Tíminn - 27.10.1973, Síða 19
Laugardagur 27. október 1973
TÍMINN
19
„Morning mystery” heitir þessi mynd eftir hinn fræga málara Marc
C'hagall. Tímamyndir G.E.
AAynd eftir Van
Gogh á
12 þúsund
VIÐ höföum það á tilfinningunni,
að við værum komin á eitthvert
þekkt listasafn úti i heimi, þar
sem málverk eftir frægustu mál-
ara heimsins skreyttu veggina.
En þegar betur var að gáð,
reyndust þetta vera eftirprentan-
ir.
Við vorum stödd á sölusýningu,
sem Hrannir s.f. heldur að Hall-
veigarstöðum i annað skipti á
þessu ári.
Flestar myndirnar hafa verið
gerðar eftir myndum, sem eru nú
á söfnum úti um allan heim. Eft-
irprentanirnar erulistavel gerðar,
óvenjugóðar af eftirprentunum
að vera, og mætti við fyrstu sýn
halda, að hér væri um málverk að
ræða. Það sem gerir þau svona
eðlileg er lakk, sem hefur verið
málað yfir myndina eftir pensil-
förum málarnas. Ekki dregur
heldur skrautlegur ramminn,
sem prýðir hverja mynd, úr
áhrifunum.
Þarna eru á boðstólum eftir-
prentanir eftir flesta beztu mál-
ara heimsins, allt frá 15. öld fram
til ársins 1969. Má þar nefna
Rembrandt, Salvador Dali, Goya,
MoneþRenoir, Leonardo da Vinci,
Picasso o.fl. Verð myndanna,
sem eru um 80, er 2-15 þús. kr. og
stendur sýningin yfir til næsta
sunnudags. — Kr.
Þessi mynd sýnir herför Napóleons, á frummálinu „Campagne de
France” eftir franska málarann Jean Meissonner. Er þessi mynd talin
meðal 100 frægustu málverka heims.
Q Aukning
ætlanir um fjárfestingu á árinu.
Nokkur minnkun varð á fyrir-
liggjandi pöntunum i iðnaði.
Framleiðsluaukning varö sérlega
mikil í brað- og kökugerð og kex-
gerð, og er þar að nokkru leyti um
að ræða árstiðarbundnar sveifl-
ur. Veruleg aukning varð á fram-
leiðslu i sútun.ullariðnaði og hús-
O Á víðavangi
reisnarkerfinu 291 þús.
Þegar þetta er haft í huga,
þá kemur i Ijós, að eftir þessu
slæma kerfi núverandi fjár-
málaráðherra grciðir þessi
liópur manna 2.666.687 kr. nú,
en eftir gamla kerfinu
3.441.928 kr. og eftir við-
reisnarkerfinu 3.524.872 kr.
Þetta eru staðreyndir, scm
ekki verður á móti mælt.
Menn mega svo blása, hvað
svo sem þeir vilja út af þess-
um hlutum."
—TK
gagnagerð. 1 öllum þessum grein-
um varð þó söluaukningin minni
en framleiðsluaukningin, þannig
að birgðir af fullunnum vörum
fóru vaxandi.
t flestum öðrum iðngreinum
varð annað hvort kyrrstaða eða
nokkur framleiðsluaukning, en
hvergi er um að ræða verulega
minnkun á framleiðslunni. Hag-
sveifluvogin er tekin saman af
Félagi islenzkra iðnrekenda og
Landssambandi iðnaðarmanna.
0 Botnmálið
á skorta, að þessir aðilar
gæfu út opinbera stefnu fyrir
kröfum sinum.
Hæstiréttur fjallar nú um
þennan frávisunarþátt
málsins. Þó að málinu verði
visað frá að þessu leyti, þá
stendur eftir varakrafa eig-
enda og ábúenda viöMývatn
(að meðtöldum Skútustöð-
um) um að allur botn
Mývatns utan netlagna sé i
óskiptri sameign bakkaeig-
enda.
o Selfoss
kaupstaður, leiðir ekki til auk-
inna útgjalda.
Varðandi eignir þær, sem nú
eru i óskiptri sameign allra
hreppa sýslunnar, er þess að
geta.aðskipting þeirra mun vera
samningsatriði milli Selfoss-
„kaupstaðar" og sýslunefndar,
en takist ekki samningar, verður
málið væntanlega að fara fyrir
gerðardóm.
