Tíminn - 11.08.1973, Síða 23

Tíminn - 11.08.1973, Síða 23
Laugardagur 11. ágúst 1973. 0 Rangt Þarna kemur enn að þvi, að ástæða er til að samræma tekju- þörf og útgjöld. Fjárhagsáætlun, sem gerð er eingöngu sem rammi, niðurstaða i árslok, er ekki nægileg fyrir svona mikinn rekstur, Astæða er til að gera áætlun fyrir hvern mánuð um tekjuþörf og nýta þá spá til þess að afla fjár, jafnvel lánsfjár með betri kjörum heldur en með yfir- dráttarvöxtum á hlaupareikningi. Þaö er jafnframt athyglisvert, þegar rætt er um slika sam- ræmingu, að geymslufél fram- kvæmda er glettilega mikið á þessu ári. í reikningnum kemur raunar fram, að geymslufé vegna gatnagerðar er ,nú um 91,7 millj. Hitaveitan frestar fram- kvæmdum upp i 32.4 millj. og þannig mætti fleira telja. Rétt er i þessu sambandi aö benda á tillögu frá okkur Fram- sóknarmönnum um athugun á framkvæmdaáætlun, þ.e.a.s. aö framkvæmdaáætlun sé ekki að- eins gerö um, hvað á að eyöa miklum peningum, heldur meti einnig aðra framleiðsluþætti, sem um er að ræða. Þarna kemur inn i dæmið mannafli, vélakostur, timi og slikir þættir. Það kann að vera, að þó að borgarsjóður geti náð fram 100.0 millj. aukafjármagni til gatnagerðar, þá sé mannafli ekki fyrir hendi til að vinna verkið. Vélakostur sé ekki fyrir hendi, eða að okkar stutta og um- hleypingasama sumar reynist ekki nægilegur timi til þess aö skila þessum framkvæmdum. Þarna er þess vegna enn skortur á samræmingu og sýnir enn, að við gerð framkvæmdaáætlunar verður að taka tillit til fleiri fram- leiðsluþátta en peninga. Iðngarðar hafa ekki greitt lóðaleigu tii borgarsjóðs. um árabil 1 skýrslu endurskoðunardeildar koma fram ýmsir þættir, þar sem bent er á hluti, sem betur mættu fara. Þar eru raunar innan um og saman við þættir, sem ekki eru nein stór mál, en benda þó á, að endurskoðunardeildin vinni starf sitt af samvizkusemi og finnur jafnvel tiltölulega litlar fjár- hæðir, sem fara á milli reikninga af vangá. En þar eru lika atriði, sem ástæða er til að gera að um- ræðuefni hér, til að mynda atriði eins og það, að Iðngarðar skuli ekki hafa greitt lóðaleigu til borgarsjóðs um árabil. Það er ill- skiljanlegt að til skuli vera aðilar innan borgarinnar, sem komast upp með það að greiða ekki sin gjöld, á sama tima og aðrir eru kraföir gjalda með harðri hendi. Eg hygg, að það sé ekki of hastar- leg krafa, þó að við berum það fram, sem kröfu hér til borgar- stjóra að þessu verði kippt i lag hiö bráöasta. Ég ætla ekki að lengja mál mitt hér með þvi að ræða itarlega f jár- hagsstöðu hvers fyrirtækis fyrir sig, þó að ástæða væri kannski til, en mér er sérstaklega ofarlega i huga hin slæma greiðslustaða Reykjavikurhafnar. Ekki hvað sizt með tilliti til þess, aö siðast- liöið ár og undanfarið höfum við haft nær metinnflutning og tekjur Reykjavikurhafnar af innflutn- ingi eru aöaltekjur hafnarinnar. Þrátt fyrir raunverulega litlar framkvæmdir siöastliðin ár og metinnflutning er greiðslustaðan mjög slæm og gatnagerðargjöld, sem Reykjavikurhöfn fær greidd, fara að segja má til afborgana á skuldum. Þarna rekur enn að þvi sama, að frá byggingu Sunda- hafnarinnar hefur hafnarsjóöur staðiö illa. Ég ætla nú ekki að gera