Tíminn - 30.06.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.06.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 30. júni 1973. Ráð nærfærinna manna gáfust oft á tíðum vel Rætt við Georg J. Houser, sem vinnur að doktorsritgerð um lækningar d hestum á íslandi. Saga dýralækninga er enn óplægður akur hér á landi llm þossar mundir silur maður einn langar stundir á handrita- deild Landsbókasafnsins og vinn- ur aft doktorsritgerð um óvenju- legt efni, nefnilega liesta- lækningar á tslandi. Hér er V.ominn Kanadainaður af þý/.kum uppruna Georg J. Houser að nafni, en hann nýtur styrks úr Vísindasjóði til rannsókna sinna. Knginn islen/kur maður hefur til þessa kynnt sér þessi fræði hér á landi svo neinu nemi. Að sögn Ilousers hafa lækningar á hestum hér byggzt miklu minna á hindur- vilnuin, en aunars staðar á Norðurlöndum. En það er mjög sérkennilegt, segir hann, þvi að hér hafa verið við iýði skjálfta- lækningar á mönnum og hvers kyns hindurvitni um hvernig bæta skuli mannamein. George Houser var kennari i ensku við Sir George Williams háskólann i Montreal, en tók sig upp, settíst á skólabekk á nýjan leik og fór að læra þjóðháttafræði i Stokkhólmi. En hvernig stendur á þvi að bókmennta- og tungu- málakennari fær allt i einu áhuga á hestalækningum. — Jú, segir Georg Houser, það voru miðaldabókmenntir, sem vöktu áhuga minn á þjóðhátta- fræði. t þeim er margt, sem er óskiljanlegt nema á grundvelli þjóðhátta. Og i stað þess að skrifa ritgerðum islenzkar bókmenntir, sem er illgerlegt fyrir útlending, datt mér i hug að enginn hefði rannsakað þennan þátt islenzks þjóðlifs. t islenzkum bókmenntun eru merkilegar frásagnir af lækningum, sérstaklega i Biskupasögum, og eru ýmsir staðir i þeim næstum óskiljan- legir, án vitneskju um hvað þjóð- in vissi um lækningar. — Ég kom hingaö fyrst 1969 og var hér i sex mánuöi, og jafnlengi 1971, þá kom ég aftur i júli 1972 og hef verið hér siðan. Ég hef hlotið styrk úr Visindasjóði til að fara um landið og tala við gamla bændur. Sama ár og ég byrjaöi á þessu bjó Árni Björnsson þjóð- háttafræðingur Þjóðminjasfnsins til spurningalista, sem var sendur út til um 200 aldraðra bænda á landinu, og fjallaði sérstaklega um hestalækningar. Ég hef farið um allt land nema Austurland og hef einnig talað við margt fólk frá Austurlandi hér i Reykjavik. Fengizt hafa svör við spurninga- skrám frá öllum landshlutum og eru þau enn að berast. Karólina (Liba) heitin Einars dóttir, sem lézt 1962, safnaði alls konar munnmælum um hesta, bæði um hestalækningar og annað, og einnig hindurvitnum. Hún lét eftir sig mikinn efnivið og hefur dóttir hennar Aðalbjörg Edda Guðmundsdóttir leyft mér aðgang að honum. Elzta kona, sem Karólina vitnar i er fædd 1863. Hefði Karólinu ekki notið við, hefði geysilega mikill fróðleikur falliö i gleymsku. Það sem ég hef verið að safna eru ekki hindurvilni heldur frá- sagnir af lækningum, sem notað- ar hafa verið hér á landi. En ég nota mikið úr safni Karólinu. Elzti maður, sem ég hef talað við i þessu sambandi fæddist 1882. En elzti