Tíminn - 30.06.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.06.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 30. júni 1973. Allur tíminn fer í soninn Það er orðið langt siðan Pia Degermark lúk siðast i kvik- mynd, en þrátl l'yrir það á hún cnn sina vini meðal kvikmvnda- leikara, og þess vegna var hun á kvikmyndaháliðinni i Cannes. Þangað kom hún með son sinn Caesare, sem er 13 mánaða, og fimm hunda að auki. Pia segir, að nú fari allur hennar timi i að hugsa um Caesare, en þrátt fyr- ir það er hún ekki alveg búin að leggja kvikmyndaleikinn á hill- una heldur ætlar að biða og sjá til, hvort ekki gel'st tækifæri ein- hvern tima i framtiðinni. Þau Pia og maður hennar Pier Cam- inneci fóru og fengu sér að borða á veitingastaðnum Col- ombre d’Or i St. Paul de Vence, en þangað fara allir, sem vett - lingi geta valdið, og á annað borð eru i Cannes. Hins vegar borðaði Pia ekki mikið þarna, þvi hún segist enn eiga eftir að lóttast um tvö kiló svo hún só orðin hæfilega létt aftur. Hún nartaði aðeins i salatblöð á meðan maður hennar ruddi i sig steikinni. Caesare er mjög ein- þykkt barn, að sögn móður sinn- ar, og er að gera út af við hana, en samtlitur hún ekki þannig út, að verið sé að ganga af henni dauðri. Pia var smekklega klædd á meðan hún dvaldist i Cannes. Hér á myndunum er hún i svartri peysu og hvitum buxum, en svart og hvitt eru uppáhaldslitir Piu og Piers. Þess vegna er Pia búin að panta sér svartan Ferrari til þess að hafa i bilskúrnum i nýju villunni sinni, sem þau hjónin keyptu sér i Luzern. Villan verður tilbúin til íbúðar i september, en Pia hefur sjálf stjórnað þvi, hvernig hún hefur verið innréttuð. Hér sjáið þið svo hjónin með son sinn, sem strax er farinn að leika sér að peningaseðlunum. A hinni myndinni er Pia ein með Caesare. Heilsuböð í Kasakhstan 1 Alma-Ata höfuðstað Kasakhst- anska sovétlýðveldisins er nú lokið við að skipuleggja nýjan heilsubaða stað, sem gerður verður við stóra vatnsupp- sprettu með volgu og mjög járn- efnariku vatni, en lækningar- máttur þess er sagður mikill. Fyrsti hluti heilsubaðsins verð- ur tilbúinn þegar á þessu ári og fullbyggð verður heilsubaðstöð- in ein af þeim stærstu i Sovét- rikjunum. Stúdentaleikhús stofnað 1 Tashkent, höfuðborg Úzbeki- stan hefur verið komið á fót stúdentaleikhúsi. Frumkvæðið átti Lola Khojajeva, sem fyrir 33 árum varð völd að hneyksli i borginni. Á þeim tima voru hefðir MUhameðstrúar mjög sterkar i Mið-Asiu og sam- kvæmt þeim var óhæft, að kona léti sjá sig á leiksviði. Þegar Lola fékk leyfi föður sins til að fara til Moskvu og leggja stund á leiklistarnám, varð mikil gremja I borginni. Hún lét það ekki aftra sér. HUn kom heim frá Moskvu, sem fyrsta úz- bekska leikkonan. Nú kemur hún ekki lengur fram, heldur er leiklistarkennari. Það eru mjög fáir leikarar við hin 27 leikhús i Czbekistan, sem ekki hafa hlot- ið menntun hjá henni eða nem- endum hennar. Ferðast ókeypis með strætisvögnum Það nýmæli hefur verið tekið upp i bænum Angouleme i Frakklandi að allir, sem náð hafa 65 ára aldri fá að ferðast ókeypis með strætisvögnum þar I bæ. Þeir þurfa ekki annað aö gera en að koma við á bæjar- skrifstofunni annað veifið og ná i strætisvagnamiða. Strætis- vagnarnir eru reknir af einka- fyrirtæki, svo að bærinn hefur orðið að verja allmiklu fé þessu til styrktar, enda hefur þetta orðið mjög vinsælt meðal allra. Vildi ekki prinsessuna Beatrix Hollandsprinsessa hefur boðið litlu systur sinni Christinu — þeirri, sem sér svo illa að koma að heimsækja sig. Christina á nefnilega um sárt að binda núna, og auk þess hafa allar hennar áætlanir farið út um þúfur. Meiningin var, að hún eyddi sumarleyfi sinu i Kanada, með ungum tónlistarmanni Emile Bource, en þau kynntust i tónlistarskóla og hún elskar hann. Christina hefur oftsinnis boðið honum heim til sin i Hol- landi og fjölskyldan taldi vist, að nú væri prinsessan gengin út. Sjálf var Christina reiðubúin að afsala sér öllum rétti til krúnunnar til að geta gifzt ást- vini sinum. F.n nú nýlega datt honum eitthvað annað í hug og sagði prinsessunni, aö nann kærði sig ekki lengur um hana. Og konungsfjölskyldan samein- ast nú um að hugga hina sorg- mæddu litlu systur. Á myndinni er Christina brosandi, en hún var lika tekin áður en ósköpin dundu yfir. DENNI DÆMALAUSI Þetta er sú gamia. Sú er tilfinriinganæm....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.