Tíminn - 27.10.1973, Page 5

Tíminn - 27.10.1973, Page 5
Laugardagur 27. október 1973 TÍMINN 5 Undarleg skrílmennska KONA I Austurbænum hringdi til blaðsins og sagði okkur frá þvi, að nýlega hefðu unglingar gert sér að leika að kasta stórum, guium hiussum af tyggigúmmii i glugga og veggi þess húss, þar sem hún býr. Sagði hún, sem vafalaust er rétt, að mjög erfitt væri að ná þessum hlussum i burtu, að hinu ógleymdu, að það er siður en svo geðslegt verk. Það má i rauninni furðulegt heita, að börn og unglingar, sem virðast ,,góð börn”, þegar við þau er talað eitt og eitt, skuli hrapa niður á slikt villimennskustig, þegar þau eru komin út á götu, nokkur saman i hóp. Og það er full ástæða til þess að vekja at- hygli á slikri hegðan og benda foreldrum á að reyna að hafa áhrif á börn sin, ef það kynni að geta komið i veg fyrir að þau hafi I frammi þvilika skrilmennsku á almannafæri. —VS. Drengur slasaðist við Gufunes Sex ára gamall drengur varð fyrir bil við býlið að Gufunesi i gær. Hlaut hann slæmt höfuðhögg og var rænulitill, er hann var fluttur i slysadeild Borgarspital- ans, en meiðsl hans voru ekki fullrannsökuð, siðast er blaðið hafði fréttir af. Drengurinn, sem á heima að Gufunesi, var að koma úr skólabil og ætlaði að hlaupa yfir veginn og heim til sin. t sömu svifum bar að vörubil, og hljóp drengurinn á hann. — 00. Málverka- sýning á Akranesi MÁLVERK eftir finnsku listmálarana Kalervo Konster og Juhani Taivaljárvi verða til sýnis 26.-29. þessa mánaðar i Bókhlöðunni á Akranesi. Báðir list- máiararnir hafa sýnt verk sin á mörgum stöð- um hér á landi. Á þessari sýningu verða tólf oliumálverk eftir Kalervo Konster, flest þeirra eru blóma- myndir. Eftir Juhani Taivaljarvi eru 19 upphleyptar myndir og meðal þeirra nokkrar lands- lagsmyndir frá Islandi. Sýningin verður opnuð föstu- daginn 26. október kl. 16. Hún verður opin á laugardag, sunnu- dag og mánudag frá kl. 14 til 22. Flest málverkin eru til sölu, og er verð þeirra hóflegt. Vetrarstarf Náttúrufræði- félagsins FRÆÐSLUSTARF- SEMI Hins islenzka náttúrufræðifélags verður með svipuðu sniði I vetur og verið hefur undanfarin ár. Samkomur verða i 1. kennslustofu Háskóla íslands kl. 20.30 siðasta mánudag hvers mánað- ar, nema i desember. Fyrsta fræðslusamkoma vetrarins verður haldin mánu- daginn 29. okt. kl. 20.30. Þá flytur Helgi Hallgrimsson náttúrufræð- ingur erindi, sem fjallar um is- lenzka sveppi. Onnur samkoma vetrarins verður mánudaginn 26. nóv. Þá flytur Kristján Sæmundsson dr. rer. nat. erindi, sem fjallar um færslur á gosbeltunum yfir Is- land. Unglingur eða eldri maður óskast á heimili i Borgarfirði. Upplýsingar um simstöðina i Reykholti. Verkfræðingar Á Hafnamálastofnun rikisins eru lausar stöður deildarverkfræðings, verkfræðings og tæknifræðings. Verkefnin eru: Hönnun, stjórn verka, áætlanagerð og grundunarútreikningar. Upplýsingar um stöðurnar fást hjá Hafna- málastofnun rikisins, Seljavegi 32, R. Hafnamálastofnun rikisins. Starf við kvikmyndir Laus er staða aðstoðarmanns eða konu við fræðslumyndasafnið. Starfið felst i útlánum kvikmynda, sýn- ingum, viðhaldi kvikmynda, skráningu ofl. Starfsþjálfun á staðnum. Fræðslumyndasafn rikins Borgartúni 7, simi 21572. #*»HAFSKIF FREDRIKSTAD: Ludvig Andersen, 1600 Fredrikstad. Tlx. 16-884. GAUTABORG: Blindberg, Metcalfe & Co., A.B. Skeppsbron 5—6. Tlx. 20-033. KAUPMANNAHöFN: E.A. Bendix & Co., A S 17 Adelgade, DK-1304 Copenhagen K Tlx. 15-643. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 30. október kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sala Varnarliðseigna. Akranes Vélar og tæki þvotta- og efnalaugarinnar Bæjarstæði á Akranesi eru til sölu. Starfsemi fyrirtækisins er i fullum gangi og verkefni nægileg. Leiguhúsnæði getur fyigt. Upplýsingar gefur undirritaður sem tekur við kauptilboðum. Lögmannsskrifstofa Stefáns Sigurðssonar.Vesturgötu 23, Akra- nesi. Simi 93-1622. Framkvæmdastjóri Ileildsala i fullurn gangi óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra, sem hefur þekk- ingu á innflutningsverzlun og gæti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um fyrri störf og meðmæli, sendist Timanum fyrir 7. nóv. — Merkt „DUGNAÐUR 1550”. AAaður óskast til starfa við Mjólkurstöð Patreksfjarðar nú þegar. Nemi i mjólkuriðn kemur til greina. Upplýsingar gefur mjólkurstöðvarstjóri Jón Sverrir Garðarsson simi 94-1330 eða 94-1366. Til sölu Land Rover diesel árg. 1971 og tilboð ósk- ast i Volkswagen 1300 árg. 1971 eftir veltu. Bilaleigan Vegaleiðir Borgatúni 29. Akureyringar — Akureyringar Komið og sjáið stórmarkverðar litmyndir frá Austurlöndum nær. Jón H. Jónsson fór sl. sumar kynnisför um þessi lönd þar sem saga Bibliunnar gerftist en nú er barist grimmilega. Hann scgir frá og sýnir litmyndir úr ferftalaginu. Sjáið furður hins forna heims i Borgarbió sunnudaginn 28. októ- ber kl. 17,00. Allir velkomnir. Börn afteins í fylgd meft full- orftnum. Aftgangur ókeypis.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.