Tíminn - 23.10.1973, Page 24

Tíminn - 23.10.1973, Page 24
■v fyrir góóan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Vopnahlé NTB-Beirut og Moskvu- Vopnahié gekk í gildi viö Súezskuröinn klukkan 16.50 igærað ísl. tíma. Fréttarit- ari NTB á vístöövunum segir, að bardagar hafi hætt um tuttugu mínútum síðar. Engin tilkynning hefur borizt frá yfirvöldum í Jórdaniu og Sýrlandi, en áreiðanlegar heimildir í Amman sögðu að Jórdanir myndu viröa vopnahléð, og búizt er við, að Sýr- lendingar geri það líka. Þaö voru viöræður sovézkra og bandriskra ráöamanna, sem geröu það að verkum, að sam- þykkt var tillaga i öryggisraöi Sþ um vopnahléð. Var þaö gert á skyndifundi ráösins i gærmorgun, og skyldi vopnahléö taka gildi tólf klukkustundum eftir samþykkt- ina. A ummælum sovézkra ráða menna er þaö aö heyra, aö þeir séu ánægöir með þetta sameigin- lega átak landanna, en fáar upplýsingar hafa hins vegar komiö fram hvernig Sovétmenn ætla aö li.ta á ástandiö, þegar bardögum er hætt. Ekki er annaö aö sjá, en Sovétmenn láti sér vel lika, aö láta Bandarikjamenn um allar yfirlýsingar um máliö. begar Kissinger fór frá Moskvu i gær, eftir aö hafa gengið frá samningi með Breznéf, var hann einn um að segja eitthvað. Hann kvaðst vona, viöræðurnar hefðu orðið til þess aö binda endi á striðiö i Miö-Austurlöndum. Gromyko utanrikisráöherra var spuröur, en hann vildi ekkert segja. Sérfræðingar telja,að oröalag sáttmálans veiti Sovétmönnum möguleika til aö túlka hann þannig, að Arabarikin hafi náð góöum kjörum. Fjöldaslagsmól við Þórscafé: 62 handteknir á nokkrum mínútum Gerður var aðsúgur að lögreglumönnum utan við Þórscafé eftir dansleik að- fararnótt laugardags s.l. Að venju safnaðist mann- fjöldi saman utan við dans- húsið,þegar því var lokað kl. 2.30 um nóttina. Þar þvældist meira og minna drukkið fólk hvað innan um annað, og gerðu tveir náungar það sér til dægra- styttingar að dangla hvor í annan, þar til úr urðu ær- leg slagsmál. Tveir lögregluþjónar voru þar nærstaddir, og hugðust þeir skakka leikinn og handtaka slagsmálahundana. Þaö likaði áhorfendum ekki, og veittust tug- ir manna og kvenna að lögreglu- þjónunum. Var ráðizt á þá með pústrum og komust færri að en vildu. Skeyttu þvi margir skapi sinu á lögreglu- bilnum og spörkuðu i hann og lömdu. öðrum lögregluþjóninum tókst að komast að talstöðinni og kalla á liösauka. Var allt tiltækt lögreglulið sent á staðinn i mörg- um bilum. Voru þá uppi óp og há- reysi, og létu óeirðarseggirnir Framhald á 20. siðu. Stytta Snorra I Reykholti. Hallgrimur Pétursson. Verður Nixon stefnt? NTB-Washington — Nixon Bandarikjaforseti er nú í mestu vandræðum, sem hann hefur komizt í á öllum stjórnmálaferli sínum, og á á hættu að verða stefnt fyrir ríkisrétt eftir að hann vísaði Archibald Cox úr embætti á laugardags- kvöldið. Bæði Elliott Richarsson dómsmálaráð- herra og William Ruckelshaus aðstoðar- dómsmálaráðherra sögðu af sér í mótmælaskyni við brottvikningu Cox. Það sem siðast hefur gerzt i Watergate-málinu, er enn eitt áfallið fyrir rikisstjórn Nixons, svona rétt eftir aö Agnew vara- forseti varð að segja af sér og var dæmdur fyrir skattsvik. Fyrst var tilkynnt frá Hvita húsinu, aö Ruckelshaus hefði ver- ið vikið úr embætti en hann segist sjálfur hafa sagt af sér i mót- Archibald Cox — rekinn. mælasskyni eins og Richarsson. Gerald Ford, nýútnefndur varaforseti, sagði á sunnu- daginn, að Nixon heföi neyðzt til aö vikja Cox úr starfi, eftir aö Cox hafði neitað að fallast á málamiðlun i deilunni um hin frægu segulbönd Nixons. Cox hafði lýst þvi yfir, aö hann ætlaði sér ekki að hlýða þeirri skipun forsetans, að hætta öllum tilraun- um til að fá segulböndin afhent, en á þeim eru viðræður Nixons við nánustu samstarfsmenn sina um Watergate-málið. Richards- son og Ruckelshaus neituðu baöir að segja Cox upp, af þeirri ástæðu, að þeir töldu, að hann hefði fengið loforð um fyllilega frjálsar hendur í rannsókn Watergate-málsins. Þriðji mað- urinn i stiganum i dómsmála- ráðuneytinu, lögfræðingurinn Robert Bork, fékk það verkefni aö reka Cox, þegar hinir neituðu, og þegar þeir svo sögðu af sér, var hann skipaður dómsmálaráð- herra til bráðabirgða. Brottvikning Cox hefur sætt Segulböndin ætla að reynast Nixon erfið. harðri gagnrýni og hafa blöðin veriðómyrk i máli um framkomu forsetans i þessu máli. Skoðanakönnun Gallups siðan 6. og 8. október sýnir, aö vinsældir Nixons forseta meðal bandarisku þjóðarinnar fara minnkandi. 