Tíminn - 27.10.1973, Qupperneq 11
10
TÍMINN
Laugardagur 27. október 1973
Laugardagur 27. október 1973
HVITABIRNIR
HAFÐIR SEM
GÆLUDÝR
Józkt þorp hefur fengið
nýja og sérstæða íbúa
Tvær konur hafa
hvítabirni í garðinum hjó sér
og nú eru þær
að hugleiða að fó sér
apa eða fíla
Godtháb hefur risið upp i fulla hæð og fær að launum uppáhalds-
sælgætið sitt — hrátt egg.
Koss er alveg sjálfsagður þegar viðkomandi þekkja hvort annað eins
vei og Godtháb og Lilian Daniels.
00
Lilian Daniels i morgunheimsókn
hjá stóru gæludýrunum sinum.
Það er greinilegt,
að þau hafa saknað hennar.
ÞAÐ ER alrangt að hvitabirnir
þurfi is og snjó i kringum sig til
þess að geta þrifizt. 1 þorpinu
Balle, nálægt Arhús i Danmörku,
er lifandi sönnum um hið gagn-
stæða. Á heitum sumardögum
fara birnirnir i eltingaleik i sól-
skininu og baða sig i litlu tjörninni
og una lifinu prýðilega.
Þetta litla þorp er sennilega
eini staðurinn i heiminum, þar
sem hvitabirnir eru hafðir sem
gæludýr. ..Mæður” þeirra,
sirkussýningarkonan Lilian
Daniels og hin sænska vinkona
hennar Britt-Marie Mahrén ætla
aðsjá þeim fyrir ævilangri hvild i
józku friðsældinni, eftir ellefu ára
þeyting um Evrópu með hið
fræga hvitabjarnaatriði.
Fyrir sparifé sitt keyptu vin-
konurnar 150 ára hlöðu, sem áður
fyrr hafði verið skóli, og létu gera
hana upp eftir öllum kúnstar-
innar reglum. Auðvitað var sett
upp rammbyggileg girðing og litil
tjörn fyrir hvitabirnina.
Svo fljótt sem hægt er á að
stækka tjörnina og girðinguna.
Þá verður að kaupa sneið af lóð
nágrannans, og þá á að gera
stóra sundlaug — bæði fyrir birn-
ina og eigendur þeirra.
— Við leikum okkur hvort sem
er við birnina á hverjum degi,
segir Lilian Daniels — og þá
getum við alveg eins gert sund-
laug, sem við höfum einnig
ánægjuaf. tbúar þorpsins — ekki
sizt börnin — koma daglega i
garðinn og dást að isbjörnunum
úr hæfilegri fjarlægð. Konurnar
hafa ekkert á móti þvi, svo
framarlega sem dýrunum er ekki
stri tt.
Lilian Daniels er dóttir sirkus-
stjórnandans Roberts Daniels,
sem ferðaðist með sirkusinn sinn
um Danmörku þangað til hann dó
árið 1958. Ari áður kom dóttir
hans fram með hvitabjarna-
atriðið, sem á skömmum tima
náði heimsfrægð, þvi að áður
hafði enginn getað trúað að hægt
væri að temja hvitabirni. Lilian
Daniels og Britt-Marie Mahrén
trúðu þvi reyndar ekki sjálfar. —
Við höfðum talað um fram og
aftur að setja upp eitthvað veru-
lega gott sýningaratriði, segir
Britt-Marie. — Að lokum snerum
við okkur til hins þekkta dýra-
temjara C.H.Krag i Kastrup og
báðum hann um að stinga upp á
einhverju. — Hvitabirnir, sagði
hann, — það er að minnsta kosti
eitthvað nýstárlegt.
Við sögðum honum að hann
væri ekki sérlega slyngur, þvi að
þetta væri óframkvæmanlegt.
Hann sagði að við gætum reynt og
bað gerðum við.
Það kom i ljós að hvitabirnir
eru meðfærilegir, gáfaðir næmir
og alls ekki geðvondir, ef farið er
rétt að þeim Og það er einmitt,
sem Lilian gerir. Hún leikur sér
við þá, smástriðir þeim og þeir
urra ekkki einu sinni. Ljósmynd-
arinn var svo hrifinn af ró þeirra,
að hann vildi fara inn fyrir girð-
inguna til að ná betri myndum. —
Það álit ég óráðlegt sagði Lilian.
Þeir geta orðið taugaóstyrkir af
smellunum. Ljósmyndavélar eru
dýrar... Ljósmyndarinn varð
kyrr, á sama stað. Hvitabjarna-
atriðið hlaut mikla frægð i Dan-
mörkuhjá Cirkus Moreno. Næstu
ellefu árin þeyttust konurnar
tvær um alla Evrópu með ýmsum
sirkusum. Þær höfðu sýningu á
allt að niu hvitabjörnum i einu.
