Tíminn - 28.09.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.09.1973, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. september 1973 TÍMINN 5 YFIRLÝSINGAR FRÁ STARFSAAÖNNUM RÍKISÚTVARPSINS TIMANUM hafa borizt svolátandi yfirlýsingar frá fréttamönnum og öðrum starfsmönnum rikisút- varpsins: Útvarpsráð hefur látið senda fjölmiðlum til birtingar ályktun, sem gerð var á fundi þess 24. september. Viljum við undirrituð átelja meöferð meirihluta útvarpsráðs á þessu máli, þar sem gefið er i skyn án nokkurs rökstuðnings, að fréttamenn hljóðvarps og sjón- varps hafi hallaö réttu máli i fréttafrásögn og fréttaskýringum um atburðina i Chile. Teljum við, að slik opinber yfir- lýsing af hálfu útvarpsráðs, sé sérlega til þess fallin að skaða Rikisútvarpið og starfsmenn þess. Andrés Björnsson, Gunnar Vagnsson, Guðmundur Jónsson, Pétur Guðfinnsson, Emil Björnsson, Margrét Indriðadóttir. Opið bréf til útvarpsráðs A fundi sinum mánudaginn 24. þessa mánaðar, gerði útvarpsráð samþykkt um fréttaskýringar i hljóðvarpi og sjónvarpi. Þessi samþykkt var samdægurs send öllum fjölmiðlum til birtingar. Þar sem við teljum, þetta óeðli- lega málsmeðferð og þar sem jafnfram er hér um að ræða mál, er varðar alla fréttamenn hljóð- Síðasti innritunardagur Innri.tun frá kl. 10—7. Reykjavik Simar: 20345, 25224 og 24959. Seltjarnarnes Simar: 84829 og 24959. Kópavogur og Hafnarfjörður Simar: 38126 og 24959. Keflavik Simi 2062 kl. 5—7. AFHENDING SKÍRTEINA. Reykjavik Brautarholt 4, l augardag 29. september og sunnudag 30. september kl. 1—7. Árbæjarhverfi í Félagsheimilinu mánudaginn 1. október kl. 4—7 Seltjarnarnes Félagsheimilinu, mánudag 1. október kl. 4—7. Kópavogur Félagsheimilinu (efri sal) sunnudag 30. september kl. 1—7 Keflavik Ungmennafélagshúsinu laugardag 29. september kl. 3—6. Selfoss Selfossbió þriðjudaginn 2. október kl. 4—7. 1 14444 T 25555 mmm BILALEIGA CAR RENTAL BORGARTUN varþs og sjónvarps viljum við taka fram eftirfarandi: 1. Okkur er fulljóst, að það er eitt af hlutverkum utvarpsráðs, að gagnrýna það sem ráðsmönn- um finnst miður fara i dagskrá Rikisútvarpsins. Það hefur og verið gert bæði i tið núverandi útvarpsráðs og fyrri útvarps- ráða. Þetta hefur hins vegar aldrei verið gert á þann hátt, að þeir fréttamenn, sem gagn- rýninni er beint að, sjái hana fyrst i dagblööunum. 2. 1 þessu tilviki, er gagnrýni út- varpsráðs algjörlega órökstudd og ekki byggð á frumkönnun heimilda. Útvarpsráð segir, að i fréttaskýringum um nýlega atburði i Chile, hafi stjórn- málasaga landsins ekki verið rakin á viðhlitandi hátt. Fyrir þessari fullyrðingu færir út- varpsráð hins vegar engin rök. Þá er sagt, að i fréttaskýring- um hafi veriö villandi ummæli. Fyrir þessu eru heldur ekki færð rök. 3. Eðlilegast heföi verið að leita skýringa hjá viðkomandi fréttamönnum á þeim ummæl- um, sem útvarpsráð taldi at- hugaverð. Þeir hefðu þá getað gert grein fyrir heimildum og rökstutt mál sitt. Þá og ekki fyrr, var það útvarpsráðs að meta hvort gagnrýna ætti við- komandi starfsmenn. 4. Sú aðferð, sem útvarpsráð valdi til þess að kom aðfinnsl- um sinum á framfæri, er væg- ast sagt mjög óvenjuleg og virðist valin beinlinis i þeim til- gangi að gera fréttamenn og fréttaskýrendur tortryggilega. 5. Við litum svo á, að samkvæmt gildandi lögum og reglum, heyri starfsemi fréttastofanna, fréttir og fréttaskýringar beint undir útvarpsstjóra. Þar eð út- varpsráð valdi ekki þann kost, aðræða við viðkomandi frétta- menn, hefði verið eðlilegust af- greiðsla málsins, að útvarps- ráð hefði beint þeim tilmælum til útvarpsstjóra, að hann kæmi þessum athugasemdum á framfæri við þá starfsmenn, sem hér um ræðir. Við teljum þessa málsmeðferð þvi óvirð- ingu við útvarpsstjóra og em- bætti hans. 6. Bréf þetta er sent útvarpsráði áður en fjölmiðlar fá það i hendur. Reykjavik, 26. sept. 1973 Gunnar Eyþórsson Jón Hákon Magnússon Eiður Guðnason Svala Thorlacius Guðjón Einársson Vilhelm G. Kristinsson Friðrik Páll Jónsson Arni Gunnarsson Þóra Kristjánsdóttir Sig. Sigurðsson Sigurlina Asbergsdóttir Ómar Þ. Ragnarsson Sonja Diego Kári Jónasson Baldur Óskarsson Jón Asgeirsson Asgeir Ingólfsson. Tekið skal fram, að ekki náð- ist til fréttamannanna Margrétar Jónsdóttur og Ólafs Ragnars- sonar, sem eru erlendis. AuglýsícT í Tímanum DAUÐINN ER EKKI ÞAÐ VERSTA NEYSLA ÁFENGIS GETUR EYÐILAGT LÍF ÞITT OG ANNARRA KOMIÐ OG KYNNIST FRJÁLSU FÉLAGSLÍFI ÍSLENSKRA UNGTEMPLARA SUNNUDAGINN 30. SEPTEMBER Nánar auglýst 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.