Tíminn - 30.10.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.10.1973, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 30. október 1973 TÍMINN 3 Landsmót skóta haldið að Úlf- Ijótsvatni næsta NÆSTA sumar munu skátar halda landsmót að Úlfljóts- vatni dagana 14.-21. júli. Mót- stjóri verður Bergur Jónsson. Sfðasta landsmót skáta var haldiö að Hreðavatni. Mótið sóttu um 1500 skátar viðs- vegar að. Að þessu sinni varð Úlfljóts- vatn fyrir valinu en þar hefur um áratuga skeið verið sumardvalarheimili fyrir börn. Sumarkvalarh. er rekið i anda skátahreyfingarinnar og stjórnað af skátaforingja. Á Úlfljótsvatni fer einnig fram foringjaþjálfun, sem er einn mikilvægasti þátturinn i upp- byggingu skátastarfs og vel þarf að vanda til.Til aðbæta að stöðuna á Úlfljótsvatni vegna þessa móts er nauðsynlegt aðráðasti miklar og dýrar framkvæmdir. t.d. vatnsveitu, rotþrær, hreinlætisaðstöðu, bilastæði og fleirat Leitazt verður við að miða þær fram- kvæmdir við framtiðarþörf á staðnum til útilifsiðkana og sumarbúðastarfsemi. Vegna þessara framkvæmda verður nauðsynlegt að leita til utan- aðkomandi aðila um fjár- mögnun. Reykjavikurborg hefur þegar sýnt málinu vel- vild. Rammi mótsins hefur verið ákveðinn „landnámið". Vilja skátar með þvi minna á 1100 ára afmæli landnáms Islands svoaðnúætlaþeirað hefja nýtt landnám að Úlfljótsvatni eins og að framan greinir. ETnt hefur verið til hugmyndasam- keppni um merki mótsins, sem á að tengjast ramma þess. Verðlaun verða veitt 10 þús. kr. Skilafrestur hefur sumar verið framlengdur til mánaðamóta okt.-nóv. og skal senda hugmyndir merktar „Landsmót skáta- Móts- merki” i pósthólf 1247 Rvk. Einnig mákomaþeim til skrif- stofu B.t.S. Blönduhlið 35, Reykjavik. 16.500 FELAGSMENN I VERKAMANNASAMBANDINU 6. Þing Verkamannasambands tslands var haldið í Reykjavik dagana 27. og 28. október 1973. Þinghaldið fór fram i Lindarbæ, Lindargötu 9 og hófst það kl. 14 á laugardag og lauk kl. 18.30 á sunnudag. Þingforseti var Hermann Guð- mundsson, formaður Vmf. Hlifar, og varaforseti Óskar Garibalda- son, formaður Vöku, og Jóna Guöjónsdóttir, formaður Fram- sóknar. Ritarar voru Karl Steinar Guðnason, Keflavik og Kolbeinn Friðbjarnarson, á Siglufirði. Félagsmálaráðherra, Björn Jónsson, var við þingsetninguna og flutti ávarp, en Björn hefur veriö i stjórn Verkamannasam- bandsins frá stofnun þess lengst af sem varaformaður. Voru Prófkjör í H.í. — hver verður rektor? i GÆR FÓRU fram í Háskólanum prófkjör fyrir kosningu háskóla- rektors, en endanleg kosnirig i embættið fer fram 10. nóvember n.k. Prófkjörið fór fram í þrennu lagi þannig, að eitt var á vegum Iláskólaráðs og höfðu kosninga- rétt i þvi allir fastir kennarar við skólann, þ.e. þeir sem hafa skipun, og 11 stúdentar, annað á vcgum annarra kennara við háskólann og þaö þriðja á vegum stúdenta. — Þetta er ekkert annað en skoðanakönnun og hefur engin bein áhrif á sjálfar kosningarnar önnur en þau, að menn fá tækifæri til að gera upp hug sinn til embættisins, eftir að kannað hefur verið hvar áhuginn liggur. Eitthvað á þessa leið fórust Stefáni Sörensen, háskólaritara, orð er haft var samband við hann i gær. Allir prófessorar við Háskólann voru i kjöri, en þeir eru 64 talsins. Við endanlegt kjör, sem eins og áður sagði fer fram 10. nóvember, hafa 11 stúdentar kosningarétt, en tillaga um að fjölga þeim i 20 er nú í athugun hjá menntamála- ráðuneytinu eftir að Háskólaráð hafði fjallað um hana. Mögu- leikar eru á þvi, að hún verði komin i gildi er endanlegt kjör fer fram. Er þessi fjölgun stúdenta liður i auknum áhrifum þeirra á stjórn skólans. Niðurstöður úr prófkjöri Háskólaráðs urðu sem hér segir: Guðlaugur Þorvaldsson hlaut flestatkvæði eða 22 i 1. sæti, 17 i 2. sæti