þaö málefni að sérstöku um- ræöuefni hér nú, en þó standa vonir til, þar sem byggingar- framkvæmdir eru nú i verulegum gangi víö Sundahöfn, að tekjur hafnarinnar fari að verða ein- hverjar af þvi mannvirki og staða hafnarinnar fari batnandi. Ég vil svo ljúka þessum orðum með þvi að itreka þaö, að nauðsynlegt er að reikningslegar færslur mat veltufjármuna og færslur á úti- standandi skuldum verði lag- færðar og raunar krefjast þess, að komið verði i lag i færslum næsta reiknings. Leiðrétting TVÆR meinlegar villur hafa slæðzt inn i frásögn af rannsókn- um i Hraunsfirði. Sagt er i greinarlok, að Orkustofnun hafi gert samning við náttúrufræði- skor háskólans um rannsóknir i Þjórsárverum. Hér á að standa Náttúrufræðistofnun tslands, en ekki náttúrufræðiskor. Þá segir enn, að bæjarstjór Akureyrar hafi samiö við náttúrufræðiskorina, en þaö var reyndar liffræðiskorin, sem hlut átti að máli. Tií skýringar má geta þess, að heitiö náttúrufræðiskor er ekki til lengur. Skorinni var skipt i tvennt fyrir tveim árum, annars vegar jarðfræðiskor og hins vegar lif- fræðiskor. —HHJ 0 Bleikja Helzta niðurstaða nú Rannsóknir áfram Sigurður kvaðst mundu vinna aö þessum rannsóknum næstu2 — 3 árin. Við spuröum hann hvort hægt væri á þessu stigi aö nefna eitthvað sérstakt, er rann- sóknirnar hefðu leitt i ljós. — Helzta niðurstaða rannsókn- anna á þessu stigi er, sagði Sigurður, — að i fiskunum svipað og i spendýrum, er stöðugt ein- hver samdráttur háræða, sem leiöir til þess, að fiskurinn getur haldið uppi ákveðnum blóöþrýst- ingi. Sigurður St. Helgason stundaði nám i um sex ár i lifeðlisfræði viö Sorbonne-háskóla i Paris. Lauk hann þaðan licence-prófi 1967. Siðan hefur hann stundað kennslu og rannsóknastörf i lifeðlisfræði og var skipaður lektor við H.l. 1972. Geta má þess, að einn að prófessorum Sigurðar við Sorbonne var Lwolf sá, er ásamt Monod og Jacob hlaut Nóbels-- verðlaunin i lifeðlisfræði fyrir einum 7 árum. Sigurður er á • förum út til Gautaborgar, þar sem hann mun vinna áfram að þeim rann- sóknum, er hér hefur verið lýst. Verður hann þar ytra fram undir jól. Einnig mun hann halda áfram viö hitt höfuðrannsóknaefni sitt, sem hann hefur raunar mest unnið að fram að þessu, en það eru rannsóknir á hormónastjórn á saltbúskap laxfiska.Stendur það i sambandi við göngurnar, — hvernig laxfiskarnir aðlaga sig saltvatni og ferskvatni. —Stp O Víðivangur þessum byggðarlögum að nýta sér þá myndariegu að- stoð til lausnar þessum vanda, sem rikisvaldið býður nú fram. Fordæmið frá Hvols- velli sýnir, hvað unnt er að gera. —TK O Útlönd fiskiflotinn til að bregðast við vandanum ef hann biður ósig- ur i islenzka þorskastriðinu — eins og mig grunar — og lýtur einnig I lægra haldi i Santi- ago? Ættum við að gera sér- staka samninga við strand- riki, sem bola okkur að öörum kosti burt, t.d. Peru? Sjávar- útvegsráðherra Perumanna var á feröinni hér i Bretlandi i júlibyrjun og benti okkur þá á aö hugleiða slika samninga- gerð. HOFUM við efni á að sjá á bak afla brezkra veiöiskipa þegar höfð er hliðsjón af harðnandi samkeppni sifjölg- andi mannkyns um matar- forða heimsins? Er unnt að bæta sér aflann með fiskrækt, og ef svo