Tíminn - 30.10.1973, Blaðsíða 18
18
TÍMINN
Þriðjudagur 30. október 1973
Myndirnar sýna hluta fundarmanna á fundi þeim, sem fram var haldið Isamkomuhúsi Fóstbræðra.
að sjá spjaldskrá félagsins, og
báru þær tilraunir lengi vel engan
árangur. Spjaldskráin hafði áður
verið á skrifstofu flokksins, en
hafði skyndilega verið tekin
þaðan burt. Loks á þriðjudaginn i
siðustu viku, daginn fyrir aðal-
fundinn, var minnihluta stjórnar-
innar leyfður aðgangur að spjald-
skránni (Hún kom á skrifstofu
flokksins seinni hluta mánudags).
Þegar við fórum að athuga
spjaldskrána kom i Ijós, að hún
hafði veriö stórkostlega fölsuð.
Eyddum við þriðjudeginum og
hluta miövikudags i að finna út,
hverjir hefðu sannanlega verið
settir inn i skrána, án þess að þeir
hefður áður verið teknir inn i
félagið á félagsfundi, eins og lög
félagsins mæla fyrir um. Einnig
númeruðum við skrána,
þannig að ekki yrði hægt að bæta i
hana, eða taka úr henni spjöld, án
þess að það sæist.
Hvað voru þeir að fela?
Spyr Alfreð Þorsteinsson og
gerir þvi skóna, að hafi spjald-
skránni verið breytt, þa höfum
við gert það þessar dagsstundir
sem við höfðum hana undir
höndum. Nú er einhver orðinn
hræddur um mannorð sitt. Þegar
MÆLIRINN ER FULLUR
I TIMANUM sl. föstudag 26. okt.
er viðtal við ómar Kristjánsson,
þar sem hann gerir að umtalsefni
ýmis þau ákæruatriði er á meiri-
hluta fyrrverandi stjórnar FUK I
Iteykjavík hafa vcrið borin.
Vegna þessa viðtals hafði ég sam-
band við ritstjóra Timans og bað
um, að fá inni með svargrein i
hlaðinu. Afhenli ég Tómasi
Karlssyni greinina i fjarveru
Þórarins Þórarinssonar, cn
Tómas tjáði mér að hann myndi
fela Þórarni það, sem aðalrit-
stjóra Timans, að ákveða hvort
greinin myndi birtast.
Loks um kl. 19:30 um kvöldið
náði ég i Þórarin i gegnum sima.
Fór ég fram á það við hann, að
grein min birtist i blaðinu á
laugardag eða sunnudag. Kvaöst
hann ekki hafa lesið grein mina
og taldi hann ýmsa meinbugi á
þvi að hún gæti birzt a.m.k. i
laugardagsblaðinu.M.a. þyrfti að
sjá til þess að hinir gætu fengið
inni með sin rök i sama blaði.
Rétt fyrir klukkan 10 á laugar-
dagsmorguninn fór ég til fundar
við Þórarin niður á ritstjórnar-
skrifstofu hans.
Þar tjáði hann mér að
grein min gæti ekki birzt i sunnu-
dagsblaðinu, þar sem það væri
þegar orðið fullt. Umbeðinn vildi
hann ekki lofa þvi að greinin
birtist i þriðjudagsblaðinu, eða þá
yfirleitt nokkurn tima. Kvaðst
hann ætla aö hafa samráð við
aðra ritstjóra Tfmans og formann
blaðstjórnar, þar sem lögð yrði
llnan um það, hvað yrði birt i
Timanum um þessi FUF-mál i
Reykjavik. M.ö.o hann gæti ekki
svarað þvi, hvort grein min fengi
inni, þar til þessi heildarstefna
hafði verið mörkuð.
Sumir eru jafnari en
aðrir
Ég get þvi sagt, að ég hafi orðið
undrandi er ég fékk sunnudags-
blað Timans i hendur. A 2G . og 27.
siðu þess blaðs er grein eftir einn
af iþróttafréttariturum Tímans
og ber hún yfirskriftina ,,Er
mælirinn ekki fullur?”. Með birt-
ingu þessarar greinar brjóta rit-
stjórar Timans 3 reglur, sem þeir
hafa sett sér og farið eftir, a.m.k.
þegar svokallaðir „félagar
minir” hafa ætlað að fá birtar
greinar i Timanum. Þessar
reglur eru: Ef menn eru nafn-
greindir verði að hafa samband
við þá áður en greinin birtist. Ég
er nafngreindur 22 (tuttugu og
tvisvar) sinnum i téðri grein.
