Tíminn - 23.10.1973, Page 4

Tíminn - 23.10.1973, Page 4
4 TÍMINN Þriöjudagur 23. október 1973 Dó úr sorg Pablito Picasso, barnabarn meistarans Picasso, syrgði afa sinn svo óskaplega, að sögn, að hann tók inn stóran skammt af svefntöflum, og reyndi þannig að fyrirfara sér. Tilraunin mistókst, en hann var lagður á sjúkrahús, þungt haldinn. Eftir þriggja mánaða Nú er Katherine Hepburn orðin 63 ára og hefur hún nú hætt að leika i kvikmyndum. Siðast lék hún áriö 1970 i kvikmyndinni „Coco Chanel”. Var það ævi- saga tizkudrottningarinnar Chanel og lék Katherine hana En ævisaga Katherinu sjálfrar er ekki siöur efni i kvikmynd. Hún hefur lifað mjög marg- breytilegu lifi og alltaf verið óhrædd við að segja og gera það sem henni likaði sjálfri og ekki viljaö láta almenningsálitið hafa áhrif á sig eða lif sitt. Hún ólst upp i mjög borgaralegri fjölskyldu, en sem ung stúlka gerði hún uppreisn og fór heim- anað og gerðist leikkona. Hún þótti ekki sérlega lagleg. Hún var horuð, rauðhærð og skap- mikil og leikstjórar voru ekki mjög hrifnir af henni, þegar hún leitaði vinnu hjá þeim. Þá höfðu þeir ekki uppgötvað hvilik leik- kona hún var, en áður en þeir áttuðu sig, þá var hún orðin alger gullnáma fyrir þá, sem voru svo heppnir að hafa fest hana með samningi. Hún lék með Spencer Tracy og þau urðu ástfangin og það samband stóð yfir i 25 ár, eða þangað til að Tracy dó, en það var rétt eftir þrotlausa baráttu lækna fyrir lifi hans, urðu þeir loks að viðurkenna ósigur sinn. Dauð- inn hafði sigrað. A myndinni eru Pablito Picasso og móðir hans, Emilienne Lotte, skömmu áður en hann lézt, en dauði hans varð móðurinni þungt áfall. aö frumsýnd hafði verið mynd- in, sem þau léku i og hét „Gettu hver kemur til miðdegis- verðar”. t nokkur ár eftir dauða hans lék Katherine ekki neitt, en svo árið 1970 lék hún i mynd, sem kallaðist „Þannig á að temja ljón”. Fyrir leik i þeirri mynd fékk hún þriðju Oscar- verðlaun sin. Nú lifir Katherine Hepburn mjög rólegu lifi og býr i einbýlishúsi utan við New York. Söngvarinn ungi og vinkonan Ameriski söngvarinn David Cassidy, sem islenzkir sjón- varpsáhorfendur kannast við úr „Söngelsku fjölskyldunni” er nú I þann veginn að eyðileggja drauma þúsunda ungmeyja. David á nefnilega vinkonu, og eru þau talin trúlofuð. Hin ljós- hærða Gloria Galone veik varla frá honum i þriggja daga leyfi, sem söngvarinn eyddi á óþekktu hóteli i Englandi. Gloria virðist glöðog hress á myndinni, en þvi miður er ekki eins góð myndin af David, sem er þó myndarpilt- ur, eins og við þekkjum úr sjón- varpinu. Auður og hamingja fara ekki alltaf saman Paul Getty er áttræður, og hann er yfirleitt talinn rikastimaður veraldar, en hann er siður en svo hamingjusamur. Það hefur þvi sannazt á honum, aö hamingjan verður ekki keypt. Fimm sinnum hefur hann freistað gæfunnar i hjónabandi, en það hefur aldrei blessazt. Fyrir fimmtán árum skildi hann við fimmtu konuna sina, söngkonuna Louisu Dudley Lynch, og siðan hefur hann veriö einmana og vanasæll. — Eg vildi gefa aleiguna fyrir hamingjusamt hjónaband, segir Getty. Og aleigan hans er svo sannarlega ekkert smáræði. Hann er sagður eiga tíu milljarða dala i beinhörðum peningum, fyrir utan allar fast- eignirnar, Heimurinn er lítill! Við höfum oft heyrt sagt, að heimurinn væri lltill og þetta mundu þeir áreiðanlega sam- þykkja vinirnir tveir frá Gambiu i Vestur-Afriku. Gambia er minnsta rikið i Afriku, og er fólksfjöldi talinn þar rúmlega 350.000. Ebgahin Joof og Ebrahim Jobe áttu heima i sama þorpi og voru leik- bræður, en siðan skildu leiðir og þeir lögðu báðir land undir fót og fóru að skoða heiminn. Svo var það hér um daginn i anddyri lýðháskólans i Bollnæs i Svi þjóð, að undrunarhróp heyrðust og gleði-hlátrar. Þeir hittust þá þarna i Mið-Sviþjóð aftur æsku- vinirnir frá Gambiu, án þess að hafa hugmynd um veru hvors annars á þessum stað. Katherine Hepburn og Spencer Tracy voru elskendur í 25 dr : m • • : ' — Ég held að þú hafir horn i siðu minni, elsku Þór. — Ég fékk 16 ár fyrir að setja fót- inn fyrir konuna mina. Það var á efstu hæð i Eiffelturninum. DENNI DÆMALAUSI „Og einhvern tima koma milljón- ir manna til að heyra mig leika.” „Hvar ætlarðu að fá svo mikið af kökum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.