Tíminn - 30.06.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.06.1973, Blaðsíða 15
14 TÍMINN Laugardagur 30. júni 1973. Laugardagur 30. júni 1973. TÍMINN 15 Grænlands þaðan rekur viðinn suður með ströndinni, fyrir Kap Farvel og svo norður með vestur- ströndinni. Hundasleðinn Hvergi hagaði svo til á Græn- landi, að hægt væri að sitja um kyrrt árlangt á sama stað, enda er flakkið eitt megin einkenni veiðiþjóðfélaga á borð við hið grænlenzka, þvi að veiöimennirn- ir verða að fylgja veiðidýrunum eftir á árstiðabundnum ferðum þeirra. Hundasleðinn var Græn- lendingum þess vegna hið mesta þarfaþing. tJtlit og gerð sleðans var I smáatriðum mismunandi eftir landshlutum, en að megin- gerð voru þeir eins,hvar á landinu sem var: sleðinn var njörvaður saman með sinum og geirnegldur, svo að hann gaf eftir, þegar ekið var yfir íshröngl eða aðrar torfærur. Selir og rostungar Skutull var notaður við veiðar á lagis. Með þetta vopn sér i hönd biðu menn við öndunarop selanna úti á isnum og keyrðu svo á kaf I skepnuna, þegar hún rak upp hausinn. Þetta var mikið þolin- mæðisverk og æriö kaldsamt, þvi að oft þurfti veiðimaðurinn að biða selsins timum saman. Rostunga veiddu menn úti við is- brúnina, þvi þeir gera sér ekki öndunarop eins og selir. Tækist veiðimanninum að krækja sér i rostung, þurfti ekki að kviða mataskorti næstu daga, þvi að þessi ferliki eru allt að einni smá- lest á þyngd. Smáhveli mátti lika skutla frá isbrúninni. Það er erfitt að vera lítill á stundum og fá ekki að veiða sel eins og pabbi. En áður en varir fara þessir snáðar að draga björg í bú. ESKIMÓAR byggja mikið víðlendi allt frá Grænlandi til Berings- sunds. Sjálfir nefna þeir sig inuit, sem er fleir- tölumynd orðsins inuk, sem merkir einfaldlega maður eða manneskja. Heitið Eskiniói, sem að jafnaði er notað um þjóðflokk þeirra, er i rauninni skammaryrði runnið frá Indiánum. Eskimóar og Indiánar, sem eru grannþjóðir Kanada og Alaska elduðu áður fyrri grátt silfur hvorir við aðra og i grænlenzkum þjóðsög- um er tiðast farið illum orðum um Indiána, þótt langt sé um liðið siðan Grænlendingar áttu skipti við þá. Grænland er mesta eyja veraldar og er landfræðilega hluti af amerisku heimsskautslöndun- um, og er hvorki meira né minna en 2.175,600 ferkilómetrar að flatarmáli, en þar af eru 4/5 hlutar eða 1,833,900 ferkilómetrar undir jökli, sem er allt að 3300 m á hæð, þar sem hann ber hæst og 3000m þykkur. Það eru þvi aðeins 341,700 ferkilómetrar, sem eru islausir árlangt og meginhluti þess lands er svo rýr, að menn hyggja ekki á búsetu þar. 2700 km skilja nyrsta odda landsins, Kap Morris Jesup, sem er aðeins 740 kilómetra frá norðurskautinu, og hinn syðsta, Kap Farvel, sem er á smá-eyju suður af landinu og er á sömu breiddargráðu og Osló. Eins og gefur að skilja er mikill munur á veöurfari eftir landshlutum, en heimsskautaloftslag er þó talið rikja I landinu öllu, þ.e.a.s. að meðalhiti heitasta mánaðar ársins fer ekki yfir tiu stig á Celsius. Hafið var þeim fyrir öllu Grænlendingar áttu nánast allt sitt undir hafinu. Meginuppi- staðan I fæðu þeirra var kjöt af selum, rostungum og hvölum. Af sjávardýrum þessum öfluðu þeir sér lika ljósmetis, skinna i fatnað og til báta, sina til sauma, og beina til verkfæragerðar. 1 sjóinn sóttu þeir einnig rekavið, sem hafstraumar bera frá Siberiu yfir Ishafið þvert til austurstrandar ,3» Norðurgrænlenzkur veiðimaður að ieggja upp I veiðiferð. Þarvar jafnvægi með manni og náttúru ; ", , : . **?