Tíminn - 31.08.1973, Side 3

Tíminn - 31.08.1973, Side 3
Föstudagur 31. ágúst 1973. TÍMINN 3 Melskurð- ur í sjálf- boðavinnu LAUGARDAGINN 1. sept- ember munu félagar úr Héraössambandinu Skarp- héðinn vinna aö melskuröi til þess að safna meifræi handa Landgræöslu rikisins. Ungmennafélagar úr Rangárvallasýslu munu skera mel i Austur-Landeyj- um og eiga melskuröarmenn að vera komnir að Skiöbakka kl. 13.30. Ungmennafélagar úr Ar- nessýslu skera mel við Þorlákshöfn og munu safn- ast saman viö verzlunarhús K.A. kl. 13.30. Menn frá Landgræðslunni verða fólki til leiðbeiningar við melskuröinn og Land- græðslan útvegar poka undir fræið, en hins vegar eru skuröarmenn beðnir að hafa með sér hnifa og poka til þess að skera i. Héraðssambandið Skarp- héðinn hefur undanfarin ár unniö mikið og gott starf i þágu landgræöslunnar. Ung- mennafélagar hafa farið margar landgræösluferðir inn á Biskupstungnaafrétt og dreift þar fræi og áburöi. Þeir hafa lika verið Land- græðslu rikisins til ómetan- legrar hjálpar við melskurð og séö um sáningu fræs með vegum fram, en þar er ætið gróðurlaust belti eftir, þegar vegagerð lýkur. Aður en ung mennafélagar tóku þetta verk að sér, fór mikill hluti þess fjár, sem Vegagerð rikisins var skammtaður til sliks i vinnulaun, en ung- mennafélagar hafa ætið unn- ið landgræöslustörfin i sjálf- boðavinnu. 1 Skarphéðni eru 25 félög, 10 i Rangárþingi og 15 i Ar- nessýslu, og félagar eru alls hátt á þriðja þúsund. Framkvæmdastjóri Skarphéðins er Guömundur Guðmundsson. — HHJ. Stúlka á mótorhjóli í órekstri Klp-Reykjavik. Ung stúlka, sem ók stóru mótorhjóli um götur borgarinnar i gær, lenti i all hörð- um árekstri við litinn fólksbil á Smiðjustig rétt um hádegið i gær. Stúlkan meiddist nokkuð á fótum, en slapp að ööru leyti vel frá árekstrinum, en nokkuð sá á bilnumoghjólinu. Samkvæmt tiliögu nefndar heiöursmerkis Rauöa kross isiands féllst forseti islands, 15. ágúst á aö sæma svstur Mariu Hildegardes, priorinnu i Landakoti, heiðursmerki Rauöa kross islands úr gulli. Og þá Guðmund Löve, frantkvæmdarstjóra öryrkjabandalags islands, og Oscar Clausen, forstööumann Fangahjálparinnar, heiöurstncrki Rauöa kross islands úr siifri. Heiöursmerki þetta má sæma Islenzka menn og erlenda, er inna af hendi mannúöarstörf, er mikils þykir um vert. A myndinni eru Guömundur Löve, systir Maria Hildegardes, Oscar Ciausen og Björn Tryggvason, formaöur R.K.t. Fornleifarannsóknum í Reykjavík lokið að sinni i DAG lýkur aö sinni fornleifa- greftri i Reykjavik, ef veöur batnar ekki til muna, en votviöri hafa torveldaö gröft aö undan- förnu. Else Nordahl fornleifa- fræðingur, sem stýrt hefur greftr- inum, sagöi aö gröftur hæfist á nýjan leik aö vori komanda, ef fé fengist til rannsóknanna. Auk þess hefur hún hug á þvi, aö þá veröi komiö upp yfirlitssýningu yfir rannsóknirnar og þaö sem þær hafa leitt I Ijós. Grafið hefur verið á þremur stööum, þ.e. á lóðum Aðalstrætis nr. 18 og 14 og Suðurgötu 5. í Aðalstræti 18 fannst hús frá landnámsöld, eða öllu heldur hluti þess, þvi að undirstöður undir kjallara Uppsala hafa skemmt landnámshúsið mjög, þótt ráða megi útlit þess af þeim leifum, sem fundizt hafa, en það hefur verið 10x8 metrar að utan- máli. Þá var grafin upp eldstó úr þessu húsi, en henni hafði einnig verið spillt. Hluti af grunni litils húss, sem talið er, að hafi veriö eitt húsa Innréttinganna, var lika grafinn upp. Fátt merkra muna fannst á þessum stað. Þar fannst þó ham- ar fyrsta graftrarsumarið, og er haldið, að hann sé frá landnáms- öld. Þá hafa fundizt naglar og bein úr kúm og kindum. 