maður, sem svaraði spurningaskránni,fæddist 1879 og dó i vikunni eftir aö svör hans bárust. — Það er mikill munur á islenzk- um munnmælum um lækningar á hestum ogsænskum, dönskum og norskum munnmælum. ts- lendingar eiga þarna litið sam- eiginlegt með öðrum Norðurlönd- um, hér gætir litið hindurvitna um hestalækningar, en það er mjög sérkennilegt, af þvi að hér hafa menn trúað á skjalfta- lækningar á mönnum og alls- konar hindurvitni um lækningar á mönnum almennt. Það er vissu- lega sérkennilegt, að alþýðu- lækningar á hestum hér á landi skuli hafa verið skynsamlegri en lækningar á mönnum. Mikið hefur verið skrifað um lækningar á hestum á hinum Norðurlöndunum. Hér hefur hins vegar ekkert verið skrifað um þær sérstaklega, en Sviinn Paul Heurgren hefur um 300 frásagnir eftir Magnúsi Einarssyni dýra- lækni, en þess ber að gæta, að Heurgren skildi ekki islenzku og fékk annan mann til að þýða frá- sagnir Magnúsar fyrir sig.en þær eru ekki til i frumhandriti. Mörg ráð, sem notuð hafa verið á Islandi til að lækna hesta, lita út fyrir að vera sprottin úr hindurvitnum, en við nánari athugun reyndist ekki svo vera, heldur eru þau orðin til vegna reynslu bænda. A 19. öld voru ýmsir prestar hómópatar og lásu erlendar bækur um lækningar. Eftir þeim eru höfð læknisráð, sem oft eru tómt bull. En hin gömlu ráð bændanna hafa mörg reynzt vel. Ritgerð min um hesta- lækningar er orðin 300 bls. Fyrst skrifa ég um skurðaðgerðir, þ.e.a.s. blóðtökur, hönkun, að spretta upp i nós, geldingarað- gerðir og sögu þeirra, og bein- brot. Blóðtökur voru ráð við hvers kyns sjúkdómum og eins var um hankanir, en að hanka var að draga taglhár með nál i brjóstið á hestinum. Menn voru lika hankaðir, en gjarnan með silki- þræði. Þá ræði ég um einstaka sjúk dóma og ráð við þeim, járningu, þjóðtrú um fæðingu, frjósemi hryssa, ákvörðun kyns og litar, fósturlát, leiðindi, strok, hvernig eigi að mennta gæðingsefni, fang- vörn fyrir hryssur og fleira. Athyglisvert er, að blóðtökur voru hér á landi notaðar á miklu takmarkaðri hátt en annars staðar, og einkum við lungna- bólgu, ýmiss konar helti, hrossa- sótt og skæli Þær lögðust snemma niður að mestu leyti, eða fyrir 1900, en á hinum Norður- löndunum tiðkuðust blóðtökur allt fram að 1920 - 1930. Beinbrot var aldrei reynt að lækna enda lækkaði verðgildi hesta mjög við þau. Eftir að Magnús Einarsson kom frá Dan- mörku var þaö reynt, en tókst ekki vel. Til þess þurfti hangi- gjarðir, sem óviða voru fyrir hendi. Nú er unnt að lækna bein- brot á hestum.en til þess þarf langan tima, og það borgar sig ekki. Þannig hefur gamall vani reynzt á rökum byggðum. Þjóðtrú i sambandi við hesta- lækningar lagðist snemma niður hér i samanburði við Danmörku og Sviþjóð. Sót og hland var notað til lækninga en komið hafa i ljós visindalegar ástæður hversvegna þessi meðul komu að gagni. Mörg alþýðleg ráð voru notuð hér, sem fyrstu dýralæknarnir töldu hindurvitni að mestu leyti. En óþekktar ástæður voru fyrir sum- um aðgerðum og oft var byrjað að nota ráð af ástæðum i þjóðtrú, en þau komu að gagni