhuga-
samur verk gömlu nemendanna
Litlu munaði, að for.
setunum yrði úthýst
úr Kjarvalsstöðum
sinna, þegar við hittum hann aö
máli. Og hann var ómyrkur i máli
um aðstöðu þá, sem myndhöggv-
arar búa við hér á landi. — Við
verðum að fara að fá verkefni hjá
þessari þjóð og svigrúm til að
vinna. Málararnir eru búnir að fá
sitt verkefni að skreyta ibúðir
fólksins. En við eigum að fá garð-
ana, bæði i borgunum og við
félagsheimili úti á landi. Og þá
þarf aö búa til höggmyndir fyrir
börnin, þvi þau kunna að meta
okkar list. Börnin i Laugarnesinu
vilja hvergi fremur leika sér en i
garöinum hjá mér, innan um
myndirnar minar.
— Mér hefur verið boðið að
sýna erlendis. Og ég hef svarað,
að þeir gætu svo sem fengið
nokkrar myndir. Einnig hafa
Amerikanar boðið mér stórfé í öll
min verk og viljað flytja þau
vestur. En ég vil ekki sjá það og
segi: — Það er hvergi betra að
sýna en á Islandi, siðan flugið
kom. Hingað koma allar þjóðir að
skoða verkin min. Þeir eru alveg
hissa á mér strák uppi á tslandi
að tala svona við stórveldi. En ég
sagði við þá, ykkur er velkomið
að byggja listasafn hérna fyrir
neöan yfir þetta,ég skal reyna að
útvega ykkur lóð, gerið þið svo
vel. — Nei, ég get ekki hugsað
mér að láta myndirnar mínar úr
landi —og drepast svo frá tómum
húsunum og garðinum i Laugar-
nesi. Myndhöggvaralist er fyrst
og fremst utandyralist, og ég vil
aö öll þjóðin fái að sjá myndirnar
minar og njóta þeirra.
ET-Reykjavík . — A sumciginlegum fundi stjórnar Kjarvalsstaöa og
listaráös myndlistarhússins var samþykkt meö 4 atkvæöum af 7 aö
leyfa rikisstjórninni afnot af húsinu undir fundahöld þeira Nixons og
Pompidous.
3 af 4 fulltrúum i Iistaráöi iétu hins vegar bóka á fundinum, aö þeir
væru andvigir þvi, aö húsinu yröi rá&stafaö meö þessum hætti.
Ef Reykjavikurborg vill hirða
þetta dót mitt eftir minn dag, má
hún það, en þá þætti mér vænt um
að jafnframt væri farið að hlynna
að höggmyndalistinni.
SJ
„HEIAAILIÐ 73"
OPNAR í SÓL
OG HITA
Stórsýningin IIEIMILIÐ ’73 var
opnuð kl. 16,00 I gær aö viö-
stöddum fjölda gesta. Alls munu
um 700 manns hafa veriö viö opn-
unina, og meðal gesta var forseti
Islands dr. Kristján Eidjárn.
A vörp fluttu Magnús Kjartans-
son, ráðherra, i forföllum við-
skiptaráðherra, sem er erlendis
um þessar mundir, borgar-
stjórinn i Reykjavik, Birgir tsl.
Gunnarsson, og Bjarni Ólafsson
framkvæmdastjóri sýningar-
innar.
t stjórn Kaupstefnunnar, sem
stendur fyrir sýningunni er
Haukur Björnsson, Gísli B.
Björnsson og Ragnar Kjartans-
son.
1 stuttu samtali við blaðið,
sagði Ragnar Kjartansson,
stjórnarmaður, að vörur væru frá
um það bil 400 framleiðendum,
innlendum og erlendum og skipti
verðmæti þessarar vöru
hundruðum milljóna , ef allt væri
talið, en annars væri eftir að gera
tölfræðilegar athuganir á sýning-
unni. Um 200 manns unnu að
framkvæmdum og undirbúningi,
en alls er talið að á annað þúsund
manns hafi lagt að mörkum störf
við undirbúning sýningarinnar.
—JG
Arnarfell
selt til Ítalíu
KIp—Reykjavík. Arnarfell, elzta
skip Sambands islenzkra
Samvinnufélaga hefur veriö selt
úr landi. Kaupandinn er ungur
ttali, sem á nokkur skip, og mun
hann gera Arnarfellið út frá
ttaliu.
Skipið er nú i siðustu ferö sinni
fyrir islenzka aðila. Það er vænt-
anlegt til Reykjavikur frá Hull
n.k. laugardag en s’iðan veröur
Framhald á bls. 19
Asmundur Sveinsson og kona hans Ingrid við nýjasta stóra verkiö
hans, Ljóöiö til fjallkonunnar, fyrir utan Ásmundarsal I gær.
Myndhöggvarar halda nú sýningar á tveggja ára fresti einmitt á
þessum staö, en afmælissýningin veröur tii þess a& nú fellur ekkert ár
úr i þrjú ár.