57% eru óánægð meö forsetann, 30% ánægð , en 13% höfðu enga skoðun á honum. Samskonar skoðanakönnun i ágúst sýndi, að 49% þjóðarinnar voru þá éá nægö- ir með Nixon sem forseta. Aðeins einn forseti Bandarikjanna hefur áður komizt neðar á vinsældar- listann en Nixon er nú. Það var Harry Truman árið 1951, þegar Kóreustriðið stóð sem hæst. A sunnudagskvöldið var til- kynnt, að aðstoöardómsmálaráð- herrann Henry Peterson muni taka að sér rannsókn Watergate- málsins i staö Cox. Peterson er æösti embættismaður i dóms- málaráðuneytinu, og hann átti drjúgan þátt i samningaviöræð- unum, sem urðu til þess aö Agnew sagöi af sér til að sleppa við frek- ari ákærur. Elliott Richardsson — sagöi af sér Yfirgripsmikið hass- mál í uppsiglingu Ljóst að mörgum kílóum af hassi hefur verið smyglað AUGLJÓST er, að tekizt hefur að smygla miklu magni af hassi til landsins ekki alls fyrir löngu og hefur enginn hörgull verið á slikum varningi undanfarið. Eiturlyfjadeild lögreglunnar lét til skarar skriða gegn hasssölum og neytendum um helgina. Nú fara fram fjöldayfirheyrslur, og blandast sifellt fleiri inn i málið. Vlst er, að nýverið'hafa mörg kiló af hassi farið fram hjá tollvörð- um. Hve mikið magnið er, sem nú var smyglað, er enn ekki vitað, en málið skýrist væntanlega innan fárra daga. Stöðugar yfirheyrslur standa yfir, og vilja starfsmenn eiturlyfjadeildar lögreglunnar litib um . málið segja að svo stöddu, annað en að miklu magni hafi verið dreift undanfarið. Eftir þvi sem fleiri eru yfir- heyrðir, kemur meira og meira i ljós. Tekizt hefur að ná i talsvert hassmagn hjá nokkrum þeirra, sem verið hafa að selja, og jafn- framt hjá kaupendum, en talið er, að það sé sáralitið miðað við það, sem tókst að koma inn I landið. Ekki er upplyst, hvort allt þetta magn kom i einni sendingu eða fleiri. Gömul hassmál blandast inni þá yfirgripsmiklu rannsókn, sem nú stendur yfir, og böndin berast si- fellt að fleiri aðilum, i Reykjavik, og úti á landi. Nokkrir aðilar, sem handteknir voru um helgina, voru i hassvimu, og ekki beint til þess fallnir að vitna fyrir rétti. 1 gær var farið að brá af þeim, og þeir látnir standa fyrir máli sinu og skýra frá þvi, hvar þeir fengu vimugjafann. Tveir menn voru úrskurðaðir i gæzluvarð- hald um helgina, en öðrum hefur verið sleppt að yfirheyrslum loknum. OÓ. Auglýst eftir skrifara handa Snorra, Skarphéðni og Hallgrími GEGNUM prentvélarnar streyma arkir, þar sem Ragn- heiður Bry njólfsdóttir, Daði Ilalldórsson og allt það góða fólk, sem gekk um garða i Skálholti fyrir röskum þreni öldum, rekur sjálft þræði lifs síns með tilstyrk andlegrar og veraldlegrar tækni, miðils og segulbands. Og fyrir jólavertiðina margrómuðu verða þessar arkir orðnar að bók, þar sem allir, er augu hafa, geta lesið það svart á hvitu er umdeilt hefur verið siðan Guðmundur Kamban skrifaði skáldsagnaflokk sinn um þetta sama efni: Fór Daði upp i til Ragnheiðar eða fór Ragnhheiöur upp I til Daða fyrir eða eftir eiðinn i Skálholtskirkju? Þetta er að visu ekki ný bóla i sögu bókmenntanna, þvi að á sokkabandaárum þeirra, sem nú eru rosknir og siðan um nokkurt árabil, voru gefnar út bækur, þar sem Snorri Sturluson og fleiri fornir ritsnillingar gripu á ný til þeirrar iþróttar að lesa skrifurum fyrir fræði sin, og Framhald á 20. siðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.