Tíminn - 11.08.1973, Side 16

Tíminn - 11.08.1973, Side 16
16 TÍMINN Laugardagur 11. ágúst 1973. Hans Fallada: Hvaðnú,ungi maður? © Þýðing AAagnúsar Ásgeirssonar sýnist vera i fullu samræmi við «• allt annaö. Og Pússer sjálf sómir jj sér mæta vel á myndinni i viðum !j bláum léreftskjól með mjóan !! blúndukraga um hálsinn og sitt !! blíðlega andlit með beinu, fallegu !j nefi. bað er hlýtt og notalegt i !1 stofunni. Rakur og kaldur gustur !! gnýr öðru hvoru á rúðunum. Það !! gerir innivistina ennþá notalegri. !! Loksins hefir Pússer lokið við !! hið vandasama verk sitt. Hún les !! það allt yfir einu sinni enn. Það er !! svona: Þegar þessum fyrirlestri er lokiö, gengur allt eins og i sögu. Pússer lætur föggur þeirra niöur hratt og hljóðlega. Pinneberg stendur á verði við dyrnar, reiðu- búinn aö loka að innanverðu ef einhvern beri að. Frammi i borð- stofunni er aftur glaumur og drykkjulæti. Meistari Puttbreese situr á kóngarúminu og horfir eins og naut i nývirki á þetta dá- semdarverk. Loksins er svo langt komið, að karlmennirnir eru farnir aö reyna að læða búnings- boröinu fram göngin. Puttbreese hefir æfingu i þess háttar störf- um, og getur þvi látið nægja að taka á þvi meö annarri hendi. Hann er lika með spegilinn. Púss- er gefur sér fyrst tima til að fá hjartslátt af hræðslu, þegar hún heyrir að þeir eru komnir niður heilu og höldnu. Þegar þeir koma upp aftur, eru bæði koffortin til- búin, skápurinn galtómur og draghólfin allslaus og opin. An þess að mæla orð frá munni grip- ur meistari Puttbreese i aðra hölduna á hvoru koffortinu, Pinneberg og Pússer bera hvor sina höldu og mynda þannig ó- slitna keðju. Ofan á koffortunum liggur ferðataska Pinnebergs og handtaksa, sem Pússer á, og kassinn með postulininu. ,,Nú skulum við fara”, hvislar Pinneberg. En þá dynja ósköpin yfir. Fyrst rennur handtaskan og fellur með dálitlum smelli á gólf- ið, siðan kemur ferðataskan með dálitið hærri dynk, og siðan — og siðan kemur kassinn með postu- Hninu ! ,,Ef þau þarna fyrir handan heyra ekki þennan djöfulgang, þá eiga þau svei mér ekki betra skil- ið en að vera svindluð og rúin inn að skyrtunni”, segir Puttbreese i sinum djúpa drykkjurómi. Pinne- bergshjónin svara engu, en horfa með ótta og örvæntingu á borð- stofudyrnar. Og viti menn, borð- stofudyrnar opnast----. t miðjum dyrum stendur Jach- mann eldrauður og gljáandi með breiðu brosi, sem nær yfir andlit- iö. En brosið hverfur i einni svip- an. Hann lætur hurðina hægt aft- ur á eftir sér og skálmar löngum hljóðlausum skrefum fast að ungu hjónunum. „Hvað gengur á?” hvislar hann. Pússer er með tárin i aug- unum og veit ekki af þvi að hún hjúfrar sig að handleggnum á honum og litur á hann bænaraug- um. „Jachmann”, stamar hún, „kæri Jachmann — þér hljótið að geta skilið okkur — getið þér það ekki? Við verðum að fara héðan”. ----Jachmann litur á hana. Nú er kominn fullur alvörusvipur á andlitið á honum. Djúp hrukka hefir myndazt milli augnabrún- anna. Hann gripur i skyndi i koff- ortshölduna, sem Pússer hefir sleppt. „Hvernig dettur yður i hug að vera að dragast með stærðarkoff- ort I þvi ástandi, sem þér eruð/” hvislar hann i ásökunarrómi. Og þegar hann er búinn að smala öllu saman, sem dottið hafði á gólfið þrifur hann i tágakoffortið, litur til Pinnebergs með gremjulegu augnaráði og skipar i hálfum hljóöum að þau skuli leggja af stað. Hann hjálpar