Tíminn - 27.10.1973, Side 3
Laugardagur 27. október 1973
TÍMINN
3
10 þúsund gestir, tilkostnaður nær
tvær milljónir króna
HINNl miklu yfirlitssýningu á lýkur á sunnudagskvöldiö, og
verkum Sverris Haraldssonar mun þetta verða ein hin fjöl-
iistmáiara á Kjarvalsstööum sóttasta málverkasýning, er efnt
Sverrir Haraldsson á sýningunni á Kjarvalsstööum.
hefur veriö til hérlendis. 1 gær var
talið, aö á tiunda þúsund manns
hefði þegar komiö, þar i á annað
þúsund boðsgestir, og ekki þarf
að efa, aö mikill fjöldi fólks mun
koma i dag og á morgun, enda
eru það siðustu forvöð.
Síðustu dagana hefur mikill
fjöldi skólafólks streymt á
sýninguna og ailtaf siðan hún var
opnuð hefur verið þar sifelld ös.
Sumir hafa lika tekið á hendur
langa ferð i bæinn til þess að geta
komizt á sýninguna.
Þótt myndir séu margar á
sýningunni, er þar þó aðeins rúm-
lega helmingur þess, sem hand-
bært var af myndum Sverris, en
auk þess er að sjálfsögðu til ekki
svo fáar myndir eftir hann sem
ekki er nú kunnugt um, hvar eru
niðurkomnar, þar á meðal
nokkrar myndir, sem æskilegt
hefði verið talið að geta sýnt við
þetta tækifæri.
—Ég get ekki annað en verið
ánægður með það, hvernig
þessari sýningu hefur verið tekið,
sagði Sverrir. Ég býst ekki
við, að það sé algengt að svona
margir komi á málverkasýningu
eins manns. Aftur á móti er
gróðinn minni en margur
kann að halda. Leigan ein fyrir
sýningarsalina er um 340 þúsund
krónur, og alls er kostnaðurinn
við sýninguna hátt i tvær
milljónir króna. Sannleikurinn er
sá, að hér mun rétt standast á,
tekjur og tilkostnaður.
SÁST TRYGGUR
í REYKJAVÍK?
LEITIN aö hvolpinum Trygg frá
Kirkjubæjarklaustri heldur
áfram. Fullvist þykir að hann sé á
flækingi i Reykjavík, en rúm vika
er nú liðin siðan hann hvarf i
Hafnarfiröi.
1 fyrradag var komið með tvo
hunda til lögreglunnar i Hafnar-
firði, en hundana hafði fólk fundið
á flækingi og komu þeir heim við
lýsinguna á Trygg sem birtist i
Timanum þá um morguninn.
Hvorugur þeirra reyndist þá
vera Tryggur. Lögreglan i
Reykjavlk hafði svo i gær, föstu-
dag, spurnir af hundi, sem kemur
heim við lýsinguna á Trygg frá
Klaustri. Sást hann tvisvar í gær-
morgun i Laugarnesi og um
hádegisbilið á Brúnavegi. 1 báð-
um tilfellum fóru lögreglumenn á
stúfana en fundu hundinn ekki. Ef
rétt er aö þarna sé um að ræða
hvolpinn, sem hvarf frá Kirkju-
bæjarklaustri fyrir hálfri annarri
viku, er sýnilegt að hann er á
flækingi á höfuðborgarsvæðinu,
og á að vonum erfitt með að finna
réttu leiðina heim. Timinn itrekar
enn, að hver sá sem verður
hundsins var láti lögregluna vita,
sem ekki gerir annað við hvolpinn
en að koma honum áleiðis til
eiganda sins. — Oó.
Bíll í Tjörnina:
AAaður bjargaði tveim smóbörnum á
þurrt og hvarf síðan
STÓR amerískur bill, sem i voru niður brekkuna við Ráðherrabú-
tvö ung börn, rann i fyrradag staðinn, þvert yfir Tjarnargötu og
ofan i Tjörnina. Þar var bfllinn
hálfur I kafi I vatni. Börnin eru
Lögreglumaður á leið úr bflnum
hálfs annars árs og fjögurra ára
gömul.
Móðir barnanna hafði skilið þau
eftir i bilnum, meöan hún brá sér
inn i hús, Ekki er vitað, hvernig á
þvi stóð, að billinn fór af stað, en
hann var skilinn eftir i gir og
handhelmilllinn ekki á. Þegar
möðirin kom að, og skömmu siðar
lögreglan, voru börnin á bakkan-
um, og föt þeirra voru þurr. Var i
fyrstu ekki vitað, hvernig i ósköp-
unum á þvi stóð. Enginn nær-
staddra hafði neina vitneskju um,
með hvaða hætti börnin höfðu
komizt út úr bilnum, eða hvort
þau voru i honum, þegar hann
rann i Tjörnina. Útilokað var, að
þau hefðu komizt af sjálfsdáðum
út úr bilnum og á þurrt, þvi að
hann var eins og sjá má á með-
fylgjandi myndum, hálfur i kafi i
vatni og dyrnar lengra niðri i
vatninu en afturendinn.
