Tíminn - 28.09.1973, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Föstudagur 28. septembcr 1973
Fyrri hluti ferðamálaáætlunar fyrir Island
Kostar 12% árleg aukning
ferðamanna 2.250 millj. kr?
í fyrri hluta áætlunarinnar kemur
m.a. fram eftirfarandi:
% ísland hefur litla möguleika
sem skíðaland.
Reiknað er með, að útlendingar
noti 1 af hverjum 6 laxveiðidög-
um.
sjc Silungsveiði gefur góða mögu-
leika, og gæti dregið til sín 4000
erlenda veiðimenn 1980.
j}c Ráðstefnugestum hér gæti
fjölgað úr 2.700 árið 1972 í 10.000
fyrir árið 1980.
í áætluninni er m.a. lagt til, að
gripið verði til eftirfarandi að-
gerða:
;jc Reist verði menningarmiðstöð
með jarðfræði- og sögusafni,
veitingahúsi og upplýsinga- og
ferðaskrifstofu.
^c Komið verði upp gömlu is-
lenzku þorpi, með gistirými
fyrir ferðamenn, í nágrenni
Reykjavikur — t.d. á Korpúlfs-
stöðum.
ífc Komið verði upp ferðamanna-
miðstöð, aðstöðu til skiðaiðk-
ana, fiskveiða, ráðstefnuhalds
og heilsuræktar. Hentugt væri
að hafa hana við Botnssúlur.
Kyggja þarf 200 herbergja
fyrsta flokks hótel i Reykjavik,
auk annarrar aukningar á gisti-
rými.
EJ—Heykjavík. — Eins og fram
kom i blaftinu i gær cr nú lokift
fyrri hluta áætlanagerðar um
ferðamál á islandi, en unnið er að
þessari áætlanagerð á vegum
þróunarsjóðs Samcinuðu þjóð-
anna.
Megintilgangur með áætlunar-
gerðinni er, að kanna á hvern hátt
hægter að vinna að hóflegri fjölg-
un erlendra ferðamanna til ts-
lands, og finna leiðir til að auka
ferðamannastrauminn vor og
haust og lengja þannig ferða-
mannatlmann.
Strax I upphafi voru 4 þróunar-
sviö valin til sérstakrar athugun-
ar, þ.e.: 1. Skíðasvæði. 2. Vötn, ár
og sjór til fiskveiða. 3. Ráðstefnu-
og funda-aðstaða. 4. Jarðhiti til
heilsuræktar.
Sameinuöu þjóðirnar völdu
bandariska frfyrirtækið Checchi
& Co til að annast fyrri hluta
áætlanagerðarinnar, og hefur
fyrirtækið skilað skýrslu.
Meginniðurstaðan
Meginniðurstaða fyrirtækisins
er sú, að stefna béri að 12% ár-
legri aukningu erlendra ferða-
manna til Isiands fram til ársins
1980. Þetta þýðir, að fjöldi er-
lendra ferðamanna, sem 1972 var
um 3000, verði eftir 5 ár um 8000
og árið 1980 um 15.400.
Næsta áratug á eftir — þ.e.
1980-1990 — er hins vegar talið
rétt að stefna að 8% árlegri aukn-
ingu.
Til þess að ná aukningu telur
fyrirtækið, að ráöast þurfi I fram-
kvæmdir, sem nema alls 2.250
milljónum króna, og er í skýrsl-
unni gerð nokkur grein fyrir þeim
framkvæmdum, sem til greina
koma.
Áætluð eftirspurn
t skýrslunni er nánar rakið,
hver verði áætluð eftirspurn
feröamanna á þeim fjórum
þróunarsviðum, sem áður eru
nefnd, og fer nú sú áætlun hér á
eftir I mjög samandregnu formi:
Erlendir skiðamenn eru
enn fámennir á íslandi.