Varla geta ritstjórar borið þvi við
að ekki hafi náðst i mig. I öðru
lagi er sú regla brotin ,,að engin
pólitik skuli fá inni i blaðinu á
sunnudögum”, og i þriðja lagi eru
„ómálefnalag ádeiluskrif um
framsóknarmenn” bönnuö á
siðum Timans. En grein þessi er
að uppistöðu til ósannindi og
dylgjur i minn garð. t 4. lagi falla
öll fallegu orðin hans Þórarins.
Annað hvort hefur aðalritstjóri
Tímans ekki vitað um grein
þessa, eða þá, aö fyrir honum eru
ekki allir framsóknarmenn
jafnir.
Ég ætla mér ekki að svara
grein iþróttafréttaritarans sér-
staklega, en ég mun koma inn á
allt það i henni, sem máli skiptir.
Persónulegum atriðum sleppi ég,
en iþróttafréttaritarinn notar
hina gamalkunnu aðferð róg-
meistarans, að gera málstað tor-
tryggilegan með þvi, að vega að
þeim mönnum, sem að honum
standa.
Aðdragandinn
27. september sl. ákvað þá-
verandi stjórn FUF i Reykjavik,
að aðalfundur félagsins skyldi
ekki haldinn fyrr en öðru hvoru
megin við áramót. Skömmu eftir
að þessi ákvörðun var tekin, var
boðað til nýs stjórnarfundar,
nánar tiltekið 2. okt„ og þar
ákveðið að aðalfund skyldi halda
18. okt. Jafnframt var ákveðið að
halda félagsfund 11. okt., viku
fyrir aðalfund, þrátt fyrir ein-
dregnar aðvaranir frá mér og
Birni Björnssyni, en við töldum
að slikur félagsfundur myndi
aðeins leiða til þess að „smalað”
yrði inn i félagið. Þá þegar hafði
það borizt okkur til eyrna, að
hægri menn hyggðu á sérfram-
boð, en þeir eru eins og dæmin
sýna smalar góðir.
A félagsfundinum lágu fyrir
um 140 inntökubeiðnir, þar af um
100 sem minnihluti stjórnar lagði
fram. Inntökubeiðnirnar voru
allar samþykktar samhljóða.
Aðalfundi frestað
Þrem dögum seinna, 15. okt.,
ákvað meirihluti þáverandi
stjórnar að fresta aðalfundi um 6
daga. Bar meirihlutinn þvi við, að
t SAMBANDl við haustfund nor-
ræna ráðsins i Stokkhólmi var
haldinn liinn 25. oktober s.l.
fundur norrænna iðnaðarráð-
herra. Var sænski iðnaðarráð-
herrann Rune B. Johansson i for-
sæti.
Fundinn sótti frá Danmörku
verzlunar- og iðnaðarráðherra
Erling Jensen, frá Finnlandi
verzlunar- og iðnaðarráðherrann
Jan-Magnus Jansson, frá Noregi
i ðnaðarráðherra Ingvald
Ulveseth og frá tslandi iðnaðar-
ráðherra Magnús Kjartansson.
Auk þess sóttu fundinn em-
bættismenn frá norrænu iðnaðar-
ráðuneytunum, svo og fulltrúar
frá skrifstofu norrænu
Baldur Kristjánsson.
ekki hefði tekizt að útvega hús-
næð; fyrir aðalfundinn. Minni-
hlutinn var þessu viðbúinn og
hafði pantað Súlnasal Hótel Sögu
fyrir aðalfundinn. Þá var breytt
um ástæðu, og nú var hún sú, að
reyna skyldi til þrautar að ná
samkomulagi um stjórn FUF.
Strax daginn eftir gerðum við
þáverandi formanni FUF sam-
komulagstilboð, og létum það
fylgja með, að næðist ekki sam-
komulag, værum við tilbúnir að
fallast á það, að teknar yrðu upp
hiutfallskosningar, þannig að
allir aðiár fengju fulltrúa i
stjórn félagsins. Ollum okkar
samkomulagstilboðum var
hafnað umræðulaust. Það var
ekki einu sinni haldinn stjórnar-
fundur til þess að ræða þau.
Spjaldskráin
Siðustu 12 dagana fyrir aðal-
fundinn gerðum við sem vorum i
minnihluta fráfarandi stjórnar,
itrekaðar tilraunir til þess að fá
samvinnuráðherranna i Osló.
