Tíminn - 30.10.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.10.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriöjudagur 30. október 1973 Hvenær fóru ménn að nota gaffla? Það er ekki vitað nákvæmlega með vissu hvenær fólk fór fyrst að borða mat sinn með gaffli. Viðvitum auðvitað að jafnvel á steinöld þá bjuggu menn sér til nokkurskonar hnifa, til að skera niður bráðina og til fleiri nota. Sjálfsagt hafa fyrstu skeiðarnar verið skelj- ar, og þegar bezt lét voru þær festar á einhvern staut eöa skaft.Liklega voru fyrirrennar- ar gafflanna forkar til að veiða fiska með. Elzti gaffall, sem fundizt hefur, var tviarma forkur, sem sýnilega hefur verið notað við matargerð, bæði til þess að snúa kjöti, er steikt var við eld, og einstil að stinga i kjötið og halda þvi föstu, þegar það var skorið niður. A 11. öld var fint fólk Feneyjum farið að nota gafíla við matborö, og við hirð Karls V i Frakklandi voru einnig notaöir gafflar, en aðallega til að stinga i matinn á stórum fötum og trogum, en ekki þannig að hver maður hefði sinn gaffal. Það var ekki fyrr, en á 17. öld, að fór að tiðkast i Bretlandi og viðar i Evrópu sú notkun á göfflum, sem við þekkjum nú til dags. Nú mega flugvélaræningjar fara að vara sig! Frá Sydney i Astraliu höfum við frétt, að fundnar hafi verið upp sérstakar byssukúlur úr nylon-efni til að skjóta á árásar- menn i flugvélum. Þessar kúlur eru 1.8 sentimetra langar og i lögun likt og varalitur, og má skjóta þeim úr venjulegum skammbyssum. Uppfinningar- maður heitir Robert Eyles. Hann er ekki sérfræðingur i þessum efnum heldur er hann vörubilstjóri en segist hafa mik ið hugsað þessi mál. Það, sem það að þær falla máttlaust niður hætta er á að þær setji gat á flugvélina i háloftunum og sprengi þá allt i loft upp, en það er mesta hættan með venjuleg- ar byssukúlur, og þvi reyna verðir i flugvélum i lengstu lög að komast hjá þvi, að þurfa að skjóta úr byssu, þegar flugvél er á lofti. Robert Eyles segir, að þessi nylon-kúla geti stoppað árásarmann á 18 metra færi eða styttra svo að hægt verði að yfirbuga hann, en eigi ekki að gera neitt alvarlegt tjón i flug- vélum. og það er aðalkosturinn við uppfinninguna segir hann. Nú nýlega hefur þessi hugmynd verið sett i keppni, þar sem bezta uppfinningin fær 5000 ástralska dollara. a Mamma er n aldeilis hrifin Það er engin furða, þó að apa- mamman á þessari mynd sé stolt, þvi að hún er fyrsta gorill- an i dýragarðinum i Nurnberg, sem eignast hefur afkvæmi. Mamman heitir Delphi, en barnið hefur enn ekki hlotið nafn. Apabarnið er hárlaust að kalla, rétt eins og litið manns- barn, en áður en langt liöui; verður það trúlega orðið rétt eins loðið og móðirin. Ein af mörgum, sem kepptu Wenche Steen var á siðasta ári kjörin Ungfrú töfrandi i fegurð- arsamkeppni, sem fram fór i Thailandi, en þangað fór hún sem fulltrúi Noregs i keppninni. Ungfrú Steen hefur tekið þátt i fegurðarsamkeppni oftar en i Thailandi, þvi hún keppti einnig um titilinn Ungfrú Táningur, eða Miss Teenage International fyrir nokkru. Þá tók hún lika þátt i fegurðarsamkeppni á Spáni, sem fulltrúi Noregs, en ekki vitum við.hvaða keppni það var, þvi hún mun ekki hafa ver- ið eins merkileg og Miss World- keppnin, eða Miss Universe, sem þekktastar eru. Wenche Steen er frá Osló, og hún segist elska sjefferhunda og svo auð- vitað bláa Dadsun-sportbilinn sinn. — Ég kem honum ekki i rúmið^ef ég spila ekki af honum fötin. O: n, — 1 hvert sinn, sem svona stjarna dettur niður, deyr einhver — ef stjarnan hittir á. DENNI DÆMALAUSI sundur Furðulegt, og við aðeins einn ismola i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.