Tíminn - 30.10.1973, Blaðsíða 21

Tíminn - 30.10.1973, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 30. október 1973 TÍMINN 21 KR-INGAR ATTU EKKI í ERFIÐLEIKUM MEÐ VÆNGBROTIÐ ÍR-LIÐ Reykjavíkurmeistaratitillinn í körfuknattleik áfram í Vesturbænum KR-ingar tryggðu sér Reykja- vikurmeistaratitilinn I körfu- knattleik á sunnudaginn, þegar þeir sigruðu ÍR-inga léttilega i Laugardalshöllinni 73:61. Leikur- inn var nokkuð jafn i fyrri hálfleik og byrjun siðari hálfleiks. Staðan var 35:28 fyrir KR i hálfleik, en i byrjun siðari hálfleiks ná ÍR-ing- ar sinum bezta kafia i Ieiknum og þeim tókst að saxa á forskot KR-inga og komast yfir 40:39, en þá var eins og ÍR-liðið félli sam- an, leikmenn liðsins fengu engan frið hjá sterkri vörn KR og hittnin var ekki upp á það bezta. Það var eins og knötturinn vildi ekki ofan I körfuna hjá KR-liðinu. Kolbeinn Pálsson, hinn snöggi fyrirliði KR-liðsins tók góðan sprett í siðari hálfleiknum og samvinna hans og Kristins Stefánssonar var oft frábær, en Kristinn húkkaði mörg fráköstin og sendi knöttinn i körfu IR-liðs- ins. KR-liðið er tvimælalaust bezta körfuknattleikslið okkar i dag, liöið er skipað leikreyndum leikmönnum og það er góö breidd hjá Vesturbæjarliðinu. KR-liðið tapaði ekki leik i Reykjavikur- mótinu og hefur þvi ekki tapað leik á keppnistimabilinu. IR-liðið leikur ekki eins körfu- knattleik og það hefur leikið undanfarin ár, varnarleikur liðs- ins er i molum og sóknarleikurinn ekki nógu góður. Það er breytingatimabil hjá IR, liðið hefur misst fjóra sterka leik- menn, leikmenn sem voru fastir i liðinu i fyrra, þá Anton Bjarna- son, Agnar Friðriksson, Einar Sigfússon og Birgi Jakobsson. JÓN BEZTI VARNAR- AAAÐ- URINN JÓN Sigurðsson úr Armanni var kosinn bezti varnarmaður Reykjavikurmótsins i körfu- knattleik. Það var stjórn Körfu- knattleiksráðs Reykjavikur, sem valdi Jón og vann hann kosning- una meðmiklum yfirburðum. Jón hefur sýnt mjög góða varnarleiki i mótinu og innsigiaði hann sæmdarheitið „Bezti varnar- maður Reykjavikurmótsins”, þegar hann lék stórgóðan leik gegn Val í Siðasta ieik mótsins. Kolbeinn skorar ....Kolbeinn Pálsson átti stórgóðan leik i síðari hálf- leik gegn ÍR. Hér á myndinni sést hann senda knöttinn i körfuna hjá ÍR. (Timamynd Róbert) Þessir leikmenn hafa ekki leikið i Reykjavikurmótinu, en miklar likur eru á, að þeir Anton og Agn- ar leiki með 1R i 1. deildinni i vet- ur. Það sást greinilega á KR-liðinu, að það er i mjög góðri þrekæf- ingu, liðið lék fastan varnarleik og leikmenn liðsins brutu hina ungu ÍR-inga niður. Þeir fengu aldrei frið fyrir framan KR-körf- una. Þá leyfðu dómarar leiksins KR-ingum að brjóta of mikið á IR-ingunum, en dómgæzlan var ekki mjög góð i leiknum. T.d. fékk Guttormur ólafsson að yfirgefa völlinn með fimm villur strax i byrjun siðari hálfleiks, en hann fékk sumar villurnar á meinlaus brot. JÓN SÝNDI STÓR- GÓÐAN LEIK GEGN VAL Hann vor potturinn og pannan í góðum sigri Ármanns 79:75 Leikur ^ Armanns og Vals i Reykjavikurmótinu i körfu- knattleik á sunnudaginn, var einvígi á milli tveggja beztu körfuknattieiksmanna lands- ins, þeirra Þóris Magnussonar úr Val og Jóns Sigurðssonar úr Armanni. Jón var svo sannar- lega i essinu sinu gegn Val, liann skoraði hverja körfuna á fætur annarri með mjög skemmtilegum skotum og uppstökkum og það fer ekki á milli mála að hann er hreinn snillingur með knöttinn. Þá var hann potturinn og pannan isterkrivörn Ármanns maður á mann, fljótur að átta sig þegar Ármenningar náðu knettinum og skoraði hverja körfuna á fætur annarri úr hraðupphlaupum. Armanns- liðið vann sigur yfir Val 79:75 og tryggði sér þar með þriðja sætið í Reykjavikurmótinu. Liðið verður örugglega sterkt I vetur, i liðinu leika margir góðir einstakiingar, sem eiga. að geta skapað sterka heild. „ÍR-INGARNIR VERÐA ERFIÐ- ASTIR í VETUR" — segir Einar Bollason, þjólfari Reykjavíkurmeistara KR í körfuknattleik „ÞAÐ ERU tvimæla- laust ÍR-ingarnir sem við verðum hræddast- ir við i vetur”...sagði Einar Bollason, þjálf- ari Reykja vikur- meistara KR i körfu- knattleik. Ungu strákarnir hjá ÍR eru að koma til og það verður mikill styrkur fyrir ÍR-liðið að Agn- ar Friðriksson og An- ton Bjarnason, munu leika með liðinu i vet- ur. Við KR-ingarnir erum svo ihaldssam- ir, að okkur finnst enginn úrslitaleikur ef það eru ekki íR-ingar sem við leikum við i úrslitum. Það er hægt að taka undir orð Einars, að IR-liðið styrkist mikið við komu Agnars og An- tons, sem hafa ekki leikið meö lR-liðinu i Reykjavlkurmót- inu. Þá hafa þeir Birgir Jakobsson, sem er hættur og Einar Sigfússon, sem leikur með Skallagrimi i vetur, ekki leikið með IR-liðinu. Þess vegna hefur verið mikil blóð- taka hjá IR, þvi að þessir fjór- ir leikmenn voru allir fastir leikmenn með lR-liðinu siðastliðið keppnistimabil, þegar IR-ingar tryggðu sér Is- landsmeistaratitilinn. SOS Bjarni bezta víta- skyttan BJARNI Gunnar, leikmaður með stúdentum vann bikar- inn fyrir beztu vitaluttnina á Reykjavikurmótinu i körfu- knattieik. Bjarni Gunnar hitti 21 sinnum i 28 tilraun- um, sem er 75% hittni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.