Tíminn - 28.09.1973, Blaðsíða 9
Föstudagur 28. september 1973
TÍMINN
9
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson ^ábm.), Jón Hejgason, Tómas Karlsson,
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusími 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuöi innan lands,
i lausasölu 22 kr. eintakið.
Blaöaprent h.f
V i _____________________ -
Lög um landbúnað
Meðal þeirra mála, sem verða til meðferðar
á næsta þingi, verða frumvörp, sem varða
ábúð og sölu jarða. Þau voru lögð fram rétt
fyrir þinglokin siðastl. vor og verða nú endur-
flutt að nýju. Með þeim verður m.a. stefnt að
þvi, að koma i veg fyrir jarðabrask, sem gæti
reynzt hættulegt landbúnaðinum. Einnig er
þeim ætlað að tryggja bændum sanngjarnt
verð fyrir eignir sinar, ef þeir verða að hverfa
frá þeim, án þess að geta fengið eðlilegt verð
fyrir þær.
Bæði þessi frumvörp hafa verið undirbúin
fyrir frumkvæði núv. landbúnaðarráðherra,
Halldórs E. Sigurðssonar, Þótt ekki séu nema
rúm tvö ár siðan hann varð landbúnaðarráð-
herra hefur hann verið mjög athafnasamur á
sviði landbúnaðarlöggjafarinnar. Þannig hafa
verið sett i ráðherratið hans bæði ný jarðrækt-
arlög og ný búfjárræktarlög. I hinum nýju
jarðræktarlögum er að finna ýmsar nýjungar,
eins og t.d. stuðning til vatnsveitna hjá einstök-
um bændum, stuðning við hagaræktun, sem
ætti að leiða til aukinnar gróðurverndar,
stuðning við hagagirðingar og stuðning við
kölkun túna, en rannsóknir sýna, að hennar er
viða mikil þörf. í hinum nýju búfjárræktarlög-
um felast ýmsar breytingar, sem eiga að auð-
velda, að bændur geti betur hagnýtt sér nú-
timaþekkingu og tækni við búfjárkynbætur.
Af öðrum lagabreytingum, sem hafa verið
gerðar i tið núv. landbúnaðarráðherra, má
nefna þá breyt.. á lögum við bann á innflutn-
ingi búfjár, að heimilað er að flytja inn holda-
nautasæði. Eldi holdanauta getur þvi átt eftir
að verða veruleg búgrein. Þá hefur lögunum
um lifeyrissjóð bænda verið breytt, m.a. með
það fyrir augum, að tryggja betur rétt
aldraðra bænda. Auknar hafa verið heimildir
jarðeignasjóðs til að kaupa jarðir af bændum,
sem eru i erfiðri fjárhagsaðstöðu. Þá hefur
bjargráðasjóður verið efldur með sérstakri
lagabreytingu. Jafnhliða þessu hafa svo verið
undirbúnar viðtækar lagabreytingar á öðrum
sviðum. Áður er vikið að frumvörpunum um
ábúð og sölu jarða. Lögin um framleiðsluráð
landbúnaðarins hafa verið endurskoðuð, en
samkomulag hefur enn ekki náðst milli
stjórnarflokkanna um viss atriði hins nýja
frumvarps.
Þá hafa verið gerð frumdrög að lögum um
orlof bænda og hafa þau verið send búnaðar-
félögunum til athugunar og umsagnar áður en
til flutnings kemur á Alþingi.
í samræmi við umræður, sem urðu á siðasta
Búnaðarþingi, hefur landbúnaðarráðherra
skipað nefnd til að endurskoða alla búnaðar-
fræðslu i landinu, en búnaðarfræðslan verður
nú stöðugt þýðingarmeiri sökum vaxandi
þekkingar og tækni. Þá er verið að undirbúa
byggingu búnaðarskóla á Suðurlandi.
Siðast, en ekki sizt, er svo að nefna það, að
sérstök nefnd, sem var skipuð haustið 1971,
vinnur nú að þvi, að gera heildaráætlun um
alhliða landgræðslu og landnytjar. Þetta er eitt
hiðmerkasta mál, sem nú er á dagskrá þjóðar-
innar. Komið hefur til orða, að þetta mál verði
afgreitt á væntanlegu þjóðhátiðarþingi næsta
ár.