*•. < ■- - * ’-iK Á ferð með hundasieða. Myndin er frá Grænlandi noröanveröu. Kvennabátnum brýnt að kvöldi dags. Stór bátur bar allt að einni smálest. Aður fyrri var kvennabáturinn alltaf notaður til flutninga að sumarlagi. Það var verk kvennanna að róa bátnum, enda dregur hann nafn af þvi, en karlmennirnir fyigdu á eftir í húðkeipum. Fjölskyldan grundvallareining Menn gengu tfðast I hjónaband um leið og kynþroski leyfði og piltarnir vorú svo brattir orðnir, að þeir gætu framfleytt fjöl- skyldu. Ekki voru það ástartengsl sem mestu réðu i þessu efni, heldur verklagni og frjósemi konunnar. Þess vegna þótti ekki nema sjálfsagt, að menn tækju sér aðra konu, reyndist sú fyrsta óbyrja eða lltill dugur i henni til verka, þótt einkvæni væri al- gengast. Svo virðist, sem ekki hafi verið annað ákvæði um makaval en það, að nánir ættingjar fengu ekki að eigast. Fýsti einhvern unga manninn Kalla má, að jafnrétti rlkti á milli manna, þótt sumir nytu virðingar um fram aðra sakir dugnaðar eða afburða I verkum sinum. Sá sem glúrnastur veiði- maöurinn var I hverjum stað naut þess I áliti og sama máli gegndi um seiðmenn. Stundum var þetta reyndar einn og sami maðurinn og þá var virðing hans náttúrlega samkvæmt þvi. Samt má með fullum rétti segja að jafnrétti hafi verið með Græn- lendingum, þvl að virðing einstakra manna eins og þeirra, sem hér er getið, og þau áhrif á gerðir annarra, sem af þvl kunna að hafa lotið, áttu sér ekki valda- stöðu eða valdboð af neinu tagi að bakhjarli — það voru persónu- legir eiginleikar þeirra og af- burðir á einhverju sviði, sem stýrði þvi. Um leið og veiðimann- inum tók að förlast fyrir ein- hverra hluta sakir, þvarr sú virðing sem hann naut áður. að kvænast, varð hann annað- hvort að ræna brúði sinni sjálfur úr foreldrahúsum hennar eða senda aðra I sinn stað. Það þótti tilhlýðilegt að eiginkonan til- vonandi sýndi manni slnum nokkra illskeyttni I byrjun og ekki mátti hún þann tlma opinbera i neinu að henni væri hlýtt til hans. Allt var þetta þó til mála- mynda, þvi að ekki var til hjú- skapar stofnað nema báðum félli. Ekki virðast aðrar siðvenjur, en þessi látalæti hafa helgað hjónabandið. Við bar að menn höfðu skipti á konum. Stundum langaöi menn til þess að gera sér dagamun eins og gengur. Þá var slökkt á kolunum og I myrkrinu áttu menn svo vin- gott við þá konuna sem hendi var næst. Það lætur að likum að illt var að vera konulaus á löngum veiðiferðum. Það var ekki aðeins af þvl, að mönnum þætti nöturlegt að kúra einir á nóttunni heldur llka og ekki siður vegna hins, að konan annaðist alla matseld, stagaði fatnað og hirti húöirnar af Framhald á 22. siðu. GRÆNLAND AÐ FORNU OG NÝJU 1. GREIN Þetta er fyrsta greinin í flokki greina um Grænland. Hér er fjallað um menningu Grænlendinga eins og hún var áður en hvítir menn sundruðu henni. I síðari greinum verður sagt frá Grænlendingum undir útlendri valdastjórn og birt viðtal við tvær ungar grænlenzkar stúlkur, sem húsettar eru hér á landi TEXTI: HELGI H. JÓNSSON Veiðimennska Ekki varð komizt af án hunda- sleðans á veiðiferðum á Isnum. Sama máli gegndi um húðkeipinn við veiðar á sjó, enda mun vand- fundið hentugra tæki til sins brúks. Húðkeipurinri er þannig gerður, að mjóslegin og rennileg grind, sem kemur saman I hvasst horn i báða enda, er klædd húð og er þar ekki annað op á, en þar sem ræðarinn