Tíminn - 11.08.1973, Qupperneq 4

Tíminn - 11.08.1973, Qupperneq 4
WVIJMJT TÍMINN n líj^íib'ifc^uöJ 4 Laugardagur 11. ágúst 1973. Enn í giftingar hugleiðingum Knn einu sinni er sagt, að Frank Sinatra sé að hugsa um að gifta sig. bessar fréttir koma frá Kaliforniu. Sú útvalda i þetta sinn er Barbara Marx, sem nýlega skildi við Zeppo Marx, yngsta Marx-bróðurinn. Bar- bara og Frank eiga eitt stórt sameiginlegt áhugamál, golf. Frankie hefur lagt til dáindis fagran vagn, sem þau trimma svo i um golfvöllinn, eins og við sjáum hér. ¥ ¥ ¥• Þrifnaðurinn Súputarínur sem stöðutdkn bjargaði mannslifi Vegna náttúruverndarhug- sjónar litillar stúlku i Kanada er fiskimaðurinn Ray Tanner enn á lifi og við góða heilsu. Hann hafði einu sinni sem oftar farið á báti sinum út á bræla- vatn til fiskjar.en fór heldur langt og var orðinn bensin- laus.áður en hann vissi af. Bátinn rak stjórnlaust og Ray tók það til bragðs að stinga hjálparbeiðni i flösku og kasta út. Honum datt svo sem ekki i hug, að þetta myndi duga, en það skaðaði heldur ekki. Eftir 11 daga fann niu ára gömui stúlka, Marý Ann Madsen frá Yellowknife samt flöskuna og gerði þegar aðvart Flugvél fann bátinn á reki og sendi niður bensinbirgöar. Mary Ann sagði eftir á, að það hefði ekki verið miðinn i flöskunni, sem vakið hefði athygii hennar, heldur hefði hún fyrir vana, að tfna upp allt drasl, sem hún fyndi á göngu sinni. Ég tók flöskuna, svo hún brotnaði ekki á stein- unum i vatnsborðinu, sagði hún. begar einhver félagsfræðingur eða þess háttar maður ein- hverntima i framtiðinni fer að skrifa sögu stöðutákna, verður hann að staðnæmast góða stund við suputarinur. Já, þ;:o er rétt. Af öllum þeim hlutum, sem fók hefur tekið upp að vilja eiga fallegra og betra en ná- granninn, eru súputarinur einna merkilegastar. bað þykir nefni- lega afskaplega fint að bera fram súpu sina i sem furðu- legastri tarinu. Nústendur yfir i Victoriusafninu i Lundúnum sýning á súputarinum, sem eru i eigu súpuframleiðandans ¥ Campbell. barna getur aö lita tarinur i laginu eins og kjúkl- ingar, kaninur, kálhöfuð með frosk á lokinu, bjarnarhöfuð með miklar vigtennur. barna eru silfurtarinur eftir mestu silfursmiöi álfunnar og ein ur leir frá Portúgal, að lögun eins og tunna full af fiski. Campbell- fyrirtækið hefur látið sé annt um söfnun þessara gripa, enda er þvi málið skylt. Tarinurnar eru alls staðar að úr heiminum og úr næstum öllu efni, sem hugsast getur að hægt sé að nota til að bera fram súpu i. ¥■ ¥■ Kominn aftur heim Peter Sellers hefur nú snúið aft- ur til eiginkonu sinnar, frú Mir- öndu. Hanr) var reyndar ekki skilinn við hana endanlega, þeg- ar hann lenti i neti Lizu Minelli. En sælan milli þeirra Peters og Lizu stóð ekki lengi, og Peter var þá fljótur að hverfa aftur til eiginkonunnar, sem beið hans með útbreiddan faðminn. Hér eru þau tvö saman á nýjan leik. % Kóngafólk í kröggum bað er haft eftir áreiðanlegum heimildum, að Konstantin kon- ungur eigi nú i miklum fjár- hagsörðugleikum. Segja menn til sönnunar þessu, að Ingrid Danadrottning hafi komið til Rómar fyrir skömmu i heim- sókn til dóttur sinnar, og i fylgd með drottningunni hafi verið fjármálaráðgjafi hennar. Ingrid drottning mun fara með völdin i Danmörku á meðan Margrét dóttir hennar bregður sér til Frakklands að heimsækja tengdaforeldra sina, og er þetta þá i fyrsta skipti, sem ekkju- drottning ræður rikjum i Dan- mörku. bessi mynd var tekin af Ingrid, er hún kom til Rómar að tala við dóttur sina um fjármál- in. „Bjartar nætur í Leningrad" Um það bil 12.000 erlendir gestir komu á hátiðina „Bjartar næt- ur”, sem árlega er haldin i Len- ingrad. A ballett- og tónlistar- skránni eru mörg af markverð- ustu rússnesku verkunum, t.d. ballettinn „byrnirós” eftir Tsjaikovsky og verk eftir sov- ézk tónskáld eins og Aram Kat- sjatúrian og Tikhon Khrenni- kov. Meðal þeirra, sem koma fram eru nokkrir verðlaunahaf- ar i nýlega afstaðinni alþjóða- .keppni ballettdansara, sem haldin var i Bolsjoi-leikhúsinu i Moskvu. VI DENNI DÆMALAUSI Mamma, viltu nú ekki gefa mér sultubrauð áður en þú byrjar að tala.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.