Tíminn - 11.08.1973, Side 8

Tíminn - 11.08.1973, Side 8
8 TÍMINN Laugardagur 11. ágúst 1973. 29 hestar kepptu á Vindheima- melum hæstur af alhliða góðhestum og i efsta sæti varð Vinur, Markúsar Sigurjónssonar Reykjarhóli, i öðru sæti, Safír Halldórs Sigurðs- sonar, Stokkhólma, og þriðji Hrannar, Guðmundar Ó. Guð- mundssonar, Sauðárkróki. Af klárhestum með tölti varð i efsta sæti Demant, Halldórs Sigurðssonar, Stokkhólma, i öðru sæti Faxi, Jónasar Sigurjónsson- ar, Sauðárkróki, i þriðja sæti Gammur, Magnúsar Jóhanns- sonar, Hólum. 1 hlaupunum voru sett 2 ný landsmet 350 m hljóp Hrimnir frá Reykjavik á 25,1 sek. og 800 m hljóp Blakkur frá Borgarnesi á 61,4 sek sem er hvortveggja ný landsmet. 1 umsögn dómnefndar kappreiðanna segir að 3 klukkur hafi verið notaðar og þeim öllum borið saman um timann, þá hafi litiJsháttar hliðarvindur verið, en enginn meðvindur. Annars voru úrslit kappreiðanna þessi: A 250 m skeiði sigraði hinn aldni garpur Hrollur, 20 v., Sigurðar Ólafssonar, Reykjavik 24,1 sek., Onnur verðlaun Hörður 26,7 sek. þriðju verðlaun Glámur, Ingimars Pálssonar, Sauðár- króki, 27,7 sek. Folahlaup 250 m óðinn, Harðar Albertssonar, Reykjavik 18,5 sek. Muggur, Sigurbjarnar Bárðarsonar, Reykjavik, á 18,6 sek. Fluga, Kristinar ólafsdóttur, Keldudal, á 19,9 sek. 350 m Fyrstur Hrimnir, Matthildar Harðardóttur, Reykjavik, 25,1 sek. landsmet, annar örn, Jóns Gislasonar, Skejlabrekku 25,9 sek. Morgun- roði, Sigfúsar Steindórssonar, Steintúni, 26,9 sek. Landsmet i 350 m hlaupi átti áður Kolbakur Jóhanns Guðmundssonar frá árinu 1945. 800 m Fyrstur Blakkur, Hólm- steins Arasonar, Borgarnesi, á 61,4 sek. landsmet, annar Skörungur, Gunnars Árnasonar, Reykjavik á 63,6 sek. Glæsir Harðar Albertssonar, Reykjavik, á 64,2 sek. Kappreiðavöllurinn á Vind- heimamelum, sem var fyrst tek- inn i notkun 1970, er mjög harður og góður á græddum melum. 1 viðtali við tvo þekkta knapa, Sigurbjörn Bárðarson og Einar Karelsson, kom fram það álit þeirra, að Vindheimavöllurinn væri án efa einn bezti kappreiða- völlur á landinu og kváðust þeir báðir hugsa gott til að mæta með hlaupahesta á landsmóti hesta- manna sem ákveðið hefur verið að halda á Vindheimamelum næsta sumar. (Timamynd Róbert) Gó—Sauðárkróki. — Hið árlega hestamót hestamannafélaganna Stiganda og Léttfeta i Skagafirði var háð á Vindheimamelum um s.l. helgi. Mótið hófst á laugardag kl. 5 með firmakeppni Hesta- mannafélagsins Stiganda. Voru 29 hestar skráðir til þeirrar keppni. Áhorfendur kusu sjálfir bezta hestinn og hlutskarpastur varð Vinur, rauðskjóttur 10 v., Markúsar Sigurjónssonar, Reykjarhóli. Þá fóru einnig fram undanrásir kappreiða. A sunnu- daginn var mótinu haldið áfram og hófst þá með hópreið félaga úr hestamannafélögunum báðum inn á mótsvæðið. Þegar knapar höfðu stigið af baki var stutt helgistund, þar sem séra Gisli Kolbeins flutti mjög eftirtektar- verða ræðu. I góðhestakeppninni var nýr háttur hafður á um dómana, þar sem viðhafðir voru nú hinir svo- kölluðu spjaldadómar, en þeir hafa ekki áður þekkzt hér. Stiga- Norrænt geðlæknaþing í Reykjavík: Megináherzla verði lögð á með- ferð geðsjúklinga utan sjúkrahúsa Rrjóstmynd af dr. Victor Urbancic var afhjúpuð i Þjóðleikhúsinu á fimmtudag, á 70 ára afmæli hans. l)r. Victor lc/.t á föstudaginn langa 1958. A myndinni er það dóttir Victors, Erika, sem afhjúpar brjóst- myndina. —Timamynd: Gunnar. Meðferð bráðra sjúkdóma fari fram í Reykjavík og á Akureyri, sagði heilbrigðis- málaráðherra í setningarræðu. Bygging geðdeildar Landsspítalans hefst 1974 SJ—Reykjavik — Norrænt geð- læknaþing hófst i Rcykjavik á fiinmtudag. Á þinginu verða flutt 76 erindi, þar af II af tslending- um, en i mörgum erindanna er greint frá rannsóknum, sem fleiri en einn aðili hafa staðið að. Aðal- uinræðuefni á þinginu eru annars vcgar skipulagning geðheilbrigð- ismála og áætlanagerð á þvi sviði, scm nú eru mjög i mótum, ekki sizt hér á landi, og hins vegar fjölskyIdumeðferð, en mikill og vaxandi áliugi er á þeirri lækn- ingaaðferð um þessar mundir. Á fimmtud. voru fl. erindi um fjölskyldumeðf., m.a. reynslu af henni hér á landi og mörg fleiri efni, svo sem ný lyf. A föstu- dag, verður rætt um skipulagn- ingu geðheilbrigðismála og áætl- anagerð á þvi sviði. Þingið er haldið i Menntaskölanum við Hamrahlið og að Hótel Loft- leiðum. Þátttakendur eru 330, en auk þeirra eru hér i fylgd með þeim um 220 makar og börn. Er þetta mesti fjöldi, sem sótt hefur geðlæknaþing á Norðurlöndum, en þau eru haldin þriðja hvert ár. Tómas Helgason læknir bauð fulltrúa velkomna til þingsins i gærmorgun. 