Breyting úr hreppi i kaupstað
getur að sjálfsögðu haft veruleg
áhrif á samskipti Selfoss við aðra
hreppa sýslunnar. Að áliti
nefndarinnar er hér um að ræöa
mats eða tilfinningaatriði, sem
erfilt er að gera sér nákvæma
grein fyrir. Nefndin telur eðlilegt
að nefna nokkur atriði, er taka
verður mið af, þegar tekin er
ákvörðun um, hvort Selfoss verð-
ur kaupstaður:
A. Tekjuafkoma Selfossbúa er
nátengdari flestum öðrum
hreppum sýslunnar heldur en á
sér stað um öll þéttbýlissvæði á
landinu, er kaupstaðarréttindi
hafa.
B. Áhrif breytingarinnar á starf-
semi sýslunefndar en hún myndi
missa nálægt þriðjungi tekna
sinna.
C. Getur slik breyting haft áhrif á
hugsanlega þörf Selfoss fyrir
aukið landrými?
D. Hefur það eitthvert auglýs-
inga- eða áróðursgildi, hvort á
Selfossi heitir i kaupstað eða i
hreppi?
E. Ef hugmynd um sameiningu
sveitarfélaga snerta Selfoss, er
þá hugsanlegt eða liklegt, að
kaupstaðarréttindi Selfoss hefðu
áhrif þar á?
F. Hver er afstaða ibúa á Selfossi
til þess, hvort þeir vilja heldur
búa i hreppi eða kaupstað?
G. Telja aðrir Arnesingar það
einhvers virði að innan sýslunnar
sé kaupstaður?”
Nú hafa Selfossbúar væntan-
lega kynnt sér þetta álit og
umsagnir fróðra manna, sem
með þvi fylgdu, og myndað sér
skoðanir. Niðurstöðurnar koma
svo væntanlega á sunnudags-
kvöld, og þá kemur einnig fram,
hvort Selfosshreppur (eða
kaupstaður), kaupir Votmúla-
jarðirnar.
0 Fossvogsskóli
Foreldra- og kennarafélagið vill
leggja áherzlu á að áfram verði
haldið með þetta kennsluform,
sem virðist lofa mjög góðu, og
skólanum verði búin hin bezta að-
staða til þess.
1 skólanum eru nú mikil
þrengsli, þvi að sá sem byggður
hefur verið og skólinn starfar nú
i, er fyrir 300 nemendur, en þar
eru nú tæplega 450 börn við nám.
Auk þess sem það getur skapað
nemendum mikla erfiðleika i
námi, ef þeir þurfa að hverfa frá
skólanum á miðju barnastigi og
Rithöfundar álykta
í söluskattsmáli
Stjórn Félags íslenzkra rithöfunda
sendir frá sér ályktun um söluskatt
af bókum og fL
STJÖRN Félags islenzkra rithöf-
unda og fulltrúar félagsins i
stjórn Rithöfundasambands is-
lands lýsa ánægju sinni yfir, að
lokið skuli störfum undirbúnings-
nefndar, sem skipuð var til að
ákveða greiðslufyrirkomulag á
viðbótarritlaunum til höfunda af
svonefndu söluskattsfé.
Tiliup„i nefndarinnar grund-
völluðust á þeirri meginreglu, að
greiðslur til höfunda byggjast á
útgefnum bökum þeirra, og ber
sérstaklega að fagna þvi ákvæði.
Þó skal benl á, að samkvæmt
eðli málsins er rangt að gera ráð
fyrir fastri greiðsluupphæð til
hvers höfundar, og binda þannig
hendur ritlaunanefndar. sem
taka þarf tillit til mismunandi
fjölda útgefinna bóka ár hvert.
Það er þvi nauðsynlegt, áður en
reglur undirbúningsnefndar öðl-
ast frekara gildi, að létta af rit-
launanefnd þeirri kvöð að þurfa
að fara eftir ákvæðum um
ákveðna fjárhæð handa hverjum
höfundi, þótt svo hafi ráðizt nú til
samkomulags.
Þá vill stjórn Félags islenzkra
rithöfunda og fulltrúar þess i
stjórn Rithöfundasambands Is-
lands þakka frú Svövu Jakobs-
dóttur, alþingismanni og rithöl'-
undi, alla forgöngu i þessu mikla
hagsmunamáli rithöfunda, svo og
fulltrúa Félags islenzkra rithöf-
unda i undirbúningsnefnd, dr.
