Tíminn - 30.06.1973, Blaðsíða 22
22
TÍMINN
Laugardagur 30. júni 1973.
Borgarisinn er ægifagur. Skriöjöklarnir keifa meö dunum og dynkjum og siöan lóna jakarnir út úr fjörðunum og berast siöan um sjóinn þar til
jafnvægi með manni
þeir molna i sundur eða bráðna.
© Þar var
þeim dýrum, sem veiðimaðurinn
lagði að velli. Þess vegna þótti
það ekki nema sjálfsagður greiði
að lána þeim manni konu sem
þurfti í ferðalag, ef eiginkona
hans var lasleg eða með barni og
ekki ferðafær. Þá þótti og eðlileg
kurteisi og tillitssemi að ljá konu
sina langferðamönnum, sem að
garði manns bar og ekki höfði
kennt konu um hrið.
Ógilda mátti hjónaband
vafningalaust ef hjónum samdi
ekki.
Með veiðiþjófum eru synirnir
höfuðfyrirvinnur fjölskyldunnar.
Þess vegna þótti skiljanlega
meiri akkur að sonum en dætrum.
Þau skilyrði sem náttúran skóp
Grænlendingum leyfðu þeim enga
tilfinningasemi i þessu efni og
þess vegna urðu þeir stundum
nauðugir viljugir að bera út dætur
sinar.
Barnadauði var mikill eins og
gefur að skilja.
Vansköpuð börn voru umsvifa-
laust borin út.
örvasa gamalmenni gengu
ósjaldan fyrir ætternisstapa.
Þetta kann að virðast
grimmúðlegt, en er það i rauninni
ekki, ef grannt er skoðað, þvi að
þeirra sem ekki gátu bjargað sér
beið ekkert annað vesöld og lang-
vinnur sultardauði og það var
þess vegna nauðsynlegt
miskunnarverk að binda skjótan
endi á lif þess, sem svo var ástatt
um, þótt auðvitað þætti engum
slikt hugnanlegt, sem áttu að
máli.
Mæður höfðu börn sin á brjósti,
þar til þau voru fjögurra til sex
ára gömul. Uppeldi var ákaflega
frjálslegt og ósvinna þótti að
flengja börnin sin eða hirta þau á
annan hátt. Allir sem til þekkja
ljúka um einum munni um það,
að ástriki hafi verið ákaflega
mikið með foreldrum og börnum
á Grænlandi og svo er raunar enn.
Kynbundin
verkaskipting
Verkaskipting markaðist fyrst
og fremst af kyni og aldri eins og
titt er með þjóðum, sem búa við
svipuð skilyrði og Græn-
lendingar. Veiðarnar voru mest-
megins karlmannsverk, þótt kon-
ur og börn leggðu þeim lið, ef svo
bar undir, að þörf var mikils
mannafla. Þannig hagaði til um
hreindýraveiðarnar eins og fyrr
er frá sagt. Fiskveiðar sumar
voru þess eðlis, að nauðsyn bar til
að allir ynnu saman að þeim.
Annars voru þær verk kvenna,
stálpaðra stráka og gamal-
menna, nema þeim fylgdi sú
hætta, að samboðið þætti full-
friskum að stunda þær.
Eggja- og sölvatekja var kven-
mannsverk.
Karlmenn smiðuðu verkfæri og
veiðitól, en konur hirtu aflann að
öllu leyti, eltu skinn, saumuðu
fatnað, stöguðu og bættu. Matseld
öll og önnur heimilisstörf svo og
barnagæzla voru lika innan
verkahrings þeirra.
Sú gerð báta sem áður er sagt
frá, að væri notuð til hvalveiða,
varstundum nýtt til flutninga. Þá
reru konur bátnum, sem þess
vegna er oft nefndur kvenna-
bátur.
Notaréttur en ekki
eignar
Veiðilendur og veiðiréttur var
einskis manns eign, og mönnum
var átölulaust heimilt að veiða
þar sem þá lysti.
Veiðimaðurinn sat ekki einn að
feng sinum heldur var honum
skipt eftir ákveðnum reglum og
það hnekkti mjög áliti manna, ef
þeir reyndu að sölsa undir sig
eina þann hlut aflans sem öðrum
bar samkvæmt skiptareglum. Af
þessu leiddi, að þeir, sem
heppnari höfðu verið vikju að
þeim bita.
Fatnaður,veiðitól, húðkeipur og
sleði og annað þvilikt taldist til
persónulegrar eignar.
Þeir hlutir, sem nýttir voru i
sameiningu — sambýlishús, laxa-
kistur og veiðivörður til dæmis að
taka — voru sameign allra.
