Tíminn - 30.06.1973, Blaðsíða 21
Laugardagur 30. júni 1973.
TÍMINN
21
Hinir snjöllu kylfingar, sem tóku þátt i golfkeppni ársins. Aftari röð, taliö frá vinstri: ómar Ragnars-
son, Bjarni Felexson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Sigmundur Steinarsson og
Svenn Björnsson. Fremri röð: Gunnar Steinn, Gylfi Kristjánsson, Róbert Agústsson, Helgi Danielsson,
Agúst Jónsson, Jón B. Pétursson og Ólafur Geirsson.
Utanfótarsnúningur
vakti mikla kótínu
Golfkeppni íþróitafréttaritara heppnaðist
högg voru slegin, en enginn lenti í „Bjarn
EIN SÚ „skemmtilegasta” golf-
keppni, sem farið hefur fram hér-
lendis, fór fram á Nesvellinum sl.
fimmtudagskvöld. Keppnin varð
strax tvisýn á 1. braut, þar sem
margir keppendur náðu frá-
bærum árangri — byrjunar-
höggin voru allt frá 2 metrum upp
i 5 metra, sem þykir mjög góður
árangur. Nei, lesendur góðir, það
var ekki æfing hjá landsliðinu,
heldur voru þarna mættir Iþrótta-
fréttaritarar, sem kepptu I hinni
árlegu iþróttafréttaritarakeppni i
golfi.
Sá keppandi, sem vakti mesta
athygli i keppninni, var tvimæla-
laust Ómar Ragnarson — hann
var hrókur alls fagnaðar og hló
hann svo stundum, að margar
kriur, sem flögruðu um staðinn,
forðuðu sér hið snárasta. Ómar
byrjaði ekki vel i keppninni,- enda
ekki nema von, hann hafði aldrei
haldið á golfkylfu áður. Ómar fór
braut nr. 2 á 17 höggum. En
þegar á keppnina leið, fór hann að
leikaeinsog Jack Nicklaus gerir
bezt. Ómar fór tvær brautir á
vel. AAörg fróbær
leifsbana"
einu höggi undir pari, 6 og 8. En
það voru fleiri en Ómar sem léku
vel, Jón B. Pétursson sigraði
keppnina glæsilega, fór niu holur
á 54 höggum. Annar varð einnig
Visismaður, Ólafur Geirsson,
sem fór á 58 höggum og i þriðja
sæti kom svo Agúst Jónsson, sem
fór á 59 höggum. bessir þrir
keppendur tryggðu sér þar með
verðlaun, sem Saab-umboðið gaf.
Sveinn Björnsson afhenti
verðlaunin.
Mörg fræg högg voru slegin i
keppninni, en enginn varð svo
frægur að lenda i „Bjarn-
leifsbana”, en svo heitir sand-
gryfjan á áttundu braút. Aftur á
móti gáfu sumir keppendur henni
hornauga, þegar þeir fóru fram-
hjá henni. Eitt „pútt” hjá ómari
Ragnarssyni vakti geysilega
hrifningu — hann „púttaði” á 9
flötinni — boltinn fór um einn
metra framhjá þegar Sig-
tryggur Sigtryggsson, kom aö-
vifandi og spyrnti boltanum með
utanfótarsnúningi beint i holuna,
við mikinn fögnuð áhorfend. Bör.
Drengja- og stúlkna
meistaramót íslands
DRENGJA, stúlkna, sveina og
meyjameistaramót Islands, fer
fram fimmtudaginn 4. júli og
föstudaginn 5. júli á Laugardals-
vellinum og hefst kl. 19,00 báöa
dagana. Þátttökutilkynningar
þurfa aö berast til Stefáns
Jóhannssonar Blönduhlið 12. fyrir
— þriöjudaginn 2. júli ásamt þátt-
tökugjaldi, sem er 50 kr. fyrir
hverja grein, 100 kr. fyrir boö-
hlaupssveit.
GREINAR:
fyrri dagur: Drengir: 100 m hl.
kúluvarp, hástökk, 800 m hl.
spjótkast, langstökk, 200m
grindarhlaup.
Stúlkur: lOOm hl. hástökk,
kringlukast, 400m hl. 4x100 m
boðhlaup.
Sveinar lOOm hl, 400m hl.
1500m hl. hástökk, þristökk,
kúluvarp, spjótkast, 4xl00m boð-
hlaup.
Meyjar: lOOmhl. 400m hl há-
stökk, kringlukast, spjótkast,
4xl00m boðhl.
Seinni dagur: Drengir: llOm gr.
hl. kringlukast, stangarstökk,
400m hl. þristökk, 1500m hl.
4xl00m boðhlaup.
Stúlkur: 200m hl, 800m hl. 100 m
grindahlaup, kúluvarp, spjótkast,
langstökk.
Sveinar: 200m hl. 800m hl. lOOm
gr. hl. stangarstökk, þristökk,
kringlukast.
Meyjar: 200m hl. 400m hl. lOOm
grindarhlaup, kuluvarp, spjót-
kast, og langstökk.
i ■*
Ómar Ragnarsson var meðal þátttakenda i golfkeppninni, en hafði
þann fyrirvara að liann léki af algjöru alvöruleysi, sem hann og gerði
og var árangurinn eftir þvi.
Hvað gera Skaga
menn gegnVal ídag
Fjórir leikir i 1. deild um helgina. Fram leikur gegn
Keflavík annað kvöld í Keflavík
UM HELGINA verður Valsmönnum? Þeir hafa
Bjarni Felexson....sést hér beita 9 járninu I sandgryfjunni við sjöttu
braut.
leikin ein umferð i 1. og
2. deildakeppninni i
knattspyrnu og einnig
fara fram fjórir leikir i
íslandsmótinu í kvenna-
knattspyrnu. | í dag
verða leiknir tveir leikir
1. deildinni, Vest-
mannaeyingar fá
Akureyri i heimsókn á
„heimavöll” sinn i
Njarðvikum og Skaga-
menn fá Valsmenn i
heimsókn. Spurningin
verður þá, tekst Skaga-
mönnum að senda
knöttinn oft i netið hjá
verið á skotskónum i
tveimur siðustu leikjum
þeirra-skorað 16. mörk i
þéim.
A morgun verður svo einn mjög
þýðingarmikill leikur, leikinn i
Keflavik. Islandsmeistarar Fram
heimsækja Keflvikinga og er
spurningin þar: tekst Fram að
stöðva sigurgöngu Keflavikur-
liðsins?
En nú skulum við lita á leikina
um helgina:
Laugardagur:
1. deild:
Njarðvikurvöllur kl. 15.00
IBV — Akureyri
Akranesvöllur kl. 15.00.
Akranes — Valur
2. deild:
Hafnarfjarðarvöllur kl. 14.00
FH — Armann
Neskaupstaður kl. 16.00
Þróttur N. — Vikingur
Húsavik kl. 16.00
Völsungar —Haukar
Kvennaknattspyrna
Akranes kl. 14.00
IA — Þróttur
Hafnarfjörðurkl. 16.00 (i dag)
FH — Haukar
Garðahreppurkl. 16.00 (i dag)
Stjarnan — Armann
Keflavik kl. 16.00 (i dag)
Keflavik — Breiðablik
Sunnudagur
1. deild:
Keflavikurvöllur kl. 20.00
Keflavik — Fram
Mánudagur:
Laugardalsvöllur kl. 20.00
KR - Breiðablik