Gunnari Thoroddsen alþingis-
manni, og öðrum þeim, sem að
þessu máli hafa unnið með þeim
árangri, að virtur er vilji Alþingis
um viðbótarritlaun af söluskatts-
fé, og fullnægt i meginatriðum
félagslegum réttindum rithöf-
unda.
Hvaða höfundar eru
lesnir?
Stjórn Félags islenzkra rithöf-
unda og fulltrúar félagsins i
stjórn Rithöfundasambands Is-
lands vita harðlega þann seina-
gang, sem er á greiðslum til höf-
unda fyrir bækur i söfnum.
Jafnframt telja þessir aðilar
óviðunandi, að ekki skuli sem fyrr
vera birtar skýrslur yfir útlán úr
söfnum, svo það megi alltaf liggja
fyrir, hvaða höfundar séu mest
lesnar. Er óskiljanlegt með öllu
hvaða hagsmunum það þjónar að
láta slikar upplýsingar liggja i
þagnargildi.
Stjórn Félags islenzkra rithöf-
unda og fulltrúar félagsins i
stjórn Rithöfundasambands ts-
lands leggja til, að við úthlutun úr
svonefndum Rithöfundasjóði
verði þess jafnan gætt, að fjórum
úr hópi þrjátiu útlánahæstu
höfunda ár hvert verði úthlutað fé
úr sjóðnum.
Vitir aðgerðarleysi
meirihluta Rithöfunda-
sambands íslands.
Sljórn Félags islenzkra rithöf-
unda vitir aðgerðarleysi núver-
andi meirihluta stjórnar
Rithöfundasambands tslands i
hagsmunamálum rithöfunda.
Höfundamiðstöðin er meira og
minna óvirk, og þeir möguleikar,
sem hún býður upp á, eru ekki
nýttir að neinu marki. Svo er um
heimsóknir rithöfunda i skóla og
upplestur þeirra á öðrum vett-
vangi, sem Höfundamiðstöðin á
að hafa umsjón með.
Þá hefur meirihluti stjórnar
Rithöfundasambandsins ekki
gert neinar tilraunir til að bæta
réttarstöðu rithöfunda gagnvart
útgefendum og ekki skipt sér af
þvi, þótt greiðslur l'yrir bækur i
söfnum hafi ekki borizt höfundum
enn þá þessu ári.
Þá bendir stjórn F’élags is-
lenzkra rithölunda stjórn Rit-
höfundasambands tslands á, að
vegna væntanlegrar greiðslu
viðbótarritlauna til höfunda af
svonefndu söluskattsfé, i ár og
framvegis, ber henni að hafa for-
göngu um áframhald þeirrar
rannsóknar á einlakasölu bóka,
sem hafin var af Fjármálaráðu-
neytinu á árinu 1972, og tryggja
með þvi að vitað sé með nokkurri
vissu hver söluskattsupphæðin
skal vera hverju sinni, og afla um
leið vitneskju um hvaða höíundar
það eru, sem helzt koma til
greina, þegar viðbótarritlaunin
eru innt af hendi ár hvert.
Stjórn Félags islenzkra rithöf-
unda óskar eftir þvi að núverandi
meirihluti stjórnar Rithöfunda-
sambandsins geri hreint fyrir sin-
um dyrum i þessum efnum, og
noti til þess þann stutta tima, sem
eftir er af valdatima meirihlut-
ans.
Fréttatilkyn ning.
ganga inn i breyttar kennsluað-
ferðir, er ófært að ekki skuli sköp-
uð aðstaða til þess að opni skól-
inn geti haft nemendur til loka
barnastigs og þannig fegizt full
reynsla af honum. Þetta varðar i
raun allt skólahald i landinu, þvi
að sú reynsla, sem þannig fengist,
gæti gerbreytt kennslufyrir-
komulagi almennt, eins og raun
hefur á orðið viða erlendis, þar
sem þetta fyrirkomulag hefur
verið tekið upp.
Félagið væntir þess, að borgar-
stjórn og fræðsluyfirvöld sjái sér
fært að halda áfram byggingu
eins og upphaflega var ráð fyrir
gert, svo að þessi merkilega til-
raun, sem skólinn hefur hafið,
Málverkasýningin
7 UNGIR DANIR
verður opnuð i Norræna húsinu i dag, 27.
október 1973, kl. 17. Opin daglega kl. 14-22
til 7. nóvember n.k.
NORRÆNA
HÚSIÐ
verði ekki stöðvuð i miðjum klið-
um og þeirri reynslu, sem þegar
hefur fengizt, verði á glæ kastað.
Hrdnt
land i?