þeim til að koma öllu dótinu á vagninn og stendur kyrr eftir að hafa þrýst hendi Pinnebergs þegjandi. Jachmann horfir á eftir hers- ingunni: Hjólbörur með dálitlu af búshlutum: vanfær kona, dálitið úfin og óstrokin, búðarsveinn i búöarfötum, sem verður að vera nokkurn veginn sæmilega til fara, ef hann vill ekki missa alla til- verumöguleika, og loks flutnings- maðurinn, stór skepna, afskræmd af drykkjuskap. Jachmann verð- ur hugsi þegar hann gengur hæg- um skrefum upp tröppurnar aft- ur. Hérna er hann i prýðilegustu smókingfötum, velsnyrt glæsi- menni og orðinn næstum ofmettur á öllum nautnum. Honum verður erfitt um andardráttinn þegar hann litur inn i mannlaust her- bergið. Það er einhver sérstakur óhugnaður yfir öllu þar núna. Jachmann slekkur ljósið þegjandi og gengur inn i borðstofuna. Allir þyrpast i kringum hann með hávaða og hamagangi. Frú Mia rennir til hans sinum fljót- andi augum og hið sama gera all- ir drykkjugestirnir i kringum hann. „Hvað hefir þú verið að gera þarna fyrir handan einu sinni enn?” spyr frú Mia. „Þú hefur náttúrulega setið þarna inni hjá ungu hjónunum og verið að reyna að koma frúnni til. Ef ég vildi gera svo litið úr mér að vera af- brýðisöm, þá gætir þú að minnsta kosti ekki sagt, að þú hefðir ekki gefið mér ástæðu til þess.” Jachmann ypptir öxlum. „Gefðu mér glas af konjaki”, segir hann. Og þegar hann hefir tæmt glasið, beygir hann sig snöggvast niður að öxlinni á henni. — „Eg átti annars að bera þér kveðju frá þeim. Þau eru nefnilega flutt héðan----” „Flutt!” æpir frú Mia Pinne- berg upp yfir sig. Og siðan rausar hún hraðmælt og hávær og æst i skapi býsnin öll, sem öllum er bezt, að um sé talað sem fæst. Fjárhagsáætlun er samin. Þaö verður litið af kjötmeti á borðum. Pinneberg finnst Pússer vera ööru visi en hann hefir haldið. Pússer hefir mikilvægt við- fangsefni með höndum þenna daginn. Hún hefir byrjað á þvi rétt eftir hádegi, og nú er hinn skuggalegi nóvemberdagur að hjúpast algerðu myrkri, meðan hún handleikur af kappi reglu- stiku, penna og blýant. Hún situr við borðið með stilabók og nokkr- ar stórar pappirsarkir fyrir framan sig. Hún reiknar út og hún stynur þungan. Hún leggur sam- an og dregur frá og andvarpar aftur. Það er sjaldgæft aö Pússer andvarpi eins mikið á heilum degi og hún gerir á þessari einu kvöld- stund. En hún á heldur ekki við neitt glingur að etja. Annars er bara viðkunnanlegt hérna i stofunni uppi yfir bióinu. Lága bjálkaloftið á vel við mahónihúsgögnin, sem eru rauð- brún og gljáandi. Þetta allt minn- ir einhvern veginn svo mjög á góða, gamla daga, að jafnvel perlusaumaði dúkurinn, sem hangir fyrir ofan sófann með hinni mikilvægu áminningu: „Verið trú til dauðans”, i svört- um bókstöfum á hvitum grunni, Mánaðar-áætlun !! um tekjur og útgjöld fyrir Jó- j: hannes og Pússer Pinneberg. : ATH.: Útgjöldin mega alls ekki j fara fram ur áætlun. ■■ ■■ A. Tekjur jj Launámán..........200 m 00 pf. ■■ B. Útgjöld a. matvæli. ■■ ■■ Smjörog smjörl.... . . 10 m 00 pf. : Egg 4 m oo pf. :■ Grænmeti 8 m 00 pf. ■■ Kjöt .. 12 m 00 pf. í’ Alegg ■5 ■■ (osturog pylsa) ... 5 m 00 pf. ! Brauð .. io m oo pf. :: Nýlenduv 5 m oo pf. :: Fiskur .. 3 m 00 pf. : Avextir .. 3 m oo pf. :: ■■ ■■ 62 m 00 pf. !! ■■ b. Ýmislegt. ■■ a* Tryggingargjöld ■■ ■■ og skattar .. 31 m 75 pf. :: Stéttarfél.fjöld .... 5 m io pf. :: Húsaleiga .. 40 m 00 pf. ! ökueyrir .. 