og 7 i 3. sæti. Þór Vilhjálms- son hlaut 19 i 1. sæti, 6 i 2. sæti og 5 i 3. sæti. Jónatan Þórmundsson hlaut 8 i 1. sæti, 6 i 2. sæti og 6 i 3- sæti. Atkvæðarétt höfðu 114 en 86 neyttu kosningaréttar sins eða 75%. Guðlaugur er prófessor i viðskiptafræðideild en hinir tveir i lagadeild. Niðurstöður úr prófkjöri stúdenta urðu þannig eftir að búið er að reikna stigin: Guðlaugur Þorvaldsson, 830 stig, Ólafur R. Grimsson, 345 stig og Þór Vil- hjálmsson með 231. stig. Eftir er að fá tölur frá Félagi háskólakennara. Prestskosning og vígsla 2ja presta SÍÐASTLIÐINN sunnudag fór fram prestkosning i Bolungavik. Gunnar Björnsson hefur verið settur prestur þar i u.þ.b. eitt ár. Var hann einn i framboði. Gunnar útskrifaðist frá guð- fræðideild Háskólans skömmu áður en hann fluttist til Bolunga- víkur. Þetta ár sem hann hefur verið starfandi fyrir vestan, hefur hann tekið mikinn þátt i félags- lifinu þar. Hann hefur kennt I tón- listarskólanum, barna- og mið- skólanum og er formaður skóla- nefndar. Til þess að prestkosning sé lög- mæt, þarf helmingur þeirra sem eru á kjörskrá aö kjósa og fram- bjóöandi þarf aö fá helming at- kvæða. Talning atkvæöa fer fram á næsta fimmtudag. 7. október vigði biskupinn, Sigurbjörn Einarsson tvo kandidata til prests. Fór prest- vigslan fram I Dómkirkjunni. Voru það kandidatarnir Birgir Asgeirsson og Jakob Agúst Hjálmarsson, sem vigðir voru. Er Birgir settur prestur á Siglufirði og Jakob settur á Seyðisfirði. —kr honum þökkuð störf hans i þágu sambandsins. Flutt var skýrsla stjórnar og kom m .a. fram i henni að i Verka- mannasambandinu eru nú 40 verkalýösfélög nær um 16500 félagsmenn. Samþykktir voru reikningar sambandsins fyrir árið 1972. Aöalmál þingsins, voru kjara- málin og fylgja hér með ályktun þingsins i þeim málum, og sam- þykkt um landhelgismálið. t stjórn sambandsins til næstu 2ja ára voru kosin: Formaður: Eðvarð Sigurösson, Reykjavik, Varaformaður: Her- mann Guðmundsson, Hafnarfirði. Ritari: Karl Steinar Guðnason, Keflavik. Gjaldkeri: Vilborg Sigurðardóttir, Vestmanna- eyjum. Aðrir i stjórn: Björgvin Sieurðsson, Stokkseyri , Guðriður Ehasdóttir, Hafnarfirði, Herdis ólafsdóttir, Akranesi, Jóna Guö- jónsdóttir, Reykjavik, Pétur Sigurðsson, tsafirði., Ruth Björnsdóttir, Akureyri og Sig- finnur Karlsson, Neskaupstað. Ályktun um kjaramál Þegar 6. þing Verkamanna- sambands tslands er nú haldið að loknu 2ja ára samningstimabili er þaö skoðun þingsins að verulega hafi áunnizt i siðustu kjarasamn- ingum og aö i lok samningstima- bilsins standi meira eftir en oft áður. Þingið lýsir fylgi við sameigin- legar kröfur aðildarsamtaka ASI., sem nú hafa verið lagðar fram, og lýsir ánægju sinni með þá samstöðu, sem náöst hefur og leggur áherslu á gildi þess að sú samstaða megi haldast. Þingið telur það rétt vinnu- brögð að heildarsamtökin semji um meginkröfurnar, en siðan sé á vegum landssambanda, svæöa- sambanda, og / eða einstakra félaga samiö um sérmál þeirra. 6. þing Verkamannasambands- ins telur það höfuðmarkmið næstu kjarasamninga aö jafna launakjörin og þess vegna veröi krafan um bætt kjör láglauna- fólks að hafa algjöran forgang i þessum kjarasamningum. Þingið varar viö þeirri þróun að Fimm manns í sjúkrahús JEPPI valt á mótum Hring- brautar og Hofsvallagötu I gær- morgun, eftir árekstur við annan bíl. Báðir bflarnir skemmdust mikið og fimm manns, sem i þeim voru hlutu meiri og minni meiðsli, og voru fluttir á slysa- deild Borgarspitalans.Enginn hinna slösuðu er hættulega meiddur. Eðvarð Sigurðsson um árabil hefur launamismunur farið vaxandi og telur þingið það fráleita stefnu að sama prósentu- hækkun gangi yfir öll laun, Þingið telur það fyrirkomulag óeðlilegt, sem rikt hefur i sam- bandi við visitölugreiðslur á laun, að þeir sem hæst hafi laun fái hæstar verðlagsbætur. Þingið heitir á aöildarfélög Verkamannasambandsins að knýja fram i þessum samningum kröfurnar um kauptryggingu timavinnufólks og sérstaka hækkun til þess fólks er vinnur við fiskiðnað.