Seinasta ferðin olli þeim þvi
miður miklum vonbrigðum.
— Við vorum ráðnar til
rúmenska rikissirkusins, segir
Britt-Marie Mahrén. — Við
höfðum hlakkað ákaflega til, þvi
að við höfðum heyrt, að Rúmenir
kvnnu vel að meta sirkus. Það
gekk lika ágætlega i Búkarest. En
þegar við komum til smærri
borga nálægt landamærum Rúss-
lands gekk allt á afturfótunum.
Ekki á meðan á sjálfu atriðinu
stóð, heldur á eftir. Fólkið virtist
hræðilega fátækt og kannski er
ekki furða, þó að það yrði reitt
yfir að sjá, hve vel birnirnir voru
fóðraðir. Fólkið varð fullt af
illsku og henti logandi eldspýtum
og grjóti inn til dýranna, sem
auðvitað urðu ofsalega hrædd og
óróleg.
Eftir þessi vonbrigði fóru þær
að hafa hægt um sig. Hvítabirn-
irnir komu siðast fram i Austur-
riki, þar sem þeir léku i sirkus-
kvikmynd. Þar voru notuð nokkur
villidýr, sem voru nógu tamin til
að hlaupa um göturnar, en samt
sem áður litu ógnvekjandi út og
til þess voru birnirnir tilvaldir.
Siðan lá leiðin til Sviþjóðar og
þar var háð barátta um örlög
bjarnanna. Hvitabjörnunum niu
hafði skyndilega fjölgað i tiu og
það gerði að verkum, að þeir
urðu ákaflega eftirsóttir i dýra-
garða. Það er nefnilega ákaflega
sjaldgæft að hvitabjörnum fjölgi i
ófrelsi. Kanadiskur dýragarður
bauð á svipstundu geysiupphæð
fyrir þá.
— En i fyrsta lagi vissum við
ekki, hvernig dýragarðurinn var
útbúinn og við höfðum séð mörg
hræðileg dæmi viðs vegar að úr
heiminum. Auk þess áttu þeir að
koma fram þrisvar sinnum á dag
með bláókunnum dýratemjara og
það leizt okkur ekki á.
Þess i stað voru fimm kvendvr
og tvö karldýr seld til Dýra-
garðsins i Norrköping fyrir
dæmigert verð. þ.e.a.s. skinn-
verðið. En eigendurnir vildu ekki
skilja við sig hinn nýfædda
Nowaja, sem nú er ársgamall,
Litlabjörn tveggja ára og
Godtháb, sem er fimm ára. Þeir
eiga að eyða þvi, sem eftir er
ævinnar i munaði og áhyggjuleysi
i gamla, notalega garðinum i
Balle. Lilian Daniels hefur
áætlanir á prjónunum um að
sýna þá á danskri grund, og hefur
hún sótt um undanþágu frá lögum
um, að rándýr megi ekki koma
fram i sirkus, en fengið afsvar.
Eiginlega var ætlunin að kon-
urnar tvær drægju sig i hlé með
björnunum sinum. En hálfs árs
hvild frá flökkulifinu er nú þegar
orðin dálitið tilbreytingarlaus
fyrir þær. Þess vegna hafa þær
hugsað sér að hefja þátttöku
sýningum aftur — en aðeins öðru
hvoru.
— tsbirnirnir eiga að fá þann
frið , sem við lofuðum þeim,
segja þær. — En það eru til önnur
dýr. Við erum að hugsa um
sjimpansa. Eða kannski að við
veljum fila...
—-þýtt og endursagt gbk.)
Hraustlegri glimu lauk með,að hvitabjörninn hefur náð
hattinum af Lilian Daniels. En þetta var allt i gamni
gert, þvi hatturinn var afhentur óskemmdur.
X
TÍMINN
11
tndriði G. Þorsteinsson:
Geymdar persónur
HERSILtA Sveinsdóttir Gunn-
arssonar frá Mælifellsá hefur
sent frá sér smásagnasafn ,
sem hún nefnir „Varasöm er
veröldin”. Leiftur h.f. er útgef-
andi en i bókinni eru fimm sög-
ur, sem nefnast Gæfuspor,
Móðurminning, Enginn veit
hvað undir annars stakki býr,
Laufás og Hildur.