Þyrfti eigandi ekki á eign sinni
að halda i svip var það sjálf-
sagður réttur annarra að fá hana
að láni og nýta að vild. Akvæði
voru um það, að menn mættu ekki
eiga nema eitt tjald eða einn
kvennabát, þvi að talið var að
einn slikur gripur nægði hverri
fjölskyldu.
Eins og þessi fáu dæmi sýna
ætti þvi fremur að tala um nota-
rétt en eignar með Grænlending-
um. Það kemur heldur ekki á
óvart að i grænlenzku er sama orð
notað um að fá að láni og að nota.
Barizt um
konur
Það leiddi af notaréttinum, að
gripdeiidir voru fátiðar. Helztu
giæpir voru galdur og manndráp,
sem spunnust út af kvennamál-
um.
Sá, sem uppvis varð að galdri
var oft tekinn af lifi með sam-
þykki allra á staðnum, en morð
var bætt með blóðhefnd.
Ágreiningi um konur lyktaði
og ndttúru
stundum með manndrápum eins
og fyrr segir, ekki sizt vegna
þess, að konur voru stundum
færri en karlmenn vegna út-
burðar á dætrum. Þannig gat svo
farið að menn neyddust til þess
að myrða stjúpfeður sina, sem
komið höfðu þeim i föður stað og
reynzt þeim hið bezta.
íveruhús og
fatnaður
Margur imyndar sér, að snjó-
kofar séu eða hafi verið helztu
Iveruhús Grænlendinga. Þetta er
alrangt. Snjóhús notuðu menn
aðeins til bráðabirgða á ferðalög-
um.
Á veturna var annars búið i fer-
hyrndum húsum með veggjum
hlöðnum úr grjóti og þakbjálkum
og stoðum úr rekavið eða hval-
beinum. Þetta voru sambýlishús
allra þeirra, sem höfðust við á
hverjum stað og stærð húsanna
markaðist að sjálfsögðu af mann-
fjöldanum. Á húsunum voru
skjáir úr görnum. Gólf voru
hellulögð ogandspænisdyrum var
lágur grjótbálkur með skil-
rúmum, sem skildu á milli fjöl-
skyldna, ef margir höfðust við i
sama húsi. Veggir voru klæddir
skinnum til hlýinda. Að húsinu
lágulág og þröng göngsvoekki
stæði kaldur blásturinn beint inn i
Iveruhúsið, þegar farið var út og
inn.
Að sumarlagi bjuggu menn i
skinntjöldum með tjaldsúlum úr
við eða hvalbeini.
Fatagerð öll byggði á þvi lög-
máli, að loft leiðir illa hita og þess
vegna bjuggust menn ætið innri
og yrti flikum. Fataefnið var
skinn af ýmsum skepnum eftir
þvi til hvers átti að nota flikina.
Selskinni er svo farið, að það er
sterkt og hrindir að nokkru frá
sér vatni, en hins vegar er það
ekki nógu hlýtt i vetrarhörkum.
Bjarnarskinn er hins vegar
ákaflega hlýtt, en á þvi er sá galli,
að flikurúr þvi eru mjög þungar.
Héra- og refaskinn sem og
fuglshamir eru bæði hlýir og
léttir.
Hreindýraskinn er allt i senn:
hlýtt, létt og tiltölulega sterkt.
Allt þetta vissu konurnar og
hagnýttu sér, þegar þær sátu með
beinnálar sinar og þráð úr sinum
og saumuðu á fjölskylduna.
Arangurinn varð eftir þvi:
fatnaður, einfaldur i sniðum, en
svo hagkvæmur og hentugur, að
ekki hefur öðrum tekizt að gera
jafnvel —hvað þá betur — fyrr en
á allra siðustu timum.
Trúarhugmyndir
Likt og aðrar þjóðir ólu Græn-
lendingar með sér ýmsar hug-
myndir þess eðlis, sem við köllum
trúarlegs. Barnsfæðingum fylgdu
bannhelgisiðir af ýmsu tagi, sem
skiljanlegt er, þvi að börnin — og
þó einkum synirnir — voru lif-
trygging samfélagsins alls, ef svo
má að orði komast Það voru þau,
sem áttu að draga björg i bú,
þegar þau stálpuðust.
Þá skipti það miklu hvert nafn
börnunum var gefið, þvi að
ákveðnir eiginleikar fylgdu
ákveðnum nöfnum og þessir
eiginleikar féllu þeim i skaut,
sem nafnið hlaut. Seiðmenn voru
oft til kvaddir sem ráðgjafar um
nafngiftir.