Fjöldi erlendra skiðamanna,
sem Jíoma til tslands nú, er mjög
lltilí. Jafnvel þó að byggt væri
fyrsta flokks sklðamiðstöð, má
ekki búast við nema litlum hópi
sklðamanna, t.d. 200 manns á ári
næstu fimm árin. Þessi fjöldi
kynni að vaxa I 400 árið 1980. Þró-
un skiðastaða er þvi aðeins
réttlætanleg fyrir heimamarkað.
Reykjavik ein hefur að minnsta
kosti 10 þúsund skiðamenn ef
dæmt er eftir þeim fjölda skiða,
sem seld hafa verið, á undanförn-
um árum.
1 af 6 laxveiðidögum
fyrir útlendinga
Fjöldi útlendra veiðimanna,
sem koma til landsins, mætti
auka úr 400 i 800 á næstu fimm ár-
um og upp I 1.000 árið 1980. Lax-
veiðitiminn er á sama tima og
aðalferöatiminn. Tilraunir til að
auka laxveiðar, auka þvi enn á
þrengslin á hótelunum. Það sama
gildir ekki silingsveiðimenn.
Aætlað er, aö meö réttri þróun og
kynningu, mætti fá hingað 2.000
veiðimenn á ári eftir fimm ár og
4.000 áriö 1980. Þar sem veiðitim-
inn er hér miklu lengri, frá 1.
febrúar til 26. september, gætu
þessir veiðimenn komið utan
aöalferöamannatimans. Búizt er
við, að erlendir laxveiðimenn
muni nýta einn af hverjum sex
veiðidögum i framtiðinni.
Ráðstefnuhald gefur
mesta möguleika
Mestir möguleikar eru taldir á
aukningu ráðstefnuhalds á Is-
landi. Talið er að ýmiss konar
ráðstefnu- og fundargestir hafi
verið 2.700 árið 1972. Með réttu
skipulagi og kynningarstarfsemi
ætti sá fjöldi að geta vaxið i 5.000
innan fimm ára og 10.000 fyrir
1980. Sérstaklega ætti að beina
ráöstefnum á tfmann utan aðal-
ferðamannatimans, og gætu þær
háft mikil áhrif i þá átt að lengja
hann. Hvað heimamarkaði við-
kemur er það siður, að halda
fundi og þing seinni hluta vetrar.
Ráðstefnuaðstaða, sem byggö
yrði, gæti þvi reiknað meö ein-
hverjum innanlandsviðskiptum,
utan aðalferðamannatimans.
Markaðsmöguleikar fyrir
ferðamannamiðstöð (multi-
purpose resort), sem nýtti jarð-
hitann til baða og sunds, og nýtti
viö hlið þess skiðaaðstööu og
veiðar og hefði möguleika fyrir
ráðstefnur, virðast mjög góðir.
Engin slik stofnun er til, eins og
er, og fékk hugmyndin mjög góð-
ar undirtektir hjá fróðum mönn-
um i ferðamálum erlendis.
Ákveðnir spádómar um þann
fjölda sem slik stofnun gæti dreg-
ið til sin, hafa ekki verið gerðir.
Aætla má aö stofnun með 200 her-
bergi gæti dregið að 7500 gesti, þó.
aö nýting væri aðeins 50%. Lang-
ur biðlisti á hælið i Hverageröi
gefur til kynna þann mikla
heimamarkað, sem er fyrir
heilsuhæli. Læknar á lslandi gætu
aukið þann markað verulega, ef
þeir fengju tækifæri til að kynnast
læknisfræðilegri notkun baöa,
sem er mjög háþróuð i Evrópu.
Helztu framkvæmdir
sem nauðsynlegar eru
1 skýrslunni er svo farið laus-
lega út i helztu framkvæmdir,
sem nauðsynlegar eru taldar til
þess að um þessa auaukningu á
ferðamannnastraumi verði að
ræða — en nánari útfærsla á þeim
framkvæmdum biður siðari hluta
áætlunafinnar, sem á að vera til-
búinn 1975.