Aðalefni fundarins var að fjalla
um raunhæf orkumál. Var hvort-
tveggja rætt, um ástandiö i
hinum einstöku löndum á þessu
sviði, svo og viðhorf á' alþjóða
vettvangi. Þá var og skýrð sú
norræna samvinna, sem nú á sér
stað á iðnaðar- og orkumála-
sviðinu, og sem hafin var með
samþykkt rikisstjórna Norður-
landanna á fyrra áriSkýrsla var
og gefin um hinn nýstofnaða
tækni- og iðnþróunarsjóð.
Iðnaðarráðherrarnir voru sam-
mála um að halda næsta fund
þegar norræna ráðið kemur
saman i Stokkhólmi i febrúar-
mánuði n.k.
við fengum að skoða spjald-
skrána þá er búið að semja upp
úr henni þær skrár, sem lágu þvi
til grundvallar hverjir komust inn
á fundinn. Þá er meirihluti
stjórnar búinn að skrifa félags-
skirteini handa þvi fólki, sem á
ólöglegan hátt var sett inn i
spjaldskrána. Þessi ásökun fellur
þvi gjörsamlega um sjálfa sig.
Fundurinn
Þeir.sem misnotuðu Timann á
föstudaginn og svo aftur á sunnu-
daginn, hafa látlaust hamrað á
þvi, að útaf fundinum i
Klúbbnum. hafi aðeins gengið 70-
80 manns, og þá hafi verið eftir
um 400 manns. Þetta eru hrein
ósannindi, sett fram i trausti þess
að Timinn muni aðeins birta
sjónarmið annars aðila, eins og
hann hefur raunar gert hingað til.
Hið rétta er, að útaf fundinum
gengu milli 140 og 160 manns. Þar
af komu um 120 manns á fram-
haldsaðalfundinn i félagsheimili
Fóstbræðra. I Klúbbnum sat eftir
i mesta lagi 200 manns (það getur
hver sem er talið á myndunum
sem hafa birzt i Timanum), þar
af trúlega meira en helmingur
ólöglegir félagsmenn.
Ákæruatriðin
Sl. fimmtudag afhenti ég
Einari Agústssyni, varaformanni
Framsóknarflokksins, og Eliasi
S. Jónssyni, formanni SUF, skrif-
lega kæru vegna þessara atburða.
Kæran er byggð upp af eftir-
farandi atriðum:
1. Að inni spjaldskrá félagsins
hafi verið bætt nöfnum a.m.k. 119
manna, án þess að þeir hafi
nokkurn tima verið teknir inn i
félagið á lögmætan hátt. Sam-
kvæmt lögum FUF i Reykjavik
skulu inntökubeiðnir hafa borizt
stjórn félagsins a.m.k. viku fyrir
aðalfund, og þær siðan bornar
upp á almennum félagsfundi.
Hvorugt þessara skilyrða var
uppfyllt varðandi þá 119 menn,
sem bætt hefur verið inn i félaga-
skrána.
2. Félagaskráin var ennfremur
fölsuð á þann hátt, að nöfn fjölda
löglegra félagsmanna höfðu verið
tekin burt úr félagaskránni.Þessir
löglegu félagsmenn voru þar með
sviptir öllum réttindum félags-
manna, og margir þeirra þar með
i reynd reknir úr Framsóknar-
flokknum, þar eð nöfn þeirra eru
ekki til i neinni annarri félaga-
skrá.Meðal þeirra, er var kippt út
úr félagaskránni á þennan hljóð-
lega og elskulega hátt, er Björn
Teitsson, magister, en hann á lög-
heimili á Grundarstig 11, hér i
borg.
3. Meirihluti fráfarandi
stjórnar meinaði nokkrum hluta
löglegra félagsmanna að greiða
atkvæði á aðalfundinum á þeirri
forsendu. að þeir væru einnig
meðlimir i öðru félagi ungra
framsóknarmanna. Þeir mættu
SJÖ DANIR sýna um þessar mundir málverk sin I Norræna húsinu á
vegum nefndar danska menntamálaráðuneytisins. Sýning þessi er eins
konar kynning á danskri myndlist og kostuð að nokkru leyti af nefnd-
inni.
Listam'ennirnir sjö eru þeir Sören Hansen, Ole Heerup, Paul Janus
Jonsen, Bent Holsein, Kirsten Lockewitz Eva Sörensen og Jan
Marcuscn. Sýningin verður opin til 6. nóvember. Myndin að ofan er eitt
dönsku verkanna. (Tlmamynd Gunnar).
FUNDURNORRÆNNA
IÐNAÐARRÁÐHERRA