9 m oo pf. :: Rafljós 3 m oo pf. :: Eldsneyti .. 5 m oo pf. :: Fatnaður .. io m oo pf. :: Skófatn 4 m 00 pf. :: Þvottur, völtun ■■ ■a «■ 1471 Lárétt I) Hátiðagraut,- 6) Leiði.- 7) Nes.-9) Kind.- 10) Andstutta,- II) Korn.- 12) 499,- 13) Æði.- 15) Illa lyktandi,- Lóðrétt 1) Skagi,- 2) Tónn.- 3) Embættismann.- 4) 1001.- 5) Jarðlíf.- 8) Afar,- 9) Ana.- 13) Tvlhljóði.- 14) Tveir.- X Ráðning á gátu nr. 1470. Lárétt 1) Einrænn.- 6) Dul.- 7) DD,- 9) Æt,- 10) Ragnaði.- 11) Al.- 12) II.- 13) Ana.- 15) Notaleg.- Lóðrétt 1) Eldraun,- 2) ND.- 3) Runn- ana,- 4) Æl,- 5) Nýtileg,- 8) dal,- 9) Æði.- 13) At,- 14) Al,- • •.. ■■ ■ ■I ■ ■ :: .... *■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■■ :: ■■ !3 lilli lillii ■ 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (úr forustugr. dagbl.), 9.00 Morgunkaffiö kl. 10.50: Þorsteinn Hannesson og gestir hans ræða um út- varpsdagskrána. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 A iþróttavellinum. Vilhelm G. Kristinsson segir frá. 15.00 Vikan.sem var.Umsjón- armaður: Páll Heiðar Jóns- son. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tiu á toppnum.örn Petersen sér um dæturlagaþátt. 17.40 i umferöinni. Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. - Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Frá Noröurlandameist- aramótinu i sundi. Jón Ás- geirsson lýsir frá Osló. 19.35 Pólskt kvöld.a. Um land og þjóð. Þrándur Thorodd- sen segir frá. b. Pólsk tónlist. a. Bogdan Paprocki syngur ariu úr óperunni „Halka” eftir Stanislav Moniuzsko. — óperuhljóm- sveitin i Prag leikur með, Boghdan Wodiczko stjórn- ar. b. b. Witold Malcuzynski leikur á pianó pólónesur nr. 1 i cis-moll op. 20 nr. 1 og nr. 2 i es-moll op. 26 nr. 2 eftir Chopin. c. Pólskir listamenn syngja og leika þjóðiög. c. „Armelle”, smásaga eftir Ireneusz Iredynski. i þýð- ingu Þrándar Thoroddsens. Sigurður Karlsson ies. 21.05 Hljómplöturabb. Guðmundur Jónsson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapistilh 22.30 Danslög. Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Söngelska fjölskyldan (The Partridge Family) Nýr, bandariskur mynda- flokkur I léttum tón. Mynd- irnar fjalla um bandariska fjölskyldu, sem leggur upp i hljómleikaferð um landið. Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. 20.50 Ken Ilardy Sænskur töframaður sýnir spila- galdra og ýmiss konar sjón- hverfingar i sjónvarpssal 21.15 Leiðin til þroska Mynd um óvenjulega mennta- stofnun i Suður-Afriku, þar sem efnispiltar viðs vegar að úr heiminum koma til náms, og fræðast um sam- bandið milli manns og náttúru I könnunarferðum um óbyggðir. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 21.40 Bréf til þriggja eigin- kvenna Bandarisk biómynd frá árinu 1949, byggð á sögu eftir John Klempner. Leik- stjóri Joseph L. Mankiewicz. Aðalhlutverk Jeanne Crain, Linda Darn- ell, Ann Southern, Kirk Dogulas og Poul Douglas. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Þrjár vinkonur, eiginkonur þriggja virtra og vel met- inna borgara, fá skilaboð frá frægri þokkagyðju um að hún hafi hlaupizt á brott með einum þeirra. En ekki er vitað að svo stöddu hver þeirra hefur verið yfirgefin. Um kvöldið mun allt heldra fólk héraðsins hittast i sam- kvæmi, og ef einhver hinna þriggja eiginmanna lætur ekki sjá sig þar, hlýtur hann að vera hinn seki. 23.20 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.