Tíminn - 28.09.1973, Blaðsíða 11
Föstudagur 28. september 1973
TÍMINN
n
■
Atriði i tölubúðiuni,
sem Christofer vinnur i.
Rurik Haraldsson og Valur
Gislason ræðast við.
V
Margréti Guðmundsdóttur,
Sigriði Þorvaldsdóttur, Árna
Tryggvason o. fl.
Þýðandi er Jökull Jakobsson,
leikstjóri Sve.inn Einarsson og
leikmynd gerði Steinþór Sigurðs-
son. Þetta mun vera frumraun
þeirra á fjölum Þjóðleikhússins,
en allir hafa verið þekktir starfs-
kraftar hjá Leikfélagi Reykjavik-
ur. Búninga teiknaði Lárus
Ingólfsson. k. J.
14 fengu
verðlaun
— 43
viður-
kenn-
ingu
AD undanförnu hafa 4 klúbbarnir
ÖRUGGUR AKSTUR á Vest-
fjörðum haldið aðalfundi sina.
Fyrsti fundurinn var i Bjarkar-
lundi 20. sept. — næsti á isafirði
daginn eftir — þriöji á Flateyri
sunnud. 23. sept. — og sá fjórði og
siðasti á Patreksfirði.
A þessum fundum voru m.a. af-
hent 43 viðurkenningarmerki
Samvinnutrygginga fyrir 5 ára
öruggan akstur, 27 til eigenda t-
merktra bifreiða óg 16 til eigenda
B-merktra bifreiða.
Á sama hátt voru afhent sam-
tals 14 verðlaun fyrir 10 ára
öruggan akstur, 6 til Isfirðinga og
8 til Barðstrendinga. Þá hlaut
sinn maðurinn i hvorri sýslu 10
ára verðlaun i annað sinn fyrir
öruggan akstur.
Á öllum fundunum urðu
umræður um umferðaröryggis-
mál og sýnd var litkvikmynd
umferðarráðs „Vetrarakstur”,
með islenzku tali. Að vanda voru
veitingar i boði klúbbanna.
Stjórnir klúbbanna voru allar
endurkjörnar, og eru formenn
þessir: A Isafirði Guðmundur
Sveinsson netagerðarmeistari, á
Núpi i Dýrafirði Gunnar Guð-
mundsson vélstjóri á Þingeyri og
á Patreksfirði Guðmundur Þ.
Sigurðsson lögregluþjónn.
Málverka-
sýning
á Akranesi
SIÐASTLIÐINN laugardag opn-
aði Hjálmar Þorsteinsson mál-
verkasýningu i bókhlöðunni á
Akranesi. Á sýningunni eru um 50
myndir, oliumálverk og vatns-
litamyndir, flestar málaðar á
þessu ári. Siðastliðinn vetur
dvaldist Hjálmar i Danmörk og
Frakklandi og kynnti sér þar
myndiðarkennslu, auk þess sem
hann heimsótti listasöfn i
Danmörku, Þýzkalandi og
Frakklandi.
Sýningin á Akranesi hefur verið
vei sótt og nálega helmingur
myndanna selzt. Hún er opin dag-
lega frá kl. 14-22, en henni lýkur
nú á sunnudagskvöld.
muna
Millimetrar skipta ekki alltaf
máli. En þegar þú kaupir f<
hafa þeir sitt að segja.
Nokkurra millimetra munur
breidd horna og staðsetningu
vasa gerir mun á glæsilegum
jakka og sviplausum.
Kóróna jakkar eru framleidd
eftir fullkomnasta stærðakerfi,
sem völ er á. Þú færð þá í
þínu númeri. Og snið þeirra
gefa þér rétt útlit: Sídd,
innsnið, vasar - ailt eins og
maður dagsins hefur það
UPP Á MILLIMETRA!