er, ættum við þá ekki að verja 'sumu af þvi fé, sem nú gengur til dæmis til geimrannsókna i raunhæfar tilraunir á breiðum grundvelli eins og visinda- mennirnir á rannsóknastofn- uninni i Lowestoft og viðar hafa hvatt til? Getum við ef til vill lært eitt- hvað af fyrrverandi nemend- um okkar i Murmansk þegar öllu er á botninn hvolft? TÍMINN Flyzt Víetnam-stríðið yfir tíl l^nrVlklArlíl I 9 — brottflutningur Víetnama III IXUIIIUUUIU • frd Phnom Penh hafinn NTB, Phnom Penh — Her Ka mbódiustjórnar hefur nú opnað að nýju þjóðveg nr. citt sem iiggur frá hinni uinsetnu höfuðborg tii bæjarins Neak Luong við Mekong-fljót. Vegurinn hefur verið Iokaður i fjóra mánuði. Talsmaður yfirstjórnar- innar i Phnom Penh sagði I gær, að vegurinn væri þó aðeins örugg ur fyrir umferð ökutækja hersins, þar sem leyniskyttur hafast viö beggja vegna hans á 50 km. kafla. Þessi vegur getur haft úrslita- þýðingu, ef S-Vietnamska stjórn- in ákveður aö senda hersveitir og vopn til Phnom Penh, eftir að Bandarikjamenn hætta loft- árásum sinum á Kambódiu á miðvikudaginn. Þá yrðu hermenn og vopn flutt með bátum til Neak Luong og þaðan með bilum eftir þjóðvegi eitt til höfuð- borgarinnar. Að sögn diplómatiskra heim- ilda hefur Lon Nol forseti beðið sendiráö S-Vietnam að gera grein fyrir afstöðu S-Vietnams, ef svo skyldi fara, að þjóðfylkingar- menn gerðu mikla árás á höfuð- borgina. í sendiráðinu kváðust menn sannfærðir um, að stjórnarherinn myndi hrinda hverri árás, en ef svo færi, að N- Vietnemar ákvæðu að taka þátt i bardögum með þjóðfylkingunni, yrðu það alvarlega athugað af hálfu S-Vietnamstjórnar að blanda sér einnig i málið, þar sem öryggi S-Vietnam væri þá ógnað, var sagt. Flugher S-Vietnama hóf i gær brottflutning s-vietnamskra borgara' frá Phnom Renh. Voru 200 manns fluttir með tveimur stórum vöruflugvélum. Brott- flutningi fólks veröur haldið áfram um helgina. Nýjustu rannsóknir í afbrotafræðum: Dauðarefsing hindrar engan í að fremja glæp SB, Reykjavik — Konungur nokkur á Haiti lét taka af lífi tiund ■ hvcrn þræikunarfanga sinn til að halda hinum við efnið. Þeir, sem O Ógæfa okkar flókin og áhættusöm, þannig að Friðrik sagðist ekki hafa viljað taka áhættuna af þvi að tefla til vinnings og hefðu þeir félagarnir þvi samið um jafntefli fljótlega eftir að setzt var að skákborðinu að nýju. Annars var Larsen ákaf- lega heppinn á þessu móti, sagði Friðrik. Hann var t.d. með koltapaða skák gegn Svianum,en Sviinn lék af sér og tapaði. Larsen og Dueball fengu beztu útkomu keppenda á fyrsta boröi, hlutu 3 1/2 vinning hvor. Um. frammistöðu annarra keppenda i islenzku sveitinni, sagði Friðrik að Ingi R. Jóhanns- son hafði náð beztum árangri. Ingi fékk fjóra vinninga úr fimm skákum, gerði jafntefli við Sviann og Norðmanninn. Ingvar Asmundsson og Július Friðjóns- son hlutu 1 1/2 vinning hvor og þau Jón Kristinsson og Guðlaugur Þorsteinsdóttir fengu einn vinn- ing — Vissulega virtist kven- maðurinn i sveitinni vera veikasti hlekkurinn, — enda er Guðlaug aðeins 12 ára, en hún spjaraöi sig ágætlega og gerði tvö jafntefli. Hún tefldi oft stórvel, en skorti reynslu til þess að ná meiru út úr skákunum. Stelpan veröur stór- góð i framtiðinni