Ýmislegur voði gaf af hlotizt,
væri óvarlega að farið, þegar
dauðsfall bar að höndum. Létust
menn i húsum inni, var likinu
skotið út um skjáinn eða smeygt
út undan tjaldskörinni, ef svo
hagaði til, svo að þeir yrðu þeim,
sem eftir lifðu ekki að meini.
Likin voru siðan dysjuð og gripir
ýmsir lagðir i dysina með þeim.
Grænlendingar trúðu þvi að lif
væri eftir þetta lif. Tilveran eftir
dauðann var tvenns konar.
Annars vegar var heimur neðan-
jarðar, þar sem sólin skein og
gnótt var matar og hins vegar var
til veröld ofanjarðar, sem var
eyðileg og köld. Það réði þvi i
hvorum staðnum menn höfnuðu,
hvernig dauða þeirra bar að
höndum.
Allir hlutir, dýr og menn og
meira að segja hugtök á borð við
hlátur eða svefn, svo að dæmi séu
tekin, áttu sér innri mátt, sem
Grænlendingar kölluðu inua, en
fræðimenn nefna venjulega
polynesisku orði og kalla mana.
Auk þessa áttu lifandi verur sér
eins konar sál. Veikindi voru talin
stafa af sálartjóni eða tapi. Þá
var leitað til seiðmannsins, ef
hann gæti bót á ráðið eða endur-
heimtsálina, svo að sjúklingurinn
hresstist.
Sila var máttur, sem var alls
staðar nærri og gat verið mönn-
um skeinuhættur, ryfu þeir ein-
hverja bannhelgina. Þetta var
sérstaklega varasamt i sambandi
við merkisatburði á borð við
barnsfæðingar.
Börnunum var auðvitað
hættast, af þvi að þau eru minni
máttar en fullorðnir og þess
vegna varð að fylgja sérstökum
bannhelgisiðum hvað þau
varðaði.
Ýmis ráð voru mönnum tiltæk
sér til verndar: margvislegir
verndargripir, galdraþulur og
söngvar.
1 sjónum bjó merkilegur
máttur, sem Vesturgræn-
lendingar sögðu vera i konuliki.
Hún bjó á hafsbotni og réði fyrir
öllum sjávardýrum. Vildi svo illa
til, að hvorki sæist selur né
rostungur dögum saman, tók
hungur að þrengja að mönnum.
Sem betur fór kunni seið-
maðurinn ráð við þessu. Hann brá
sér niður á hafsbotn til sæ-
konunnar miklu og bliðkaði hana
og greiddi hár hennar, en i þvi
leyndust dýrin.
Með tunglinu bjó lika mikill
kraftur, sem réði sjávarföllum og
hafði veigamikil áhrif á barns-
fæðingar og tiðir kvenna.
Auk þess sem vikið er að hér að
ofan trúðu menn á tilvist ýmissa
vætta.
Seiðmaðurinn eða konan var
máttug mjög og gat með tilstyrk
hjálparanda sinna læknað sjúka.
komið i veg fyrir slys og heimt
veiðidýrin úr hári sækvendisins,
svo að nokkur dæmi séu tekin um
áhrifamátt þeirra.
Gamlir seiðmenn tóku efnilega
unglinga i læri, sem oft skipti
mörgum árum.
Eftirmáli
Hér að ofan hefur verið stutt-
lega lýst nokkrum þáttum hins
grænlenzka samfélags eins og
það leit út um þær mundir sem
hvitir hófu komur sinar þangað.
Auðvitað skortir marga drætti i
þá mynd,sem hér er brugðið upp,
en þó má ef svo hefur til tekizt,
sem ætlað var, sjá, að hin forna
menning Grænlendinga hefur um
flest tekið mið af þeirri lifvist,
sem henni var búin af
náttúrunnar hendi. Þar helzt allt i
hendur, dreifbýli veiðitækni, fjöl-
þætt nýting náttúruauðlinda og
raunar framleiðsluhættir allir,
félagsskipun og fleira.
Þó væri ofmælt að segja að
samfélag Grænlendinga hafi
verið umbrota- og átakalaust og
ber að sjálfsögðu að varast svo
vélrænan skilning á þvi og
reyndar öllum mannlegum sam-
féiögum, þótt tæpast eða ekki sé
að sliku vikið i þessu greinar-
korni.
HHJ
Húðkcipar á trönum. Hundarnir fá yfirleitt að bjarga sér sjálfir að
sumarlagi. Þess vegna verður aðhafa húökeypana á trönum, þvi að
hundarnir éta alit sem tönn á festir. (Tímamynd — Gunnar)