Þ.Þ.
Grein úr U.S. & World Report:
Eru miklar loftlags-
breytingar í vændum?
Það gæti haft hin örlagaríkustu áhrif
Frá þurrkasvæAinu I Scnoj>al.
AUKNAR líkur á veruiegum
loftslagsbreytingum virðast
koma fram víða um heim.
Þurrkaskeið, stórflóð og
stormar ganga yfir. Jafn-
framt verður vart langtima-
breytinga á hita og úrkomu.
Allt eru þetta drættir i sömu
myndinni. Sérhver meiri-
háttar breyting gæti haft mjög
örlagarik áhrif á matvæla-
framleiðslu og velferð mill-
jóna manna.
Hið þurra, hrjóstruga svæði
sunnan Sahara-eyðimerkur-
innar er ljóst dæmi um breytt
veðurfar. Þar hefir að undan-
förnu gengið yfir langvinnari
þurrviðrakafli en sögur fara
af áður og hungursneyð hefir
vofað og vofir enn yfir millj-
ónum manna á þessum land-
svæðum.
Visindamenn halda fram, að
jaðar eyðimerkurinnar þokist
um þrjátiu milur suður á
bóginn ár hvert, bithagi og
ræktarland blási upp og
borgir eyðist.
MARGSKONAR illviðri
gerðu vart við sig i Bandarikj-
unum siðastliðið vor. Meðal
annars má nefna mannskætt
hriðarveður i Colorado,
nálega 400 hvirfilbylji tii og
frá um meginlandið, stórflóð i
Missisippidalnum og mikla
snjókomu viða i suðurfylkjun-
um.
Miklu hærra er i vötnunum
miklu á landamærum Banda-
rikjanna og Kanada en tiðast
áður, en stórviðrin I vor
skoluðu burtu vænum spildum
af strandlengju þeirra, eyði-
lögöu meðal annars nokkra
þjóðvegarkafla og eyddu
heimilum nokkurra manna.
Allmörg undangengin ár
hafa vetur verið mildir á
austurströnd Bandarikjanna
en nokkuð harðir á vestur-
ströndinni. Þetta er öfugt við
það, sem gerðist áratuginn
þar á undan.
ÞURRKUR háði veruiega á
allbreiðu belti i Rússlandi,
Indlandi og Kina árið sem leið
og olli uppskerubresti á mikil-
vægum korntegundum. óttazt
er, að uppskera sé einnig léleg
I haust.
Uppskeran i Pakistan
verður einnig rýr i ár, en það
stafar ekki af þurrki. Þar urðu
mestu flóð, sem sagnir eru um
I fjörutiu ár, kornuppskera
skolaðist burt og að minnsta
kosti 15 þúsund manns fórust.
Gifurlegt tjón varð einnig af
flóðum i fyrra I Mexikó, Túnis
og Kóreu.
Óvenjulega og óeðlilega
köld tið háir verulega ræktun
ýmissa fæðutegunda i Japan,
en þar má ekki miklu skeika i
þvi efni. Þvi er og spáð, að
veðurfar haldi áfram að kólna
þar um sinn að minnsta kosti.
VEÐURFAR hefir verið
óvenjulegt á ákveðnum
svæðum að undanförnu, en
veðurfræðingar eru einnig að
athuga um likur á langvarandi
breytingum. Til dæmis hefir
veður farið hægt og hægt kóln-
andi á norðurhveli siðan um
1940. Jafnframt hefir orðið
votviðrasamara en áður
umhverfis miðbaug, en
úrkoma orðið enn minni á
þurrviðrisbeltunum siðastlið-
inn áratug, en hún varð
nokkru sinni á fyrra helmingi
aldarinnar.
Einnig verður vart reglu-
bundinna breytinga á veður-
fari á ákveðnum fresti. Nefna
má sem dæmi þurrkana, sem
komið hafa á tuttugu ára fresti
á sléttunum miklu i Banda-
rikjunum og valdið verulegu
tjóni. Þessi þurrkaskeið hafa
gengið reglulega yfir siðan
fyrir borgarastyrjöld. Benda
má á þurrkana upp úr 1930 og
þurrkana i suð-vestur-
fylkjunum upp úr 1950. Nú eru
liðin meira en tuttugu ár siðan
að þurrkaskeið skall á siðast
og sumir sérfræðingar um
veðurfar eru þvi farnir að
brjóta heilann um, hvort ekki
séu einhverjar alvarlegar
veðurfarsbreytingar þarna að
verki.
