Tíminn - 23.10.1973, Page 23
Þriöjudagur 23. október 1973.
TÍMINN
AA-KYNNING I
AUSTURBÆJARBÍÓI
ALÞINGISMÖNNUM er einatl
boðið á ýmsar ráðstefnur og
fundi. Ekki er mögulegt að þiggja
öll slfk boð, en sannleikurinn er sá
að oft er næsta fróðlegt að fylgj-
ast með því, sem fram fer á stefn-
um áhugahópa ýmiskonar.
1 dag sat ég kynningarfund,
sem SAMSTARFSNEFND AA-
SAMTAKANNA A ISLANDI boð-
aði til i Austurbæjarbiói. Fimm
félagar samtakanna kynntu
starfsemi þeirra i stuttu en mjög
ljósu máli. öll höfðu þau á sinum
tlma orðið Bakkusi að bráð, en
náð fótfestu i lifinu á ný með hjálp
samtakanna.
Ýmsar fyrirspurnir komu
fram, sem fundarboðendur svör-
uðu greiðlega. Nokkurs misskiln-
ings gætti hjá sumum fundar-
gesta, sem virtust ganga út frá
þvi, og jafnvel gera kröfur til
þess, aö samtökin leystu flest
vandamál ofdrykkjunnar, allt frá
eftirliti á heimilum til reksturs
o Sovétríkin
það, félagar, aö ekki alls fyrir
löngu ákváðum við aö ganga
feti lengra i þvi skyni að sýna,
svo ekki veröi um villzt, góðan
vilja Sovétrikjanna i þessum
efnum. I júnimánuði s.l.
geröu miöstjórn KFS, Æðsta-
ráðið og sovézka rikisstjórnin
kinversku leiðtogunum tilboð
um, að geröur yrði samningur
milli rikjanna, þar sem báðir
aðilar skuldbindu sig til að
ráðast ekki hvor á annan a
lofti, láði eða legi, og jafn-
framt til að hóta ekki slikum
árásum.
Hvernig brugöust svo Kin-
verjar við þessu tilboði? Þeir
héldu áfram að básúna út um
allanheim „sovézku hættuna”
og lögðu sig ekki einu sinni
niöur við að svara þessari full-
komlega raunhæfu sovézku
tillögu.
Það er svo sem ágætt að tala
um bætt samskipti, en verkin
hafa þó úrslitaþýðingu. Þessi
verk mega að sjálfsögðu ekki
vera rógur um hinn aöilann og
tilraunir til afskipta á innan-
landsmálum háns. Slikt sam-
rýmist ekki okkar hug-
myndum um grundvöll fyrir
friösamlegri sambúð. Ef
orðin, sem sögð voru á kín-
verska flokksþinginu hafa ein-
hverja þýðingu verða að
fylgja þeim raunhæfar
athafnir.
Það fer ekki leynt, að sumir
stjórnmálamenn hafa upp á
siðkastiö reynt að njóta góðs
af óeðlilegum samskiptum
Sovétrikjanna og Kina. Sumir
þeirra vilja ýta kinversku
leiðtogunum út i enn harðari
deilur viö Sovétrikin, aðrir
þykjast hafa áhuga á bættum
samskiptum Sovétrikjanna og
Kina, en róa samt að þvi öllum
árum að auka mótsagnirnar
og stuöla að áframhaldandi
deilum.
Við álitum, að þessi pólitik
sé skammsyn og engum til
góðs. Versnandi samskipti
Sovétrikja og Kina væru ekki
aðeins þessum tveimur
rikjum til tjóns heldur og
öðrum rikjum.
Þannig er ástandið i
heiminum i dag, allt er hvað
öðru tengt og utanrikis-
aðgerðir eins eða annars rikis
geta haft ófyrirsjáanlegar
afleiðingar i öðrum heims-
hlutum.
1 dag höfum við meiri
ástæðu en nokkru sinni til að
endurtaka kenningunaa sem
Sovétrikin hafa varið ára-
tugum saman i utanrikispóli-
tik sinni: Friðurinn er
ódeilanlegur.
Þeir, sem lýsa þvi yfir i
einum heimshluta að þeir
styðji slökun spennu og
alþjóðlegt samstarf, en stuðla
i öðrum heimshlutum að
spennu og vantrausti, starfa
vægast sagt ekki i þágu
heimsfriðarins, þ.e. i þágu
mannkyns.
(APN)
hæla eða sjúkrahúsa fyrir
drykkjusjúka.
Starf AA-samtakanna er fyrst
og fremst fólgið i þvi að veita
þeim skjól og styrk, sem sjálfir
vilja freista viðnáms á hálli braut
vindrykkjunnar. — Er þar og um
ærin starfsvettvang að ræða, þvi
sem betur fer eru þeir margir,
sem á mismunandi stigum
drykkjuvanans vilja stinga við
fótum. Aftur á móti kom það
glöggt i ljós i fyrirspurnum og
svörum, að ýmsir meðlimir sam-
takanna, hver i sinu lagi, inna af
hendi margvisleg hjálparstörf.
Þrennt var það i málflutningi
og framkomu þeirra.er þarna töl-
uðu, sem vakti sérstaka athygli
mina.
Það var i fyrsta lagi, hvað allir
ræðumenn lögðu mikla áherzlu á,
aö til þyrfti aö koma allt i senn,
eigin vilji, stuðningur og sam-
hjálp samtakanna og trú og bæn,
ef verulegur árangur ætti að nást.