Hersilia var lengst af kennari,
en er nú hætt þvi starfi vegna
aldurs. Hún var kennari við
Steinsstaðaskóla i Lýtings-
staðahreppi, sinni heimabyggð,
og fylgdi þeim skóla fyrstu
sporin i nýju húsnæði, sem
þýddi að farskóli lagðist niður,
en heimavist kom i staðinn, og
varþaðmikil breyting á sinni
tið. Hersilia hefur alltaf verið
mikill áhugamaður um fram-
farir og velfarnað sins
nágrennis, eins og aðrir af-
komendur Sveins Gunnarssonar
frá Mælifellsá. En hin svo-
nefnda Skiðastaðaætt hefur
löngum boriö i sér mikinn
dugnað, sjálfsbjargarviöleitni
og glaðværð, og eru það allt
góðir eiginleikar. Þessara
einkenna Skiðastaðaættarinnar
er getið hér, vegna þess að
sögur Hersiliu eru einmitt um
fólk, sem býr yfir þessum eigin-
leikum i rikum mæli, auk þeirr-
ar hjálpfýsi, sem ættfólk hennar
og höfundinn sjálfan hefur
aldrei skort. Það er þvi sannar-
lega gaman að lesa sögur
Hersiliu fyrir þann, sem þekkir
til þessara eiginleika, og sjá þá
spretta alla upp i ágætri
frumraun höfundar, sem
samkvæmt eðli málsins vill ekki
sitja auðum höndum, þótt liðið
sé á daginn, og hefur auk þess
áreiðanlega orðið vitni að
mörgu söguefni.
Guðmundur G. Hagalin
skrifar ágætan formála að smá-
sagnasafni Hersiliu. Þar segir
m.a.: ,,En þó að þar (i sögun-
um) sé farið hratt yfir og ekki
lögð mikil rækt við mannlýsing-
ar, kemur þar mjög skýrt fram
glöggskyggni sögukonunnar á
það. hvað þar ræður orðum og
gerðum hinna mörgu persóna i
mikilvægu máli — og þá um leið
hæfileika hennar til að meta
framkomu þeirra af fordóma-
lausum skilningi." Undir þessi
orð Guðmundar vil ég taka. Þá
get ég ekki stillt mig um að
vitna i setningu úr fyrstu sög-
unni, sem áréttar þá skoðun
mina, að fyrir utan að bera með
sér ýms höfundaeinkenni, beri
sögurnar einnig meðsér eigi svo
litil ættareinkenni, en tilvitnun-
er svona: ,,Hinn volaöi litur
aldrei glaðan dag, en sá sem vel
liggur á er alltaf i veizlu”. Þessi
lifsspeki kemur þeim kunnug-
lega fyrir sjónir, sem stutt eða
lengi hafa haft nokkurt
samneyti við þau Mælifells-
ársystkin og aðra af
Skiðastaðaætt.
Sögur geyma persónur á
meðan ritverkin detta ekki úr
bandinu, og stöðugt er hægt að
leita nýrra kynna við þær og
upprifjunar. Æviminningar og
vel rituð heimildarverk geyma
einnig persónur, bæði persónur
höfunda og hinna, sem þar er
fjallað um. Veraldarsaga
Sveins á Mælifellsá er fyrst og
fremst sterkust geymd um
höfund sinn. Bókarkornið
hennar Gunnþórunnar heitinnar
Sveinsdóttur, fyrrum kaupkonu
á Króknum, er slfk geymd um
höfund sinn, að maður opnar
bara bókina til að bregða á hjal
við höfundinn. Slik verk eru
heldur fágæt, en þau eru þeim
mun skemmtilegri. Þau vekja
hjá manni eftirsjá eftir liðnum
tima og minna á fólk, sem er
ekki daglega i huga manns. Bók
Hersiliu með sögunum fimm er
ekki þannig verk i eðli sinu,
heldur skáldskapur. Samt eru
þær mjög upplýsandi um höfund
sinn. Menn eru þar áhugasamir
og traustir, og þegar karl og
kona hrifast hvort að öðru, þá er
það ekki vegna augnskugga
konunnar eða ljónmjúkra
hreyfinga karlmannsins. Þar
eru jafnvel tindir til jafn Ijar-
skyldir eiginleikar ástum nú-
timans og gáfur. Þessar sögur
eru þvi svo sannarlega upprifj-
un á öðrum tima og öðru mati.
Þetta eru lika sögur um dreng-
skap og fórnfýsi, dugnað og
gagnsemi góðra verka.
Þar sem sögur Hersiliu bera
vott nokkurri upprifjun atburða,
sem felldir eru i umgjörð skáld-
skapar, vaknar sú spurning,
hvort dóttir Sveins frá
Mæliíellsá ætti i rauninni ekki
að skrifa sina veraldarsögu.
Hún mundi auðvitað ekki vera i
neinni likingu við sögu Sveins,
vegna þess að hún næði yfir
annan tima og segðist frá öðru
sjónarhorni. En Sveinn orti eitt
sinn: Innan um gesti og krakka
/ orðs i glaumi þéttum / skrifaði
og samdi söguna / sex á vikum
sléttum.
