Tíminn - 27.10.1973, Qupperneq 1
ÍWOTELLOFTM?)
VEITINGABÚD
„Hótel Loftleiðlr7' er nýjung í hótel-
rekstri hérlendis, sem hefur náð skjót-
um vinsældum. Góðar veltingar, lipur
þjónusta, lágt verð — og oplð fyrir allar
aldir!
RVniJR NOKKUR BETUR!
Votmúlakaupin á vogarskólinni
Verður Selfoss
kaupstaður?
Á MORGUN verður uppi fotur
og fit á Selfossi, því að þá
skera atkvæðisbærir heima-
menn, sem munu vera á milli
fjórtán og fimmtán hundruð
úr um það tvennt, hvort hin
nýfræga jörð, Votmúli skal
keypt og Selfoss gerður að
kaupstað.
Það hæfir ekki að hafa uppi
um það neinar spásagnir degi
fyrir atkvæðagreiðsluna,
hvernig úrslit muni verða, en
víst mun það, að atkvæða-
greiðslan verður allfast sótt
slikt hitamál, sem Votmúla-
kaupin urðu jafnskjott og þau
urðu almenningi kunn af
fyrstu fréttafrásögn Timans.
Stuðlaði hvort tveggja að því
að gera mönnum heitt i hamsi,
hið ofboðslega verð og sú
leynd, sem meiri hluti hrepps-
nefndarinnar reyndi að hjúpa
athafnir sinar fram á siðustu
stundu.
Þar sem svo sögulega er til
þessarar atkvæðagreiðslu
stofnað sem raun ber vitni,
sendi Timinn blaðamann og
ljósmyndara austur að Sel-
fossi á fimmtudaginn til þess
að kynnast viðhorfum fólks,
og birtast i blaðinu i dag bæði
myndir og frásagnir úr þeirri
ferð.
Sjá bls. 6 og 7.
Selfoss séður úr lofti
Ekki fæst
enn botn í
botnmálinu
ENNÞA er eitthvað að
gerast í hinu margumtalaða
Mývatnsbotnsmáli. Dómur
gekk ihéraði 15. marz sl., og
var með kæru skotið til
hæstaréttar 22. marz. Með
dómi hæstaréttar,
uppkveðnum 7. mai, var
héraðsdómur ómerktur og
málinu visað heim í hérað til
dómslagningar að nýju.
Samkvæmt ákvörðun
hæstaréttar var málið tekið
upp að nýju hinn 15. okt. sl.,
um frávisunaratriði málsins,
og að undangegnum mál-
flutningi i þessum þætti
málsins, af Sigurgeiri Jóns-
syni dómara, samkvæmt
umboðsskrá, ásamt sam-
dómendum Magnúsi Má
Lárussyni og Sigurði Reyni
Péturssyni.
Aðalkröfu stefnenda
málsins, ábúenda og eig-
enda jarða viðMývatn, þess
efnis að allur botn Mývatns
væri viðurkenndur óskipt
sameign bakkajarða við
Mývatn, var visað frá dómi,
sökum þess að rikisvaldið,
sem eigandi að hluta Skútu-
staða, hafði ekki gerzt aðili
að þessari kröfu.
Einnig var visað frá kröfu
rikissjóðs fslands og Skútu-
staðahrepps og eigenda og
ábúenda lögbýla i Mývatns-
sveit, sem ekki eru talin eiga
lönd að Mývatni, um að þeim
verði tildæmdur botn Mý-
vatns utan netlagna ein-
stakra jarða . Þótti dóminum
Framhald á bls. 19
Milliarður!
EF sildveiðiskipin hafa ekki náö
að selja fyrir milljarðinn i gær, þá
næsttakmarkið i dag, svo framar-
lega sem eitthvert skip selur.
Talan, sem blaðið hafði i gær var
999.«80.807,- svo litið vantar á.
Tvær tölur i vikunni voru
ánákvæmar, og það getur verið
nægjanlegt til að valda skekkju
upp á tæpar 320 þúsundir, en það
er talan, sem okkur vantar upp á
milljarðinn. Sem sagt, milljarð-
inum er náð!
Sjónarspil á Suðurnesjum:
HANN SKREIÐ UM TVO
KÍLÓMETRA Á HNJÁNUM
— Tfmamyndir: G.E.
Kominn að lokatakmarkinu.
SÁ óvenjulegi og skemmtilegi at-
burður gerðist á Suðurnesjum i
ga‘r, að maður skreið á fjórum
fótum frá gluggaverksmiðjunni
Itamma i Ytri-Njarðvik til Kefla-
vikur, niður llafnargötu og að
bilastiið sérleyfishifreiða Kefla-
vikur (ekki Aðalstiiðinni), en
þetta er um tveggja km vega-
lengd.
Upphaf þessa tiltækis varð i
fyrradag, er starfsmenn glugga-
verksmiðjunnar Ramma tóku að
ræða um það sin á milli, hvað
menn þyrðu og þyrðu ekki að
gera. Lét þá einn þau orð l'alla, að
enginn rnyndi til dæmis þora að
skriða á fjórum lótum eftir aðal-
götunum i Keflavik. Kvað þá
Guðmundur Pétursson, upp úr
með það, að hann kveinkaði sér
ekki við að skriða eflir götunum i
Ytri-Njarðvik og Keflavik. Spratl
af þessu veðmál, og voru þau
skilyrði sett, að Guðmundur
mætti ekki risa upp á leiðinni, en
hvila sig öðru hvoru. Drukkinn
mátti hann ekki heldur vera.
Svo fór, að Guðmundur skreið
vegaiengdina á þremur
kortérum. Hann lagði af stað frá
verksmiðjunni um þrjúleytið.
Ágætisveður var en nokkuö um
poila á götunum. En Guðmundur
var vel gallaöur eins og gefur að
skilja I þessu undarlega ferðalagi
— i regnfötum og með hlifar á
hnjánum og vinnuvettlinga á
höndum. Vildu hlifarnar færast
nokkub til og tafði það ferðina
talsvert, að Guðmundur þurfti oft
að stoppa til að laga þær.
Varia þarf að fjölyrða um að
Framhald á bls. 15.