Tíminn - 27.10.1973, Side 7
Laugardagur 27. október 1973
TÍMINN
7
Hvaðsegir fólkið á Selfossi?
SÍDASTLIÐINN fimmtudag fóru
blaöamaöur og ljósmyndari á
Selfoss til að reyna að komast að
þvi, hvað fólkið hygðist gera i
atkvæðagreiðslunum á sunnu-
dag. Spurningarnar, sem lagðar
voru fyrir fólkið, voru svohljóð-
andi: Ætlar þú aö greiða atkvæði
Gunnar Kristmundsson verzl
unarmaður:
Ég er bæði á móti þvi að Vot-
múlajörðin veri keypt og að Sel-
foss fái kaupstaðaréttindi. Vot-
múlinn er alltof dýr alltof mikið
fyrirtæki, og kaupin myndu koma
niður á öðrum framkvæmdum,
þegar fara þarf að greiða vextina.
Auk þess er landið óheppilegt. Að
gera Selfoss að kaupstað væri
eins og að reka' rýting i bakið á
fólkinu, sem býr hér i kring.
Magnús Vilhjálmsson, húsvörð-
ur:
Ég er mjög mikið á móti þvi að
Selfoss verði kaupstaður. Um
Votmúlamálið vilég helzt ekkert
segja. Mér finnst hann nú anzi
dýr og held, að 3 milljónir væri
nægjanlegt verð fyrir hann.
Sigriöur A. Sæmundsdóttir
húsmóðir:
Já, ég mun kjósa. Ég er á móti
þvi að Selfoss fái kaupstaðar-
réttindi, og einnig er ég mótfallin
Votmúlakaupunum. Jörðin er allt
of langt frá Selfossi, hún er slæm
og alltof dýr. Ef hægt væri að nota
hana.væri þetta ef til vill allt i
lagi.
á sunnudaginn? Ef svo er,
hvernig ætlar þú þá að greiða at-
kvæði, með eða á moti Votmúla-
kaupunum og með eða móti
kaupstaðarréttindum ?
Heldur voru svörin einhliða,
eins og fram kemur hér fyrir neð-
an. Gekk það reyndar svo langt,
að reynt var að finna einhverja,
sem hefðu aðra skoðun á málun-
um en þeir, sem búið var að tala
við. Fyrir utan oddvitann fannst
aðeins einn sem hafði þá skoðun,
sem okkur fannst vanta i
myndina. Þess ber að geta, að
ekki var þessara ákveðnu
skoðana leitað mjög lengi, en
leitað samt.
Yfirleitt voru menn mjög fúsir
til að tjá sig um þessi mál, enda
hefur talsverður hiti verið i
kolunum undanfarið, og menn al-
mennt búnir að mynda sér
skoðanir. Það er þó athyglisvert
að kvenfólkið vildi litið um málin
segja, og litið bar á gallhörðum
rauðsokkum, en eftir þvi sem
mér hefur skilizt, hafa þær
skoðanir á flestu. Ef til vill var
kvenfólkinu bara illa við
ljósmyndavélina, sem er kannski
skiljanlegt, þvi að veður var
slæmt og hárinu illa til haldið.
Menn láta nefnilega ekki taka
mynd af sér við hvaða tækifæri
sem er.
Margt skemmtilegt var sagt !
þessu sambandi. Meðal annars
kom fram sú skoðun, að hesta-
mannapólitik væri farin að ráða
nokkru um afstöðu manna til
Votmúlakaupanna. Hestamenn á
Selfossi gerðust æ meira
fylgjandi kaupunum. Það kæmi
til af þvi, að þeir sæju fram á.að
jörðin yrði ekkert nýtt á næstu
árum, og hún yrði þvi tilvalið
beitiland fyrir hestana þeirra.
Selfoss, séður úr iofti — þar krossa þeir giatt á morgun.
Hafsteinn Pétursson prent-
smiðjustjóri:
Ég er enn ekki búinn að mynda
mér skoðun á kaupstaðarmálinu,
á eftir að lesa eitt blað. Þjóðólf,
áður en ég geri það. Sama er að
segja um Votmúlann.