1 samandregnu formi eru hug-
myndir hins bandariska fyrirtæk-
is þessar:
Menningarmiðstöð
Kynna þarf betur hinar
einstæðu náttúruauðlindir Islands
og sögu. Menningarmiðstöð, með
jarðfræðisafni og sögusafni, sem
rekur sögu Islands frá byrjun,
myndi skýra fyrir ferðafólki hvað
er sérstakt við tsland.
1 slikri miðstöð þarf að vera
veitingahús, þar sem islenzkur
matur er kynntur, upplýsinga-
skrifstofa og ferðaskrifstofa. Slik
miðstöð gæti ýtt undir fólk að
dveljast lengur og gæfi þvi aukinn
skilning á landi og þjóð.
Ef menningarmiðstöðin starf-
aöi allt árið um kring, myndi hún
veita ferðamanninum, sem kem-
ur utan aðalferðamannatimans,
nokkra hugmynd um landið, sem
yrði honum hvatnig til að koma
aftur og skoða sig betur um. Jarö-
fræöisafnið mætti reka að miklu
leyti með styrkjum og framlögum
alþjóðlegra visindastofnana, ef
starfrækt, væri við hlið þess
rannsóknarstöð I jarð-, veður- og
haffræði.
Gamalt islenzkt þorp
1 framhaldi af menningarmið-
stöðinni er lagt til að komið verði
upp gömlu islenzku þorpi, þar
sem gistirými sé fyrir ferða-
menn, einhvers staðar i nágrenni
Reykjavikur. Hugmyndir um
,,lifandi sögu” verða stöðugt vin-
sælli. Eftirlikingar af fornum
byggingum eru notaðar I nútima-
tilgangi, svo að sagan verður
áþreifanleg. Hundrað he'rbergja
hótel má teikna þannig að það
falli inn i útlit þorpsins, sem
byggt veröi undir umsjón sagn-
fræðinga. Þorpið sjálft verði
skipulagt, þannig að þar megi
reka handiðnir, verzlanir,
veitingahús, bari og skemmti-
staði Staðurinn á að vera
nálægt vatni og meö eins fá
merki nútima menningar i
nágrenninu og mögulegt er.
Margt bendir til, að byggingar
Reykjavikurborgar á Korpúlfs-
stööum fullnægi mörgum af þess-
um skilyrðum.
Fjölbreytileg ferða-
mannamiðstöð
1 sama anda má tengja tsland
við náttúruauðlindir sinar, með
þvi aö byggja meiri háttar fyrsta
fiokks ferðamannamiðstöð. Þar
mætti gera nýtízkulega hluti i ein-
angruöu samfélagi yfirbyggðra
garða og húsa, sem byggist á nýt-
ingu jarðhita.
Með hugmyndinni um ferða-
mannamiðstöö er gert ráð fyrir
aöstöðu fyrir fólk, sem hefur
áhuga á einum eða öllum þáttum i
starfseminni, skiðaiðkunum,
fiskveiðum, ráðstefnum eða
heilsurækt. Mismunandi hópar
fólks, við mismundandi athafnir,
benda til aö hentugt væri að
skipuleggja miðstöðina i kring
um stóra hvelfingu, þar sem væri
eins konar sameiginlegur garöur
með hitabeltisgróöri. Reksturinn
byggist á þvi að heilsuræktarað-
staðan sé rekin allt árið. Islend-
ingar noti skiðaaðstöðuna að vet-
rinum, ráðstefnur séu vor og
haust, og almennir ferðamenn
yfir sumarmánuðina. Staðarval
virðist æskilegast nálægt Reyka-
vfk til að þjóna þeim markaði, og
stutt frá Keflavik, vegna erlendra
þinga og funda. staðsetning við
Botnssúlur er hentug vegna góðs
skiðalands, náttúrufegurðar,
jarðhita i nágrenninu og nágrenn-
is við Reykjavik og Keflavik.
Nýtt hótel i Reykjavik
Samhliða þessu þarf fram-
kvæmdir, þar sem farnar eru
troðnari slóðir.