af öðrum or- sökum. Þegar bændur segja nú.að þeir hafi notað þessi ráð að gagni. Telja fávisir menn það imyndun. En þeir hafa rangt fyrir sér. Bændurnir byggðu á reynslu þótt þeir þekktu ekki ástæðurnar fyrir að lækníngin gafst vel eða eignuðu árangur röngum ástæð- um. Til voru sjúkdómar i hestum hér, sem ekki er að finna i mikl- um mæli annars staðar, svo sem að hestar væru klumsa, sem var annað en stifkrampi. En sá sjúk- dómur er ekki þekktur annars staðar. Þá er einnig sérkennilegt, að á tslandi voru ólærðir dýralæknar kallaðir nærfærnir menn, en á hinum Norðurlöndunum var oftast talað um þá sem fúskara. Nærfærnir menn voru heiðarlegt fólk, sem ekki reyndu að svikja bændur.eins og gert v'ar t.d. i Sviþjóð og Danmörku i rikum mæli. Ásgeir Einarsson dýralæknir hefur verið mér mjög hjálpsamur við að meta árangur læknisráð- anna, sem ég fjalla um i ritgerð minni. Þá heíur prófessor við Konunglega landbúnaðarháskól- ann i Danmörku sýnt mikinn áhuga á starfi minu. Ég vonast til að ljúka við ritgerðina i sumar, en hún er á islenzku með útdrætti á ensku. Margir islenzkir bændur hafa sagt við mig i sambandi við þetta starf mitt. „Það er svo gott að vita.að öll þekking okkar glatast ekki. Synir okkar hafa ekki áhuga á að heyra sagnir okkar um lækningar i gamla daga.” A 19. öld voru sjúkdómar i hest- um, sem dýralæknar skildu ekki. Eftir 1935 urðu ástæður margra sjúkdómanna kunnar. Það verður að hafa i huga að margt sem er kynlegt nú um gamlar hestalækningar er það aðeins af þvi,að við vitum svo miklu meira nú en áður. Nærfærnir menn gerðu eins vel og þeir gátu með þeim ráðum, sem þeir kunnu, og oft tókst það vel. SJ. 111 llllllll llllll!lllllllllíll! ■H Þankabrot um Ijóð Steingerðar Guðmunds Ahljóðum stundum hverf ég oft að Fljótinu og stari á straumkast minninganna. Furðu margt geymist þar frá löngu liðnum árum, sem getur skotið upp kollinum fyrr en varir. 1 dagsins önn getur margt, sem fyrir augu og eyru ber, leitt mannshugann inn á horfnar slóð- ir. Eru ef til vill hugsanir okkar, einhvers konar efni — varanlegt og eilift? Handfjöllun tveggja ljóðabóka sem liggja á náttborðinu minu, minna mig á hughrif min, er ég i fyrsta sinn stóð á bak viö fossinn og sá vatnsflauminn hrynja fyrir framan mig, eins og rauðgullnar perlur, vermdar sól- brosi himinsins. Bækur þessar heita: Strá og Blær.og eru eftir Steingerði Guð- mundsdóttur. Ekki vil ég ausa skáldkonuna lofi i tilefni þess, að hún er vaxin upp úr góðum jarðvegi, þvi það er ekki henni að þakka, en þakkar- skuld mætti gjalda fyrir ljóð hennar, sem fær eru um að flytja fegurð og frið inn i mannssálir. Steingerður leikur sér að skemmtilegu rimi, en hún ber einnig á borð fyrir lesendur sina hálfrimuð og órimuð ljóð. Ég er persónulega hrifnari af rlmuðum ljóðum en órimuðum. Mörg nútimaljóð eru mér óskilj- anleg,. 