Guömundur Sigurðsson húsa-
smiður:
Ég er eindregið á móti kaupum
á Votmúlanum. Jörðin er alltof
dýr. Ég held.að allir telji eitthvað
gruggugt við þessi kaup, en
enginn þorir að segja neitt.
Ennþá er ég óákveðinn um það,
hvort Selfoss eigi að verða kaup-
staður.
Óskar Vigfússon, starfar við
vöruafgreiðslu:
Ég er nú svo til nýfluttur
hingað frá Vestmannaeyjum, en
hef þó aðeins kynnt mér málin.
Ég held að þetta sé hvort tveggja
óheppilegt. Jörðin er eins og
tunga út frá Selfossi, og við
kaupstaðarréttindi er ekkert að
gera.
Leif Österby rakari:
Ég er andvigur því, að Selfoss
verði gerður að kaupstað. Ég hef
ekki fundið neitt, sem mælir með
þvi.Ég held að Votmúlaatkvæða-
greiðslan dragi kaupstaðarat-
kvæðagreiðsluna með sér i gröf-
ina. Ég er algjörlega á móti
kaupunum, við höfum ekkert við
ræmuna að gera.
Helgi Ingvarsson, vöruhílsstjóri:
Ég læt kosningarnar örugglega
ekki framhjá mér lara. Ég reikna
ekki með að greiða atkvæði með
kaupstaöarréttindum, og um Vot-
múlakaupin segi ég þvert nei.
Þau eru ekki einu sinni til um-
ræðu.
Gústaf Sigurjónsson fram-
kvæmdastj.:
Votmúlinn verður bara keypt-
ur. Jörðin á ekki að vera i eigu
einhverra meramanna úr
Reykjavik. Selfoss er orðinn það
stór, að ég vil að staðurinn fái
kaupstaðarréttindi.
TEXTI:
-HS-
MYNDIR:
-GE-
Tveir þeirra, sem talað var
við, höfðu verið að skokka eða
trimma í nágrenni fbúðar-
húsanna á Votmúla, og ekki leizt
þeim á húsnæðið, enda allt fullt af
hænuungum, sem auk þess höfðu
verið settir i lögbann. Þeim
skildist, að vesalings hænuungun-
um væri meinað að stækka, eftir
að þeir fengu á sig lögbannið.
Ekkert mætti breytast, ekki einn
einasti sjálfstæður einstaklingur,
og þaðan af siður heildin.
Það má engan veginn taka
þetta sem skoðanakönnun, til
jiess er úrtakið alltof lítið og ekki
valið eftir neinum visindalegum
reglum. Ef þetta væri skoðana-
könnun, sem mark væri takandi
á, væri engin þörf á atkvæða-
greiðslu. Niðurstöðurnar væru
ljósar. Hér koma svörin er
fengust, er talað var við fólk á
förnum vegi:
Guðmuiidiir K. Guðmundssoii:
Ég hef nú frekar litinn áhuga á
þvi að Sell'oss verði kaupstaður.
Um Votmúlann vil ég ekki tjá
mig, vegna starl's mins.
Dagur Dagsson, kaupmaður:
Ég vil ekki að Selfoss verði
kaupstaður: Selfoss og sveitirnar
eru tengdar sérstökum höndum,
og mér finnst þetta jafnvel bera
vott um yfirlæti. Þetta gæti auk
þess ýtt undir rig milli þétt-
býlisins og dreifbýlisins, svo að
eitthvað sé nefnt. Votmdlajörðin
er of dýr, miðáð við notagildi
hennar og legu
Stefán Jónsson, afgreiðslu-
maður:
Það er enginn ávinningur að þvi
að Selfoss verði gerður að
kaupstað. Um Votmúlann er það
að segja, að ég er eindregið á
móti kaupunum. Við höfum ekk-
ert við landið að gera i nánustu
framtið.