1 máli sinu kvaðst hann vona að umræður þingsins yrðu til að hjálpa islenzkum geð- læknum til að finna fleiri not- hæfar lausnir á vandamálum sjúklinga sinna og fjölskyldna þeirra, og að samhæfa geðlækningar heilbrigðisþjónust- unni og félagsmálaaðstoð. Denis Leigh flutti kveðju frá alþjóða- sambandi geðlækna. Magnús Kjartansson heil- brigðismálaráðherra flutti setningarræðu, þar sem hann sagði m.a. að ófremdarástandi sjúkrahúsmálum geðveikra hér hefði leitt til þess að núverandi rikisstjórn hefði gert það að sér- stöku atriði i málefnasamningi sinum, að bæta úr brýnasta vanda geðsjúkra og drykkju- sjúkra. Fyrsta lokaða hælið fyrir drykkjusjúklinga hér á landi verður fullbyggt á næsta ári, sagði ráðherra, og fyrir nokkrum árum skilaði hönnunarnefnd geð- deildar, sem ákveðið er að byggja við Landspitalann i Reykjavik, fullmótuðum tillögum, en ætlunin er að framkvæmdir hefjist á þessu ári. I ræðu sinni sagði heilbrigðis- málaráðherra ennfremur: ,,Um þessa framkvæmd hefur staðið allmikill styrr, eins og raunar flestar opinberar fram- kvæmdir i lýðfrjálsum löndum. Fjölmörg sjónarmið hafa komið fram i þeim deilum, og er það álitamál ef til vill veigamest hvernig hlutföll sjúkrarýmis á svæðis-og kennsluspitala, eins og Landspitalanum, eigi að vera. Nýjustu rannsóknir á heil- brigðismálum bera það með sér að geðsjúkdómar eru meðal mestu heilsufarsvandamála allra þjóða um þessar mundir, ekki sizt hinna iðnvæddu samfélaga. Vissulega er nokkuð um það deilt hversu margir veikist af geðsjúk- dómum einhvern tima á ævinni, en flestir virðast hallast að þvi, að ekki færri en 20-25% veikist það mikið, að þeir þurfi á einhverri sérfræðiaðstoð að halda. Einnig er nokkuð um það deilt hversu margir séu sjúkir hverju sinni, en að þvi er virðist er þar um að ræða 1-2% af þjóðarheild- inni. Við athugun sem gerð var hér- lendis fyrir nokkrum árum hjá Tryggingastofnun rikisins kom i ljós að langstærsti hópur öryrkja var geðsjúklingar, eða 28-29 af hundraði allra þeirra sem örorkulifeyris nutu. Áform okkar um þróun geðheil- brigðismála á tslandi i framtið- inni eru þau að lögð verði megin- áherzla á meðferð geðsjúklinga utan sjúkrahúsa. Eiga þá bæði að koma til bein lækningasjónarmið og félagslækningar, en hið sam- eiginlega markmið er að lækna sjúklinginn og tryggja honum eðlilegt umhverfi og félagslegar aðstæður. Hins vegar er það viðurkennd staðreynd að forsendur þeirrar meðferðar eru geðsjúkrahús, sem hafa góða aðstöðu til lækninga og kennslu lækna og annarra heilbrigðis- stétta. Þess vegna hefur sú afstaða verið tekin, að byggja allstóra geðdeild við Landspitalann og hafa hana jafnframt fyrir aðal- kennslustofnun i geðlækningum i landinu. Ætlunin er að meðferð bráðra geðsjúkdóma verði ei einskorðuð við tvo staði, þ.e. Reykjavik og Akureyri, en geð- hjúkrunardeildir verði hins vegar viðar úti um landið i tengslum við heilsugæzlustöðvar. Ég þarf vafalaust ekki að minna á það hér að allmiklar deilur eru um þörfina á sjúkra- rúmum fyrir bráða geðsjúkdóma, og kannanir sem heilbrigðisráðu- neytið hefur gert hafa leitt i ljós að á Norðurlöndum eru áætlanir um þessi efni nokkuð ólikar og i verulegum atriðum nokkuð á annan veg en til að mynda á Bret- landi. Aætlanir okkar hér á tslandi miðast við það að þörfin fyrir bráða geðsjúkdóma sé 2,1 sjúkra- rúm fyrir 1000 ibúa, og okkur er ljóst að þar er miðað við færri rúm en hingað til hefur verið talin nauðsyn annarsstaðar á Norðuri. Sú áætlun sem gerð hefur verið um byggingu geð- deildar við Landspitalann i Reykjavik er við það miðuð að fjöldi geðsjúkrarúma verði tæplega fimmti hluti allra rúma sjúkrahússins, og um þetta hlut- fall hefur aðallega verið deilt milli geðlækna og lækna annarra sérgreina". Nokkrir norrænu geölæknanna á fundi með frettamonnum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.