Fyrsta flokks 200 herbergja
hótei I Reykjavik til að fullnægja
þeim þörfum, sem fyrir hendi
eru. Hið opinbera þarf að leggja
til byggingarlóð og kynna fyrir-
tækið fyrir islenzkum og erlend-
um fjármálamönnum. Staðsetn-
ing við eöa i menningarstöðinni
værði báöum aðilum til hags,
hóteiinu og miðstöðinni. Hótelið
gæti haft ráðstefnuaðstöðu til að
bæta markaðsaðstöðu sina.
Til að mæta hinni miklu þörf
fyrir gistirými i Reykjavik þyrfti
að gera áætlanir um verulega
fjöigun herbergja með sérbaði i
heimavistum menntastofnana i
Reykjavik i samræmi við þarfir
þeirra. Baöherbergin yrðu að
teljast fjárfesting i ferðamálum,
sem ekki ætti að greiðast af
skólabyggingafé. Sá efnahagsiegi
ávinningur, sem þannig næðist
við útgjöld ferðafólks, réttlætti
þessa viðbótarfjárfestingu.
Rikið styrki hótel úti á
landi
Þörf er á að veita sams konar
sumargistingu með baðherbergj-
um, utan Reykjavikur. Margir
staðir þurfa hótel árið um kring,
til að þjóna islenzkum sem
erlendum ferðamönnum. Hugsa
mætti sér, að hið opinbera legði
fram 50% af byggingakostnaði
slikra hótela, þar sem þeirra er
þörf, enda væru þau i eigu bæjar-
eða sveitarfélaga. Þaðeródýrt aö
leggja til tjaldsvæði, en þörfin er
brýn. Aukin hreinlætisaðstaöa og
skýli i óbyggðum eru nauðsynleg
vegna aukinna ferðalaga og úti-
lifs og umhverfisverndar á há-
lendinu. Jafnframt þarf þegar að
bæta skipulagningu fjallaferða til
aö koma i veg fyrir, að of margir
séu á sama staö á sama tima.
Kostnaður og leiöir til
fjármögnunar fylgja hér með fyr-
ir allar þær framkvæmdir, sem
hér hefur veriði fjallað um.
Kanna þarf möguleika á þessum
framkvæmdum, áður en þær eiga
að verða, stæðr þeirra og
fjármögnun og að þær falli inn i
samfellda þróunaráætlun.
Kostar 2.250 milljónir
1 heild þýða þessar fram-
kvæmdir fjárfestingu að fjárhæð
2.250 milljónir (25 millj. dollara).
Þar af yrðu 756 milljónir króna
(8.4 millj. dollara), fjármagnaðar
af islenzka rikinu, 720 milljónir
króna (8 millj. dollara) af alþjóð-
legum lánastofnunum. 144 millj.
króna (1.6 millj. dollara) af sjóö-
um og öðrum alþjóðlegum stofn-
unum, og 630 millj. króna (7.0
millj. dollara) frá einkaaöilum,
Islenzkum og erlendum.
Engar meginákvarðanir
fyrr en árið l975
Það kom fram á fundi Björns
Jónssonar, samgönguráöherra,
með blaðamönnum, þegar hann
sagði frá þessari skýrslu, að
endanlegar ákvaröanir um
meginatriöi i sambandi viö ferða-
málaáætlunina yrðu að biða loka-
skýrslunnar. Að sjálfsögðu verð-
ur áfram unnið að ýmsum mál-
um, sem ávallt eru i gangi, eins
og bættri aðstöðu á útivistarsvæð-
um, auknu hótelrými o.s.frv!, en
ákvarðanir um meiriháttar nýjar
framkvæmdir eins og t.d. sögu-
þorp biða til 1975.
Stýrimannaskóli
Vestmannaeyja
Nemendur Stýrimannaskóla Vestmanna-
eyja skólaárið 1973—74 mæti i Sjómanna-
skólanum laugardaginn 29. september kl.
2 e.h.
Skólastjóri.