smeygir sér niður. Húðkeipurinn var svo léttur, að einn maður bar hann auðveldlega og ákaflega liðlegur. Sá kostur fylgdi honum lika, að hægt var að smjúga að bráðinni án þess að nokkurt hljóð heyrðist, þótt kná- lega væri róið. A húðkeipsveiðum notuðu menn skutul með kasttré. Um leið og selurinn eða rost- ungurinn kenndi sársaukans, tók dýrið viðbragð, en svo var um oddinn búið, að hann losnaði frá skutlinum, þegar skepnan hnykkti á. Skutulllnan var tengd við uppblásna blöðru, svo að dýrið sykki siður. Annars konar bátar voru notaðir við hvalveiðar. Það voru opnir bátar allt að tiu metrum á lengd. Sérstakur klæðnaður til- heyrði þeim veiðum. Það voru skinnbrækur og stakkur með hettu saumað I eitt. I þennan búnað var farið með þvi móti, að veiðimaðurinn skreið I hann um op, sem var á stakknum framan- verðum. Það var svo reyrt saman og komst þá hvergi vatn inn. Mönnum var þess vegna engin hætta búin, þótt þeir hrytu i sjóinn, þegar hiti færðist I leikinn, þvi að þessi búnaður fleytti þeim. Hvalinn skutluðu menn með skutli svipuðum þeim sem notaður var á veiðum I húðkeip, en að sjálfsögðu var hval- skutullinn allur stærri I sniðum. Margvislegir bannhelgisiðir voru tengdir hvalveiðunum eins og vonlegt er,þvi að hvort tveggja var, að veiðin var hættuleg og einshitt, að mikill matarforði var i húfi, ef illa tókst til. Hreinninn var mikilverðasta veiðidýrið á landi. Hreindýra- veiðar stunduðu menn að sumar- lagi, þá voru dýrin feitari og skinnin betri. Konur og börn ráku þá hreindýrahjarðirnar með ópum og látum i veg fyrir veiði- mennina, sem biðu með örvar á streng i fjallaskörðum eða ein- hverjum öðrum þrengslum, þar sem hægt var um vik að koma skoti á dýrin. Ef mannfæð bagaði eða reka þurfti dýrin langan veg, mátti nota vörður eða stólpa I röðum, sem dýrin villtust á og héldu vera menn. Nánast hver tægja af dýrunum var nýtt, kjöt til matar, bein og horn I verkfæri, húðir I fatnað og sinar til sauma- skapar. Sauðnaut lögðu menn að velli með svipuðu móti og hreindýrin. Bjarndýr voru veidd með þvi móti, að fyrst var hundum sigað á dýrin. Þegar þau tóku að mæðast voru þau svo lögð i gegn með spjótum eða hnifum ellegar skotin með ör. Fuglaveiðar voru óspart stundaðar. Fuglinn var skotinn með smágerðum fugla- spjótum og örvum eða veiddur I net eða snörur. Fiskveiðar Grænlendingar stunduðu mjög fiskveiðar. Ýmsum aöferðum var beitt eftir þvi viö hvaða fisk var fengizt. Þann fisk sem við köllum loðnu, nefna Grænlendingar angmagssat. Angmagssalik, sem flestir munu kannast viö er kennt við þann fisk, sem og fleiri staðir, enda var mikil búbót að loðnunni, sem leitar upp að landinu I stór- um torfum á vorin. Fiskgengdin var á stundum svo mikil að ausa mátti loðnunni upp I fjöruna. Fiskurinn var siðan þurrkaður og étinn um veturinn. Lax og fiskar skyldir honum voru tældir inn I kistur hlaðnar úr grjóti og stungnir þar með fiski- spjótum. Þá tóku menn á öngul lúðu, þorsk og annan fisk og reru þá til fiskjar á húðkeip eða dorguðu á Isbrúninni. Hákarlalýsi þótti ágætt ljós- meti, en fiskurinn sjálfur var nýttur sem hundafóður. Eggjatekja var mikil. önnur aukageta var kræklingur, söl og ber, sem allt var nýtt eftir þvi sem til féll. Jafnrétti manna á milli Grænlendingar áttu sér engin yfirvöld og meðal þeirra var ekki að finna félagslegar einingar aðrar en fjölskylduna, að þvl er virðist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.