Það er algjör óhæfa, að þeir sem lægst hafa launin séu snauöastir að réttindum varðandi atvinnuöryggi. Þingið leggur áherslu á kröfuna um full yfirráð verkalýðs- félaganna yfir lifeyrissjóðunum. Jafnframt itrekar þingið kröfur ráðstefnu ASt, um verulegt átak i húsnæðismálum og um breyt- ingar á núverandi skattakerfi og telur það brýnt hagsmunamál launafólks að vel takist til i þess- um efnum. Stuðningur verzlunar- ráðs STJÓRN Verslunarráðs tslands gerði á fundi sinum i dag eftir- farandi ályktun: Verslunarráð Islands lýsir yfir fullum stuðningi við samkomu- lagsgrundvöll þann, sem náðst hefur á fundum forsætisráðherra tslands og Bretlands og væntir þess, að hann leiði til bráða- birgðalausnar landhelgis- deilunnar. Laxveiðileyfi Seðlabankans ltalldór E. Sigurðsson, fjár- málaráðherra, svaraði i Sam- einuðu Alþingi sl. fimmtudag fyrirspurn, sem Jónas Arna- son hafði til hans beint, hvort einhver jar rikisstofnanir hefðu leyfi til þess skv. lögum cða reglugerðum að kaupa laxveiðileyfi handa starfs- inönnum sinum eða þeirra gestu m? Fjánnálaráðherra svaraði þvi afdráttarlaust, að engin lög eða reglur heimiluðu rikis- stofiiiiiiuin slika rausn. Birni Pálssyni fannst fyrir- spurniiiiii, sem fyrirspyrjandi rökstuddi ineð fregnum af kaupuin Seðlabankans á veiði- leyfum i Norðurá fyrir liuudr- uð þúsunda króna hefði átt að beina til bankamálaráðherr- ans en ekki lil fjármálaráð- lierra. 1 ræðu sinni sagði Björn Pálsson in.a.: „Eg er nú ekki vanur að hlauda mér i umræður um fyrirspurnir en satt að segja fannst mér. að liæstv. fyrir- spyrjandi liefði gelaðsnúið sér til flokkshróður sins og yfir- manns og fengið upplýsingar lijá honuni. úg liélt, að það væri hankain álaráðlierra, sem liefði með Seðlahankann að gera. Og þelta ætti allt að vera i fina lagi, þegar þeir liafa sinn fulllrúa fyrir æðsta mann i bankaniáluni, og þar sé alls liófs gætt. llins vcgar virðist mér aðalatriðið vera gleymt. Auðvitað fiska þcssir menn. Ilvað gera þeir við lax- inn? Ætli hankinn fái hann ekki? Eg geri ráð fyrir þvi, að þegar menn leigi ár, þá geri þcir það ekki hara sér til gam- ans, heldur vcgna þess að þeir veiða lax og þeir selja laxinn. Það er hez.t að athugaþclta i rcikningunu m. AAikill fengur er gróði Seðlabank ans Eg hcf spurt ýmsa lax- veiðimenn aðhvers vegna þeir væru að þessu. Nú.þeir segjast veiða nokkurn veginn fyrir þvi, sem þeir borga i leigu. Mér þykir óliklegt, að Jóhannes Nordal sé ekki það mikill fjármálamaður og mik- ill maður, eða þá að hann liafi einhverja góða laxveiðimcnn i hankanum til að fara með gestum sinum að þetta geti ckki verið gróði lyrir hank- ann. Þelta ælti Jónas Árnason að geta fengið allt upplýst lijá yfirmanni og herra, Lúðvik Jósefssyni.” — TK Allgóðar sölur erlendis NOKKÚI) góðar sölur voru er- lendis i gær, cn þá seldu fjögur skip i Cuxhaven og Bremerhaven. Meginuppistaðan i afla þeirra var ufsi cn samkvæmt upplýsingum frá L.i.Ú. telst það allgóö sala, ef verðið fcr yfir kr. 45 pr. kilóiö. Tvö skip seldu i Cuxhaven, Asver 47,9 lestir, en tæp 5 tonn voru ónýt, fyrir 59,5 þús.mörk eða rúmar 2 millj., meöalverö 42.80, og Jón Gunnlaugsson 38.9 lestir (3.2 ónýtar) fyrir 53.8 þús. mörk eða 1.8 millj., meöalverð 47.60. I Bremerhaven seldu Narfi, 112 lestir fyrir 147 þús. mörk eða rúmar 5 milljónir, meðalverð kr. 45.22 og Viðir AK 53 lestir fyrir 75 þúS‘ mörk eða 2.5 milljónir, meðalverðið 48.76 pr kg. —Hs—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.