Tíminn - 31.08.1973, Page 15

Tíminn - 31.08.1973, Page 15
Föstudagur 31. ágúst 1973. TÍMINN 15 Hans Fallada: Hvaðnú.u ingi maður? r Þýðing Magnúsar Asgeirssonar vera á fótum siðan klukkan hálf fimm. Stofan er skinandi hrein og fág- uð, og hann hefir meira að segja þvegið gólfið og borið á það og skipt um i rúmunum. Allt á að vera hreint og bjart, þvi að nú byrjar nýtt lif. Nú er komið barn i húsið: nú er Dengsi kominn, og þá á allt að fljóta i sólskini. Hann tekur koffortið aftur i hönd sér og heldur áfram .Hann fer inn um hliðið og fram hjá dyraverðinum gildvaxna, sem segir eins og ósjálfrátt: „Beint á- fram að skálanum, sem er lengst frá. „Nokkrir leigubilar aka fram hjá, og inni i þeim sitja karlmenn, sennilega efnaðir feður, sem hafa ráð á þvi að sækja konurnar sinar Ibilum. Jú, þaðstendur heima, að bilarnir staönæmast við skálann, sem er lengst I burtu. Ætti hann lika að ná sér i bil? Hann stendur þarna með koffortið sitt i hend- inni og veit hvorki upp né niður. Leiðin er ekki löng, kannske á samt ekki annaö við, og systrun- um finnst það ef til vill voöalegt, aö hann skuli ekki sækja konuna sina i bil. Hann veit ekkert hvað hann á að gera og horfir á hvernig billinn færir sig með erfiðismun- um á hinum litla bletti framan við skálann. Maðurinn er stiginn út og kallar til bilstjórans: „Þér verðið aö biða dálitla stund.” „Nei, nei, það er ekki hægt”, segir Pinneberg við sjálfan sig, en rétt er það ekki, langt frá þvi. Slðan gengur hann inn i forstof- una, setur koffortið á gólfið og biður þar. Karlmennirnir, sem komu i bilunum, eru horfnir: þeir eru sjálfsagt komnir inn til kvenna sinna fyrir löngu. Pinne- berg stendur þarna og biöur. Ef hann yrðir á hjúkrunarkonu, sem gengur framhjá, segir hún: „Bara örlitla stund! Ég kem strax!” og siðan er hún horfin. Pinneberg finnur til vaxandi gremju. Hann veit, að hann hefur rangt fyrir sér og systurnar hafa áreiöanlega ekki hugmynd um hver kemur i bil og hver er bil- laus. En ætli það gæti nú samt ekki verið, að þær hefðu eitthvert ofur- litið hugboð um það? Hvers vegna verður hann að biða hérna enn- þá? Hann ætti ekki að þurfa að standa hér lengur. Er hann litil- fjörlegri en allir hinir? Stendur Pússer hans hinum konunum kannske eitthvað að baki? Guð minn góður, hvilikur bjálfi hann getur annars verið, að gera sér slika vitleysu i hugarlund. Auð- vitað gera systurnar sér engan mannamun. En gleði hans er þó horfin. Hann horfir þungbrýnn framundan sér. Svona byrjar það og svona heldur það áfram — það þýðir ekki nokkurn skapaðan hlut, að hugsa sér og hlakka til, að nú byrji nýtt, fagurt og sólbjart lif — allt hjakkar i sama gamla far- inu. Hann og Pússer eru orðin þessu vön, en á að fara eins fyrir Dengsa? „Fyrirgefið þér, systir —” „Já, Kem undir eins. — Ég ætla bara —” Hún fer. Hverfur á bak og burt. Jæja, það verður að fara sem fara vill. Hann á fri i dag, og hann vildi gjarnan verja öllum deginum til að vera með Pússer. Hann getur svo sem staðið hérna rólegur i sömu sporum til klukkan tiu eða ellefu, það kemur hvort sem er ekki málinu við, hvað hann vill. — „Pinneberg? Þér eruð Pinne- berg — er ekki svo? Má ég þá biöja um koffortið? Hvar er lyk- illinn? Agætt. Ef þér viljið svo fara niður i skrifstofuna og sækja plöggin yðar, þá skal ég hjálpa konunni yðar i fötin á meðan.” „Já, þakka yður fyrir”, segir Pinneberg og leggur af stað. I skrifstofunni gengur allt eins og i sögu, hann fær öll sin gögn skrifar undir hitt og þetta og stendur sið- an dálitla stund kyrr I gangi fæð- ingardeildarinnar. Bilarnir biða enn. Og allt i einu sér hann Pússer koma hálfklædda frá einum dyr- um til annarra, og hún veifar til hans hressileg og björt á svip: „Góðan dag, drengur!” Og aftur er hún horfin á bak og burt. Góðan dag, drengur! Pússer er þó að minnsta kosti sú sama og áöur. Hversu öfug og snúin sem tilveran annars er, veifar hún til hans með sinu gamla sólskins- brosi og kallar: Góðan dag, drengur! Og þó er vist langt frá þvi, að hún sé fyllilega búin aö ná sér, þvi að það eru ekki meira en tveir dagar siðan að það leið yfir hana, þegar hún fór á fætur. Þarna stendur hann og biöur. Nú standa þarna lika fleiri menn og biða. Allt er auðvitað i bezta lagi, og hann hefir alls ekki verið hafður útundan. En þau fifl hinir geta verið að láta bilana standa þarna og biða svona lengi eftir sér! Honum finnst það vera synd og skömm, að eyða peningum svona. Feöurnir fara nú smátt og smátt að tala hverjir við aðra. „Jæja, ég hrósa nú bara happi yfir þvi, að tengdamóðir min skuli vera hjá mér. Hún gerir allt, sem gera þarf fyrir konuna mina”, segir einn af hinum visu feðrum. „Við höfum vinnukonu. Konan min gæti alls ekki komiö þvi öllu i verk, þegar hún hefir um litið barn að sjá um og er nýstigin af sæng.” „Fyrirgefið, að ég blanda mér i samtalið”, segir feitur maður með gleraugu i áhugarómi. „Þaö er hreinn leikur fyrir heilbrigða og hrausta konu að eiga barn! Hún hefir bara gott af þvi. Ég hefi lika sagt það við konuna mina. Auðvitað gæti ég látið þig hafa vinnukonu, segi ég, en þú verður bara löt á þvi. Þú nærð þér þvi fyrr, sem þú hefir meira að gera.” „Ja-á, ég veit nú samt ekki —” segir annar hikandi. „Það er alveg augljóst mál það sér hver heilvita maður”, segir gleraugnaglámurinn hinn drýldn- asti. „Ég hefi heyrt að uppi i sveit gangi konurnar að heyvinnu tveimur dögum eftir að þær hafi fætt. Annaö er heldur ekkert nema kveifarskapur. Ég er alveg mótfallinn þessum fæöingar- stofnunum. Nú er konan min búin að liggja hér i hvorki meira né minna en niu daga, og læknirinn vildi ekki einu sinni sleppa henni út ennþá, en þá lét ég hann lika heyra það. „Fyrirgefiö þér, dokt- or góður”, sagði ég, „þetta er konan min, og yfir henni ræð ég. Hvernig haldiö þér að forfeður minir, Germanarnir, hafi fariö með konurnar sinar?” Ha, ha! Ég get sagt ykkur það, að hann brá litum, karlfuglinn. Forfeður hans höföu nefnilega alls ekki verið Germanir.” „Gekk konunni yðar erfiðlega að fæða?” „Erfiölega? Ég get sagt ykkur það, að læknarnir voru hjá henni i samfleytt fimm stundir, og klukkan tvö um nóttina urðu þeir þó að gera boð eftir prófessorn- um.” „Konan min er alveg tætt i sundur skal ég segja ykkur”, seg- ir einn. „Sautján stungur!” „Það er lika þröngt hjá konunni minni. Þetta er það þriöja, en Kokkurinn mælir með Jurta! i 1488 Lárétt 1) Bræla,- 6) Gata,- 7) Rot.