1 Aðalstræti 14 lauk rannsókn- um á spunastofu Innréttinganna, sem brann 1764. Fundizt hafa leif- ar af vefnaði úr uli og öðrum efn- um, e.t.v. lini, en eftir er að rann- saka það. Á Landsbókasafni munu vera til vefnaðarsýnishorn frá Innréttingunum, sem notuð verða til samanburðar. í grunni spunastofunnar fund- ust að auki glerbrot, brot úr leir- kerum og fleira af þvi tagi. Tekizt hefuraðsetja eitt ilátanna saman að mestu leyti, svo að sjá má, að þar er um þrifætt ker með hand- fangi að ræða. Þá hafa komið i ljós hnappar af fatnaði, kritarpip- ur margar og skór úr leðri, svo að nefnt sé hið helzta. Spunastofan hefur verið úr torfi og grunnur undir úr steini og ver- ið 18x7 metrar að utanmáli. A horni Aðalstrætis og Grjóta- götu fundust leifar af húsi frá landnámsöld. Þar hafa fornleifa- fræðingarnir séð i þverskurði leif- ar af torfvegg meö gosösku og þar fyrir neðan leifar af öörum vegg, þar sem enga ösku er að sjá. Þetta sýnir, að á þessum stað hef- ur verið reist eitt hús áður en landnámsgosiö svonefnda varð. Það hefur, aö sögn Else, valdið fornleifafræðingunum miklum heilabrotum að sums staöar mátti sjá ösku úr landnámsgosinu á sjálfri isaldarmölinni, sem er undir öllu saman. Hún telur skýr- inguna vera þá, aö þeir, sem fyrstir reistu hús þarna, hafi flett jarðveginum ofan af isaldarmöl- inni, svo að hún lá ber, þegar ask- an úr landnámsgosinu skall yfir. Þess má geta, að frjógreiningar á sýnum, sem tekin voru úr þessu öskulagi að Skálholti, sýna, að askan hefur falliö um aldamótin 900, og þess vegna er þetta ösku- lag kennt viö landnámsöld. Tekin hafa veriö sýni af viðar- kolum til aldursgreiningar á veggjunum með kolefnisgrein- ingu. Framhald á bls. 6 FUNDIRUMKJÖR OPINBERRA STARFSMANNA A FUNDI stjórnar B.S.R.B 28. ágúst 1973 var samþykkt af segja upp gildandi kjara- samningum, sem renna út um næstu áramót. Samninganefnd skipuð fulltrúum frá aðildarfélögum b.andalagsins hefur undan- farna daga setiö á stöðugum fundum og unnið að kröfugerð vegna næstu samninga, og hefur kröfugerðin nú verið send fjármálaráðherra. Gerö er krafa um 35 þúsund króna lágmarkslaun, sem þýðir 40% hækkun launa frá núverandi hámarkslaunum i 7. launaflokki. Reiknað er með jafnri krónutölu á milli launa- flokka 2.200 kr., þannig að hundraöshluti launahækkunar fer lækkandi niður i 22% i 28. lfl. og i 6% i efsta launaflokki B5. í kröfugeröinni er gerð til- laga um, að við samnings- gerðina verði notað starfs- matskerfi. er i meginatriðum verði hið sama og notað var við undirbúning siðustu samninga. Þó eru gerðar til- lögur um þýðingarmiklar breytingar á þvl matskerfi. Auk þess eru kröfur um lengingu orlofs, svo og ýmsar aðrar breytingar og lag- færingar. Hér er um kröfugerð