HVAÐ boðar þetta svo i
heild?
Hinn kunni evrópski lofts-
lagsfræðingur dr. H. H. Lamb
litur svo á, að ef til vill séu að
verða meiri og viðtækari
veðurfarsbreytingar en áður
hafa orðið siðan á átjándu öld.
Dr. Murray Mitchell yngri
segir:
„Stormar hafa gengið yfir á
annan veg en áður. Regnbelti
ganga hægar yfir en áður. Það
veldur flóðum á sumum
svæðum og ofþurrki annars
staðar, en við vitum bara ekki,
hvað veldur.
Ef þessi fyrirbæri halda
áfram að valda erfiðleikum
viða um heim allmörg ár enn
er að minu viti timabært að
fara að hugleiða, hvort veru-
legar og varanlegar veður-
farsbreytingar séu að verða á
jörðinni”.
Blaðamaður frá U.S. News
& World Report leitaði til
margra sérfræðinga og dr.
Mitchell var á sama máli og
flestir þeirra i þvi efni, að
nokkur dæmi um undarlegt og
fágætt veðurfar þurfi ekki
endilega að boða alvarlegar
og varanlegar loftslags-
breytingar á jarðkringlunni.
SÉRFRÆÐINGAR um veð-
ursögu benda á, að hlýinda-
skeið á jörðinni standi venju-
lega um tiu þúsund ár. Nú er
taiið, að núverandi hlýinda-
skeið hafi einmitt hafizt fyrir
um það bil tiu þúsund árum.
Ýmsir visindamenn vilja
þvi halda fram, að gera megi
ráð fyrir, að veðurfar taki að
kólna verulega ef marka megi
söguna. Langsennilegast er
þó, að slik breyting gerðist
smátt og smátt og tæki að
minnsta kosti nokkrar aldir.
Við ættum að hafa yfrið nægan
tima til undirbúnings ef alvar-
leg breyting væri að hefjast,
segir dr. Mitchell.
Hitt veldur ekki minni heila-
brotum i sambandi við lang-
timaspár, hvað hrindi veður-
farsbreytingunum af stað. Dr.
Helmut Landsberg hjá Mary-
landháskóla segir i þvi
sambandi :
„Ahrif hafs og andrúmslofts
hvors á annað valda sennilega
óstöðugleika veðurfarsins,
ásamt ótölulega mörgu öðru
auðvitað. Hafið tekur við hita
og varðveitir hann lengur en
andrúmsloftið og dregur
áhrifin þannig á langinn.
Langvarandi breytingar
verða sennilega vegna utan-
aðkomandi áhrifa eins og
breytingar á orkuútstreymi
frá sólinni”.
VISINDAMENN bera einnig
á borð þá kenningu, aö
möndull jarðar vaggi eitthvað
til á þúsund árum og snúi þá
öðru skauti jarðar eilitið frá
sólu en hinu að henni. Þetta
valdi Isöldum eða hlýviðra-
skeiðum.
Nokkrir visindamenn and-
mæla þvi, að sumar hneigðir i
veðurfari kunni hvað þá þurfi
að boða alvarlegar og örlaga-
rikar breytingar á veðurfari
jarðar. Og flestir veður-
fræðingar vilja forðast djarfa
spádóma.
Dr. Jerome Namias hjá
Hafrannsóknastofnun Scripps
I Kaliforniu annaðist fyrr meir
langtimaspár um veðurfar.
Hann tekur i sama streng og
fjölmargir starfsbræður hans
þegar hann segir:
,,Við vitum ekki skýr svör
við spurningum um veðurfar
og loftslag hnattarins fyrri en
aðviðhöfum fengið nægilegar
upplýsingar og gefizt tóm til
að kanna þær... Veðurfar kann
að vera að breytast á jörðinni,
en okkur skortir vitneskju til
þess að dæma um, hvort svo sé
I raun og veru, eða hvers
vegna, ef sú verður raunin”.