1 hinum órimuðu ljóðum Steingerðar, finn ég aftur á móti vit og heyri þar vængjaþyt. Þar kemur fram skáldlegt flug og fegurð. Eflaust munu þeir, sem hafa smásjá með höndum geta fundið einhvern rimgalla á ljóð- unum, slikt er algengt með flestar ljóðabækur en er þó ekki talið eyðileggja heildarsvip bókanna, svo mun og einnig hér reynast. (Ljóð Steingerðar munu ekki verða metin rétt af yfirborðs mönnum, sem ekki nenna að ihuga gildi þeirra.) Þessi ljóö eru ekki meö yfir- borðsandlit — þau vaxa að fegurð og dýpt við endurtekinn lestur og Ihugun. Undir hógværö og tærum einfaldleik — algjöru yfirlætis- leysi — dylst vizka, sem verður lesanda til vaxtar og þroska. Mér viröist Steingerður ganga „hægt um gleðinnar dyr,” og horfa djörf i augu hins óumflýjan- lega þess sem allra biður. Um það vitna mörg ljóða hennar. Má þar nefna Konungsþjóninn i Blæ, fá- gætt kvæði að formi og hugsun, og Engil dauðans i Stráum. Annars hljóta ljóð þessi að verða lesendum misjafnlega hug- stæð, svo fiölbreytt sem þau eru. 1 þeim eru sterk blæbrigði og þau eru svo myndræn að likast er sem skáldkonan leiði lesandann inn i stóran málverkasal. Ljóðmyndir hennar eru samanslungnar af dulbúinni gamansemi og ihugun um djúp lifssannindi. Steingerður er þeirri góðu gáfu gædd, að geta með fáum orðum — án allrar skrúðmælgi — brotið til mergjar margar erfiðar lifs- gátur. Þá vil ég minnast á þann trega - tónsem skáldið slær. Myndi ekki brot af þjóðarsálinni leynast þar? Hver er sá, serfi ekki finnur sam- hljóm i þeim kliðmjúka slætti? Þvi kliðmjúk eru ljóðin — likt og fögur músik .. Á þeim er alls stað- ar listrænt handbragð. Heimsþjáningin á greinilega hlutdeild i sál Steingeröar. Ljóðin 1 Skógum þýtur, Andvarp og Samkennd, öll i Blæ, bera þess ljós merki, svo og Börn og Styrj- aldirog llarmsaga i Stráum. 011 þessi ljóð eru sár og djúp eins og atburðirnir. sem i þeim gerast. hjarta skáldsins blæðir vegna þjáninga meðbræðra sinna. Börn og Styrjaldir gr meitlað ljóð, að minu viti, og brothætt, þar er kvikan næstum umbúðalaus. Kvæðið Sorg i Blæ, þykir mér undur fagur óður, og er mér það sérstaklega hugstætt. Sterkt og sérstætt er hið órim- aða ljóð Næturgesturinn i Blæ. Þar dregur skáldið upp á dulúðg- an hátt, mynd af blekkingu tim- ans i mannheimi. Þegar ég las kvæðiö Þögnin i kirkjunni, sem er i Blæ, komu mér i hug orð Daviös skálds Stefánssonar frá Fagraskógi, i hinu gullfagra ljóði hans: Kvæðið um fuglana: „Sá einn er skáld, sem þögull getur þráð og þakkað guði augnabliksins náð.” Þau ummæli heyrði ég af vör- um merks kennara og afburða is- lenzkufræðara, að „mildi, kær- leikur og guðstrú;” gengi eins og rauður þráður i gegnum ljóö Steingerðar Guðmundsdóttur, og að ljóðmálið væri bæði tært og tigið. Lengi mætti halda svona áfram, en mál er að linni. Þó get ég ekki skilið svo við þetta greinarkorn, að ég minnist ekki á skærustu perluna i Blæ, en það er ljóðið: Til þin Kjarval. Þar stendur skáldið og horfir skyggnum augum af hæsta sjón- arhóli: Ljóðið er svo rishátt og yf- ir þvi er sú tign, sem hver lesandi hlýtur að lúta i hljóðri aðdáun. „Allir vildu Lilju kveðið hafa.” Hver vildi ekki vera höfundur sliks ljóðs? Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Löngumýri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.