vegna rammasamnings að ræða, en einstök bandalagsfélög munu nú semja um skipan starfa i launaflokka og önnur sérmál, og er það samkvæmt nýjum lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Félög bæjarstarfsmanna innan B.S.R.B. munu einnig segja upp samningum fyrir 2. sept. n.k., og eiga fulltrúar þeirra sæti i samninganefnd B.S.R.B. með málfrelsi og til- lögurétti og hafa á þann hátt tekið þátt i undirbúningi þeirrar kröfugeröar, sem lögð hefur verið fram vegna rikis- starfsmanna. Fornleifarnar i Suöurgötu hafa reynzt mjög torræðar, þvf aö þar hefur hvert húsiö verið byggt ofan á annaö. Lengst til vinstri má sjá stein- rcnnuna sem getið er um i greininni. — Ljósm: M.S. Áhrif óldns- samningsins t viötali, sem Mbl. birtir I gær við Jón Olgeirsson ræöis- mann i Grimsby, kemur fram, aö landhelgissamningurinn frá 1961 og bráðabirgðaúr- skurður llaag-dómsins hafa átt mikinn þátt i þvl, að brezk- ir útgerðarmenn hafa lagt meira kapp á vciðar viö tsland en ella. Mbl. hefur m.a. eftir Jóni: ,,Ég tel mjög Ifkiegt, að það muni koma i Ijós, þegar skýrslur sjávarútvegsráðu- neytisins liggja fyrir eftir ára- inót, að togtimar og sókn brezkra togara á islandsmið hafi aukizt til muna meðan aflinn minnkar að sama skapi. Enda hefur það veriö stefna brezkra togaraeigenda að senda allan isfiskflota sinn á tslandsmið I þvi markmiði að ná kvóta llaag-dómstólsins, og hafa þvf engir brezkir út- hafstogarar verið að veiðum i ishafinu, við Bjarnareyjar eöa við Grænland, cins og venja er", sagði Jón enn fremur". Óþarft er að taka frain, að bráðabirgðaúrskurður Haag-dómstólsins heföi aldrei verið felldur, ef islendingar hefðu ekki gert ólánssamning- inn 1961. Dómstóllinn hefði ekki haft afskipti af málinu, ef samningurinn hefði ekki verið gerður. 20 þús. smó- lesta rýrnun 'Þrátt fyrir þaö ofurkapp, sem brezkir útgeröarmenn liafa lagt á veiðarnar við ts- land, liefur þeim ekki tekiz.t að ná sama aflamagni og áður. Mbl. Iiefur þetta eftir Jóni Ol- geirssyni: ,,Jón sagði, að niðurstaðan væri sú, að nú væru til muna fleiri togarar á tslandsmiöum að eltast við færri fiska, en þrátt fyrir stóraukna sókn benti allt til þess að heildarafli brezku togaranna fyrsta út- færsluárið yrði 16-20 þús. tonn- um minni en á sama timabili árið á undan. Þá var heildar- aflinn rétt rúm 180 þús. tonn, en í ár er áætlað að hann verði rúm 160 þús. tonn, eins og áður segir”. Bersýnilegt cr á þessu, að starf fslenzku varðskipanna hefur borið árangur og dregið stórlega úr veiðum brezku togaranna. Aö öðrum kosti liefðu þeir ekki heldur krafizt hcrskipaverndar, sem á þó eftir að reynast þeim tvieggj- uö. Hættir við ndkvæmar skýrslur Þá hefur Mbl. þetta eftir Jóni Olgeirssyni: ,,i samtali við Morgunblaðið I gær, sagði Jón Olgeirsson, aö togaraeigendur væru nú mikiö til hættir að halda nákvæmar skýrslur yfir aflann á islands- miöum, þar eð þeir teldu nú Ijóst, að brezku togurunum mundi ekki takast að ná Haagkvótanum”. Vafalaust lieldur þó Mbl. áfram að leggja mikinn trúnað á skýrslur brezkra togaraskipstjóra og útgerðar- manna um aflann á is- landsmiðum. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.