I annan staö var það sá, að min-
um dómi, hófsaimi og raunsæi
málflutningur, sem þarna átti sér
stað. — AA samtökin eru ekkert
„patent” sagði fólkið. Megintil-
gangur okkar er að hætta og
hjálpa öðrum til að hætta, sagði
einn ræðumanna. Annar sagði:
Ég fékk styrk til að sætta mig við
það, sem ég ekki get breytt og
hjálp til að breyta þvi, sem ég ræð
við. Og það var brugðið upp mynd
af þvi, hversu menn yrðu að þok-
ast áleiðis dag frá degi, en gætu
ekki vænzt skyndisigra á skömm-
um tima.eöafrelsunar úr fjötrum
drykkjuvanans i eitt skipti fyrir
öll um langa framtið.
Loks var það svo fólkið sjálft,
sem þarna kom fram. — Bakkus
hafði auðsjáanlega ekki valið af
verri endanum, þegar hann helg-
aöi sér þetta fólk á sinum tima.
Og þegar maður svo hugsar út i
það, að AA smtökin hrifa árlega
úr klóm vinguðsins hóp af svona
fólki, hjálpar þvi að finna sjálft
sig og sina, og verða á ný nýtir
þegnar i islenzku þjóðfélagi, þá
dylst engum, að þessi samtök
vinna mikið og göfugt starf, þótt
þau láti litið yfir sér.
Það var upplýst á fundinum, að
AA samtökin i Reykjavik halda
uppi reglubundinni starfsemi, og
er simanúmer þeirra tiltölulega
auðfundið i simaskránni.
Með þökk fyrir fræðsluna.
21. október 1973.
Vilhjálmur Hjálmarsson
Vegna jarðarfarar
Einars Pálssonar, skrifstofustjóra, verður
stofnunin lokuð frá kl. 12 á hádegi þriðju-
daginn 23. október 1973.
Raunvisindastofnun Háskólans.
Sauðf járræktar-
námskeið
Búnaðarsamband Austurlands hefur
ákveðið að gangast fyrir 10 daga nám-
skeiði i sauðfjárrækt að Skriðuklaustri.
Námskeiðið hefst 19. nóvember.
Fyrirlesarar verða ráðunautar Búnaðar-
félags íslands og sérfræðingar Rannsókn-
arstofnunar Landbúnaðarins. Væntanleg-
ir þátttakendur snúi sér til formanna
Búnaðarfélaganna eða til Búnaðarsam-
bands Austurlands sem fyrst.
Búnaðarsamband Austurlands.
m
)r. I,
V'V.
<•5
M.
£5
>1
•i":
;;v
'fj■
s
; i^r';
\ r*',
y-y
. ri ;
4 r
* *.»
I
Auglýsing um
úthlutun lóðar
undir veitingahús
í Árbæjarhverfi
Fyrirhugað er að úthluta lóð undir veit-
ingahús i aðalverzlunarmiðstöð Ár-
bæjarhverfis.
Veitingahúsið er á tveimur hæðum 380
ferm hvor hæð.
Taka skal fram i umsókn um fyrri veit-
ingarekstur eða störf umsækjenda. Þá
skal gera grein fyrir byggingarmögu-
leikum umsækjanda.
Umsóknarfrestur er til 5. nóvember nk.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á
skrifstofu borgarverkfræðings i Skúla-
túni 2, 3. hæð.
Lóðanefnd
Reykjavikurborgar.
&
&
.> *.
r$i
•ri''
€
$
i
Kjördæmisþing Austurlandi
Kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi verður
haldið i félagsheimilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði helgina 27. og
28. okt.n.k. Þingið verður sett kl. 15 á laugardag. Venjuleg
þingstörf.
Gestir þingsins verða: Einar Agústsson.utanrikisráðherra,
Steingrimur Hermannsson, alþingismaður, Ólafur Ragnar
Grimsson, prófessor og Elias S. Jónsson, formaður SUF.
Dagskráin auglýst nánar siðar.
Félagsmálanámskeið
í Búðardal
Félagsmálanámskeiö verður haldið i Dalabúð i Búðardal
dagana 2-8 nóv. n.k. Leiðbeinandi verður Kristinn Snæland.
Upplýsingar gefur Kristinn Jónsson Búðardal.
__________________________________________________J
r
v.
Félagsmálanámskeið
á Snæfellsnesi
Félagsmálanámskeið veröur haldið 25. til 30. okt. fyrir
ólafsvik, Hellissand og nágrenni. Tekið verður fyrir ræðu-
mennska, fundarreglur og fundarstjórn. Leiðbeinandi
verður Kristinn Snæland. Upplýsingar gefa Þorgeir Arna-
son Hellissandi og Stefán Jóhann Sigurðsson, Ólafsvik.
Félag framsóknarkvenna
í Reykjavfk og Freyja, félag
framsóknarkvenna í Kópavogi
halda sameiginlegan fund að Hallveigarstöðum miðvikudag-
inn 24. okt. n.k. kl. 20.30.
FUNDAREFNI: Guðrún Erlendsdóttir, lögfræðingur, skýrir
frá nefndaráliti, greinargerð og frumvarpi til laga um fóstur-
eyðingar og ófrjósemisaögerðir, og svarar fyrirspurnum þvi
viðvikjandi.
Stjórnir félaganna.
Straujárn, brauðristar, brauðgrill, hárþurrkur,
hárþurrkuhjálmar, djúpsteikingapottar, hraðgrill,
hitaplötur, kaffivélar, kaffikvarnir og vekjara-
klukkur — fást I næstu raftækjaverzlun.
Heildsölubirgðir: Halldór Eiriksson & Co. — Armúla 1A —Reykjavik