og miklu betri en þessar kvensur, sem hún átti i höggi við á þessu móti, sagði Friðrik að lokum _gí O Útflutningur Fiskiskip eru mikilvægasti inn- flutningsliöurinn, en alls voru flutt inn fiskiskip fyrir 2163,5 millj, kr. fyrri part þessa árs. Hér er að sjálfsögöu um nauö- syniega endurnýjun á fiskiskipa- flotanum að ræða. Hitt vekur óneitanlega athygli og kemur annarlega fyrir sjónir, að við fluttum fyrri part þessa árs inn fisk og unniö fiskmeti fyrir 32,1 millj. kr. miðað viö 9,0 millj, á sama tima i fyrra. HHJ nú eru hiynntir dauðarefsingu, trúa enn á þessa aðferð sem viti til varnaðar. Aftökur eru sagöar afbragðs aðlerð til að fyrirbyg'gja alvarlega glæpi, mun betri en lifstíöaiJaúgelsi. Dauðarefsingiii, segja áhangendur, lækkar tölu glæpanna. Eu rannsóknir af- brotafræðinnar sanna, að fyrir- byggjaiidi áhrif hennar eru ná- kvæmlega engin. Nixon Bandarikjaforseti vill að dauðarefsing verði á ný tekin upp i Bandarikjunum og er þá einkum að hugsa um flugræningja, skemmdarverkamenn og þá, sem sprengja sprengjur á almanna- færi, svo og þá, sem myrða lög- regluþjóna og starfsmenn fangelsa. A árunum milli 1930 og 1967 voru 3859 menn teknir af lifi i Bandarikjunum, þar af 3000 morðingjar og hinir einkum fyrir nauðganir. En af 78,000 morð- ingjum i Bandarikjunum á árunum 1960-1967 voru aðeins þrir teknir af lifi. I 39 rikjum, þar sem dauðarefsing hefur enn ekki verið numin úr gildi, hefur hún lengi verið dauður bókstafur. Kunnur leiðtogi, prófessor Torsten Sellin við Pennsylvaniu- háskóla gerir eftirfarandi grein fyrir þvi, hversu litil fyrir- byggjandi áhrif dauðarefsingin hefur: Hún hefur engin áhrif á tölu morða. Bandarisk riki, þar sem flest morð eru framin, hafa dauðarefsingu i lögum sinum, en þau riki, sem fæst morð hafa, hafa hana hins vegar ekki. Afnám hennar og siðar upptekning að nýju i ýmsum rikjum hefur engin áhrif haft á tölu morða. Hún veitir lögregluþjónum og starfs- mönnum fangelsa enga vernd. 1 nágrannarikjum, þarsem annars vegar er dauðarefsing, en hins vegar lifstiðarfangelsi, eru þessir menn jafnoft myrtir. Fangar myrða hvern annan i fangelsum án tillits til þess, hvort þeir missa höfuðið fyrir eða ekki. HAUSTPROF Skólinn byrjar 20. sept. n.k. og starfar i rúma 8 mánuði Einnig verður gefinn kostur á 4ra mán. námi annað hvort i hússtjórnargreinum, eða handavinnu. Æskilegt er að umsóknir berist fyrir 1. september n.k. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, simi um Munkaþverá Skólastjóri. Fró húsmæðraskólan* um að Laugalandi, Eyjafirði Haustpróf landsprófs miðskóla og gagn- fræðaprófs fer fram i Vogaskóla i Reykjavik og i Gagnfræðaskólanum á Akureyri, dagana 20.-29. ágúst, sam- kvæmt eftirfarandi próftöflu: Mánudagur 21). ágúst kl. 9—13 isienzka I Þriðjudagur 21. ágúst kl. 9—11 Landafræöi Miðvikudagur 22. ágúst kl. 9—11:30 Enska Fimmtudagur 23. ágúst kl. 9—11 Eðlisfræði Föstudagur 24. ágúst kl. 9—12 islenzka II I.augardagur 25. ágúst kl. 9—11 Saga Mánudagur 27. ágúst kl. 9—12 Stærðfræði Þriðjudagur 28. ágúst kl. 9—11:30 Danska Miðvikudagur 29. ágúst kl. 9—11 Náttúrufræði Gagnfræðaprófsnefnd Landsprófsnefnd

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.