Nú væri gaman að heyra eitt-
hvað um þessa gesti og þessa
krakka á Mælifellsá, og hinn
þétta orðsins glaum. Þetta er
kannski sett hér fram af eigin-
gjörnum hvötum. En lif og
hættir manna á æskuslóðum
höfundar væri mörgum
kærkomið lesefni. Kunningja-
hópur Hersiliu frá æskuárunum
eru feður og mæður miðaldra
fólks i dag. Pálmi heitinn á
Reykjavöllum, bróðir Hersiliu,
sagði eitt sinn við mig, að þá
hefðu menn ekki mætzt öðru visi
en taka ofan hattinn, og riðið
berhöfðaðir hvor Iramhjá
öðrum larinn veg. Æskutið
Hersiliu hefur um margt verið
blessuð tið. Það kenndu menn
okkur að skilja, eins og Pálmi
vinur minn á Reykjavöllum.
Það var margl um ungt fólk á
æskustöðvum Hersiliu.Sumt af
þvi flutti siðan eitthvað út i
buskann, og virtist hvergi eiga
heima upp Irá þvi. Það ætti
sannarlega skilið svo sem eins
og eina sögu skrifaða með þvi
hugarfari velvildar og
sanngirni, sem einkennir svo
mjög höfund þess verks, sem
hér hefur verið til umræðu.
Lækningaheimili fyr-
ir taugaveikluð börn
Fyrsta vetrardag fer Barna-
verndarfélag Reykjavikur af stað
með sina árlegu merkjasölu.
Rennur ágóðinn af fjársöfuninni i
sjóð, sem liefur verið stofnaður
til að reisa læknaheimili handa
taugavcikluðum hörnum.
Barnaverndarfélag Reykjavik-
ur vinnur aðallega að þvi að efla
þekkingu á sérstöðu erfiðra barna
og vekja skilning á menntunar-
hæfni þeirra. Hefur það styrkt
kennara og annað fólk, sem hef-
ur áhuga á að sinna afbrigðileg-
um börnum, til framhaldsnáms.
Arið 1964 stofnaði félagið
heimilissjóð fyrir taugaveikluð
börn. Tilgangur sjóðsins er að
koma á fót skóla og meðferðar-
heimili fyrir taugaveikluð börn.
Er áætlað að reisa byggingu fyrir
12-15 börn á hentugum stað, og er
miðað við tímabundna dvöl barn-
anna á staðnum.
Hefur sjóðurinn, ásamt kven-
félagi H vitabandsins, gert
Reykjavikurborg tilboð um að
ganga til samstarfs við þessa að-
ila um stofnun heimilisins.
Leggur Hvitabandið fram 3
mi-llj. kr. til byggingarinnar, en
heimilissjóðurinn 5 millj. t tilboð-
inu er gert ráð fyrir að Reykja-
vfkurborg leggi fram sömu upp-
hæð, þ.e. 8 millj. kr. Reykjavikur-
borg á svo að sjá um byggingu
heimilisins og rekstur.
t júlimánuði var þetta mál lagt
fyrir Borgarráð og fékk mjög
jákvæðar undirtektir. Hefur mál-
inu verið visað .til umsagnar
ýmissa aðila, svo sem Félags-
málastofnunarinnar, en ekki hef-
ur veriðtekin endanleg afstaða til
málsins.
Barnaverndarfélag Reykjavik-
ur hefur aflað fjár til starfsemi
sinnar með merkjasölu fyrsta
veiraidag ár hvert. Einilig gefur
það út barnabókina Sólhvörf.
Barnaverndarfélög eru starf-
andi á sex stöðum á landinu lyrir
utan Reykjavik, á Húsavik, Akur-
eyri, tsafirði, i Hafnarlirði. i
Keflavik og á Akrancsi.
Miðast störf ielagannu við þarf-
ir á hverjum stað fyrir sig.
Barnaverndarlélag Reykjavik
ur var stofnað árið 1949. og hefur
Matthias Jóhannesson veriö for-
maður þess frá upphafi. — Kr.
10-12% AUKNING
I IÐNAÐI
í IIAGSVEIFLUVOG
iðnaðarins fyrir 2. árs-
fjórðung þessa árs, sem
nýlega er komin út,
kemur i ljós, að
aukningin á fram-
leiðslumagni i iðnaði er
10-12% miðað við 2. árg-
fjórðung i fyrra. Nýting
afkastagetu i iðnaði var
talin nokkuð betri i lok 2.
ársfjórðungs, en i lok 1.
ársfjórðungs á þessu
ári.
Starfsmannafjöldi stóð nokkurn
veginn i stað, og ekki er búizt við
neinni verulegri aukningu.
Vinnutimi var nokkuð lengri en á
1. ársfjórðungi, sem stafar aðal-
lega af árstiðarbundnum sveifl-
um i nokkrum iðngreinum. Um
helmingur iðnfyrirtækja.
sem svöruðu spurningum Hag-
sveifluvogarinnar, hafa fyrir-
Framhald a bls. 19