- 9) Eins.- 10) Æskumanna,- 11) Efni.- 12) Efni.- 13) Svif,- 15) Prútt,- Lóðrétt 1) Gamalmennis.- 2) Eins,- 3) Svipur.- 4) Guð.- 5) Látast. 8) Kindina.- 9) Til þess.- 13) Hvilt,- 15) Eins.- Ráöning á gátu nr. 1487 Lárétt 1) Þvingun.- 6) Lag,- 7) ös,- 9) FG.- 10) Skaðleg,- 11) Tý,- 12) La,- 13) Ana.- 14) Ranglát.- Lóðrétt 1) Þröstur,- 2) II,- 3) Nauðung,- 4) GG.- 5) Nugg- ast.- 8) Ský,- 9) Fel,- 13) An,- 14) Al,- • a. s R s |r Föstudagur 31. ágúst 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 ( og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Þorlákur Jónsson end- ar lestur þýðingar sinnar á sögunni um „Börnin i Hólmagötu” eftir Asu Löckling (ll). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Morgunpopp kl. 10.25: Hljómsveitin Roxy Music syngur og leikur. Fréttir kl. 11.00. Morguntónleikar: Tónlist eftir Zoltán Kodály Pál Lukács og Endre Denes leika Adagio fyrir viólu og pianó / Kornél Zempléni leikur á pianó dansa frá Marosszék, hugleiðingu um stef eftir Debussy, barna- dansa og vals / Kór og barnakór ungverska út- varpsins syngja nokkur lög. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Með sinu lagi. Svavar Gests kynnis lög af hljóm- plötum 14.30 Siðdegissagan: „Óþekkt nafn” eftir Finn Söeborg. Þýðandinn, Halldór Stef- ánsson, les sögulok (14). 15.00 Miðdcgistónleikar: Janácek-kvartettinn leikur Strengjakvartett nr. 2 eftir Leos Janácek. Francis Poulenc, Jacques Février og hljómsveit Tónlistarskól- ans i Paris leika Konsert fyrir tvö pianó og hljóm- sveiteftir Poulenc: Georges Prétre stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynuignar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 17.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfegnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspcgill. 19.40 Spurt og svarað. Guðrún Guðlaugsdóttir leitar svara við spurningum hlustenda. 20.00 Sinfóniskir tónleikar. a. „Karnival i Róm”, forleikur op. 9 eftir Berlioz. Konung- lega filharmóniusveitin i London leikur: Sir Malcoim Sargent stjórnar. b. Sin fónia i d-moll eftir César Franck. Rikishljómsveitin i Dresden leikur: Kurt Sanderling stj. Guðmundur Gilsson kynnir. 21.00 Sitt af hverju um skipa- smiðar. Vignir Guðmunds- son blaðamaður ræðir við Gunnar Ragnars forstjóra Slippstöðvarinnar á Akur- eyri. 21.30 ítlvarpssagan: „Vernd- arenglarnir" eftir Jóhannes úr Kötlum Guðrún Guð- laugsdóttir les (18). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapist- ill. 22.35 Draumvfsur. Sveinn Arnason og Sveinn Magnús- son sjá um þáttinn. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Föstudagur 31. ágúst 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglvsinga 20.30 Fóstbræður. Hættulegi t andstæðingur. Þýðan Óskar Ingimarsson. 21.20 Aö utan. Þáttur með < lendum fréttamyndur Umsjón Jón Hák( Magnússon. 22.00 „Forseti lýöveldisin Finnska popphljómsveit; „Tasavallen Presidentti flytur poppmúsik. (Nord- vision — Finnska sjónvarp- ið).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.