Timinn hafði i gær tal af stúlku,
er sá þegar bíllinn rann i
Tjörnina. Sagðist henni svo frá:
— Ég var á leið i Tjarnarborg og
gekk eftir Tjarnargötunni. Sá ég
þá bilinn koma á talsverðri ferð
niður brekkuna og þvert yfir göt-
una. 1 bilnum voru tvö börn, og
mér heyrðist þau hljóða. Billinn
rann beint út i Tjörnina, og voru
börnin þá i honum. Mér brá
óskaplega, þegar ég sá þetta, en
varð þess þá jafnframt vör, að
maður kom hlaupandi niður
brekkuna á eftir bilnum, og stökk
hann ums’ ifalaust út i Tjörnina.
Hann opnafi bildyrnar, tók
börninútog ba.’ þau á land. Ég sá
það þó ekki, þvi að maðurinn
kallaði til min, þegar hann hljóp
út i, og bað mig að hringja á lög-
regluna, en ég flýtti mér inn á
barnaheimilið og hringdi og lét
vita, hvernig komið var.
Þegar svo lögreglumenn komu
að, var maðurinn, sem bjargaði
börnunum á þurrt, farinn á brott.
-OÓ.
Staðreyndir um
dhrif skattalaga-
breytinganna
í fjárlagaræðu sinni svaraði
Ilalldór E. Sigurðsson, fjár-
málaráðhcrra, þeim stað-
hæfingum, sem frain hafa
komið frá stjórnarandstöð-
unni um, að skattalagabreyt-
ingar þær, sem núverandi
rikisstjórn beitti sér fyrir,
hefðu haft óhagstæð álirif fyrir
launþega. Ilalldór nefndi
nokkur dæmi og sagði ma.:
„Hvernig er samanburður-
inn á milli núverandi kerfis og
þess, sem áður var, og einnig
þess, sem viðeisnarstjórnin
ætiaði að láta taka gildi? Um
það hef ég hér nokkuö að
segja, sem ég ætla að skýra
háttvirtum alþingismönnum
frá. I þeim tölum, sem ég til-
grcini, er reiknað mcð per-
sónusköttum 1973 samkvæmt
þvi sem áður getur.
Einstaklingur, sem hafði á
þessu ári 290 þús. i brúttótekj-
ur og 242 þús. i nettótekjur,
licfur nú 30 þús. I útsvar og
skatta. Ilann hefði haft eftir
gamla kerfinu, en þá er miðaö
við sömu skattvisitölu og nú
er, 02 þús. og eftir kerfi við-
reisnarstjórnarinnar, sem
aldrei komst til framkvæmda,
08 þús. kr. Annar einstakling-
ur með brúttótekjur 350 þús.
kr. og netlótckjur 312 þús. hef-
ur nú 09.300, hefði haft sam-
kvæmt gamla kerfinu 130 þús.
kr. en 142 þús. samkvæmt við-
reisnarkerfinu.
Þriðji einstaklingurinn hef-
ur brúttótekjur 453 þús., nettó-
tckjur 373 þús. kr. Hann hefur
nú 102 þús. f skatta, hefði haft
110 þús. skv. gömlu lögunum
og 124 þús. skv. viðreisnar-
lögunum.
Harnlaus hjón með tekjur
279 þús., nettótekjur 250 þús.
kr„ þau liafa nú 19.000, en eftir
gamla kerfinu 54.000 og við-
reinsarkerfinu 02.000 kr.
Barnlaus hjón með brúttó-
lckjur 2.003 þús., nettótekjur
1.057 þús. hafa nú 795 þús„
liiifðu sanikvæmt gamia kerf-
inu S04 þús. og samkvæmt við-
reisnarkerfinu S01 þús.
71 þúsund í stað
141 þús. kr.
Iljón með 2 börn, sein hafa
brúttótekjur 5S1 þús., nettó-
tekjur 440 þús. hafa nú 71.000,
hefðu haft eftir gamla kerfinu
133 þús. og eftir viðreisnar-
kerfinu 141.000.
Hjón með2 börn með brúttó-
tekjur 5S0 þús„ ncttótekjur 459
þús., hafa nú 77 þús„ 140 þús.
cftir gamla kerfinu og 14S þús.
eftir viðreisnarkerfinu.
Iljón með 3 börn, sem eru
með 054 þús. i brúttótekjur,
503 þús. i nettótckjur, hafa nú
112 þús., með gamla kerfinu
207 þús. og viðreisnarkerfinu
215 þús. kr.
Önnur hjón, Ifka með 3 börn,
sem hafa brúttótekjur SS5
þús., nettótekjur 005 þús„ hafa
nú 102 þús. skv. gamla kerf-
inu 231 þús og viðreisnarkerf-
inu 239 þús.
Hjón einnig með 3 börn, með
920 þús. i tekjur, 804 þús. i
nettótekjur, hafa nú i skatta
245 þús„ höfðu eftir gamla
kerfinu 351 þús. og eftir við-
reisnarkerfinu 359 þús.
Hjón einnig með 3 börn, sem
hafa 2.470 þús. i tekjur, 1.743
þús. nettó, hafa nú 783 þús.,
eftir gamla kerfinu 802 þús. og
eftir viðreisnarkerfinu 870
þús.
193.000.- kr. í
stað 291.000.- kr.
Hjón með 5 börn, með 934
þús. i brúttótekjur, nettótekj-
ur 770 þús„ hafa nú 193 þús.,
áður 282 þús. og skv. við-
Framhald á bls. 19